Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 29
UV LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 37 Forsetakosningar eftir 264 daga: Klukkan tifar og margir volgir Fyrrj vikunni tilkynnti Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, að hún hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta eftir að hafa setið þrjú kjörtímabil í forsetastóli. Þegar hafa nokkrir ein- staklingar verið nefndir sem líklegir forsetafram- bjóðendur í fjölmiðlum en enginn gefið afdráttar- laus svör í þeim efnum. DV kannaði hug nokkurra þeirra sem orðaðir hafa verið við embættið hvernig þeir sjái nýjan forseta fyrir sér. Jafnframt voru þeir spurðir hvort þeir myndu gefa kost á sér í forsetaframboð ef eftir því yrði leitað. Kosningar fara fram 29. júní næstkom- andi. Klukkan tifar og Ijóst að margir eru tvístíg- andi. Eilert B. Schram: Neitar ekki möguleika á framboði „Mer nnnst Vig- dís hafa staðið sig afar vel og það verður vandi fyrir hvern sem er að W Jf feta í fótspor hennar. Ég geri ráð fyrir því að sá sem taki við dragi dám af því að ein- \ l'T G hverju leyti hvemig þetta embætti hefur mótast. Samt fer mótun emb- ættisins nokkuð eftir þeim einstakl- ingi sem verður valinn," segir Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. „Það væri hræsni af mér ef ég neitaði því að framboð kæmi til greina - hver vill ekki verða forseti? Hitt er annað mál að það skiptir litlu máli hvað ég vil eða hverjar mínar langanir eru því það eru kjós- endumir og fólkið í landinu sem á síðasta orðið. Mér finnst hins vegar eðlilegt að línur skýrist og þetta fari í einhvern farveg áður en maður hleypur til og tilkynnir framboð.“ Sigríður Snævarr: Hygg ekki á ráttækar hreytingar á starfi „Ég tel ekki eðlilegt, meðan ég gegni því starfi sem ég er í nú, að ég gefi leiðbein- ingar um hvernig sinna beri starfi forseta íslands,“ sagði Sigríður Snævarr, sendi- herra í Svíþjóð, aðspurð hvers kon- ar forseta hún sæi sem eftirmann Vigdísar Finnbogadóttur. „Ég er í starfi sem ég hef lifandi áhuga á og hygg ekki að svo stöddu á neinar róttækar breytingar aðrar en þær að ég flyst til starfa í utan- ríkisráðuneytinu 1. febrúar næst- komandi," svaraði Sigríður þegar hún var spurð að því hvort það kæmi til álita að hún gæfi kost á sér til forsetaframboðs ef eftir því yrði leitað. Heimir Steinsson: Óljást á þessari stundu „Forsetaemb- ættið er einn af hornsteinum ís- lenska lýðveldis- ins. Þar verður að sitja einarður og sveigjanlegur ein- staklingur með eins fjölþætta reynslu og yfirsýn og framast er kostur á,“ segir Heim- ir Steinsson útvarpsstjóri um hvern- ig hann sjái forsetaembættið fyrir sér í framtíðinni. En kemur til álita hjá Heimi að gefa kost á sér í embættið ef eftir því yrði leitað? „Spurningin er svo skilyrt að eng- in leið er að svara henni. Ég veit á þessari stundu ekkert hvað ég gerði ef til mín væri leitað í alvöru," seg- ir Heimir. Tryggvi Gíslason: Hugsun sem bíður „Ég vil sjá mann, karl eða konu, sem getur orðið sameining- artákn þjóðarinn- ar og leggur í starfi sínu höfuðá- herslu á sjálfstæði þjóðarinnar, sögu hennar og menn- ingu. Þá þarf forseti að geta bent á færar leiðir þegar vandi steðjar að,“ segir Tryggvi Gíslason, skólameist- ari á Akureyri. En kemur til álita hjá Tryggva að gefa kost á sér ef eftir því yrði leit- að? „Þá hugsun verð ég að láta bíða síns tíma,“ segir hann. Fríðrík Ólafsson: Hef hugsað mér rálegra lífsmunstur „Ég sé fyrir mér forseta sem algjör samstaða er um meðal