Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 17 Vatnsheimur á Geldinganesi: ¦ r Skapar þrju hundruð manns vinnu í nokknr ár „Við leggjum til að byggður verði vatnsheimur. Talið er að helsti vaxt- arbroddurinn felist í fjölgun er- lendra ferðamanna hérlendis og það vantar alla afþreyingu fyrir þá, eins og tívoli, vatnaveröld eða eitthvað slíkt," sagði Hörn Hrafnsdóttir þeg- ar hún kynnti tillögu sína, Bergþóru Kristinsdóttur og Elínar Eggerts- dóttur. Vatnsheimurinn á að vera stað- settur á Geldinganesi og kostnaðar- áætlun gerir ráð fyrir að hann kosti rúmlega 12 milíjarða og að jafnaði munu 300 manns vinna við verkið á verktímanum. Nauðsynlegt er að finna lausn á einu vandamáli áður en vatnsheimur rís"en það er að honum sé ætluð staðsetning á skipu- lögðu iðnaðarsvæði. Líkt og aðrar tillögur er um glerjað stálgrindarhús að ræða en samtals milljón lengdarmetrar af stálprófilum verða í burðargrind hússins og glerið verður þrefalt ör- yggisgler. Hitabeltisgróður mun verða undir þakinu en innréttingar, sem felast að mestu í sundlaugum, rennibrautum og öðru slíku, en er að mestu ómótað, munu kosta 3,3 milljarða sem jafngildir sex Árbæj- arlaugum. Möguleiki er að hafa lít- inn píramída við hlið þess stærri þar sem yrði hótel. Sáu menn þar hliðstæðu í Keili og Litli-Keilir væri þar við hliðina. Verkáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um mitt ár Spilavíti í Fossvoginum: Skautasvell á einni hæð af sjö Ari Guðmundsson, Hörður Gauti Gunnarsson, Ragnar Jónsson og Þórður Sigfússon hönnuðu píramída sem staðsetja skal í leirun- um í Fossvogi. Einn ókostur var strax sjáanlegur en mannvirkið er 440 feta hátt og er það innan örygg- ismarka vegna flugumferðar um svæðið. „Þegar við fórum að skoða svæðið betur sáum við að mannvirkið myndi fegra svæðið þótt það þekji rúmlega 50 þúsund fermetra. Heild- argólfflötur er hins vegar 157 þús- und fermetrar á 7 hæðum, með 20 metra lofthæð. Nauðsynlegt er að steypa 81 sökkul til að halda mann- virkinu uppi. Burðarvirkið sam- anstendur af 95 kílómetrum af stál- bitum og er yfirborðið litað öryggis- gler," sagði Hórður Gauti er hann kynnti tiilöguna sem kostar 16,2 milljarða með virðisaukaskatti. Hörður og félagar leggja til að spilavíti verði starfrækt í húsakynn- unum. í ljósi þess að slíkur rekstur er ekki löglegur hér á landi og jafn- framt að hér er um jafn atvinnu- skapandi verkefni að ræða og raun ber vitni lögðu hann og félagar hans til að ráðherra eða þingmaður yrði fenginn i byggingarnemdina. Auk spilavítisins var lagt til að þarna yrði verslun, veitingastaðir, íþrótta- aðstaða og skautasvell á einni hæð. Þarna verður því allt fyrir fjölskyld- una að finna og jafhframt verður sjálfsagt fyrir útlendinga að kíkja i Fossvoginn. Lagt er til að framkvæmdir hefjist haustið 2000 og þeim ljúki í júní 2003. Opnunarveisla er tímasett í áætlunum Harðar og á hún að hefj- ast 13. júní kl. 17. Upphæðir í kostn- aðaráætlun fyrir framkvæmdir sem þessar eru í hærri kantinum fyrir hvern meðaljón. Þannig kosta inn- réttingar og annar búnaður 785 milljónir, loftræstikerfi 981 milljón, tryggingar 78,5 milljónir og opnun- arhátíðin ein er tekin með í reikn- inginn og kostar rétt tæpar 100 milljónir. Þá kostar umsjón og eftir- lit með verkinu tæplega 200 milljón- ir. Athyglisvert er að einingarverð á píramída, samkvæmt áætlun Harð- ar og félaga, er um 103 þúsund krón- ur á fermetra sem er svipað og verð á fermetra dýrrar tveggja herbergja íbúðar. -PP 1. októbec 1997 og þeim verði lokið utanhúss um mitt ár 1999 en innanhúss í ágúst 2001. Vatnsheimur mun hins vegar ekki verða opnaður fyrr en laugardaginn 4. maí 2002. Við kynningu á tillögunni sáu menn strax þjóðhagslega hag- kvæmni í henni sem felst í fækkun utanlandsferða og léttari lund land- ans. PP (Group Teka AG) blöndunartæki í úrvali y Frábær vara á góðu verði Eidhús blöndunartæki einnar handar Verð frá kr: 5.400.- Eldhús blöndunartæki tveggja handa Verð frá kr: 2.450.- Antiqne lítlitfyrir böö handlaugar og eldhtís króm/guH eöa hvítt/gull **?""*"">>». Blöndunartæki fyrir handlaugar með lyftitappa og botnventli einnar handar Verð frá kr: 5.400.- Blöndunartæki fyrir handlaugar með lyftitappa og botventli tveggja handa verð frá kr: 3.750.- .#-ilM Blöndunartæki fyrir böð eða sturtur tveggja handa verð frá kr: 3.350.- *&* HEIiÐSÖLU Blöndunartæki fyrir eða sturtu einnar I verð frá kr: 5.380. Síðumúia 34, Fellsmúlamegin Sími 588 7332 Opnunartími mánudaga 9-18 laugardaga 10-16 Klukkcm Hvao er klukkan? 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 04 breytist í 155. PÓSTUR OG SIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.