Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Blaðsíða 6
ýt 6 -^r utlond LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 Stuttar fréttir JarðskiálftiíJapan Jarðskjálftí, sem mældist 5,6 stig á Richterkvaröa, skók Japan í gær. Skemmdir voru óyerulegar en varað var við öfiugri skjálft- um. Friðurekkitryggður Richard Holbrooke, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, var- aði við að vopnahlés- samningur í Bosniu þýddi að friður kæmist örugglega á T fyrrum Júgóslavíu. Msundir króatískra hermanna hafa fariö inn í Bosníu undanfarið og nálg- ast Bihac, vigi Serba. Claessætiákæru Hæstiréttur í Belgíu hefur tjáð þinginu að Willy Claes ætti að sæta ákæru í tengslum víð Aug- osta-þyrluhneysklið. Freisafanga ísraelar sögðust æfla að láta 1.200 palestínska fanga lausa í næstu viku en konur yrðu ekki náðaðar. PLO segir það brot á samningunum um sjáifstjórn á Vesturbakkanum. SprengjutilrædiíParís Sprengjá sþrakk i óskutunnu á götu í Paris og særði 12 manns lítíllega, skömmu eftir að meint- ur múslímskur sprengjuvargur var jarðaður. Páfigagnrýnir Páfi sagði í ræðu í New York að banda- rískt þjóðfélag væri að sundr- ast vegna álags sem fylgdi skiinuðum og Sölda fjól- skyldna einstæðra foreidra. Hann sagði velmegunina ekki hylja þjáningar fjólda Banda- rikjamanna. SkotiðíTokyo Skotum var hleypt af utan við tíöfuðstöðvar sértrúarsafhaðar- ins Æðsta sannleiks i Tokyo þeg- ar mannfjöldi safnaðist saman til aö fylgjast með handtökum. MýkrigagnvartKúbu Clinton Bandaríkjaforseti til- kynnti aö hann mundi slaka á hðmlum gagnvart Kúbu í von um að auka viðskiptí milli landanna. Heilsagislaversnar Heilsufar vestrænu gíslanna sem eru í haldi skæruliöa í Kash-: mír fer versnandi meö kólnandi veðri og auknu andlegu álagi. Eihruðepli Rannsókn í Danmörku sýnir að fiórða hvert epli er eitrað af völd- umskordýraeiturs. íteuter Vöruverö erlendis: Bensíniðá niðurleið Dow Jones hlutabréfavísitalan í New York hækkaði Utíllega á fimmtudag eftir lækkun þrjá daga í röð. Lækkunin var til komin vegna ótta fjárfesta við slakar afkomutölur fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi en tiltrúin á markaðinn jókst á fimmtu- dag með fyrrgreindum afleiðingum. Overulegar breytingar urðu á hlutabréfavísitölum annarra helstu kauphalla heims. Þó náði Hang Seng vísitalan í Hong Kong sögulegu há- marki sínu sl. miðvikudag þegar hún fór í 9939 stig. Bensín á heimsmark- aði lækkaði nokkuð í vikunni, eink- um92og98oktanabensín. -Reuter Réttað í morðmáli aldarinnar í Englandi: Misnotuðu stúlkur og myrtu sér til ánægju Ógnvænlegar upplýsingar komu fram í morðmáli Rosemary West, 41 árs móður sem ákærð er fyrir að hafa misnotað og myrt tíu ungar stúlkur og stúlkubörn, í rétti í Win- chester á Erfglandi í gær. Saksóknari lýsti í smáatriðum hvernig West og fyrrum eiginmaður hennar, sem hengdi sig í fangaklefa sínum sl. ný- ársdag, misnotuðu sér til ánægju og myrtu ungar stúlkur, hjuggu síðan líkin í parta og grófu þau víðs vegar um húsið eða úti í garði. Þegar morð- máli aldarinnar í Bandaríkjunum virðist lokið tekur ekki betra við í Englandi. Saksóknari sagði að síðustu stund- irnar sem stúlkurnar voru á lífi hefðu þær veriö fórnariömb kynferð- islegra fýsna West-hjónanna sem virtust takmarkalausar. Meðan stúlkurnar voru misnotaðar voru þær bundnar og keflaðar. Líkin voru grafm eins og hvert annað rusl