Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 15
I LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 15 Skroppið eftir hatti Flæmski hatturinn hefur bland- ast inn í fjölskyldulíf mitt með undarlegum hætti. Þar til nýlega leit ég á hatt þennan eins og hver annar landkrabbi. Ég vissi að ís- lendingar og nokkrar aörar þjóðir stunduðu úthafsveiðar þarna, skammt utan fiskveiðilögsögu Kanada. Þetta þýddi auðvitað langa fjarveru íslensku sjómann- anna frá heimilum sínum, sem þó er rofin með áhafnaskiptum með flugi. Laus pláss í þotu Það voru einmitt téð áhafna- skipti sem komu róti á tvær ef ekki fleiri fjölskyldur í Kópavogin- um. Mágkona mín fékk í sig sting þegar hún frétti af plássi í flugvél sjómannanna og rótaði um leið mjög í systur sinni, eiginkonu minni. Útgerðarmaður einn brá nefnilega á það ráð að leigja heila þotu til áhafnaskiptanna og var fyrirhugað að fljúga til Kanada með mennina. Þotan rúmaði hins vegar hálft annað hundrað manna og svo margir voru sjómennirnir ekki. Til þess að nýta sæti vélar- innar voru þau boð látin út ganga að komast mætti gegn vægu gjaldi til Kanada. Kópavogskonurnar þurftu ekki meira og svo var víst með góðar konur úr öðrum sveitarfélögum. Tugum saman sáu þær fyrir sér Kanadareisu og sælutíð í verslun- armiðstöð. Þarna mátti heldur bet- ur gera góðu kaupin. Einn galli var þó á gjöf Njarðar. Þotan átti aðeins að stoppa í þrjá til fjóra klukkutíma í Vesturheimi. Það kallaði á snör handtök og röskan gang til búðar. Út í búð - til Kanada Köld eru kvennaráð, segir ein- hvers staðar o'g ég viðurkenni að ég var alveg blankur fyrir út- landapælingum þegar hér var komið sögu. Ég hafði það mér til afsökunar að við hjónin höfðum aðeins dvalið 48 stundir hérlendis þegar frúin skaut því si svona að mér að sniðugt væri að skreppa í búð. Ég tók þvi eftir atvikum þol- anlega þar til hún bætti því við búðin væri í Kanada. Konan hefur oft komið mér á óvart með frumlegum tillögum en þarna fór hún fram úr sjálfri sér. Ég spurði hana í hreinskilni hvort hún væri gengin af göflunum. Þeg- ar hún trúði mér fyrir því að flug- vélin biði rúma þrjá tíma á flug- vellinum settist ég. Það eru tak- mörk fyrir öllu. Ég benti henni góðfúslega á að þetta væri svipað- ur tími og hún væri í Kringlunni þegar vel lægi á henni. Munurinn væri hins vegar sá að til þess að komast í fyrirheitnu búðina kanadísku þyrfti hún að fljúga þúsundir kílómetra. „ Já en það verður svo skemmti- legt í flugvélinni," sagði konan og setti upp englasvip. Lýsingarnar á fluginu fyrirhugaða sýndu mér að það gæti orðið einhvers konar sambland af saumaklúbbi og skemmtikvöldi þár sem Heiðar snyrtir útskýrir kvenleikann. Snyrtilega leikin vörn Ég sá í hendi mér að þessi ferð var tóm vifleysa. Vandinn var bara sá að spila vörnina rétt svo konan kæmist aftur til sjálfrar sín. Ég benti henni góðfúslega á að í svona ferð færi ég ekki þótt bor- ið væri á mig fé. Enginn heilvita maöur legði það á sig að sirja daglangt í flugvél til þess eins að komast í kanádískt moll. í fram- hjáhlaupi höfðaði ég til ábyrgðar- tilfinningar frúarinnar og nefndi í því sambandi vaentanlega plast- kortareikninga nýlokinnar utan- ferðar. Það var glettilega snjall leikur, þótt ég segi sjálfur frá. Samt varð ég að gæta mín. Ég mátti alls ekki neita þessari elsku blákalt. Hún varð að fá tíma til þess að átta sig. Því lagði ég til að við svæfum á málinu. Næstu daga notaði ég svo til þess að skjóta að Jónas Haraldsson meinlegum athugasemdum