Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7.0KTÓBER 1995 Risamannvirki yfir Ósabraut: Píramídi hluti burðar- virkis brúar „Byggingin skal vera megin- buröarás í nýrri brú yfir Elliðavog- inn. Brúnni er ætlað að tengja nýja byggð í Grafarvogi við miðbæ Reykjavikur. Píramídinn gæti orðið tákn borgarinnar og landsins í heild sem eyja að rísa úr sæ. í hönnun- inni skal þannig samræma nota- gildi, listfengi, gamlan og nýjan tíma og er henni ætlað að draga að fjólda ferðamanna." Þannig hljómar kynning á tillögu Guðlaugs Skúla Guðmundssonar, Kristínar Mörthu Hákonardóttur og Unnar Helgu Kristjánsdóttur að píramída yfir Ósabraut en honum er jafnframt ætlað að vera hluti burðarvirkis nýrrar Ósabrautar. Píramídinn er líkt og í óðrum tillög- um stálvirki að stærð hins forna Keopspíramída og í gegnum hann mun brúin liggja. Stálgrindin mun hvíla á steinsteyptum stoðum undir sjávarmáli en á þessum slóðum er sjávardýpt um 4 metrar. Byggðar verða tvær stíflur sam- síða þvert yfir Elliðavoginn þannig að framkvæmdir við píramídann fara fram á þurru landi. Sprengt verður ofan i klöppina til að koma undirstöðum fyrir og fyllt upp með C-60 steypu til festu. píramídinn er byggður úr lOm x lOm x lOm grunn- einingum sem verða settar saman á athafnasvæðum víðs vegar um borg- ina. Með þessum hætti er hægt að fjölga verkamönnum án þess að þeir flækist hver fyrir öðrum. Að lokinni uppsetningu má hefjast handa við brúargólfið. Ætlunin er að hefja framkvæmdir vorið 1997 en ljúka þeim í mars árið 1999. Kostnaður við verkið nemur 11,8 milljörðum króna og er þá ekki með talinn kostnaður við brúna. í kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir 608.666 boltum og róm að andvirði rúmlega 365 milljónir og smíðastálið kostar rúmlega 8,6 milljarða, svo að fátt eitt sé nefnt. PP Hluti verkfræðinemanna sem eiga tillögumar er kynntar eru á síðunum. DV-mynd Sveinn a Verkfræðinemar hanna 147 metra háan píramída í Reykjavík: Áætlaður byggingarkostnað- ur 12 til 16 milljarðar - mannvirkinu ætlað að auka veg og virðingu höfuðborgarinnar „Nýr meirihluti tekur við völdum í Reykjavík. Nýr borgarstjóri og borgarstjórnin vill byggja mann- virki er aukið geti veg og virðingu höfuðborgarinnar. Borgarstjóra dettur í hug að byggja nútímalegt mannvirki með veraldarsóguleg vensl, til dæmis nýjan Keops- píramída." Á þennan veg hljómar verkefni sem verkfræðinemar við Háskðla ís- lands þurftu að leysa- nýlega. Úr- lausnir létu ekki á sér standa og innan tíðar var búið að hanna 147 metra hátt mannvirkið sem sam- svarar tveimur Hallgrímskirkju- turnum, velja því stað í borgarland- inu og reikna út kostnaðinn. Kostnaðurinn við mannvirkið, sem verkfræðinemarnir hafa hann- að, hleypur á bilinu tæplega 12 milljörðum til rúmlega 16 milljarða. Mörgum kann að finnast þetta há tala en hafa ber í huga aö nýr bú- vörusamriingur er metinn á um ell- efu milljarða og gildir hann til fimm ára. Að vísu er þar um fjárskuld- bindingar ríkissjóðs að ræða en Reykjavíkurborg munaði ekki um að reiða 1600 milljónir af hendi fyr- ir Perluna á sínum tíma. Keops- píramídi er því jafnvirði eins bú- vörusamnings eða átta til tíu Perla. Að umfangi eru seinustu virkjana- framkvæmdir helmingur til 3/4 stærðar þess verkefnis