Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 32
LOKI
Það er þó alltaf huggun harmi
gegn að hafa góða ráðherra-
bíla þegar vinsældirnar dala!
Veðríð á morgun:
Smáskúrir
eða
slydduél
Á morgun verður hæg suðvest-
læg eða breytileg átt og smáskúr-
ir eða slydduél víðast hvar.
Hiti verður á bihnu 0-5 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum við fréttaskotum ailan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjalst,óhaö dagblaö
FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995.
Hús brann 1 morgun:
Grunur um
íkveikju
„Þetta var allt fallið, nema vestur-
gaflinn, þegar við komum að. Það
hafði greinilega verið lengi eldur í
húsinu en næstu hús standa svo
langt frá að eldsins varð ekki vart
fyrr en húsið var nær brunnið til
kaldra kola,“ sagði Kristján Einars-
son, slökkviliðsstjóri á Selfossi, i
samtali við DV í morgun.
Slökkviliðið var kallað að húsi á
Stokkseyri hlukkan sex í morgun.
Enginn bjó í húsinu og hafði það
staðið autt undanfarin níu ár. Grun-
ur leikur á að kveikt hafi verið í enda
ekkert rafmagn á húsinu og þar átti
engin mannaferð að vera. Húsið var
forskalað, tveggja hæða timburhús.
Brann það til grunna.
Kristján Einarsson, slökkvihös-
stjóri á Selfossi, vildi ekki staðfesta
aö kveikt hefði verið í húsinu en
rannsóknardeild lögreglunnar á Sel-
fossi hóf rannsókn málpins í morgun.
Eigandi hússins býr í Þorlákshöfn
en hann er nú staddur í útlöndum.
-GK
Skoöanakönnun DV:
Fróðlegt
• veganesti
- segir Jón Baldvin
„Mér þykir þetta fróðlegt veganesti
í byrjun vertíðarinnar,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins, í morgun um niður-
stöður skoðanakönnunar DV.
„Tölur Kvennalistans sýna að við
þurfum heldur betur að bretta upp
ermar," sagði Kristín Ástgeirsdóttir
kvennalistakona.
„Mér kemur það ekki á óvart að
fylgið við ríkisstjórnina minnki.
Þjóðavaki er á uppleið þótt fylgið sé
ekki mikið. Þetta er ásættanlegt og
við munum halda áfram að auka
fylgi okkar,“ sagði Jóhanna Sigurð-
'ardóttir, formaður Þjóðvaka.
„Niðurstöðumar staðfesta að Al-
þýðubandalagið er að styrkja stöðu
sína. Hveitibrauðsdagarnir ætla að
reynast stuttir hjá þessari ríkis-
stjórn,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son, Alþýðubandalagi.
„Sjálfstæðisílokkurinn getur vel
við þetta unaö. Þetta sýnir mjög
sterka stöðu flokksins. Dalandi fylgi
ríkisstjórnarinnar hlýtur að endur-
spegla þá neikvæðu umræðu sem
verið hefur um stjórnmál og stjórn-
málamenn undanfarið," segir Björn
Bjarnason menntamálaráðherra.
„Framsóknarflokkurinn má vel við
una. Við bætum við okkur fylgi og
það kemur mér ekki mjög á óvart,"
segir Páll Pétursson félagsmálaráö-
herra. -SV/GHS
Tekist á um
■ ■ W M ■ X ■
þrjar leiðir
Þrátt fyrir mikil fundahöld hjá
forsætisnefnd Alþingis og for-
mönnum þingflokka undanfarna
daga hefur engin niðurstaða fengist
enn um hvað gera skuli varðandi
40 þúsund króna skattlausa kostn-
aðargreiöslu til þingmanna sem
svo miklum deilum hefur valdiö í
þjóðfélaginu. Það er ekki einhugur
um það meðal þingmanna hvað
gera skuli.
Það eru þijár leiðir sem menn eru
nú að ræða og sýnist sitt hverjum
um þær meðal þingmanna, Og þeir
þingmenn eru til sem vilja ekki
breyta þingfararkaupslögunum
neitt þrátt fyrir gagnrýni.
í fyrsta lagi er sú leið rædd að
breyta þingfararkaupslögunum
þannig að kostnaðargreiðslur til
þingmanna verði skattlagðar. Það
yrði gert með lagabreytingu strax
í upphafi þings i næsta mánuði.