í kjallaranum, á baðherberginu eða í garðinum. Morðferill Rosemary er talinn hafa byrjað 1977, þegar hún.var 15 ára, en þá drap hún Charminu, 8 ára stjúp- dóttur sína sem hún þoldi ekki. Ann- að fórnarlamb er Heather, dóttir West-hjónanna, sem sást síðast á lífi 1978, þá 16 ára gómul. Þau sögðu nágrónnunum að hún hefði flust að heiman en lík hennar fannst í bak- garðinum. Hryllingurinn í réttarsalnum náði hámarki þegar upplýst var að eitt fórnarlambanna, leigjandi þeirra hjóna, hefði verið komið níu mánuði á leið. Nágranni West-hjónanna segir þau hafa rætt um ungar stúlkur sem þau rændu og að enginn mundi sakna puttalinga. Líkamsleifar sviss- neskrar stúlku, sem var á ferðalagi í Englandi, fundust í kjallara húss- ins. Þær stúlkur sem voru auðmýktar og svo hræddar að þær þorðu ekki að segja frá sluppu lifandi úr klóm MAL ROSEMARY WEST Cromwellstræti 25, Gloucester í Englandi eru hafin málaferli yfir Rosemary West sem ákærð er fyrir að hafa myrt tíu ungar konur og barnungar stúlkur. Líkin fundust grafin heima hjá West-hjónunum í Gloucester í vesturhiuta Englands. Staðsetning iíkanna að Cromwellstræti nr. 25 KJALLARI (Undir upphaílegri bygginguj Niðurgralinn að hluta. Fimm lik (undust undirsteingólfi . ... VIÐBYGGING Byggö ólöglega á siðastliðnum 20 árum BAÐHERBERGI Gömlum bílskúr breytt í baðherbergi. Eitt lik fannst undir steingólfi STÉTT f BAKGARÐI Þrjú lík fundust undir gangstéttarhellum Þrjú lik lundust á tynvm heimilum West-hjónanna 1. Shirley Hubbard 2. JuanitaMott 3. Carol Ann Cooper 4. Therese Siegenthaler 5. Lucy Partington 6. LyndaGough 7. Alison Chambers 8. Shirley Robinson 9. HeatherWest REUIER West-hjónanna. Þær sem voru illa farnar eftir misnotkunina eða hót- uðu að segja frá voru myrtar. Caroline Owens lenti í klóm West- hjónanna en slapp þar sem hún lof- aði að kjafta ekki frá. En hún fór rakleiðis til lögreglunnar og kærði hjónin. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna að uppgröftur lögreglunnar á lóð hjónanna hófst og hryllilegar staðreyndir blöstu viö lögreglumönnum. West segist saklaus af ákærunum og felldi stöku tár meðan lestur sak- sóknara fór fram. En hreinan hryll- ing mátti hins vegar lesa úr andlitum kviðdómenda, átta karla og fjögurra kvenna. fíillir undir lok valdatíma breska Ihaldsflokksins? Blair sigurviss eftir vel heppnað f lokksþing Mikil sigurvissa einkenndi flokks- þing breska Verkamannaflokksins sem lauk í gær. Voru þingfulltrúar vissir um að Verkamannaflokkurinn kæmist loks til valda eftir 16 ára stjórnartíð íhaldsflokksins. Fyrir flokksþingið var búist við mik- illi óánægju úr herbúðum vinstriarms flokksins þar sem mönnum fannst Bla- ir fara helst til geyst inn á miðju stjórn- málanna og kasta sósíalískum gildum gamalla foringja fyrir róða. En Blair varð ekki fyrir einu einasta áfalli og stóð uppi sem sigurvegari. Þingið studdi stefnu Blairs í launamálum, skólamálum og tillögur um breytta kosningalöggjöf. John Prescott, varaformaður flokksins, gerði htið úr John Major forsætisráðherra, sagði að honum væri nær að flýta sér heim í kjör- dæmið sitt og undirbúa sig fyrir stjórnarandstöðuna. Reyndar er búist við mikilh bjartsýni á flokks- þingi íhaldsflokksins í Blackpool um næstu helgi þrátt fyrir að flokkurinn sé 20 prósentustigum undir Verka- mannaflokkknum í skoðanakönnun- um. En það kann að ergja íhalds- menn að Geoffrey