sem hér um ræðir. Spurningum sem verkfræöi- nemunum var ætlað að svara voru hvar í borgarlandinu hægt væri að koma píramídanum fyrir, hvernig hann tæki sig út í umhverfinu sínu, til hvers hægt væri að nota hann, úr hverju hann yrði byggður, hvað tæki langan tíma að byggja hann - hvenær hægt væri að taka hann í notkun og hvað nýr Keopsmýramídi í Reykjavík kostaði. Alls bárust fjórar úrlausnir. Kostnaður við byggingarnar hefur verið nefndur en sameiginlegt er með öllum tillögunum að þær eru nærri sjó eða í dalverpi - enginn vildi byggja píramída á hæð. Þess ber jafnframt að geta að umhverfis- mat hefur ekki farið fram á tillögun- um en skemmtilegt væri þó að sjá pólitíska réttlætingu á verkinu. Rétt er að taka fram til að forðast misskilning að það er alls ekki ætl- un borgaryfirvalda að reisa mann- virki sem þetta, að minnsta kosti er DV ekki kunnugt um það. Hér er einungis um lausn þriðja árs nema í verkfræði við Háskóla íslands að ræða á verkefni sem hugmyndarík- ur kennari þeirra í framkvæmda- fræði, Steindór Guðmundsson, verk- fræðingur og forstjóri, samdi en það er jú hlutskipti margra verkfræð- inga að vera ráðgjafar stjórnmála- manna og þurfa þeir því að hljóta þjálfun í ákvarðanatöku, kostnaðar- vitund og geta metið með nokkru ör- yggi hvað ólíklegustu framkvæmdir geta kostað eða tekið langan tíma. PP # Yfirbygging Laugardalsvallar: Tölvu-, símbúnaður og stólar kosta 230 milljónir Tillaga Halldórs, Gísla og Þor- valdar hljóðaði þannig að þeir vildu byggja pýramídann yfir Laugardals- völlinn. „Við ætlum að skófla núverandi stúku í burtu og byggja 20 þúsund manna völl - burt með stæðin og burt með Valbjarnarvöll. Undir þessu 147 metra háa mannvirki mun knattspyrnuvöllurinn vera þannig að það ætti að vera næg lofthæð fyr- ir boltann," sagði Halldór þegar hann mælti fyrir tillögunni. Samkvæmt tiilógunni átti frumat- hugunum, fjármögnun, hönnun og útboði að vera lokið á fyrsta árs- fjórðungi árið 2000. Mannvirkið átti hins vegar að vera risið á þ'riðja árs- fjórðungi árið 2005 og búið að koma öllum búnaði fyrir um áramótin 2006 og 2007. Fjárhagsáætlun fyrir yfirbygg- ingu Laugardalsvallar gerir ráð fyr- ir því að framkvæmdin kosti 13,77 milljarða, þar af er hónnunarkostn- aður 7 prósent. Þá er gert ráð fyrir rúmlega kílómetralöngum stálbitum í bygginguna sem haldið verður uppi af stálgrind. í mannvirkinu verða reyndar tvær grindur og í minni grindinni er gert ráð fyrir samanlagt 110 kílómetra stálgrind sem í verða 30 þúsund fermetrar af gleri. Kostnaður við loftræstingu i því 2,6 milljón rúmmetra rými sem myndast inni í pýramídanum kem- ur til með að verða 390 milh'ónir sem er litlu meira en kostnaður við tölvur, símkerfi og stóla sem saman- lagt kosta 230 milh'ónir. Áætlaður kostnaður við stúkuna eru 2 millj- arðar en sú tala var fundin út með því að margfalda kostnað við stúk- una á Akranesi miðað við stærðar- mismun stúknanna. Loks kostar hellulögn, tyrfing og gróður 59 millj- ónir. Stærsti ókostur sem menn al- mennt sáu við þessa tillögu var sá að framkvæmdir gátu ekki hafist á þessu kjörtímabili og í raun væri mannvirkið ekki risið fyrr en að tveimur kjörtímabilum liðnum. PP '- .:; <:;ifiP>:'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.