Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 25 fþróttir Knattspyrna: DiCaiíiofi! Blackbum Rovers? Miklar líkur eru taldar á því aö Blackburn Rovers kaupi ítalska framlínumanmnn Paolo Di Canio frá AC Milan fyrir sem svarar 310 milljónum íslenskra króna. Di Canio mun spiia reynsluleik meö varaliði Blackburn á fimmtudag- inn keraur gegn Bolton og eftir hann veröur ákveðið hvort af kaupunum verður. Taylor fók upp peningaveskið Graham Taylor, stjóri Wolves, sem saett hefur gagnrýni aö und- anfórnu vegna stööu liösins í 1. deild, tók upp budduna í gær og keypti Mark Atkins frá Black- bum. Wolves er í 18. sæti og á aUt að gera til aö koma liðinu í gang. Tottenhamgræddi veiífyrra Stjórn Tottenham lagði í gær fram ársskýrslu félagsins og kemur í ljós að hagnaður fyrir skatta á síöasta ári var um 5350 milljónir punda, samanborið við 805 milljónir punda árið 1993. Bayem verður endastöðin Jíirgen Klinsmann sagöi í sjón- varpsviðtali í gær að hann myndi leggja skóna á hilluna þegar þriggja ára samningur hans viö Bayern Miinchen, sem hann skrifaði undir í sumar, rynni út 1998. Klinsmann, sem sló ræki- lega í gegn hjá Tottenham á síð- asta tímabili, hefur ekki náð aö sýna sitt rétta andlit þaö sem af er hjá Bæjurum, aðeins skorað tvö mörk í sex leikjum. Mölbylánaður tilBamsley Daninn Jan Mölby hjá Liver- pool hefur veriö lánaöur til 1. deildarliðsins Barnsley í mánuð. Mölby hefur ekki náð að komast í sitt rétta form eftir meiðsl og er hugmyndin hjá forráðamönnum Liverpool aö leyfa Mölby að kom- ast í leikform. Keflavík varð Reykjanesmeistari Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Keflvíkingar urðu í gærkvöldi Reykjanesmeistarar í körfu- knattleik. Keflavik vann Njarð- vík, 85-76. Teitur Örlygsson skor- aði 26 stig fyrir Njarðvík og Guð- jón Skúlason 20 stig fyrir Kefla- vik. Haukar sigruðu Grindavík, 79-78, og höfnuðu í öðru sæti í mótinu. Lokahófyngri flokkaFH Lokahóf yngri flokka knatt- spymudeildar FH veröur haldiö sunnudaginn 24. spetember nk. klukkan 14 í Kaplakrika. Þar fer fram verðlaunaafhending og þá verður kafflhlaðborð á vægu verði auk þess sem ýmiss konar skemmtiatriði verða í boði. AðalfundurHK Aöalfundur HK verður haldinn föstudaginn 29. september 1 fé- lagsmiðstöð félagsins í Hákoni Digra. Fundurinn hefst klukkan 20. Gaudinoáleið tilEngiandsáný? Þjóðveriinn Mauricio Gaudino kann að vera á leið'til Englands samkvæmt enskum dagblööum. Frankfurt leigði Gaudino til Mex- íkó efiir að hann fór frá Man- chester City i vor. Þá vildi City íá hann fyrir 170 milljónir en boð- inu var hafnaö. Eigum sterkan heimavöll - sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV Þoisteinn Gunnaisson, DV, Eyjum: „Eg er mjög ánægður. Þetta sýnir að við ■ eigum sterkan og góðan heimavöll sem er okkur mjög mikil- vægur. Þaö hjálpaði okkur verulega að vera spáð 12. og neðsta sæti. Menn segja ekki svoleiðis nema einu sinni við Eyjamenn, það era alveg hreinar línur,“ sagði kampakátur Þorbergur • Þorbergur var ánægður með sina menn gegn ÍR i gærkvöldi. Aöalsteinsson, þjálfari IBV, eftir óvænt burst sinna manna á ÍR, 25-16. Ef marka má þennan leik veröa nýliðarnir frá Eyjum sýnd veiði en ekki gefrn í vetur. Eftir mjög köflótt- an fyrri hálfleik var eins og nýtt Eyjalið væri komiö inn á völlinn í seinni hálfleik. Ræöa Þorbergs í hálf- leik ómaöi um gangana og það virk- aði svo um munaði. ÍBV skoraði fyrstu sjö mörk síöari hálfleiks og fyrsta mark ÍR kom eftir 15 mínútur og þá voru Eyjamenn tveimur færri! Sigmar Þröstur lokaöi marki ÍBV og vamarleikurinn, sem Þorbergur