Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 2
Mvttir LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 Ungur maður sem var ákærður fyrir að hafa nauðgað 19 ára stúlku: Sýkna þrátt fyrir verulega kynfæraáverka stúlkunnar Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjaness sýknaði í gær ungan mann af ákæru í allsérstæðu saka- máli þar sem honum var gefið að sök að hafa nauðgað 19 ára stúlku á heimili hans í nóvember 1994. Unga fólkið þekktist ekki fyrir at- burðinn sem deilt var um en aðfara- nótt laugardagsins 5. nóvember hitt- ust þau í miðbæ Reykjavíkur eftir að dansstöðum var lokað. Þau fóru þá í bíl ásamt félögum mannsins í hús í Breiðholti en þar sagði stúlkan að tveir menn hefðu áreitt hana. Hún hefði því orðið miður sín og upplifað það á ný er henni var nauðgað á úti- „Sprengíumaður": Tilviljunað hann nefndí naf n Friðriks Gylfi Kristjáiuson, DV, Akuroyri: Maður á fimmtugsaldri, sem lögreglan á Akureyri handtók í fyrfadag vegna hótunar vm falda sprengju í bifréið Friðriks Sop- hussqnar fjánnálaráðherra, ját- aði i gær þann verjcnað. Maðurinn sagöist hafa átt leið í símaklefa á símstööinni á Akur- eyri vegna annars símtals, Harin heföi verið undir áhrifum áfengis og skyndilega fengið þá hugdettu að tilkynna að sprengja væri falin 1 bflfjármálaráðherrans, Við yfir- heyrslu bar maðurinn að það hefði verið algjör tilvöjun að hann nefndi nafh Friöríks Soph- ussonar i þessu sarabandi. Maö- urinn vat látinn laus að loknum yfirheyrslum i gær en mál hans fer tíl afgreiðslu í dómskerfinu. Hveragerði: Titringur allan daginrt Smáskjálftar og titringur voru í Hveragerði i gærdag eftir alisnarpa hrinui fyrrinótt Þa mældist sterk- asti skjálftinn 3,5 stig og það sem eftir lifðí næturhéldujarðhræring- arnár vöku fyrir bæjarbúum. Upp- tökin eru 5 tii 6 kílómetra fyrir öórðan bæinn og færðust heldur til vesturs þegar leið á daginn. Al- mannavarnanemdin á staðnum hefurfylgstmeðframvmdunni. -GK FáiríSmugunnð Átta íslenskir togarar eru nú eftir í Smugunni en þrír eru á heimleið eftir langan og fiskUít- inn túr. Smákropp mun vera af þorski á miðunum og aflabrögð slflc að ekM ér von á að plgi í: Smugnniánýábessuári. -GK samkomu rúmum tyeimur árum áð- ur. Stúlkan fór síðan með manninum heim til hans og hefði hún borið traust til hans, enda hefði hann bjargað henni frá þeim sem áreittu hana stuttu áður. Stúlkan bar síðan að hafa verið ráðvillt og ekki Jiaft pening fyrir leigubíl til að komast heim. Þá hafi hún lagst upp í rúm hjá ákærða að tillögu hans - aðrir myndu aka henni heim daginn eftir. Eftir þetta sagði stúlkan að ákærði hefði breyst og neytt hana til harka- legs samræðis við sig þrátt fyrir hennar mótmæli. Að því loknu hefði hann beðið hana að fara út því hann væri í sambandi við stúlku sem hann vildi ekki að sæi hana á heimilinu. Um þessi atriði sagði ákærði m.a. fyrir dómi að hann myndi ekki hvort stúlkan hefði farið sjálf úr fötunum, hvernig hún var klædd eða hvort hún hefði afklæðst að einhverju leyti áður en hún kom inn í herbergi til hans. Honum bar nokkurn veginn saman við stúlkuna um hvernig samfarirnar áttu sér stað en kvað þær hafa veriö með hennar sam- þykki - en að vísu hefði hún ekki verið áhugasöm um kynmökin. Kyn- og húðsjúkdómafræðingur bar fyrir dómi að áverkar sem stúlk- an fékk á kynfæri, og voru verulegir, gætu tæpast komið eftir eðlilegar samfarir - slíkar ákomur væru mjpg óalgengar ef báðir aðilar hefðu vilja til samfara. Þó væri það ekki útilok- að. Kvensjúkdómalæknir bar síðan fyrir dómi að ekki væri unnt að tala um dæmigerða áverka eftir nauðgun því venjulegast væri ekki um áverka að ræða hjá konum eftir slíka verkn- aði. Hann sagði hins vegar að áverk- ar umræddrar stúlku gætu komið heim og saman við samfarir án vilja. Dómurinn tók mið af þrennu við ákvórðun um niðurstöðu: Stúlkan hafi sagt að maðurinn hafi komið Félagar úr Björgunarsveitinni Kára í Öræfum (óru á dögunum gangandi á skíöum upp að Rótarfjallshnúk á suður- brún öræfajökuls og skiptu þar um bilaðan VHF-endurvarpara. Sendir þessi er mikilvægur í fjarskiptaneti björgun- arsveitanna. Hann er af sömu tegund óg sá sem settur var upp með aðstoö þyrlna á