þjóðarinnar og hefur að baki góða reynslu og þekkingu á mál- efnum hennar. Samkvæmt stjórn- arskránni og fast- mótaðri hefð hefur forseti íslands ekki sama vald og þjóðhöfðingjar ýmissa annarra landa. Mestu máli skiptir að hann búi yfir virðuleika og reisn og láti að sér kveða á þeim sviðum sem það á við,“ segir Frið- rik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþing- is. En kemur til álita hjá Friðriki að gefa kost á sér ef eftir því yrði leit- að? „Nei, ég hef hugsað mér annað og rólegra lífsmunstur. Þetta er mjög erilsamt og erfitt starf sem útheimt- ir mikla þolinmæði og styrk. Það er ekki öllum eiginlegt að sinna slíku," segir Friðrik. Þórhildur Þorleifsdóttir: Bitte nú „Ég hef enga til- búna forsetaupp- skrift en hver og einn sem gegnir embættinu hlýtur að móta það að eigin stíl. Það er mjög áríðandi að fólk sé trútt sjálfu sér í þessu starfi en gangi ekki inn í mynd sem aðrir hafa búið til. Sá sem það gerði yrði aldrei annað en eins og slæm prent- villa í bók. Mér finnst mjög mikil- vægt að forsetinn hafi leyfi til skoð- ana. Það má ekki gera þær kröfur til forseta að hann sé einhvers konar guðlegur skoðanaleysingi og þá dauðlegur að sama skapi. Auk þess þætti mér ekki spilla að næsti for- seti yrði kona,“ segir Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri. En kæmi til álita hjá Þórhildi að gefa kost á sér ef eftir því yrði leit- að? „Bitte nú! Því ekki það — en ætli ég taki ekki frekar undir með þeim flölda sem vill gjarnan sjá Guðrúnu Agnarsdóttur í embætti forseta,“ segir Þórhildur. Sigurður Líndal: Mjög álíklegt „Hlutverk for- seta íslands er tví- þætt. Annars veg- ar er hann leiðtogi þjóðarinnar sem minnir hana á sameiginleg gildi. Hitt hlutverkið er stjórnskipunar- legs eðlis sem ger- ir forsetanum fært að hafa áhrif á þróun stjórnskipunar og stjórnmál í landinu. Tveir síðustu forsetarnir hafa lagt áherslu á fyrri þáttinn og gert það með miklum ágætum, en nú finnst mér kominn timi til að leggja áherslu á þann síðari. Sá for- seti þyrfti að hafa eittvert pólitískt bakland,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor. En kæmi til álita hjá Sigurði að gefa kost á sér ef eftir því yrði leit- að? „Ég hef ekkert leitt hugann að þessu og ekkert aðhafst í þeim efn- um og tel það satt að segja mjög ólíklegt," segir Sigurður. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Ég og Davíð ekki gjaldgeng „Ég held það skipti verulegu máli að til emb- ættisins veljist að- ili sem ekki er umdeildur innan- lands og því lík- legt að þjóðin geti fylkt sér á bak við hann því forsetinn á að vera sameiningartákn. I öðru lagi skiptir mjög miklu máli að sá einstaklingur sem í þetta embætti velst sé fær í flestan sjó á erlendum vettvangi því þetta er einn mikil- vægasti sendiherra þjóðarinnar,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri aðspurð hvernig forseta hún sjái fyrir sér sem eftirmann Vigdísar Finnbogadóttur. Fréttaljós á laugardegi Kristján Ari Arason og Pétur Pétursson Aðspurð hvort hún gæfi kost á sér ef eftir því yrði leitað segir Ingi- björg svo ekki vera. „Mér finnst ekki koma til greina að í þetta emb- ætti veljist mjög pólitískur einstak- lingur, það er einstaklingur sem er í pólitík og er umdeildur, eins og ég, og fyrst minnst hefur verið á forsæt- isráðherra í þessu samhengi þá á það þess vegna við um hann.