hef- ur lagt ofuráherslu á, var mjög sterk- ur með Gunnar Berg og nýja Rúss- ann sem Heimakletta. Hins vegar þarf aö aga sóknarleikinn til muna. Rússinn Ewgeni Dudkin er frábær leikmaöur, öflugur í vöra og alhliöa sóknarmaður með fjölbreyttan skotstíl. Sigmar Þröstur er lykilmað- ur liðsins og hann varði frábærlega. Daði og Gunnar Berg áttu góða spretti. Hjá ÍR var fátt um fina drætti. Magnús Sigmundsson markvörður var langbestur og aðeins Jóhann Ásgeirsson var með lífsmarki af úti- leikmönnunum. Skytturnar voru mjög þungar og eftir því sem leið á leikinn urðu spor ÍR-inga þyngri. „Það var aðallega sóknin sem khkkaöi. Það er alltaf erfitt að spila hér í Eyjum en við vorum einfaldlega mjög slappir. Við komum aðallega sjálfum okkur á óvart með andleysi. Maður er sjálfum sér verstur í þessu en ekki andstæðingurinn," sagði Jó- hann Ásgeirsson, fyrirliði ÍR, við DV. Evrópukeppnin 1 handbolta: íslenska liðið utan til Rúmeníu íslenska landsliðið í handknattieik hélt utan í morgun til Rúmeníu en þjóðirnar mætast á miðvikudaginn kemur í forkeppni Evrópumóts landsliða í borginni Rimnincu Vilcca sem er 200 km frá höfuðborginni Búkarest. Síðari leikur þjóðanna verður í Kaplakrika sunnudaginn 1. október og munu Rúmenar verða samferða íslenska liðinu til íslands. Upphaflega ætlaði landsliðið ekki aö fara utan fyrr en eftir helgina en vegna hárra flugfargjalda var mun ódýrara að dvelja yfir helgi í Rúmen- íu. Landsliðið mun dvelja við æfingar á leikstað fram að leik. Þetta er fyrsti leikurinn sem fram fer í riðlinumen öllum leikjum verð- ur lokið fyrir áramót. Auk íslands og Rúmeníu leika Pólveriar og Hvít- Rússar í þessum riðli. Vegna lélegrar frammistöðu íslendinga í heims- meistarakeppninni er mjög brýnt fyrir liðið að ná sem hagstæöustum úrslitum í riðlakeppninni en tvær efstu þjóðirnar komast í úrslita- keppni mótsins sem fram fer á Spáni næsta vor. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari valdi 14 leikmenn til fararinnar en eina breytingu varö að gera. Bjarki Sigurðsson úr Aftureldingu átti ekki heimangengt og því var Siguröur Sveinsson, FH, vahnn í hans stað. Hópurinn sem fór til Rúmeníu er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson........Val Bergsveinn Bergsveinsson...UMFA Aðrir leikmenn: Valdimar Grímsson........Selfossi Sigurður Sveinsson.............FH Gunnar Beinteinsson............FH Páll Þórólfsson..............UMFA Júlíus Jónasson.....Gummersbach Róbert Sighvatsson...........UMFA Geir Sveinsson........Montpellier Einar G. Sigurðsson......Selfossi Jón Kristjánsson..............Val Dagur Sigurðsson..............Val Patrekur Jóhannesson...........KA Ólafur Stefánsson.............Val Knattspyrnudeild Þróttar óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins: 5. fl. kv. 7. fl. ka. - 2. fl. ka. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Þróttar við Holtaveg eigi síðar en föstudaginn 30. septemb- er 1995 kl. 14.00. Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar ÍBV-ÍR (11-10) 25-16 1-0, 5-1, 8-2, 10-4, 10-10, (11-10), 18-10, 18-12, 20-13, 24-14, 25-16. Mörk fBV: Ewgeni Dudkin 9/2, Daði Pálsson 4, Gunnar B. Viktors- son 4, Arnar Pétursson 4/2, Svavar Vignisson 3, Helgi Bragason 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk- arsson 18/4. Mörk ÍR: Jóhann Ásgeirsson 6/2, Guðfinnur Kristmannsson 3, Frosti Guðlaugsson 2, Njörður Ámason 1, Daði Hafþórsson 1/1, Einar Einarsson 1, Magnús Þórð- arson 1, Ólafur Sigurjónsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 15/3. Brottvísanir: ÍBV 10 mín„ ÍR 14 mín. