Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 37 Sjálfsmynd af Ásgrfmi Jónssyni, máluð ca. 1947. Myndir úr Reykjavík og ná- grenni Búið er að opna haustsýningu í safni Ásgríms Jónssonar. Er lun að ræða sýningu á olíu- og vatnslitamyndum sem Ásgrim- ur málaði í Reykjavík og Hafn- Sýningar arfirði og inni við Elliðavog. Á sýningunni eru nokkrar myndir frá fyrstu starfsárum lista- mannsins hér heima, ennfremur vetrarmyndir frá því um 1930 sem hann málaði í útjaðri byggðarinnar og vatnslitamynd- ir sem hann málaði síðustu ævi- árin út um stofugluggann sinn. Ásgrímur jónsson er einn af merkOegustu málurum sem þjóðin hefur átt og var frum- kvöðull í nútíma málaralist og ávallt skapandi listamaður. Safn Ásgríms Jónssonar var opnað árið 1960. Haustsýningin á verk- um Ásgríms er opin á laugar- dögum og sunnudögum kl. 13.30-16.00 og stendur til 26. nóv- ember. Lestrarörðug- leikar unglinga í dag og á morgun verður haldin í Borgai-túni 6, Reykja- vík, ráðstefnan Lestrarörðug- leikar unglinga. í tengslum við ráðstefnuna verður verkstæði með kynningu á tölvuútbúnaði og forritum sem tengjast efni hennar. Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú i Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Gjábakka kl. 10.00. Námsstefna Ný dögun, Samtök um sorg og sorgarviðbrögð, heldur náms- stefnu á morgun um sorg í kjöl- far náttúruhamfara og slysa. Samkomur Félagsvist Félagsvist verður á vegum Fé- lags eldri borgara í Reykjavík í Risinu kl. 14.00 í dag. Göngu- Hrólfar fara ffá Risinu ki. 10.00 í fyrramálið. Norðurlönd í fjölmiðlum BÍ, Ríkisútvarpið og Norræna húsið efna til ráðstefnu í Nor- ræna húsinu á morgun og sunnudag og er yfirskriftin Norðurlönd i fjölmiðlum. Ráð- stefnan hefst kl. 9.00 í fyrramál- ið. Félagsvist og dans Spiluð verður félagsvist og dansað í félagsheimili Kópavogs á vegum Félags eldri borgara í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Jazzbarinn: Blússveit Bjama Tryggva Eftir framsækna tónlist á Jazz- barnum í gærkvöld verður slegið á rólegri nótur í kvöld og annað kvöld en þá stígur á svið látúnsbarkinn fyrrverandi, Bjarni Tryggvason, ásamt tríói sínu og ætlar að blúsa dá- lítið, auk þess sem gamlir og þekktir slagarar fýlgja sjálfsagt. Bjami Tryggvason er búinn að vera í eldlínunni lengi þrátt fyrir ungan aldur og hefur komið víða við í tónlistinni auk þess að vera dag- Skemmtanir skrárgerðarmaður á Aðalstöðinni. Hann þykir syngja ballöður betur en flestir en í kvöld er það blúsinn sem blifur. Með honum verða Þorleifur Guðjónsson, bassi, og Kormákur Geirharðsson, trommur, sem hafa löngum leikið með KK. Á sunnudagskvöld mun svo Dúett Eddu Borg skemmta á Jazzbarnum. Bjarni Tryggvason er komin með Blússveit og skemmtir í kvöld á Jazz- Hálendisvegir gætu spillst fljótt Hálendisvegir eru enn í sumar- búningi og eru allir færir en flestar Færð á vegum leiðir þó aðeins fjallabílum. Nú þegar fyrsti snjórinn er fallinn fara há- lendisvegir að spillast fljótt og því vert að minna bílstjóra á að vera vel búnir til aksturs á fjallvegum. Þjóðvegir landsins eru í góðu ásig- komulagi um þessar mundir. Það eru þó