Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 Afmæli Jón Þórisson Jón Þórisson, fyrrv. bóndi og kennari, Reykholti í Borgarfirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Álftagerði í Mý- vatnssveit og ólst upp í Mývatns- sveitinni til tíu ára aldurs og síð- an f Reykholtsdalnum. Hann lauk - námi frá Reykholtsskóla 1938, lauk íþróttakennaraprófi frá íþróttaskólanum á Laugarvatni 1940 og kennaraprófi frá KÍ 1946. Jón stundaði íþróttakennslu á vegum Ungmennafélags íslands víða um land á árunum 1940-43, var barnakennari í Staðarskóla- hverfi í Vestur-Húnavatnssýslu 1943-44 og við Reykholtsdalsskóla- hverfi 1946-47, var kennari við Héraðsskólann í Reykholti 1947-86 og bóndi í Reykholti 1947-88. Jón sat í stjórn Ungmennasam- bands Borgarfjarðar 1945-49, í stjórn Ungmennafélags Reykdæla 1947-50 og var formaður þess 1958-59, sat í stjórn Samtaka sveit- arfélaga í Vesturlandskjördæmi 1978-80 og var formaður þeirra síðasta árið, var oddviti í Reyk- holtsdalshreppi 1974-82, sat í sýslunefnd 1982-89, sat í stjórn Slysavamafélags íslands 1976-88, var ritstjóri Fréttabréfs SVFÍ 1985-91 og er formaður Félags aldraðra f Borgarfjaröardölum frá stofnun. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Halldóra J. Þorvaldsdóttir, f. 15.7. 1921, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Reykholti, dóttir Þorvalds Klem- enssonar, b. á Járngerðarstöðum við Grindavík, og k.h., Stefaníu Tómasdóttur húsfreyju. Börn Jóns og Halldóru eru Þór- ir, f. 25.6. 1946, húsasmiður og oddvifsl Reykholtsdalshrepps, kvæntur Huldu Olgeirsdóttur hús- freyju og póstafgreiðslukonu og eiga þau þrjá syni; Þorvaldur, f. 1.8.1949, húsasmiður og b. að Brekkukoti, kvæntur Ólöfu Guð- mundsdóttur, stöðvarstjóra Pósts og síma, og eiga þau fjögur börn; Eiríkur, f. 6.7. 1951, formaður KÍ, var kvæntur Maríu Ingadóttur og eignuðust þau tvö börn en María og Eiríkur slitu samvistum og er kona hans Björg Bjamadóttir leik- skólakennari; Kolbrún, f. 27.12. 1956, skrifstofumaður í Reykjavík og á hún eina dóttur. Systkini Jóns: Steingrímur, f. 15.7. 1923, fyrrv. kaupmaður, bú- settur Kópavogi; Steinþóra Sigríð- ur, f. 3.4.1926, verslunarmaður í Reykjavík; Kristján Þór, f. 28.1. 1932, fyrrv. skrifstofustjóri í Reykjavík. Hálfsystur Jóns, samfeðra, eru Sigrún, f. 19.12. 1936. lyfjafræðing- ur og meinatæknir í Reykjavík; Þóra, f. 8.2.1944, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Jóns: Þórir Steinþórs- son, f. 7.5. 1895, d. 5.6. 1972, bóndi að Álftagerði í Suður-Þingeyjar- sýslu til 1931 og síðar skólastjóri í Jón Þórisson. Reykholti, og f.k.h., Þuríður Frið- bjamardóttir, f. 18.9. 1900, d. 11.2. 1932, húsfreyja. Jón verður að heiman á afmæl- isdaginn. Guðjón Ebbi Sigtryggsson Guðjón Ebbi Sigtryggsson. Guðjón Ebbi Sigtryggsson skip- stjóri, Hólabraut 28, Skagaströnd, og Brúnastekk 5, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Ebbi fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann hefur stundað sjó- mennsku frá sextán ára aldri. Ebbi siundaði nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan hinu meira fiski- mcmnaprófi 1958. Hann var m.a. stýrimaður á bv. Sólborgu ÍS 260 og síðan á Herði Guðbjartssyni, varð síðan skip- stjóri á mb. Arnari HU 1 frá Skagaströnd og hefur verið skip- stjóri á togurum Skagstrendings hf. á Skagaströnd síðasta aldar- fjórðunginn. Fjölskylda Eiginkona Ebba er Halldóra Þorláksdóttir, f. 12.9. 