Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Amerísk rúm. Englander Imperial Ultra plus, king size, queen size heilsurúm. Hagstœtt verð. Þ. Jóhannsson, sími 568 9709. Rými fvrir nýju. Toppar, bolir 1000. Vesti, bux., skyrtur 2000. Jakkar, vesti, bux. 3000. Jakkar 6000. Stóri listinn, Baldursg. 32, s. 562 2335. Bamafólk, viljiö þiö gera góö kaup? Komið þá í Do Re Mí. Amico peysur, Amico jogginggallar o.m.fl. á mjög góðu verði. Amico á bamið þitt. Urvalið hefur aldrei verið meira. Sjón er sögu ríkari. Erum í alfaraleið, Laugavegi 20, s. 552 5040, v/Fákafen, sími 568 3919, og Kirkjuvegi 10, Vest- mannaeyjum, sími 481 3373. Náttfatapartí. Nú er að kólna, þess vegna bjóðum við 20% afslátt af öllum náttfatnaði, bama og fullorðinna, í nokkra daga. Verð frá 552 með afslætti. Sendum í póstkröfu. Cos, Glæsibæ, s. 588 5575, Sólbaösstofan Grandavegi, s. 562 5090. Jgl Kerrur Jg Bilaleiga Vmnuvélar Til sölu Topper vinnulyfta, í góöu lagi. Bjóðum góð greiðslukjör. Úpplýsingar í síma 562 5815 eða 567 2312 laugardag til miðvikudags. Skemmtanir Hi^f&urinn viðÚsgbyss Smiðjuvegi 6 Kóp. sími: 5677005 'ssuna Tilboö um helgar: • Hawaiisteik m/öllu, 790 kr. • Chili con came, 390 kr. • Sá stóri 380 kr. og 300 m/mat. Lifandi tónlist frá ld. 23 til 03 fóstudags- og laugardagskvöld. Réttur dagsins m/öllu, 490 kr. Lambasteik m/öllu, 590 kr. Kjúklingur, 590 kr. Djúpsteiktur fiskur m/öllu, 490 kr. Buff m/öllu, 490 kr. Kabyssan, Smiðjuvegi 6, sími 567 7005. Kerruöxlar á mjög hagstæöu veröi, með eða án rafhemla, í miklu úrvali, fyrir flestar gerðir af kermm. Fjallabílar/Stál og stansar hf., Vagnhöfða 7, Rvík, sími 567 1412. Nýir Toyota-bilar. Á daggjaldi án kílómetragjalds eða innifóldum allt að 100 km á dag. Þitt er valið! Bílaleiga Gullvíðis, símar 896 6047 og 554 3811. caapR2a©nc5Q Pú berð númerin á miðanum þfnum saman við númerin hér að neðan. Pegar sama númerið kemur upp á báðum stöðum hefur pú hlotið vinning. 947480 878439 198010 856393 658385 DRAUMAFERÐ OG FARAREYRIR Með Farmiða ert pú kominn I spennandi SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV Farmiðinn er tvlskiptur og gefur tvo möguleika á vinningi. Á vinstri helmingi eru veglegir peningavinningar, sá hæsti 2,5 MILUÓNIR, og á þeim hægri eru glæsilegir ferðavinningar og „My First Sony" hljómtæki. Fylgstu með IDV alla priðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Uppsöfnuð vlnnlngaskrá birtist / DV 2. október 1995. Ferða- og hljómtækjavinninga má vitja á markaðsdeild DV Pverholti 14, sími 550 5000 gegn framvlsun vinningsmiða. Farmiðarnir bfða þin á næsta útsölustað og þú freistar gæfunnar fyrir aðeins 150 kr. FLUGLEIÐIRjSSr SONY, Menning__________ Strokkvartett Fyrstu tónleikar á 39. starfsári Kammermúsík- klúbbsins voru haldnir í Bústaðákirkju sl. sunnudag. Strengjakvartett skipaður þeim Sigrúnu og Sigurlaugu Eðvaldsdætrum, Helgu Þórarinsdóttur og Richard Talkowsky lék fyrst Strengjakvartett nr. 8 í e-moll, op. 59, nr. 2, eftir Beethoven. Þessi kvartett er einn þriggja, op. 59, sem Beethoven tileinkaði Andreasi Rasumowsky, greifa frá Rúss- landi, en hann var mikill listunnandi og lék m.a. sjálf- ur ágætlega á fiðlu. Þessir þrír kvartettar þóttu mjög erfiðir að leika og þungir til hlustunar og leið nokkur tími þangað til þeir festu sér sess meðal annarra verka hjá strengjakvartettum álfunnar, enda var hér um tímamótaverk að ræða sem eru enn í dag meðal þeirra merkustu sinnar tegundar. Flutningur verksins var um margt vandaður. Flytjendunum tókst að miðla þeim krafti og spennu sem verkið sannarlega býr yfir. Hendingar voru skýrt mótaðar og bogar fallegir, eink- um í adagiokaflanum. Fiðlurnar tvær voru örlítið sár- ar í háu þríundunum í þriðja kaflanum, en annars var öll tónmótun góö, þótt hér sé vissulega ekki um hóp að ræða sem starfað hefur að staðaldri sem slíkur og þannig t.d. unnið að fágun og samhæfingu síns tóns, svo nokkuð sé nefnt. Þetta stóra verk Beethovens var það