Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 31
4 LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 trimm 39 i ¦:-„>... .¦ : : 7— — I Hópur lífsglaðra eldri borgara í Kópavogi iókar leikfimi í sundlaug Kópavogs. Eldri borgarar í Kópavogi í vatnsleikfimi: DV-mynd S Missi helst ekki af leikfiminni Öskjuhlíðarhlaupið: Aflýst vegna veðurs Öskjuhlíðarhlaupinu sem fara átti fram í samnefndri hlíð síðastliðinn laugardag var aflýst vegna yeðurs. Oddný Árnadóttir, sem annaðist skráningu í hlaupið, sagði að enginn hefði komið á staðinn en rúmlega 30 manns hefðu hringt til að kanna hvort af hlaupinu yrði. Oddný sagði að þótt hlaupið hefði ekki farið fram væru aðstandendur hvergi bangnir og ætti það að fara fram í haust en það yrði nánar auglýst síðar. Fyrir þá sem eru að reyna að rifja upp hvernig veðrið var á laugardaginn dag er rétt að upplýsa að i Reykjavík voru suðvestan 7—9 vindstig og rigning. „Ég væri ekki jafngóð til heils- unnar og ég er í dag ef ekki væri leikfimin sem hefur gert mér óskap- lega gott," sagði Kristrún Jónsdóttir í samtali við Trimmsiðuna. Kristrún og maður hennar, Valdi- mar Lárusson, eru meðal þeirra fé- laga i Félagi eldri borgara í Kópa- vogi sem stunda reglulega leikfimi í Sundlaug Kópavogs. Á mánudógum, miðvikudögum og föstudögum, stundvíslega klukkan hálftíu, er blásið til leiks og 25-30 eldri borgar- ar gera saman leikfimiæfingar und- ir stjórn Kristrúnar. Hver tími stendur í hálftíma en síðan er farið í heita pottinn og lífsgátan leyst. Öll- um er frjálst að mæta og taka þátt í leikfiminni og Kristrún segir að all- ir séu velkomnir hvort sem þeir eru félagar í samtökum eldri borgara eða ekki. Hún vill reyndar taka fram að hún sé aðeins varaþjálfari fyrir Jóhónnu Arnórsdóttur sem er upphafsmaður leikfimitímanna og jafnframt formaður Félags eldri borgara. „Þetta hefur gert mér afskaplega gott. Ég er hjartasjúklingur og var skorin fyrir 11 árum og fyrst þegar ég fór að mæta í leikfimina fékk ég alltaf verk fyrir hjartað og fékk mér stundum sprengitöflu. Nú er ég Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson steinhætt því og finn aldrei fyrir neinu í leikfiminni, hvort sem heitt eða kalt er í veðri. Maður verður all- ur liðugri og hraustari af þessu sprikli. Ég var, eins og fleira fólk á mínum aldri, ósynd þegar við byrj- uðum í leikfiminni en nú syndi ég um allt og finnst óskaplega gaman. Ég hef alltaf haft gaman af leikfimi." Kristrún segir að þau þrjú ár sem leikfimin hefur verið með regluleg- um hætti hafi alltaf einhver úr hópnum séð um að stjórna æfingum og enginn sundkennari hafi leið- beint þeim en fleiri en hún hafa lært að synda í leikfimitímunum. „Þetta eru svipaðar æfingar og þær sem gerðar eru í leikfimi á þurru landi. Við reynum að velja bestu æfingarnar sem henta til þess að gera þær í vatni. Það kemur fyr- ir um háveturinn að leikfiminni er aflýst vegna veðurs en margir í hópnum vilja helst ekki missa dag úr og ég segi fyrir mig að ég missi helst ekki af leikfiminni. Það er meiri árangur af þessu en ég hefði trúað en það gerist ekki strax. Það tekur ár en þetta heldur mér ungri," sagði Kristrún sem vildi ekkert segja um meðalaldur hópsins sem mætir í leikfimina. „Við erum ekkert að spyrja um aldur fólks. Allir sem geta verið með eru velkomnir." Alltaf aðæfa Tímaritið Men's Health benti nýlega lesendum sínum á frá- bæra gjöf fyrir llkamsræktar- manninn sem á allt. Sjónvarps- fjarstýring með áföstu nettu handlóði sem vegur eitt kíló (The Couch Potato Cross Trainer). Með slíka fjarstýringu í hendi er tryggt að æfingafikill- inn verður jafnvel enn æstari í að flakka milli rása í sjónvarp- inu en hann er nú. Blásandi og hvásandi í kirkjugarðinum Trimmsíðan hefur heyrt ýmsa gagnrýna það hvernig nýi gangstíg- urinn (Markúsarstígur), sem liggur fyrir flugvallarendann og áfram inn Fossvoginn, er látinn liggja í gegn- um kirkjugarðinn í Fossvogi. Skokkarar sem Trimmsíðan heyrði slúðra um þetta mál töldu það geta raskað grafarhelgi garðsins að menn hlypu blásandi og hvá- sandi í gegnum garðinn. Einnig væri vísast að másandi pervertar lægju í leyni bak við leiði og biðu þess að hremma einmana kvenskokkara. Við þessu er svo sem ekkert að segja annað en að ráð- leggja fólki að hlaupa nógu hratt í gegnum garðinn og vera ekkert að dóla við að lesa á legsteinana. Við þetta tækifæri setti vaskur stuðn- ingsmaður R-listans fram þá kenn- ingu að með þessari staðsetningu á stignum væri verið að búa misskild- um minnihlutahóp, þ.e. pervertum, viðunandi vinnuumhverfi í skugg- sýnum kirkjugarði með gnótt felu- staða í vöxtulegum trjágróðri. Við þessu er svo sem ekkert að segja annað en að þetta er varla prenthæf gamansemi. Meira slúður Ragnar Sigurjónsson, hundatemj- ari og ljósmyndari, sem var meðal þeirra sem valinn var einn af hátt- vísustu stuðningsmönnum ársins af KSÍ er ekki bara boltamaður. Ónei. Ragnar er vaskur hlaupari sem hef- ur oft keppt í Reykjavíkurmaraþoni og fengið viðurkenningar fyrir skrautlegasta klæðnaðinn. Hann er félagi í hlaupahópi sem heitir Lund- fetar og er meðal háttvísustu skokk- ara. Gott hjá Ragnari hinum prúða. t :\C)n {>fi iiiií>á i\ iii kL .*(> -t» íí laugðFdðginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.