Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 22
22 Srstæð sakamál ¦¦ Mf •*, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 Pislarvotturinn ~\ Fyrir allmörgum árum voru stofnuð á Stóra-Bretlandi Hjálpar- samtök kvenna, en um er að ræða landssamtök sem hafa það að mark- miði að fá hert viðurlög við ofbeldi eiginmanna gegn eiginkonunum. Þá hafði mörgum konum þótt ganga úr hófi hve margar eiginkonur höfðu orðið að þola illa meðferð á heimil- um sínum og sömuleiðis hve ofbeld- ismennirnir sluppu létt frá verkum sínum. Eins helsta röksemd yfirvalda, þar á meðal dómsvaldsins, var að það sem gerðist innan' fjögurra veggja heimilisins væri einkamál hjóna, enda yrði að halda friðhelgi einkalífsins í heiðri. Þetta hafði meðal annars leitt til þess að i mörg- um tilvikum kærðu konur ekki illa meðferð og þær sem gerðu það komust oft að þeirri niðurstöðu að fangelsisdómar væru svo vægir að yfirleitt liði aldrei lengri tími en þrír mánuðir þar til eiginmennirnir gætu snúið heim og tekið upp fyrri háttu ef þeim sýndist svo. Hlustaði ekki á móður sína Árið 1976 kom til kasta yfirvalda að fjalla um mál Pauline Park, sem var þá þrjátíu og fjögurra ára. Hún hafði hvað eftir annað orið að þola barsmíðar af hálfu manns síns, Mic- haels Williams, sem var fjórum árum eldri en hún. Forsaga málsins var sú að þegar Pauline var sautján ára, árið 1959, bjó hún hjá móður sinni í Birming- ham, frú Evelyn Park. Þá kynntist hún Michael, en hann var nýkom- inn til Englands frá heimabæ sínum á írlandi, Limerick. Ýmsir hafa undrast að Pauline skyldi giftast Michael, því áður en þau gengu í hjónaband hafði hann margoft barið hana, svo hún var blá og marin á eftir. Þetta þótti móður hennar, Evelyn, illur fyrirboði og bað hún dóttur sína margoft að hætta við að giftast Michael því hann myndi halda uppteknum h'ætti. En Pauline hafnaði þessum fullyrðingum og sagðist þess fullviss að ró myndi færast yfir Michael með timanum og yrði hann þá fyrir- myndareiginmaður. Þrjú börn Fyrstu sex árin sem þau Pauline og Mich- ael voru gift eignuðust þau þrjú börn, Pauline, Norman og Seamus. En það varð engin breyting á Mich- ael. Hann vann hjá byggingafyr- irtæki og hafði allgóðar tekjur, en þær notaði hann að veruleg- um hluta til áfengiskaupa, og þegar hann var drukkinn var hann óvenju skapillur. En hann lét skapillskuna líka bitna á Pauline þótt ódrukkinn væri. Þannig átti hann til að berja hana væri kaffið ekki nógu heitt. .. eða þá of heitt. Árið 1973 var Pauline búin að fá nóg. Þá sneri hún sér þrívegis til lögreglunnar til þess að kæra mann sinn. I öllum til- vikum var ákærunum vísað frá og var ástæðan ætíð hin sama. Um væri að ræða heimilismál sem opin- Dómurinn Margir höfðu búist við því að harður dómur yrði kveðinn upp af því kona sat í dómarasætinu. En Rose Heilbron kvað upp þriggja mánaða dóm fyrir bæði brotin. Undrunarkliður fór um dómsalinn, en þegar þögn varð reis Pauline á fætur og bað Heilbron dómara um Michael Wiliiams. Rose Heilbron dómari. berir aðilar ættu ekki að skipta sér af. Pauline gat því fátt aðhafst og næstu tvö árin þoldi hún ofbeldi sem fyrr. En árið 1975 frétti hún af Hjálparsamtök- um kvenna. Hjónin slíta sam- Paula Williams var nóttina örlagaríku. fimmtán ára Hjálparsamtökin höfðu lögmann á sínum snærum og fór hann með mál Pauline fyrir rétt. Rétturinn kvað upp þann úrskurð að Mich- ael skyldi halda sig frá konu sinni og var honum bannað að beita hana eða börnin ofbeldi. Þessi úr- skurður var kveðinn upp í ársbyrj- un 1976 og sama dag tók Pauline saman föggur sínar og barnanna og fluttist í athvarf á vegum samtak- anna. Michael hélt til Irlands og hét því með sjálfum sér að borga ekki eyri til fram- færslu barna og konu framar. Á þessum tíma hafði ekkert sam- komulag yerið gert milli írska lýðveldisins og Englands um inn- heimtu meðlaga. Það var ekki gert fyrr en síðar þetta sama ár. Michael Willi- ams var á írlandi fram á mitt árið 1976. Þá sneri hann aftur til Englands, leitaði uppi konu sína og lék hana svo grátt að hún varð að liggja á sjúkra- húsi í hálfan mánuð. Lögmaður hjálparsamtak- anna stefndi hon- um og var málið tekið fyrir í Liverpool. Dóm- ari var Rose Heilbron. Saksóknari krafðist sex mánaða fangelsisdóms fyrir brot á fyrri réttarúrskurði og tveggja til þriggja ára fangelsis fyrir líkamsárásina. Norman Williams Paula. að gera dóminn skilorðsbundinn. Varð hann