Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 9 __________________________________ Útlönd Fyrrum endurskoöandi popparans Stings dreginn fyrir rétt: Mun hafa stolið Sting kemur til réttarins í gær. Simamynd Reuter dv Stuttar fréttir Frjálslyndirklofnir Frjálslyndir demókratar á Bret- landi voru sammála á flokksþingi um róttæka stefnuskrá en klofnir í afstöðunni til Verkamanna- flokksins og þreifinga hans. Kasparov og Anand hafa nú gert sjö jafntefli í sjö skákum og geri aðrir betur. Vansællffugræniitgi Flugþjónn sem rændi íranskri flugvél á dögunum sagðist hafa verið vansæll heima i Iran. Prins í framkvæmdunt Karl Breta- prins leggur frillu sinni, Camillu Parker Bowles, lið þessa dagana við að breyta hlöðu nærri heimili hennar í fimm svefnherbergja glaasihýsi þar sem m.a. er útisundlaug. Diana verðlaunuó Díana prinsessa hefur hlotið alþjóölega viðurkenningu fyrir störf sín aö góðgerðarmálum. Ljóninúrveginum Peres, utanríkisráðherra ísra- els, segir að helstu Ijónunum hafi verið rutt úr vegi samkomulags um aukna sjálfstjórn Palestinu- manna. Cillerreyniraftur Tyrklandsforseti bað Tansu Ciller að reyna að mynda nýja Stjórn. Reuter „Eg var skyndilega orðinn miðdep- ill milljarðafyrirtækis og alls þess pappírsflóðs sem því fylgir. Þetta var allt mjög flókið og fyrir ofan minn skilning að eiga nokkuð við allt þetta fjárstreymi. Ég varð að fá endurskoð- anda, einhvern sem ég gæti treyst, sagði popparinn Sting fyrir rétti í London í gær. Þar vitnaöi hann gegn Keith Moore, fyrrum endurskoðanda sínum, sem grunaður er um að hafa stolið 9,3 milljónum punda frá Sting eða sem samsvarar um 930 miljónum íslenskra króna. Endurskoðandinn segist saklaus af öllum ákærum um þjófnaði en þeir eiga aðallega að hafa átt sér stað á tímabilinu 1988-1992. Sting kom fram í réttinum undir sínu borgaralega nafni, sem er Gor- don Sumners. Hann sagðist efast um að menn sæju þessa peninga nokk- um tíma aftur. En Sting er ekki á vonarvöl þar sem aðalviðskipta- banki hans, drottningarbankinn Coutss, greiddi honum 750 milljónir króna fljótlega eftir aö upp komst um misferli endurskoðandans. Drottn- ingarbankinn taldi að þar á bæ bæm menn ákveðna ábyrgð á því hvernig fór. Háar fjáhæðir hefðu verið milli- færðar á reikninga endurskoðand- ans án tílskilinna heimilda. Sting, sem leiddi á sínum tíma hljómsveitína Police til heimsfrægð- ar og nýtur nú gríðarlegra vinsælda sem sólóhstamaður, sagði að eftir tveggja ára hark hefði hann skyndi- lega orðið heimsfrægur og þénað tug- milljónir króna á ári. Þegar mest var fóm tekjur hans af ýmsu tagi inn á um 47 bankareikninga. Það var fyrr- um félagi í Police sem kynnti Sting fyrir endurskoðandanum sem hóf strax að annast hið mikla fjár- streymi. „Þetta var allflókið kerfi sem hann kom upp og ég skildi af- skaplega lítíð í því,“ sagði Sting sem fyrst fréttí af undanskotum endur- skoðandans í nafnlausu bréfi sem honum barst 1992. Reuter Clinlonætlarað draga framboðs- tilkynninguna Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagðist i gær ætla að draga eins lengi og liann gæti að tilkynna lorm- lega um fram- boð sitt til for- setakosninganna á næsta ári en forsetínn er aö ljúka fjáröflunar- ferð þar sem hann hafði fimm mUljónir dollara upp úr krafsinu. Þá lýsti Clinton yfir þeirri von sinni að Ameríka mundi ekki gera kynþátt Colins Powells að kosningamáli ef hann byði sig fram. Powell er blökkumaður. Flóttafanginn búinn aðfá nóg affrelsinu Einn fanganna sem flúðu á ævintýralegan hátt úr fangelsi í útjaðri Kaupmannahafnar fyrir mánuði var búinn að fá nóg af því að vera frjáls eins og fuglinn og skilaði sér aftur í fangelsiö. Það var aðfaranótt fimmtu- dagsins sem hinn 27 ára gamli Kim Steven Kyed, sem var að af- plána þriggja ára dóm fyrir rán, hringdi bjöllunni við fangelsis- dyrnar og bað um aö fá að fara aftur í klefann sinn. Einn flóttafélagi hans, Jaraie Lar s Kronberg CorbetL var hand- tekinn á miðvikudag en fjórir fanganna leika enn lausum hala. Reuter, Ritzuu Ibúi fátækrahverfis i Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, reynir hvað hann getur að slökkva eld i híbýlum sínum. Eldurinn, sem kviknaði i kjölfar heim- iliserja, varð 14 ára pilti að bana og eyðilagði 125 heimili. Simamynd Reuter AFSLATTUR AF SKERMUM TIL 1. 0KT0BER. MIKIÐ ÚRVAL ARMULA 24 S: 568 1518 Lítil plastklemma meó segulstáli til sölu Já pað Jer ekki mikiðjjrir henni. Og hagnýtt gildi hennarjyrir pig erjajnvel ekki stórvœgilegt. Það erjreistandi að segja nei og nota aurana í annað. En klemman leynir á sér. Hún er svo öflug að hún getur hjálpað hreyfihömluðum að komast leiðar sinnar í heimi stiga er stía sundur. Með sölu klemmunnar öjlum viðfjár til að auðvelda aðgengifatlaðra í sanjélaginu. Og svo getur pú hengt í hana reikninga, uppskrijtir að hamingju, myndir af uppáhaldsbaðströndinni eða bara haft hana til skrauts. Segulmagnað tilboð sem pú getur ekki hafnað... ........£j$i ‘ U jffli.tidll okku1 éiá\ .. LANDSSAMBAND FATLAÐRA Klemman er til sölu p e s s a helgi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.