verkefni, að mati undirritaðs, sem hvað best var flutt á þessum tónleikum. Framsetning þess var sterk og ákveðin, en um leið vönduð. Næst heyrðum við Strengjakvartett nr. 12 í einum þætti, „Quartettsatz", í c-moll, D. 703, eftir Franz Schu- bert. Víst þykir að verkið hafi átt aö vera fleirþátta, en ekki er vitað hvers vegna Schubert skildi við það svona, í einum þætti. Hvað um það, þetta er hin ágæt- asta tónlist og er þátturinn í góðu jafnvægi innbyröis. Verkið var vel leikið og bar vönduðum vinnubrögðum vitni. Tónleikunum lauk meö strengjakvartett nr. 1 í c- moll, op. 51, Nr. 1, eftir Johannes Brahms. Þetta er fyrsti strengjakvartett sem Brahms leyfði útgáfu á, en hann hafði vissulega samiö þá nokkra áður. Vandfýsi Brahms kom þó í veg fyrir að nokkrir þeirra kæmu fyrir almenningssjónir, en hann var á 40. aldursári Tónlist Áskell Másson þegar þessi, nr. 1 í c-moll, kom út. Þetta er og bæði mikil og vönduð tónsmíð og raunar sannkallað meist- araverk, eins og þau tvö fyrri á þessum tónleikum. Þeir frábæru hljóðfæraleikarar sem hér um ræöir náðu hér ekki hæðunum, þrátt fyrir að margt væri gert bæöi vel og fallega. Flutninginn skorti á heildina vissa fágun og kom hér kannski mest aö sök að hópur- inn starfar ekki að staöaldri sem slíkur (þótt æskjandi væri). Þetta voru þó bæði vandaðir tónleikar og hinir ánægjulegustu og var kirkjan þétt setin áheyrendum. Þökk sé Kammermúsíkklúbbnum fyrir þessa góðu tónleika. Aðskilnaður líkama ogsálar Samhengi hlutanna er svo sem ekki alltaf rökrétt. Það var til dæmis eftirsókn mín eftir þögn í einveru sem varð til þess að vekja áhuga minn á sígildri tón- list. Síðar jókst áhuginn til muna viö þá dæmalausu umræðu sem varð á alþingi fyrir allmörgum árúm þar sem spakir menn lögðu til að sparað yrði í ríkisrekstr- inum með því að fækka fiðluleikurum, blásurum og öörum hávaðaseggjum í Sinfóníuhljómsveitinni enda ekki nema verstu menningarsnobbarar sem hlustuðu á freti þá, ískur og væl sem þetta kostnaöarsama fyrir- tæki framkallaði. Hins vegar varð þessi umræða einn- ig til þess að það dróst úr hömlu að ég hefði mig á tónleika því ég gat engart veginn ímyndað mér mig í þeim hópi fólks sem ég sá fyrir mér þegar mér varð hugsað til tónleikahaldsins. En svo lét ég vaða fyrir nokkrum árum. Og nú telj- ast tónleikar með góðu stundunum. Það vakti reyndar furðu mína, þegar ég fór til þess að hlýða á Sinfóníuna í fyrsta sinn, hvað þar var lítið af stertimennum og fjaðurskautakerlingum. Háskóla- bíó var fullt af íslensku fólki af misjöfnu sauðahúsi, klæddu rétt eins og þvi sjálfu þótti best; fáir í smók- ing, enginn í síðkjól, sumir í sunnudagafotunum en margir í gallabuxum og peysum eða bindislausum skyrtum sem göptu niður á maga. Ég var ekki síður hissa á því hversu margt ungt fólk var mætt til leiks- ins og aÚir virtust njóta þess sem boðið var, jafnt hisp- ursmeyjar sem harðsvíraðir töffarar. Og nú þegar veturinn er að klessa sér niður á land- ið með slyddu fyrir norðan hefst Sinfóniuhljómsveit íslands handa með einn þann krók sem best dugir gegn skammdegisbragði árstíðarinnar; tónleikahald. Og ég segi það satt; það er í raun og veru eins og að fara í ylvolgt og upplýst þrifabað með sálina í sér þegar maður er búinn að hreiðra um sig í sætinu og tónarnir taka flugið. Það fellur af manni skítaskán hefðbundinnar hugsunar og allt verður stærra og minna og víðara og öðruvisi og eins og best verður á kosið með samræmi líkama og sálar sem segja skilið hvort við annað rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara og Atburðir Úlfar Þormóðsson þú botnar kannski ekki neitt í neinu en skilur allt sem þarf; maðurinn upphefst. Þetta er þannig. Samt hef ég ekki hundsvit á þessu. Ég var bara þarna eins og hver annar hlustandi og naut þess með sjón og heyrn, ilman, smekk og tilfinn- ingu. Og ætla aftur. Því allir tónleikar vetrarins eru ófluttir enn. 0 bolta lamui uatn i UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.