Kristínartindum i Skaftafelli I sumar. Myndin var tekin á Rótarfjallshnúki við þetta tækifæri. DV-mynd Einar R. Sigurðsson. Ahugi Columbia Aluminum á Islandi: Jaf n miklir möguleikar og Venesúela og Quebec - segir einn yfirmanna fyrirtækisins við DV „Það á eftir að stíga mörg skref í átt að lokaákvörðun. Við höfum um Þú getur svaraö þessari spurningu meO því aö 1 hnng/a i síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Er 0. J. Simpson sekur eða saklaus? Sekur Saklaus 2 nokkurt skeið undirbúið nýtt álver á góðum stað í heiminum og ísland er meðal þeirra staða sem við erum að skoða. Ég myndi segja að ísland ætti jafn mikla möguleika og Venesúela og Quebec en við erum einnig að kanna aðstæður í Quatar og Oman í Mið-Asíu," sagði Jim Hensel, þróun- ar- og markaðsstjóri Columbia Al- uminum Corporation í Bandaríkjun- um, í samtali við DV en fyrirtækið hefur sýnt áhuga á að reisa álver á íslandi. Columbia Aluminum hefur rekið 165 þúsund tonna álver í Goldendale í Washingtonriki frá árinu 1987. Nú hyggst fyrirtækið reisa 60 þúsund tonna álver á þeim stað sem best mun bjóða. Ársvelta Columbia er um 29 milljarðar króna og starfsmenn eru um 1.400 talsins. Jim sagði að fyrirtækið hefði fyrst sett sig í samband við íslensk stjórn- völd í maí á þessu ári og hann hefði nýlega veriö á íslandi til viðræðna við fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Jim sagðist reikna með að koma aftur til íslands innan fárra vikna, eða þegar hann kæmi úr könnunarleiðangri frá Venesúela. „Lákt og hinir staðirnir hefur ís- land sína kosti og galla en ég vil ekki segja neitt um möguleika þess að ál- verið rísi hjá ykkur. Við stefnum á að hafa fækkað kostunum niður í tvo í byrjun desember á þessu ári," sagði Jim Hensel. -bjb vilja sínum fram með hótunum og hún ekki þorað annað en að fara að vilja hans, engin átök hafi hins vegar átt sér slað enda hafi hún ekki borið þess merki. Leigubílsrjóri sem ók konunni heim frá manninum sagði hana hafa verið mjög miður sín en hafði eftir henni að „ekkert hefði gerst". Með hliðsjón af þessum atrið- um, og því að kvensjúkdómalæknir- inn hefði sagt að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á kynfærum hefðu komið við venjulegar samfarir, taldi dómurinn „varhugavert að telja" verknaðinn sannaðan, enda hefðiákærðineitaðsök. -Ótt Stuttarfréttir Gjald á endurtengingu Ríkið mun kosta ófrjósemisaö- gerðir á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Á hinri bóginn ætlar heilbrigoisráðherra að græða 10 milljómr með gjald- töku á sjónprófum ogendurteng- ingu á æxlunarfærum vegna fyrri aðgerða ríkisins. Þingmenn Þjóðvaka hafa end- urflutt tillögu til þingsályktunar frá vorþingi um veiðileyfagjald. RÚV greindi frá þessu. Reiriúöendingar Tæpiega 15.500 útlendingar komu til landsins í september, eða um 700 fieiri en á sama tima í fyrra. Flestir komu frá Banda- ríkjunum og Þýskaiandi, eða um 2.500 frá hvoru Iandi. RÚV greindi frá þessu. Ofíugjaldifrestad Fjármálaráðherra vill fresta um tvö ár gildistöku laga um vörugjald af olíu. Tímann vxll ráöherra nota til að kanna aðferð til litunar á olíu sem Danir hafa nýlega þróað. Gert er ráð fyrir að þungaskattskerfið verði í gjldi þar til olíugjaldið kemst á. Vigslaoginnsetning Ölafur Skúlason biskup mun í dagsetja Ouðmund Óla Olafsson inn í prófasterabætti í messu við Skálholtsdómkirkju. Á morgun mun bískupinn síðan vígja Hildi Siguröardóttur sem aðstoðar- prest við Seltiarnarneskirkju. Kjallarakaup valdafurðu Stjðrn fulltruaráðs Sjálfstæðis- féiaganna í Hafnarfirði hefur sent frá sér áiyktun þar sem lýst er yfir furðu á þeirri ákvörðun bæj- aryfirvalda að festa kaup á bíla- kjaOara að Fjaröargötu 13 til 15 enda hafibærinn áður greitf fyrir aðgang að honum. ' Varúdálnternetinu VISA á íslandi hefur sent frá sér orðsendingu þar sem varað er við óheftum og óvörðum greiðslukortaviðskiptum á Inter-: netinu. Slíkar greiðslur hafa farið ört vaxandi án samninga eðá: sérstakra ðryggisreglna þar um. Haugfétilsýnis Haugfé fir kumlinu í Skriðdal og silfursjóðurinnfrá Miðhúsum verða til sýnis ut oktöber í forn- aldarsalÞjóðrainjasafnsins. -kaa f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.