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson, góðir og röggsamir. Áhorfendur: 350. Maður leiksins: Ewgeni Dudkin, ÍBV. Staðan KA ..2 2 0 0 66-53 4 FH ..2 2 0 0 59-42 4 Stjaman... ..2 2 0 0 47-38 4 Haukar.... ..2 1 1 0 40-39 3 ÍBV ..2 1 0 1 47—41 2 Víkingur.. ..2 1 0 1 44-41 2 Grótta ..2 1 0 1 42-42 2 ÍR ..2 1 0 1 37-45 2 Valur ..2 0 1 1 40-41 1 Selfoss ..2 0 0 2 38-47 0 Aftureld... ..2 0 0 2 44-57 0 KR ..2 0 0 2 49-67 0 Markahæstir: Julian Duranona, KA.........22/8 Sigurjón Sigurðsson, FH.....18/2 Knútur Sigurðsson, Víkingi.... 17/8 Patrekur Jóhannnesson, KA... 16/1 Juri Sadovski, Gróttu.......15/8 Sigurður Bjamason, Stjömu... 14/0 Valdimar Grímsson, Selfossi... 14/4 Arnar Pétursson, ÍBV........13/4 Ólafur Stefánsson, Val......13/4 Dmitri Filippov, Stjörnunni.13/5 Dmitri Filippov, Stjörnunni.13/5 • Þorbjörn Jensson. • Frá vinstri: Þorsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, Benedikt Axelsson, formaður félagsins, Einar Bollason körfuboltafrömuður og Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ. DV-mynd GS Meistarakeppni körfuknattleikssambandsins: Vonandi að sem flestir mæti og styrki málstaðinn - allur ágóði af leiknum rennur til krabbameinssjúkra bama Á síðasta ársþingi KKÍ var samþykkt aö fela stjórn KKÍ að standa fyrir meist- arakeppni í karla- og kvenriaflokki. í meistarakeppninni mætast íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna frá síö- astliðnu keppnistímabili. Sigurvegar- arnir hljóta sæmdarheitið meistarar meistaranna og fá glæsilega farandbik- ara sem VISA Island gefur til handa sig- urvegurunum. Jafnframt var ákveðiö að hagnaði af leikjunum skyldi ráöstafaö til góðgerð- armálefnis og fyrir valinu varð Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna. Leikirnir í meistarakeppninni fara fram í Keflavík á laugardag. Fyrst mæt- ast Breiðablik og Keflavík í kvennale- iknum klukkan 15 og síðan klukkan 17 mætast í karlaleiknum Njarðvík og Grindavík. Ýmis skemmtiatriði verða fyrir og milli leikjanna. Þá verður hægt að hringja inn áheit til Skyrktarfélags krabbameinssjúkra barna á laugardeg- inum í síma 588 7555 þar sem tekið verð- ur á móti framlögum. Þeir sem gefa meira en 1000 krónur fara í pott þar sem dreginn verður út einn heppinn gefandi. Sá heppni fær ferð með Flugleiðum til London og miöa frá KKÍ á McDonalds mótiö í körfubolta en þar taka m.a. þátt NBA meistarar Houston Rockets og Evr- ópumeistarar Real Madrid. „Ætlunin er aö umgjörðin í kringum leikinn verði sem glæsilegust og að þetta veröi einn af stóru leikjum ársins. Auk þess leggjum viö góðu málefni lið og ég vona aö sem flestir mæti og styrki mál- staöinn," sagöi Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Enska félagaskiptakerf ið getur verið f yrirmynd lViöbrögðin viö Bosman-málinu hafa verið mikil víðs vegar um Evrópu síð- ustu tvo sólarhringana. Eins og fram kom í DV í gær bendir allt til þess að Evrópudómstóllinn úrskurði aö núgild- andi reglur um félagaskipti í knatt- spyrnu séu ólöglegar og það myndi hafa margvíslegar afleiðingar í fór með sér fyrir atvinnuknattspymuna í álfunni. Frans Meulemans, lögfræðingur belg- íska knattspyrnusambandsins, sagði í blaðaviðtaii í gær aö hann heföi búist viö þessu áliti frá Carl Otto Lenz, lög- manni Evrópudómstólsins. „Þessi Lenz veit ekkert um íþróttir. Hann vill eyöi- leggja knattspymusamböndin og félögin og þar með íþróttina sem slíka,“ sagði Meulemans. „Litlu félögin munu hagnast á þessu“ Eric Hall, þekktur breskur umboðsmaö- ur leikmanna, er hins vegar mjög ánægöur meö þróun mála. „Kannski leiðir