1936, hús- móðir. Hún er dóttir Þorláks Guð- jónssonar, matsveins á ísafirði, og Ágústu Ebenesardóttur húsmóður. Börn Ebba og Halldóru em Gylfi Guðbjörn, f. 30.5. 1955, stýri- maður á Skagaströnd, kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn; Guðjón, f. 1.11. 1957, skipstjóri á Skagaströnd, kvæntur Guðrúnu Soffiu Péturs- dóttur og eiga þau fjögur börn; Hjálmfríður, f. 15.3. 1962, kennari á Skagaströnd, gift Sævari Berg Ólafssyni stýrimanni og eiga þau tvo syni; Bryndís Björk, f. 29.12. 1965, framkvæmdastjóri á Skaga- strönd, gift Gunnari Þór Gunnars- syni matsveini og eiga þau eina dóttur; Anna Dröfn, f. 5.6. 1975, nemi. Systkini Ebba eru Guðmundur, f. 24.12. 1937, fórst 10.3. 1961, stýri- maður; Alda Erla, f. 24.6. 1939, Rebekka Rebekka Jónsdóttir, húsmóðir og fyrrv. starfsstúlka við Hlif, dvalarheimili aldraðra á ísafirði, Tangagötu 8, Isafirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Rebekka fæddist að Birnustöð Til hamingju með afmælið 22. september 90 ára Stefán J. Bjömsson, Úthlíð 3, Reykjavík. Sigrún Bjamadóttir, Höfðastíg 7, Bolungarvík. Guðrún Steinsdóttir, Faxastíg 49, Vestmannaeyjum. Guðrún Alfreðsdóttir, Fossvöllum 24, Húsavík. Högni Bæringsson, Silfurgötu 37, Stykkishólmi. 80 ára Gunnar Knútur Proppé, Hrafnistu við Skjólvang, Hafnar- firði. 70 ára Jens Tómasson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, Bakkaseli 21, Reykjavík. Kona Jens var Herborg Húsgarð meinatæknir sem lést 1991. Jens tekur á móti gestum á heimili slnu á afmælif'13"'11" ml1,i kl. 17.00 og 20.00. Helgi Eyjólfsson, Árbæ, Borgarfjarðarhreppi. Ambjörg Aradóttir, Grýtubakka I, Grýtubakkahreppi. Ósk G. Gestsdóttir, Sólvallagötu 46a, Keflavík. 60 ára Vagna Sólveig Vagnsdóttir, Fjarðargötu 34a, Þingeyri. 50 ára Sveinn Þórarinsson, Húnabraut 12, Blönduósi. Magnea Jónsdóttir, Miðbraut 33, Seltjarnarnesi. Ásta H. Hjörleifsdóttir, Sogavegi 84, Reykjavík. Helgi Sigurðsson, Bjarkargrund 3, Akranesi. Gestur Jónsson, Fannborg 1, Kópavogi. 40 ára Bjöm Halldórsson, Reykási 39, ReyKjavík. Guðjón Egilsson, Austurvegi 29, Seyðisfirði. Jón Hermann Hjaitason, Hjaltastöðum, Ljósavatnsskarði. Ásta Sigríður Guðnadóttir, Syðra-Garðshomi, Svarfaðardals- hreppi. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Bræðraborgarstíg 13, Reykjavík. Elisabet Inga Ingólfsdóttir, Þinghólsbraut 45, Kópavogi. Viggó Rúnar Einarsson, Heimahaga 9, Selfossi. Erla Þórarinsdóttir, Skólavörðustíg 43, Reykjavík. Jónsdóttir um í Ögurhreppi og ólst þar upp. Hún stundaði barna- og unglinga- skólanám í Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp og á ísafirði. Rebekka hefur alla sína hjú- skapartíð stundað heimilisstörf. Auk þess var hún um árabil starfsstúlka við Hlíf, dvalarheim- ili aldraðra á ísafirði, en hún lét af þeim störfum fyrir einu ári. Fjölskylda Rebekka giftist 9.5. 1940 Guð- mundi Guðmundssyni, f. 21.10. 1913, fyrrv. póstafgreiðslumanni á ísafirði. Foreldrar hans voru Guð- mundur Steinsson, sjómaður í Bolungarvik, og Guðríður Hanni- balsdóttir húsmóðir. Börn Rebekku og Guðmundar eru Guðbjört Ásdis, f. 30.10. 