Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 12
1 iend bóksjá LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 IVIetsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 2. Tom Clancy: Debt of Honour. 3. Maeve Binchy: The Glass Lake. 4. Patrlcla D. Cornwell: The Body Farm. 5. Barbara Taylor Bradford: Everythlng to Gain. 6. Stcphen King: Insomnia. 7. josephlne Cox: A Llttle Badness. 8. Jolm Irving: A Son of the Circus. 9. Robert James Waller: The Bridges of Madison County. 10. Danielle Steel: Accldent. Rit almenns eölis: i. lan Botham: Botham: My Autoblography. 2. Andy McNab: Bravo Two Zero. 3. Blll Bryson: Made In America. 4. Rlchard Preston: The Hot Zone. 5. Alan Bennett: Wrttlng Home. 6. Jung Chang: Wild Swans. 7. Blll Bryson: The Lost Contlnent. 8. Peter de la Billiére: Looking for Trouble. 9. Stephen Hwklng: A Brlef Hlstory of Tlme. 10. J. Lowell & J. Kluger: Apollo 13. (Byggt á Tho Sunday Tlmes) Danmörk 1. Jung Chang: Vllde svaner. 2. Barbara Vine: Astas bOg. 3. Robert J. Waller: Broeme I Madlson County. 4. Allce Hoffmann: Lysenes nat. 5. Francesco Alberoni: Erotlk. 6. Peter Heeg: De máske egnede. 7. Lise Nargaard: Kun en pige. (Byggt á Politiken Sondag) ísindi Svínamergurinn góður Vísindamönnura hefur tekist að fá prímata, en maðurinn tilheyrir þeim, sem fékk beinmerg úr svíni græddan I sig, til að lifa i þrjú hundruð daga. Það er met. Þetta opnar dyrnar fyrir nýrri tækni svo að hægt verði að græða liffæri úr svínum í menn. „Þó svo að miklar rannsóknir séu framundan benda gögnin til þess að aðferð okkar geti leitt til öruggrar lausnar á bráðum skorti á líffærum fyrir sjúklinga sem þurfa lífsnauðsynlega á þeim að halda," segir David Sachs, yfirmaður líffræðirannsókna á líf- færaflutningadeild Massachu- setts sjúkrahússins í Boston. Til þessa hefur aðeins tekist að halda þeim, sem hafa fengið líffæri úr öðrum tegundum, á lifi i tuttugu daga. Þröngum æðum að kenna Finnskur læknir, Leena Kauppila, segir að þröngar æðar kunni að vera orsökin fyrir verkjum í mjóhrygg. Slíkir verkir kosta fyrirtæki mikið fé vegna fjarvista starfsmanna. Leena, sem er meinafræðingur við Helsinkiháskðla, segir að krufning hafi leitt í ljós að æða- þrengingar séu algengari hjá þeim sem höfðu kvartað undan bakverkjum i lifanda lífi. Frá þessu var skýrt í breska læknablaðinu Lancet. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Fimm skáldsögur í leit að Booker Metsölukiljur $ # * SK & & © < &«*$*&© Það hefur vakið verulega athygli í Bretlandi siðustu daga að dómnefnd eftirsóttustu bókmenntaverðlauna landsins, sem kennd eru við Booker- fyrirtækið, töldu einungis 5 af 141 nýrri skáldsögu ársins þess virði að komast í úrslit keppninnar — en venjulega hafa sex skáldsögur verið valdar í þann úrvalsflokk. Einkum þótti þetta merkilegt vegna þess að ein umtalaöasta skáldsaga ársins, The Information eftir Marin Amis, er ekki meðal þeirra fimm sem vald- ar voru. En það eru sumsé fimm skáldsög- ur sem keppa um verölaunin, sem jafngilda rúmum tveimur milljón- um íslenskra króna. í hópi höfund- anna er ein kona og tveir fyrrver- andi Booker-verðlaunahafar. Rushdie og Unsworth Þar ber fyrstan að nefna Salman Rushdie, sem verið hefur í felum síðustu árin vegna dauðadóms sem erkiklerkar í íran kváðu upp yfir honum vegna skáldsögunnar Söngv- ar Satans. Rushdie hlaut Booker-verðlaunin árið 1981 fyrir fyrstu skáldsögu sína, Midnight Children. Nú er