um þessa kellingadellu sem ég kallaði. Ég fann að lymskulegur áróður minn bar árangur. Konan fór ekki en mágkonan gaf sig hvergi og flaug í Kanadamollið. Vottaði fyrir hreimi? Verslunarferðin í Vesturheimi tók aðeins einn dag og ég fann að hugur konunnar var hjá litlu syst- ur þann sama dag. Þær náðu sam- an árla morguns og ekki fór á milli mála að ferðalýsingin hafði áhrif á þær báðar. „Þetta var æð- islegt," sagði mágkonan ferða- glaða, nýkomin úr búðinni. Ég heyrði lýsingar á stórkostlegri flugferð, skemmtilegum ferðafé- lögum og síðast en ekki síst hrað- ferðinni i mollið. Þar var ekkert slór. Nefndar voru buxur á tán- inga, peysur, kjólar og sokkar. Gott ef nærbuxnasett á bóndann bar ekki á góma. Bornir voru sam- an Bandaríkjadollarar og þeir kandadísku og tilfinningarnar voru hástemmdar. Enginn efi var á góðu kaupunum. Ég reyndi að komast að en það bar lítinn árangur. „Ég er ekki frá því að það votti aðeins fyrir hreimi hjá þér, hafandi dvalið þetta lengi á erlendri grund," sagði ég við mágkonu mína. Hvor- ug systranna virti mig viðlits. Ég bað hana þá að lýsa fyrir fróð- leiksfúsum mági sínum lifnaðar- háttum þarlendra manna, menn- ingu og hvers væri helst að minn- ast að utan. Konan seridi mér auga og gaf það í skyn að þær kæmust af án mín um stundarsakir. Af langri sambúðarreynslu veit ég hvenær betra er að draga sig í hlé. Áfram heyrði ég þó óminn af ferðasögunni og óskir um nánari lýsingar á einstökum atriðum sigl- ingarinnar. Tilkynning um brottför Innra með mér var ég kátur og taldi mig hafa unnið talsverðan sigur með því að hafa komið í veg fyrir delluferð konunnar. Það kom því nokkuð á mig þegar ég heyrði hana hrópa: „Æði, ég kem líka." Ekki vissi ég hvað bjó að baki þessarar upphrópunar og kunni ekki viö annað en að láta þær í friði. Ég var allur hinn elskuleg- asti þegar mágkonan kvaddi en splæsti þó á hana enskum frösum til þess að auka skilning okkar á milli. Allt fyrir einingu fjölskyld- unnar. Mágkonan lét mig um sprokið en glotti þegar hún fór. Það var eins og hún vissi eitthvað sem mér var ókunnugt um. Systirin var ekki fyrr farin út úr dyrunum en skýring á við- brögðum eiginkonu minnar lá fyr- ir. „Það verður farið aftur eftir mánuð. Þá fer ég með." Þetta var tilkynnt og ekki gefið færi á að ræða málið frekar. Augljóst var að frúin ætlaði ekki að láta systur sína eina um kanadíska mollið. Mjög er nú farið að styttast í búðaráp þetta og má á þeim systr- um skilja að ekkert sé eðlilegra en að skreppa í kaupstaðarferð til Kanada mánaðarlega. Þær tala fjálglega um það sem kaupa skal, skemmtilegu ferðafélagana og til- hlökkunín er augljós. Ég reyni ekki varnir. Mér er alveg ljóst að málið er tapað. Von um flæmskan hatt Það nýjasta í málinu hefur ver- ið upplýst. Flugvélin stoppar næst í heila tólf tíma á kanadískri grund. Þerta fjórfaldar dvalartím- ann. Það á því að taka molliö með trompi og gott ef ekki finna fleiri. Það gæti og farið svo að frúrnar gæfu sér tíma til þess að borða meðan á utanlandsferðinni stend- ur. í síðustu ferð gáfu þær sér ekki einu sinni tíiria til að pissa þarlendis. Slíkur hégómi gat beðið þar til í flugvélinni. Börn okkar hjóna hafa þegar lagt móður sinni lífsreglurnar. Innkaupalistinn er orðinn langur. Ég er hógvær og bæti ekki miklu við. En fyrst hún skreppur á ann- að borð yfir Atlantshafið til þess að komast í búð sakaði ekki að hún keypti flæmskan hatt á bónda sinn fyrir veturinn. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.