1940, póst- og símstöðvarstjóri í Súða- vík, ekkja eftir Valdimar Össurar- son sjómann og eru synir þeirra fjórir; Halldór Hermann, f. 10.5. 1942, bifvélavirkjameistari á ísa- firði, kvæntur Þórdísi Guðmunds- dóttur húsmóður og skrifstofu- manni og á hann eina dóttur og þrjá stjúpsyni; Guðríður Guð- munda, f. 21.9. 1953, húsmóðir og skrifstofumaður í Hafnarfirði, gift Guðmundi Jörundssyni kennara og eiga þau eina fósturdóttur og einn son; Friðgerður, f. 5.12.1959, húsmóðir og kennari, búsett í Hafnarfirði, gift Rafni Ragnari Jónssyni tónlistarmanni og eiga þau þrjá syni. Systkini Rebekku: Þorsteina, húsfreyja á Hanhóli í Bolungar- vík; Guðrún, húsfreyja á Bimu- stöðum; Hermann og Jónas, tví- burabræður sem dóu ungir; Guð- ríður, nú látin, lengst af í for- eldrahúsum. Rebekka Jónsdóttir. Foreldrar Rebekku voru Jón Jónasson, bóndi að Birnustöðum, og k.h., Guðmundína Hermanns- dóttir húsfreyja. Rebekka er stödd á heimili Friðgerðar, dóttur sinnar, að Norðurbraut 41, Hafnarfirði, og hefur heitt á könnunni fyrir vini og vandamenn, laugardaginn 23.9. nk. Jórunn Þorgerður Bergsdóttir Jórunn Þorgerður Bergsdóttir, húsmóðir og starfsstúlka á vist- heimilinu Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum, til heimilis að Brekkugötu 1, Vestmannaeyjum, er sextug í dag. Starfsferill Jórunn fæddist að Hofi í Öræf- um en fór tveggja ára til föður- systkina sinna og ömmu að Litla- Hofi þar sem hún ólst upp. Hún flutti til Vestmanneyja 1955 og hefur átt þar heima síðan. Auk húsmóðurstarfanna hefur Jórunn unnið um árabil við Hraunbúðir, vistheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Fjölskylda Jórunn giftist 4.10. 1958 Bjama Jónassyni, f. 4.10.1937, en hann starfrækir útvarpsstöð í Vest- mannaeyjum. Hann er sonur Jónasar Bjarnasonar, skipstjóra og útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, og Valgerðar Björnsdóttur húsmóður. Börn Jórunnar og Bjama eru Jónas, f. 13.9. 1956, rafmagnsverk- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Margréti Pálsdóttur og eiga þau þrjú börn; Rúnar, f. 1.2. 1958, lést af slysförum 1980, flugmaður; Bergur, f. 27.5. 1959, dó ungur; Valgerður, f. 24.10.1961, kennari í Vestmannaeyjum, gift Björgvini Björgvinssyni; Bergþór, f. 2.6. 1968, blaðamaður í Reykjavík. Systkini Jómnnar: Sigrún, f. 27.7. 1930, húsfreyja að Hnappa- völlum í Öræfasveit; Páll, f. 30.9. 1932, bensínafgreiðslumaður á Selfossi; Guðrún, f. 27.7. 1934, hús- freyja að Hnappavöllum í Öræfa- sveit; Steinunn, f. 22.9. 1937, starfsmaður hjá Hagkaup í Kópa- vogi; Guðjón, f. 7.12. 1939, bygg- ingaverkamaður og bóndi að Hofi í Öræfasveit; Sigþrúður, f. 23.7. 1943, starfsmaður hjá Handprjóna-. sambandinu í Kópavogi; Helga, f. 16.5. 1945, húsfreyja að Hofi í Ör- æfasveit; Þorlákur Öm, f. 17.6. 1952, bóndi að Hofi í Öræfasveit. Foreldrar Jórunnar voru Berg- ur Þorsteinsson, f. 22.7. 1903, d. 15.2. 1995, bóndi að Hofi í Öræfa- Jórunn Þorgerður Bergsdóttir. sveit, og k.h., Pála Jónína Páls- dóttir, f. 17.1. 1906, d. 20.1. 1991, húsfreyja. Jórunn dvelur á afmælisdag- inn, ásamt fjölskyldu sinni að heimili dóttur sinnar að Höföa- vegi 57, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.