Howe, fyrrum ráð- herra í ríkissrjórn Majors, sagði aö það yrði erfitt aö sigra Verkamanna- flokkinn í kosningum. Þá birtist vin- samleg blaðagrein úr herbúðum íhaldsmanna þar sém formaður fjölmiðlafyrirtækisins Associated Newspaper gaf í skyn að' blað hans, Daily Mail, mundi styðja Verka- mannaflokkinn. Reuter :ÍÍ:K:;:|:Í;;; ^o \ Kauphallir og vöruverð erlendis New York 4800 ^™1 lonsc; 4700 ;4600 ;4500 ,4400 4737,42 J J A S London 3600 FMWIftn 3600 3400 3350 -¦vr 3250 J 3544.4 J Á s Frankfurt Hong Koni ^^^ Framfaraflokk- urínnklofnar Pia Kjærsgaard, fyrrum form- aður Framfaraflokksins í Dan- mörku, hefur sagt skilið við flokkinn ásamt þremur öðrum þingmönnum og stofhað nýjan srjórnmálaflokk. Hinn nýi Qðkk- ur heitir Danski þjóðarflokkur- inn. Klofningurinn verður eftir langa valdabaráttu þar sem harðlinumenn og hófsamir hafa tekistá. Mogens Glistrup stofhaði Framfaraöokkinn sem var einn fyrsti stjórnmálaflokkurinn í Evrópu sem haíði það að megin- markmiði aö berjast gegn skött- um. Pia Kjærsgaard, sem veltí Glistrup úr formannsstólnum 1992, er fulltrúi hofsamari arms flokksins. Leigumál Juppesskoðuð Rannsókn saksóknara á leigumálum ; Alaitts Juppes,; ¦forsætísráð- nerra Frakk- lands, skók fjármálamark- aði í Paris og Londpn en lögmenn Juppes full- yrtu að rannsóknin þyrfti ekki að leiða til ákæru. Rannsóknin er framkvæmd eftir að samtök skattgreíðenda kærðu Juppe fyr- ir brot á lðgum þar sem hann hafði lækkað leigu á húsnæði sonar síns og leigt sjálfur íbúð af Parísarborg á sama Uma oghann var fjármálastjóri borgarinnar. í gær átti að yfirheyra fyrrum embættismann borgarinnar sem fullyrðir að Juppe hafl haft bein afskipti af leíguupphæð á fjölda íbúða í eigu Parísarborgar, þar á meðal á sinni eigin íbúð. Einkamálgegn OJ.Simpson Faðir Rons Goldmans, þess sem myrtur var ásamt Nicole Brown Simpson, hefur ákveðið að höfða einkamál gegn ruðningshetjunni O. J. Simpson þar sem hann verð- ur -ákærður fyrir óréttlátan dauða Rons og Nicole. Slík mála- ferl geta kostaö Simpson milljón- ir dollara. Verjandi Simpsons, Johnnie Cochran, hvatti fjöl- skyldur Nicole og Rons tíl að faila "frá áformum um höfðun einka- máls en faöir Rons lætur sér ekki segjast. Simpson á ekki fangelsi yfir höfði sér í einkamáli en hann gætí orðið tilneyddur til að bera vitni og þarf að vera meira en yfir allan vafa hafinn til að sann- færa kviðdóm um sakleysi sitt. Aðstandendur Nicole ætla ekki að höfða einkamál gegn Simpson þar sem stík málaferii gætu kom- ið niður á sonum hans og Nicole. Skar sjálfur af sérliminn Tæplega sjötugur maður, sem sagði lögreglu í New York að vænd- iskona hefði skorið af sér linúnn vegna þess að hann neitaði að borga henni, viðurkenndi í gær að sagan væri uppspuni. Sannleikur- inn er að hann síysaðist tíl að skera sjálfur af sér liminn en þorði ekki að segja neinum frá þvi af ótta við að vera talinn geðveikur. Maðurinn býr til gítara í íbúð sinni og hafði verið að tálga gítar- háis þegar flugbeittur Imífurinn rann til og hafnaði milh fóta hans. Maðurinn var færður á sjúkra- hús en lögregla fann hvorki vændiskonuna né hinn afskorna lfkamshluta. Þaö var ekki fyrr en bróðir mannsins fann jiminn í matvælakassa heima hjá hohum að 1 hós kom hverníg í öllu lá. Skundaði bróöirinn á sjúkrahús- ið en þá var orðiö um seinan að framkvæma ágræðslu. Eeuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.