hann tilnefndur fyrir nýjasta rit- verk sitt, The Moor's Last Sigh, sem sagt var frá í Erlendri bóksjá fyrir skömmu. Margir spá honum líka sigri að þessu sinni. Annar fyrrverandi Booker-verð- launahafi á líka skáldsógu í úrslita- keppninni að þessu sinni. Það er Barry Unsworth sem var annar tveggja sigurvegara árið 1992 fyrir sögu um þrælaverslun, Sacret Hun- Salman Rushdie: flestir spá því að hann hljóti Booker-verðlaunin Umsjón Elías Snæland Jónsson ger. Unsworth, sem er 65 ára, fædd- ist í breskum námubæ en býr nú ásamt konu sinni á ítalíu. Nýja sag- an hans nefhist Morality Play, ger- ist á fjórtándu öld, fjallar um rann- sókn á morði á ungum dreng og sið- laust réttarfar í því máli. Skáldsaga um fyrra heimsstríð Pat Barker er eina konan í þess- um fimm manna hópi. Hún er 52 ára og starfaði sem framhaldsskóla- kennari áður en hún fór að skrifa sögur. Hún hlaut verðlaun breska blaðsins Guardian árið 1993 fyrir skáldsöguna The Eye in the Door. Barker er nú tilnefnd fyrir The Ghost Road, sem er þriðja skáldsaga hennar sem gerist í fyrri heims- styrjöldinni. Höfuðpersónurnar eru liðsforingi i breska hernum og sál- fræðingur 'sem hefur hann til með- ferðar. Hinir tveir höfundarnir koma úr ólíkum'áttum. Annar er Justin Cartwright, en skáldsaga hans nefnist In Every Face I Meet. Hann fæddist í Suður- Afríku, hlaut menntun sína í Banda- ríkjunum og Oxford, en hefur nú að- setur í London ásamt konu sinni og tveimur börnum þeirra. Saga hans segir frá hversdagslegum Englend- ingi sem lendir í hræðilegri martröð. Hinn er Tim Winton, 35 ára að aldri, fæddur í Perth í Ástralíu og býr með konu sinni og þremur börnum i afskekktu sjávarþorpi þar í landi. Hann hefur þegar sent frá sér 13 bækur, þar af nokkrar skáld- sögur og smásagnasöfn. í tOnefndu sögunni, sem nefnist The Riders, er sagt frá Fred Scully sem ætlar að flytja ásamt konu sinni og dóttur frá Ástralíu til írlands. En konan mæt- ir ekki á flugvöllinn með dótturina og þegar Scully fer að leita þeirra víða um Evrópu áttar hann sig á því hversu lítið hann þekkir í raun eig- inkonu sína. Booker-verðlaunin verða afhent 7. nóvember næstkomandi. Bandaríkin Skáldsögur: I. Sidney sheldon: Nothing Lasts Forever. 2 Patrlcla Cornwell: The Body Farm. 3. Stephen King: Insomnia. 4. Carol Shields: The Stone Diaries. 5. Celeb Carr: The Alienlst. 6. Danlelle Steel: Wings. 7. Tom Clancy: Debt of Honor. 8. JudKh Mlchael: A Tangled Web. 9. Phllllp Margolin: The Last Innocent Man. 10. K.E. Woodlwiss og fleiri: Three Weddings and a Kiss. II. Roger MacBrlde Allen: Showdown at Centerpolnt. 12 John Grisham: The Chamber. 13. Sandra Brown: Prlme Time. 14. Ellzabeth George: Playlng for the Ashes. 15. John T. Lescroart: The 13th Juror. Rit almenns eölis: 1. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 2. Rlchard Preston: The Hot Zone. 3. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. Caleb Carr: The Allenlst. 6. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 7. B.J. Eadle & C. Tayloi: Embraced by the Ught. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. LouAnne Johnson: Dangerous Mlnds. 10. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 11. Jill Ker Conway: True North. 12. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 13. Balley Whlte: Mama Makes up Her Mind. 14. Hope Edelman: Motherless Daughters. 