Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 17
JL>V LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 17 (Group Teka AG) blöndunartæki í úrvali s Frábær vara á gódu verði Eldhús blöndunartæki einnar handar Verð frá kr: 5.400.- Eldhús blöndunartæki tveggja handa Verd frá kr: 2.450.- Antique útlitfyrir böö handlaugar og eldhtís króm/gull eöa hvítt/guU Blöndunartæki fyrir handlaugar með lyftitappa og botnventli einnar handar Verð frá kr: 5.400.- Blöndunartæki fyrir handlaugar með lyftitappa og botventli tveggja handa verð frá kr: 3.750.- Blöndunartæki fyrir böð eða sturtur tveggja handa verð frá kr: 3.350.- Blöndunartæki fyrir bað i eða sturtu einnar handa jl verð frá kr: 5.380.- Ttygging Jyrir Icígu rerði f Síðumúla 34, Fellsmúlamegin Sími 588 7332 Opnunartími mánudaga 9-18 laugardaga 10-16 Vatnsheimur á Geldinganesi: Skapar þrjú hundruð manns vinnu í nokkur ár „Við leggjum til að byggður verði vatnsheimur. Talið er að helsti vaxt- arbroddurinn felist í fjölgun er- lendra ferðamanna hérlendis og það vantar alla afþreyingu fyrir þá, eins og tívolí, vatnaveröld eða eitthvað slíkt,“ sagði Höm Hrafnsdóttir þeg- ar hún kynnti tillögu sína, Bergþóru Kristinsdóttur og Elínar Eggerts- dóttur. Vatnsheimurinn á að vera stað- settur á Geldinganesi og kostnaðar- áætlun gerir ráð fyrir að hann kosti rúmlega 12 milljarða og að jafnaði munu 300 manns vinna við verkið á verktímanum. Nauðsynlegt er að finna lausn á einu vandamáli áður en vatnsheimur rís 'en það er að honum sé ætluð staðsetning á skipu- lögðu iðnaðarsvæði. Líkt og aðrar tillögur er um glerjað stálgrindarhús að ræða en samtals milljón lengdarmetrar af stálprófílum verða í burðargrind hússins og glerið verður þrefalt ör- yggisgler. Hitabeltisgróður mun verða undir þakinu en innréttingar, sem felast að mestu í sundlaugum, rennibrautum og öðru slíku, en er að mestu ómótað, munu kosta 3,3 milljarða sem jafngildir sex Árbæj- arlaugum. Möguleiki er að hafa lít- inn píramída við hlið þess stærri þar sem yrði hótel. Sáu menn þar hliðstæðu í Keili og Litli-Keilir væri þar við hliðina. Verkáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um mitt ár 1997 og þeim verði lokið utanhúss um mitt ár 1999 en innanhúss í ágúst 2001. Vatnsheimur mun hins vegar ekki verða opnaður fyrr en laugardaginn 4. maí 2002. Við kynningu á tillögunni sáu menn strax þjóðhagslega hag- kvæmni í henni sem felst í fækkun utanlandsferða og léttari lund land- ans. -PP Spilavíti í Fossvoginum: Skautasvell á einni hæð af sjö Ari Guðmundsson, Hörður Gauti Gunnarsson, Ragnar Jónsson og Þórður Sigfússon hönnuðu píramída sem staðsetja skal í leirun- um í Fossvogi. Einn ókostur var strax sjáanlegur en mannvirkið er 440 feta hátt og er það innan örygg- ismarka vegna flugumferðar um svæðið. „Þegar við fórum að skoða svæðið betur sáum við að mannvirkið myndi fegra svæðið þótt það þekji rúmlega 50 þúsund fermetra. Heild- argólfdötur er hins vegar 157 þús- und fermetrar á 7 hæðum, með 20 metra lofthæð. Nauðsynlegt er að steypa 81 sökkul til að halda mann- virkinu uppi. Burðarvirkið sam- anstendur af 95 kílómetrum af stál- bitum og er yfirborðið litað öryggis- gler,“ sagði Hörður Gauti er hann kynnti tillöguna sem kostar 16,2 milljarða með virðisaukaskatti. Hörður og félagar leggja til að spilavíti verði starfrækt í húsakynn- unum. í ljósi þess að slíkur rekstur er ekki löglegur hér á landi og jafn- framt að hér er um jafn atvinnu- skapandi verkefni að ræða og raun ber vitni lögðu hann og félagar hans til að ráðherra eða þingmaður yrði fenginn í byggingarnefndina. Auk spilavítisins var lagt til að þarna yrði verslun, veitingastaðir, íþrótta- aðstaða og skautasvell á einni hæð. Þarna verður því allt fyrir fjölskyld- una að fmna og jafnframt verður sjálfsagt fyrir útlendinga að kíkja í Fossvoginn. Lagt er til að framkvæmdir hefjist haustið 2000 og þeim ljúki í júní 2003. Opnunarveisla er tímasett í áætlunum Harðar og á hún að hefj- ast 13. júní kl. 17. Upphæðir í kostn- aðaráætlun fyrir framkvæmdir sem þessar eru í hærri kantinum fyrir hvern meðaljón. Þannig kosta inn- réttingar og annar búnaður 785 milljónir, loftræstikerfi 981 milljón, tryggingar 78,5 milljónir og opnun- arhátíðin ein er tekin með í reikn- inginn og kostar rétt tæpar 100 milljónir. Þá kostar umsjón og eftir- lit með verkinu tæplega 200 milljón- ir. Athyglisvert er að einingarverð á píramída, samkvæmt áætlun Harð- ar og félaga, er um 103 þúsund krón- ur á fermetra sem er svipað og verð á fermetra dýrrar tveggja herbergja íbúðar. -PP Hva6 ec klukkan? >e 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma póstur og simi tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 04 breytist í 155.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.