þetta til þess að eigendur félaganna komast í samband við umheiminn. Sá sem leigir sjónvarp er ekki bundinn þeg- ar leigusamningurinn rennur út. Þannig var ekki með knattspyrnumenn en þannig verður það. Félögin munu reyna að semja við 17-18 ára leikmenn til sjö til átta ára. Ef leikmennirnir standa sig verða þeir seldir með miklum hagnaði og svona munu htlu félögin hagnast," segir Hall. Rick Parry, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að enska fé- lagaskiptakerfið geti verið fyrirmynd fyrir önnur Evrópuríki. „Ef kerfiö breytist munu menn kannski líta til okkar, kerfiö okkar mun lifa þetta af á einn eða annan hátt. Það er alls ekki slæmt og Bosman-málið hefði aldrei getað komið upp hér í landi. Hjá okkur er leikmanni heimilt að skipta um félag þegar samningur hans rennur út og ef gamla félagið býður honum ekki jafngóðan samning og hann hafði áður fær hann frjálsa sölu. Þegar deilur um kaupverð koma upp eru þær leystar af sérstökum dómstóli og þaö hefur aldrei komiö upp mál hér í landi þar sem leik- maöur hefur verið hindraður í að skipta um félag," segir Parry. íþróttir Þorvaldur Örlygsson neitar að leika fyrir Stoke: „Ástandið fer versnandi“ - flnnur mótlæti eftir aö hafa hafnað þriggja ára samningi „Vona að þessi staða leysist sem fyrst“ „Stoke lék að vísu vel gegn Chelsea á miðvikudagskvöld og | náði 0-0 jafntefli en betur má ef duga skal. Eins og ég segi þá er staðan hjá mér lokuð í dag og ég get ekkert nema vonaö aö hún leysist sem fyrst,“ sagöi Þorvaldur. Þorvaldur hefur ekki leikiö síö- ustu tvo leiki með liðinu og eins og hann segir sjálfur er ekki líklegt að hann leiki með hðinu á næst- unni. Lárus Orri er hins vegar í liðinu og lék ágætlega gegn Chelsea í fyrrakvöld. Stoke hefur aðeins 6 stig eftir 8 leiki í 1. deild og er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. hann vill fara frá félaginu. « Þorvaldur Örlygsson. „Eg net neitaö að íeiKa tynr Stoke og mun ekki leika fyrir iiöiö á næstunni. Ástandið hjá félaginu fer versnandi, alla vega hvaö mig varðar, og ég finn mikið mótlæti í minn garö eftir aö ég neitaði að skrifa undir þriggja ára samning sem félagið bauð mér og var alls ekki nógu góður. Það eru mörg vandamál hjá Stoke; liðiö er í botnsætunum og það þarf að laga margt ef betur á að fara. Við eigum mjög erfiða leiki framundan og leikum gegn West Bromwich, sem er í einu af efstu sætunum, á sunnudag," sagði Þor- valdur Öriygsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður enska félagsins Stoke City, í samtali við DV í gær. Þorvaldur hefur ekki viljað endurnýjaðan samning því Kiev mótmælir harðlega Úkraínska knattspyrnufélagið Dinamo Kiev áfrýjaði í gær þeim úrskurði Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að dæma félagið í þriggja ára bann frá Evrópumótun- um. Málið verður tekið fyrir á sunnudaginn. Eins og fram kom í gær var ákvörð- unin um bann tekin eftir að dómari leiks Kiev og Panathinaikos frá Grikklandi í meistaradeild Evrópu tilkynnti að forráðamenn Kiev hefðu reynt að múta sér fyrir leikinn. UEFA dæmdi varaforseta og fram- kvæmdastjóra Kiev í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu. Dinamo Kiev sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær og þar er orðum spænska dómarans Antonio Lopez Nieto harð- lega mótmælt. Dómarinn hafi beöið um loðkápur og húfur fyrir dómara- tríóið og varadómarann og þegar vamingurinn hafi veriö afhentur, ásamt reikningi frá verslun, hafi dómarinn brugðist ókvæöa við, neit- að aö borga og sagst ekki þurfa á þess- um vörum aö halda, né heldur minja- gripum