15. Lao Tzu: Tao Te Cliing. (Byggt é Now York Timos Book Revlew) Síþreytan tengd of lágum blóðþrýstingi Síþreyta er dularfullur sjúkdóm- ur sem lengi hefur valdið vísinda mönnum heilabrotum. Eins og nafnið bendir til eru þeir sem af honum þjást sífellt þreytt- ir og i versta falli rúm- liggjandi. Nú hafa komið fram vísbendingar um að síþreytan kunni að tengjast algengum kvilla sem veldur því að líkaminn stýrir blóðþrýst- ingnum ekki rétt., Vísindamenn við Johns Hopkins háskólann í Bandarikjunum rannsökuðu 23 sjúklinga sem þjáð- ust af síþreytu en 22 þeirra höfðu of lágan blóðþrýsting. Sextán þeirra sýndu batamerki við meðferð sem fólst í aukinni salt- og vökvainn töku til viðbótar við hefð bundin lyf til að koma lagi á blóðþrýstinginn. „Það er mjög sterkt samband þarna á milli," segir Hugh Calkins, aðalhöfundur greinar sem birtist um rannsóknina. Níu sjúklinganna, sem tóku þátt í rannsókninni, skýrðu frá því að ein- kenni þeirra hefðu horfið með öllu. Margir sjúklinganna sögðust hafa forðast salt til að bæta mataræði sitt en að sögn vísindamanna kann það að hafa átt þátt í blóðþrýstingsvand- ræðunum. Hugh Calkins varar við því að niðurstöður rannsóknarinnar séu aðeins til bráðabirgða. Því þurfi að fá þær staðfestar í viðameiri rann- sókn áður en farið verði að beita að- ferðinni til að lækna síþreytusjúk- linga í Bandaríkjunum. Um ein milljón Bandaríkjamanna þjáist af kvillanum. Ef niðurstóður visindamannanna við Johns Hopkins eru sann- reyndar mundu þær stað- festa aö ákveðinn hópur manna eigi á hættu að fá síþreytueinkenni vegna þess að líkami þeirra stjórnar blóð- þrýstingnum ekki rétt. Síþreytan hefur gjarnan verið nefnd „uppaflensa". Það er oft ungt fólk sem verður fyrir barðinu á henni þegar það er að ná sér eftir einhvern veirusjúkdóm. Sjúk- lingar verða þreklitlir, vankaðir og eiga erfitt með að einbeita sér. Sí- þreyta varir, samkvæmt skilgreiningu, í að minnsta kosti sex mánuði en plagar sjúk- linga þó oft í mörg ár. Ekki hefur fundist nein veira sem veldur sjúkdómnum þrátt fyrir margar tilraunir vísindamanna um heim allan til að leita hennar. Þess- ar nýju uppgötvanir munu þó áreið- anlega verða til þess að margar til- gátur munu verða settar fram og prófaðar. lOOdesíbel hættulaus Mikill hávaði er ekki einasta hvimleiður heldur getur hann einnig skaðað heyrnina. Hins vegar er hægt að þjálfa upp mótstöðuafl heyrnarinnar. Þannig er heyrn unglinga, sem hlusta á tónlist, betri en þeirra sem ekki hlusta. „Skýringuna er að fmna í innra eyranu þar sem hægt er að bæta vöðvastarfsemi ákveð- inna heyrnarfrumna," segir sænski heyrnarfræðingurinn Per-Anders Hellström í Gauta- borg. Hann segir að hhóðstyrkur allt að 100 desíbelum sé ekki skaðlegur þótt fullorðið fólk" eigi kannski erfitt með að skilja það þar sem það njóti ekki há- værrar tónlistar. Hellström seg- ir að unglingarnir þoli vel og njóti tónlistar sem er tíu desí- belum háværari en það sem hinir fullorðnu þola. Dýna afstýrir legusárum Norskur verkfræðingur, Audun Haugs, hefur fundið upp nýja tegund rúmdýnu sem kem- ur í veg fyrir að sjúklingar fái legusár. Dýna þessi er gerð úr plötu af járnbentum einingum og er lag af loftrýmum ofan á. Þegar rýmin eru fyllt af lofti sveigist dýnan en hún flest svo út þegar loftið er tæmt af. Sjúklingarnir geta sjálfir stjórnað hreyfingun- um í undirlaginu. Uppfinningamaðurinn segir að dýnan sé ómetanleg fyrir þá sjúkíinga sem fá umönnun á eigin heimili. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.