Önnur leiðin er sú að forsætis-
nefnd Alþingis ákveöi að kostnað-
argreiðslur til þingmanna skuli
vera samkvæmt nótum. Td að fara
þá leið þarf enga lagabreytingu,
aðeins ákvörðun forsætisnefndar.
Þriðja leiðin sem nefnd hefur ver-
ið er einhvers konar blanda af
þessu tvennu eða jafhvel að skatt-
leggja allar kostnaðargreiðslur til
þingmanna, Talsmenn þeirrar leið-
ar eru hvekktir á andstreymi liö-
inna vikna og segja að meö því að
skattleggja allt muni þingmenn
loks ganga á undan með góðu for-
dæmi.
Þeir þingmenn sem vinna að
þessu máh og DV ræddi við í morg-
un segja málið svo viðkvæmt að
þeir vildu ekki láta vitna í sig. Eins
þorði enginn þeirra aö spá um
hvaða leið yrði að lokum farin i
máhnu. Þó virðast menn sammála
um að skattur verði greiddur af
kostnaöargreiðslum með einhverj-
um hætti.
Fundahöld um þetta mál halda
áfram í dag en ekki er búist við
niðurstöðu fyrr en eftir helgi.
Flkniefni í Reykholti:
Þrírreknir
eftir játningu
„Niöurstaða gærdagsins varð sú að
þrír strákar verða að fara úr skólan-
um. Þeir játuðu aðild sína að þessu
fíkniefnamáli en við höldum áfram
rannsókninni," segir Þórunn Reyk-
dal, skólastjóri í Reykholti, í samtali
við DV.
í gær kallaði Þórunn eftir aðstoð
fíkniefnalögreglunnar vegna orð-
róms sem henni hafði borist um að
fíkniefna væri neytt í skólanum. Fór
hð frá lögreglunni upp í Reykholt
ásamt hasshundi. Fundust sex
heimatilbúnar hasspípur á heimavist
nemenda en engin fíkniefni.
„Þessu máli er ekki lokið þótt játn-
ingar þessara þriggja liggi fyrir.
Þetta er vandamál sem þarf að upp-
ræta endanlega hér í skólanum,"
sagði Þórunn.
í Reykholti var 61 nemandi en eru
nú58. -GK
ísaQörður:
Grátt niður
Páll Pétursson félagsmálaráðherra stendur hér hjá nýja ráðherrabílnum sínum, Cherokee-jeppa sem keyptur var
hjá Sölu varnarliðseigna. Myndin var tekin fyrir utan Alþingishúsið í gær.
DV-mynd GVA
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Hér er grátt niður í byggð og þök
húsa í innsta hverfi bæjarins eru
grá,“ sagði Grímur Grímsson, lög-
reglumaður á ísafirði, í morgun.
Veturinn er að halda innreiö sína
og Veðurstofan segir aö búast megi
við því að landsmenn verði þess
áþreifanlega varir næstu daga. Sér-
staklega á það viö um Norðaustur-
land, en þar er jafnvel gert ráð fyrir
því að snjóa muni í byggð á sunnu-
dag. í Eyjafirði voru íjöll grá niður i
miðjar hlíðar í morgun og kuldalegt
um að litast. Sömu sögu er að segja
víðar af landinu og Esjan skartaði
m.a. gráum kolli. Ekki var í morgun
vitað um ófærð á fjallvegum sökum
snjókomu, en það gæti breytst fljót-
lega gangi spá Veðurstofunnar um
norðanátt og snjókomu næstu daga
eftir.
Snjóflóðahætta:
Hættusvæði í
Hnífsdalstækkar
„Það er klárt mál að hættusvæði
um allt land, eins og þau er skil-
greind, munu stækka samkvæmt
þessu. ísafjörður er þar engin undan-
tekning,“ segir Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á ísafiröi.
í gærkvöld kynntu Almannavarnir
ísfiröingum og Flateyringum tillögu
að nýju hættumati. Þar kom fram að
hættusvæði í Hnífsdal stækkar en á
Flateyri er rauða hnan óbreytt. -rt
MEISTARAFELAG
RAFEINDAVIRKJA
S. 561 6744
Viðurkenndur
RAFEINDAVERKTAKI