“ Steingrímur Hermannsson: Mun leggjast undir feld „Ég vona að í embættið veljist maður sem hefði æðri hugsjónir um framtíð þessa lands, þætti vænt um landið og þjóð- ina og legði rækt við manngildið. Þessi maður ætti að leggja áherslu á að við lifðum i sátt við hvert annað og umhverfi þess. Ég vildi líka sjá forseta sem beitir sér fyrir því að íslendingar hverfi frá þessu gegndarlausa kapp- hlaupi um auð og beiti sér fyrir meiri jöfnuði á milli manna, bæði hér á landi og um heiminn," segir Steingrímur Hermannsson seðla- bankastjóri um hvernig forsetaemb- ættið þróist í framtiðinni. Hann hvorki játar því né neitar aðpurður hvort hann gæfi kost á sér til embættisins ef eftir því yrði leit- að. Hann sé í góðu starfi og myndi þurfa að leggjast undir feld og íhuga það vel áður en hann svaraði því. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Mikifl þyrfti afl koma til „Ég tel mikil- vægt að auka stj órnmálaleg áhrif forsetaemb-. ættisins til mót- vægis við áhrif framkvæmdar- og löggjafarvalds, því sé ég fyrir mér einhvern eða ein- hverja sem hafa reynslu af stjórn- málum en getur jafnframt gegnt því menningarlega hlutverki sem bæði Vigdís og Kristján Eldjárn hafa gert með miklum sóma. Minn kjörforseti væri nokkurs konar sambland af fyrstu tveimur forsetunum okkar og þeim tveimur síðustu," segir Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir, dósent við Háskóla íslands, aðspurð hvers konar mann hún sér fyrir sér í emb- ætti forseta Islands. . Sigríður Dúna sagði að það þyrfti mikið að koma til til að fá hana til að íhuga að gefa kost á sér tU emb- ættisins og lagði mikla áherslu á orðið íhuga. Sigmundur Guðbjarnason: Ekki farinn afl hugsa það „Ég tel að for- setinn eigi að vera ópólitískur en hann á samt að hafa brennandi áhuga á stjórn- málum og beita áhrifum embættis- ins til að koma málum fram. Þetta er ekki spurning um að völd fylgi embættinu en forsetinn á að beita áhrifum embættisins fyrir mál sem þarfnast stuðnings," sagði Sig- mundur Guðbjarnason prófessor, aðspurur hvernig hann sæi fyrir sér embætti forseta íslands. Aðspurður hvort hann gæfi kost á sér ef eftir þvi yröi leitað sagðist hann ekki farínn að hugsa slíkt enn þá. Ólafur Ragnarsson: Hugmyndin verið reifuð við mig „Þvi er ekki að neita að þessi hug- mynd hefur verið reifuð við mig af ýmsum aðilum, en það eru mörg nöfn á kreiki, nú þegar Vigdís Finnboga- dóttir hefur til- kynnt ákvörðun sína,“ sagði Ólafur Ragnarsson út- gefandi þegar Alþýðublaðið spurði hann hvort hann hefði áhuga á að bjóða sig fram til forsetakjörs á næsta ári. Guðrún Agnarsdóttir: Ekki hugleitt framboð af alvöru „Vigdís hefur svo nýlega til- kynnt að hún sæk- ist ekki eftir end- urkjöri að ég hef ekki hugleitt hvernig eftirmað- ur hennar eigi að vera,“ segir Guð- rún Agnarsdóttir læknir. Hún segist ekki hafa hugleitt eig- ið framboð af nokkurri alvöru enda nógur tími til þess. Davíð Oddsson: Ekki rétti tíminn Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði aðspurður í sjónvarpsviðtali sama dag og Vig- dís tilkynnti ákvörðun sína að nú væri ekki rétti tíminn til að ræða hvort hann hygði á forsetaframboð en bætti við að honum líkaði ágætlega í núverandi starfi. Fleiri nefndir til sögunnar Matthías Johannessen ritstjóri og Pálmi Matthíasson sóknarprestur svöruðu ekki skilaboðum blaða- manna og ekki náðist í Ólaf Egils- son sendiherrra né Svein Einarsson, fyrrum þjóðleikhússtjóra. Ýmsir fleiri hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir forsetaframbjóð- endur og þessi upptalning því engan veginn tæmandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.