Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 L>V Klukkan 6.40 hringdi vekjarinn. Ég byrjaði á að taka þétt utan um konuna sem gat sofið 30 mínútum lengur og dreif mig svo fram úr og frarn á bað. Hinn hefðbundni rakst- ur hófst þar með sápu og rakvél og tennurnar burstaðar. Merkilegt hvað þetta hressir mann við og dagurinn lifnar upp. Dóttir mín, Hallgerður, vaknaði á sama tíma enda fer hún með mér í bæinn. Hún stundar nám í MR. Ég ristaði brauð og setti á það þijár ostsneið- ar og mysing, sem er mjög hefð- bundið, og drakk Melroses-te. Ég hljóp yflr helstu fréttir í Morgun- blaðinu en kl. 7.10 var lagt af stað úr Njarðvík. Tvær skólasystur Hallgerðar fengu að fljóta með til borgarinnar. Sólin var að koma upp og bláum bjarma sló á fjallseggjarnar, veður eins og það gerist best á íslandi. Það var töluverð umferð á braut- inni og aiiir að tlýta sér. Ég velti fyrir mér hve allt verður seinlegra þegar hálkan kemur og myrkrið. Það verður að lýsa þessa braut á næsti ári, umferðin er mikil og hröð. Ég stoppaði fyrir utan MR kl. 7.55, lagði siðan bílnum á bílastæði Ný'f þingmenn, Kristján Pálsson, Hjálmar Arnason, Siv Friðleifsdóttir og Sturla Böðvarsson, á þingsetningar- þingsins og var kominn á skrifstof- de9i- DV-mynd GS Dagur í lífi Kristjáns Pálssonar þingmanns: húsið. Ég settist í sæti mitt númer 17. Forseti íslands setti þingið og Davíð Oddsson forsætisráðherra bað þingmenn að heiðra forseta og fósturjörð. Þá tók aldursforseti þingsins við stjórninni. Ólafur G. Einarsson var k'osinn forseti þingsins og stuttu síðar var fundi frestað. Þá hófst þingflokks- fundur Sjálfstæðisflokksins. Geir Haarde var kosinn formaður þing- flokksins enda traustur maður. Sérfræðingar frá landbúnaðar- ráðuneytinu komu og útskýrðu drög að nýjum samningi við sauð- fjárbændur. Um fimmleytið þurfti fjármálaráðherra að fara á blaða- mannafund þannig að umræðum um þetta mál var frestað. Fundur- inn stóð hins vegar til kl. 18.30 og skrapp ég þá á skrifstofu mína stutta stund og síðan var haldið heim. Eldhússtörfum sinnt Konan var að rjúka á fund hjá Lionessum, ég fékk rétt einn koss á kinn og leiðbeiningar um upphitun á kvöldmatnum fyrir mig og dæt- urnar, Sigrúnu og Hallgerði. Kvöldverðurinn var hitaður í ör- una á mínútunni átta. Ég var í sparifötunum enda þingsetningardagur, settist varlega í stólinn og krosslagði ekki fæt- urna að ráðum konu minnar, því þá krumpast buxurnar hræðilega. Þetta man ég alveg í klukkutíma eða svo. Símaannir Ég byrjaði daginn á að fara yfir dagskrána en hafði tíma fyrir há- degi til að vinna á skrifstofunni. Ég hafði t.d. samband við Fisk- veiðasjóð íslands en ráðamenn þar voru ekki mættir til vinnu svo ég byrjaði að vinna við greinargerð vegna fundar sem ég átti að halda um kvöldið um fráveitumál í Reykjanesbæ. Ég náði þó sambandi við Fiskveiðasjóð um níuleytið og ræddi þar við starfsmann um hugsanleg eigendaskipti á bát á Suðurnesjum, hringdi síðan í kaupandann í Keflavík og í söluað-' ilann. Aftur hringdi ég í Fiskveiða- sjóð og ræddi við Má Elísson og síðan aftur í kaupandann. Þetta tók mun meiri tíma en ég ætlaði en það var best að Ijúka þessu af. Ég fékk líka nokkur simtöl vegna D- álmu sjúkrahúss Suðurnesja. Síðan skrapp ég út í Alþingishús til að ná í póstinn og hitti í leiðinni nokkra plngmenn. Spjallað var um fréttir af búvörusamningnum sem hafði farið frekar hljótt en birtist svo fullskapaður — eða hvað? Þá hófst undirbúningur fyrir fund sem átti að vera í hádeginu í félagsmálaráðuneytinu. Einnig hringdi ég til Sandgerðis og Garðs til að hoða fund í vikunni. r Ovænt tíðindi Klukkan tólf hélt ég af stað, fót- gangandi, yfir í félagsmálaráðu- neytið en þar beið smurbrauð og rjúkandi kaffi. Á fundinum voru rædd ýmis frumvarpsdrög og farið yfir lista skuldugra einstaklinga. Eftir fundinn gekk ég yfir Ing- ólfstorgið og mætti þá Ölöfu, dótt- ur minni, en hún er í hjúkrunar- námi í HÍ og býr í Reykjavík. Sólin hafði blindað mig og ég sá hana því varla. Ég fékk nýjustu fréttir af högum hennar en hún var að skipuleggja partí, sem átti að vera á fóstudag, fyrir frændsystkin sín og hlakkaði til að hitta þau. Þegar ég kom í þinghúsið upp úr eitt fékk ég kafíi hjá þessum elsk- um i kaffistofunni. Menn voru að undirbúa gönguna yfir í Dómkirkj- una. Ég heilsaði Vigdísi forseta en datt ekki í hug að hún myndi tO- kynna að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Ég hef alltaf verið hrifinn af Vigdísi og hef átt góð samskipti við hana í gegnum árin. Eftir að hlýtt var á messu í Dóm- kirkjunni gengu menn aftur í Þing- bylgjunni en hann samanstóð af _steik frá sunnudeginum, pylsum og pasta. Það kom í minn hlut að ganga frá eldhúsinu þar sem stelp- urnar voru uppteknar. Eftir að fréttum lauk fór ég yfir plögg vegna fundar sem hefjast átti kl. 21.00 í fundarherbergi Reykja- nesbæjar á Fitjum í Njarðvík. Þar var ýmislegt rætt, svo sem samn- ingar við Varnarliðið. Þegar fund- inum lauk flýtti ég mér heim og þá voru allar dömumar mínar komn- ar. Við spjölluðum aðeins um við- burði dagsins en konan er að und- irbúa mikið námskeiðshald í jóla- kortagerð. Ég horfði á ellefufréttir og við vorum öll komin í rúmið fyrir miðnætti. Finnur þú fimm breytingar? 329 Vinningshafar fyrir þrjú hundruð tuttugustu og sjöundu getraun reyndust vera: Nafn: _ Heimili: 1. Bjami Sigurðsson Bíldshöfða 8 110 Reykjavík 2. Tinna Ósk Grímarsdóttir Reynigrund 42 300 Akranes Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum- verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið- stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verðlaun heita Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróöir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 329 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.