vegavinnuflokkar að vinna að lag- færingu á nokkrum stöðum og má nefna að á Norðausturlandi gætu orðið umferðartafir af þessum sökum á leiðinni Kelduhverfi-Kópasker. Freyia Katrín Litla stúlkan sem á myndinni, sem sefur vært, fæddist 2. septem- ber í Barnstable Devon á Bret- Barn dagsins landseyjum. Hún var við fæðingu 3770 grömm og á6 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Rosemary Thomas læknir og Héðinn Héðins- son rafvirki. Hún hefur hlotið nafn- ið Freyja Katrín. Þröstur Leó Gunnarsson og Bergþóra Aradóttir leika feðginin Jón Leifs og Líf. Tár úr steini í Störnubíói eru nú sýndar tvær nýjar íslenskar kvikmyndir og var önnur þeirra, Tár úr steini, frumsýnd um síðustu helgi. Hún er leikstýrð af Hilm- ari Oddssyni og er þetta önnur leikna kvikmynd hans i fullri lengd. Sú fyrri var Eins og skepnan deyr sem frumsýnd var 1986. Hann skrifar einnig hand- ritið ásamt Hjálmari H. Ragnars- syni og Sveinbirni Baldvinssyni. í myndinni er rakin átakasaga Jóns Leifs tónskálds í Þýska- landi íjórða áratugarins. Tár úr steini er dramatísk ástarsaga ís- lensks tónskálds á framabraut og ungrar konu af gyðingaættum Kvikmyndir í landi sem er óðfluga að breyt- ast í helvíti á jörð. Jón Leifs stendur frammi fyrir því að þurfa að velja á miili ástar sinn- ar á tónlist og ástar á fjölskyldu sinni, val sem kostar baráttu upp á líf og dauða. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Jón Leifs og Rut Ólafsdóttir leikur eiginkonu hans, Annie. Nýjar myndir Háskólabíó: Casper Laugarásbíó: Dredd dómari Saga-bíó: Bad Boys Bíóhöllin: Ógnir í undirdjúpun- um Bíóborgin: Umsátriö 2 Regnboginn: Braveheart Stjörnubió: Tár úr steini Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 225. 22. september 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,500 64,820 65,920 Pund 102,130 102,650- 102,230 Kan. dollar 47,690 47,980 49,070 Dönsk kr. 11,6810 11,7430 11,5690 Norsk kr. 10,3160 10,3720 10,2540 Sænsk kr. 9,1870 9,2380 9,0210 Fi. mark 15,0670 15,1560 15,0930 Fra. franki 13,0970 13,1720 13,0010 Belg. franki 2,2010 2,2142 2,1824 Sviss. franki 56,4200 56,7300 54,4900 Holl. gyllini 40,4600 40,7000 40,0800 Þýskt mark 45,3300 45,5600 44,8800 It. líra 0,04018 0,04042 0,04066 Aust. sch. 6,4380 6,4780 6,3830 Port. escudo 0,4319 0,4345 0,4323 Spá. peseti 0,5224 0,5256 0,5246 Jap. yen 0,64860 0,65250 0,68350 írskt pund 104,420 105,070 104,620 SDR 96,79000 97,37000 98,52000 ECU 84,2800 84,7800 84,0400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan T~ T~ 7 3- n r £ 4 ib ii IZ ir ÍT" 1 i(p j ar tr J ,4 w~ I 2Í Lárétt: 1 dramb, 8 kerra, 9 aftur, 10 tál, 12 örvi, 14 tæki, 16 galli, 18 hugur, 19 möndull, 21 tíma, 22 kross. Lóðrétt: 1 hljóðfæri, 2 holdug, 3 mjúk, 4 pípa, 5 kátur, 6 utan, 7 króka, 11 afkom- andi, 13 harns, 15 rugl, 17 hestur, 18 eyða, 20 átt. Lausn á siöustu krossgátu. Lárétt: 1 fúsk, 5 öfl, 8 æringi, 9 rið, 10 erni, 11 slitu, 12 ná, 14 álít, 16 nam, 17 lá, 19 mirra, 21 ama, 22 rein. Lóðrétt: 1 fær, 2 úrill, 3 siði, 4 knettir, 5 ögrun, 6 Finnar, 7 lúi, 11 sála, 13 áman, 15 ima, 18 ám, 20 Re.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.