frá félaginu. Nieto hafi síðan sýnt reikninginn sem sönnun fyrir því aö reynt hafi veriö aö múta sér. „UEFA haföi um tvennt að velja: Annað hvort að refsa dómaranum eða gestgjöfunum. Spánverjarnir voru þeim greinilega hjartfólgnari," segir meðal annars í yfirlýsingunni. UEFA ákvað í gær að danska félag- ið AaB frá Álaborg tæki sæti Kiev í meistaradeildinni ef brottrekstur úkraínska félagsins yrði endanlegur. Úkraínska þjóðin er í losti yfir bann- inu enda nýtur Dinamo Kiev gífurlegra vinsælda. Um 100 þúsund áhorfendur sáu leikinn gegn Panathinaikos og litið er á félagið sem eitt stærsta andlit Úkraínu gagnvart umheiminum. Bolton sækir í leikmenn Raith Rovers Enska úrvalsdeildarliðið Bolton, sem Guðni Bergsson leikur með, vill kaupa tvo leikmenn frá skoska liðinu Raith Rovers, mótherium Skaga- manna í UEFA-bikarnum. Það eru hægri bakvörðurinn Steve Mc- Anespie og vinstri kantmaðurinn Tony Rougier. Bolton fylgdist enn fremur með júgóslavneska landsliðsmanninum Dejan Cavedinge í leik gegn Grikkj- um í vikunni og er tilbúið að greiða 60 milljónir króna fyrir hann. Bolton gerði Raitii tilboð í leik- mennina tvo fyrr í þessari viku en Jimmy Nicholl framkvæmdastjóri sagðist ekki hafa áhuga á að selja þá, að minnsta kosti ekki á meðan hðið væri í Evrópukeppninni, auk þess sem mikilvægir leikir í úrvalsdeild- inni væru framundan. McAnespie er firnasterkur varnar- maður sem Aberdeen gaf frjálsa sölu fyrir nokkrum árum en hefur síðan sýnt áhuga á að fá hann aftur. Rougi- er, sem Raith keypti frá Trínidad í sumar, er fljótur og sterkur en þykir skorta knatttækni. Raith kemur á mánudagsmorguninn Lið Raith kemur til íslands á mánu- dagsmorguninn en seinni leikurinn gegn ÍA fer fram á Akranesi á þriðju- daginn og hefst klukkan 16. Sennilegt er aö aliir lykilmenn liðsins veröi með. Búist er viö aö ríflega 200 stuön- ingsmenn Raith fylgi liðinu hingað þannig að það má búast við góðri stemningu á Akranesi á þriöjudag- inn. Barist um silf urverðlaun og þátttökurétt í Intertoto Það er þrennt í húfi í lokaumferö 1. ilinn og gull-, siifur- og bronsskóna sem deildar keppninnar í knattspymu á Adidasveitirárhvert.TryggviGuðmunds- morgun enda þótt úrslitin séu ráöin son úr ÍBV er markahæstur með 14 mörk varðandi Íslandsmeístaratitilinn og fall- og síðan kemui- Arnai- Gunnlaugsson úr ið í 2. deild. ÍA með 12. Þeír mætast á morgun og það KR og ÍBV bítast um silfurverðlaunin veröur fróðleg barátta því eflaust verður en bæöi liöin hafa tryggt sér Evrópu- þaö kappsmál fyrir samherja Tryggva og sæti. KR fer í Evrópukeppni bikarhafa Arnars að láta keppinaut síns manns ekki en ÍBV i UEFA-bikarínn. KR-ingar ná komast upp með mikið. siifrinu nema þeir tapi heima fyrir Arnarhefuraðeinsspilaðsexleikiþann- Keflavík og ÍBV vinni ÍA á Akranesi. ig að hann stendur betur að vígi ef þeir Keflavík og Leiftur berjast um þátt- verðajafnir. tökuréttinn í Intertoto-keppninni. Kefla- Rastislav Lazorik úr Breiðabliki og Mi- vík er stigi yfir en markatalan er Leiftri hajlo Bibercic úr KR hafa skorað ll mörk í hag. Keilavík sækir KR heim enLeiftur hvor og eru líka í baráttunni um skóna, fær FH i heimsókn. ásamt Ólafí Þórðarsyni úr ÍA sem hefur Loks er það baráttan um markakóngstit- skorað 10 mörk. X —- 3etrounumi Everton - Newcastle (1. okt.). Þeir sem þegar hafa hópnúmer, nota sín númer áfram. Englands á eftirfarandi leiki Everton - KR (28. sept.), Bolton - QPR (30. sept.) og Þeir sem nota hópnúmerið sitt um næstu helgi eru með þegar dregnar verða út 2 ferðir til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.