við þeirri beiðni, án þess þó að gera sér grein fyrir því að ástæðan til beiðni Pauline var ótti hennar við það sem biði hennar þeg- ar Michael kæmi úr fangelsinu þremur mánuðum síðar, yrði hann færður þangað. Síðdegis þennan dag gekk Mich- ael Williams frjáls maður úr réttar- salnum. Hann fékk þó að heyra nokkur viðvörunarorð áður. Heil- bron dómari sagði við hann: „Ef þú heimsækir konu þína aftur eða beit- ir hana ofbeldi bíður þín fangelsi og ekki bara í hálft ár." Enginn veit hvað Michael hugsaði þegar hann heyrði þessi viðvörun- arorð, en ellefu tímum síðar virtist hann hafa gleymt þeim. Lokaþátturinn Klukkan þrjú næstu nótt braust Michael inn í svefnher- bergi konu sinn- ar með stóran slátrarahníf í hendi. Hann vakti hana og sagði ógnvekj- andi róddu: „Nú ætla ég að ganga frá þér." Óp Pauline vöktu börnin þrjú, sem komu hlaupandi inn til móður sinnar. Þau sáu hvað faðir þeirra hafði í huga og grátbáðu hann að meiða ekki móður þeirra. En Michael var efst í huga að rétta við sært stolt sitt. Hann stakk konu sína átta sinnum í brjóstið. Pauline gaf upp öndina. 7. október stóð Michael enn á ný í var ári yngri en réttinum. Saksóknarinn, Michael Pratt, dró ekki dul á að tvennt hefði einkum fengið á hann þegar hann kynnti sér málavöxtu. Annars vegar grimmd mannsins sem hefði myrt Pauline, en hins vegar sú staðreynd að Michael hefði framið óðdæðis- verkið fyrir augunum á þremur börnum þeirra hjóna, en þau voru á aldrinum tíu til fimtmtán ára. Væri lítill vafi á að þau myndu aldrei gleyma þessum skelfilega atburði. Dómarinn fellur saman Dómarinn i málinu reyndist vera Rose Heilbron, sem dæmt hafði Mic- hael í þriggja mánaða fangelsi og síðan gert dóminn skilorðsbundinn. Þegar hún settist í sæti sitt stóðu um tvö þúsund konur fyrir framan dómhúsið til að mótmæla þeirri lin- kind sem hefði einkennt refsingu hrottafenginna eiginmanna fram til þessa. Höfðu konurnar meðferðis mótmælaskjal sem þær afhentu Rose Heilbron. Eftir að hafa tekið við því sat Heilbron niðurlút um stund, en stóð síðan á fætur með tár í augunum og sagði: „Mér finnst ég bera ábyrgð á þessu hræðilega afbrotL Vegna þeirra mildi sem ég sýndi þegar ákærði stóð síðast hér í réttarsaln- um ber ég óbeina ábyrgð á dauða þessarar óhamingjusömu konu. Ég treysti mér ekki til að stýra þessum réttarhöldum vegna þeirra sterku tilfinninga sem hafa vaknað með mér." Rose Heilbron gekk síðan úr rétt- arsalnum og inn á einkaskrifstofu sína, þar sem hún féll alveg saman. Tólf ára fangelsi Nýr dómari var kallaður til og réttarhöldunum haldið áfram. Þau urðu ekki löng. Eftir nokkurra klukkustunda málflutning kvað nýi dómarinn upp dóm sinn. Michael Williams skyldi sitja í fangelsi í tólf ár og hvorki eiga möguleika á reynslulausn né náðun. Síðla árs 1988 fékk Michael frelsið á ný. Þá var hann orðinn fimmtug- ur og bar það með sér. Hann neitaði að ræða við fréttamenn sem reyndu að fá hann til að ræða málið og fang- elsisvistina. Hann reyndi ekki að hafa samband við börn sín og fór til írlands. Pauline Park dó ekki til einskis. Hjálparstofnunin gerði hana að písl- arvætti og hélt örlögum hennar á lofti í baráttunni fyrir hertum við- urlögum við ofbeldi eigimanna á heimilum. Málið kom til umræðu á breska þinginu, og að lokum voru samþykkt lög um þyngri refsingar. Fulltrúar hjálparsamtakanna segja þó að enn komi of fá mál af þessu tagi fyrir dómstólana. Margar konur sem þoli barsmíðar eigin- mannanna haidi, alveg eins og Pauline gerði, að pær geti gert góða menn úr ofbeldisseggjum. Aðrar skammist sín fyrir að viðurkenna hvernig komið sé fyrir þeim og enn aðrar telji sig ekki hafa í önnur hús að venda. Þá gæti enn um of þeirrar skoðunar margra að það sem gerist á heimilum fólks sé einkamál, falli undir friðhelgi einstaklinganna og sé því ekki viðfangsefni opinberra aðila . . . nema ofbeldið endi með morði. Ýmsar framákonur samtakanna hafa hins vega bent á að stundum megi finna bestu lausnina áður en gengið sé í hjónaband. Ungar stúlk- ur eigi að kynnast mannsefnunum vel, og hafi þeir sýnt tilhneigingu til ofbeldis í tilhugalífinu sé sjaldnast góðs að vænta. En því miður sé það oft þannig að ungar stúlkur vilji ekki taka mark á foreldrum sínum og þyki sem verið sé að draga í efa að þær hafi til að bera þá dómgreind sem val mannsefnis krefst. Þar skjátlist þeim hins vegar oft og iðu- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.