Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 19
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
19
bridge
i
»
i
Opna Hornafjarðarmótið 1995:
Guðmundur Páll
og Þorlákur
sigruðu með
yfirburðum
Opna Hornafjarðarmótiö er orðið
fastur liður á bridgedagsskránni,
enda verðlaun rausnarlegri en al-
mennt gerist. Keppnisformið er
Monrad-Barometer og í ár tóku þátt
44 pör.
Það er skemmst frá því að segja að
fyrrverandi heimsmeistarar í bridge,
Guðmundur Páll Arnarson og Þor-
lákur Jónsson, unnu mótið með tals-
verðum yfirburðum en röð og stig
efstu paranna var þannig:
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
1. Guðmundur Páll Arnarson-
Þorlákur Jónsson 3144
2. Aðalsteinn Jörgensen-Hrólfur
Hjaltason 2948
3. Ásmundur Pálsson-Guðlaugur
R. Jóhannsson 2848
4. Páll Vaidimarsson-Ragnar
Magnússon 2789
5. ísak Örn Sigurðsson-Helgi Sig-
urðsson 2750
6. Árni Guðmundsson-Kristján
Kristjánsson 2685
Viö skulum skoða eitt skemmtilegt
spil frá mótinu þar sem sigurvegar-
amir spiluðu við núverandi íslands-
meistara í tvímenningskeppni, ísak
Sigurðsson og Helga Sigurðsson.
S/Allir
♦ G84
V G8
♦ Á9652
+ D93
* Á10962
¥ -
♦ G1074
+ K1042
N
V A
s
* K75
V Á10743
♦ 83
+ G86
♦ D3
V KD9652
♦ KD
+ Á75
„Egheld
ég gangi kim“
Ettireinn -ei aki neinn
Suður Vestur Norður Austur
1 hjarta 1 spaði dobl . 2 spaðar
3hjörtu pass pass pass
Þorlákur og Guðmundur Páll sátu
n-s en Helgi og ísak í a-v. Ég býst við
því að Helgi hefði doblað spilið gegn
öllum öðrum andstæðingum en pass-
ið reyndist rétt ákvörðun í þetta sinn.
Ákvörðun ísaks að spila út tígli er
sjálfsagt umdeilanleg en það reyndist
afdrifaríkt að hann valdi gosann.
En setjumst fyrir aftan Guömund
Pál. Hann drap heima á kóng meðan
Helgi setti þristinn. Þá kom hjarta á
gosann og vondu fréttirnar í tromp-
litnum. Spilið lítur nú hreint ekki vel
út því þaö er tveir gjafaslagir á spaða,
a.m.k. einn á lauf og ekki má gefa
nema einn slag á tromp.
Helgi drap á ásinn og spilaði tígul-
áttunni. Þar með var líklegt að hann
hefði byrjað með tvo tígla og Guð-
mundur staldraði við. Síðan drap
hann af sér drottninguna með ásnum
og spilaði trompi. Helgi lagði tíuna á
og Guðmundur drap með drottningu.
Hann tók síðan hjartakóng og spilaði
htlu laufi. ísak drap á kónginn og
nú hefði verið gott að eiga tígulgosa.
Hann gat því ekki spilað tígh og fríað
niuna en spilaöi þess í stað meira
laufi. Guðmundur drap heima á ás-
inn, spilaði laufi á drottninguna og
síðan tígh sem hann trompaði heima.
Nú var sviðið sett fyrir trompbragð
á austur og Guðmundur spilaði sig
út á spaða. Hann fékk síðan tvo síð-
ustu slagina á tromp. Slétt unnið og
33 stig af 42 mögulegum. Svona spila
meistararnir!
Islandsmót
um helgina
íslandsmótið í einmenningskeppni
verður spilað um helgina í húsnæöi
Bridgesambands íslands að Þöngla-
bakka 1. Sphamennska hefst kl. 11 á
laugardag og verður framhaldið á
sunnudag. Spilað er um gullstig.
Stefán Guðjohnsen
orgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfa-
fundi með Reykvíkingum á næstu vikum.
Fundimir verða sem hér segir:
/ / /
I Arseli mánudaginn 9. október með íbúum Árbæjar-,
Artúnsholts- og Seláshverfis.
✓
I Langholtsskóla mánudaginn 16. október með íbúum Lækja-,
Teiga-, Langholts-, Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni.
I Réttarholtsskóla mánudaginn 23. október með íbúum
Háaleitis-, Smáíbúða-, Fossvogs- og Múlahverfis.
I Ráðhúsinu mánudaginn 30. október með íbúum Túna-,
Holta-, Norðurmýrar- og Hlíðahverfis.
I Ráðhúsinu mánudaginn 6. nóvember með íbúum
vestan Snorrabrautar.
Allir fundimir hef jast kl. 20.00.
/
A fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og
framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og
fyrirspumir með þátttöku fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af
fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðm
fróðlegu og myndrænu efrii/
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.
Mánudaga til Fimmtudaga kl. 9-18
V* a , Föstudaga kl. 9-19
Laugardaga kl.9-16
Húsgögn fyrir öll herbergi heimilisins -húsbúnaður
gjafavara - lampar og ljós - leikföng -myndir og
rammar ofl. ofl. Við bjóðum upp á hagstæð verð,
frítt kaffi og næg bílastæði. Verið velkomin til okkar.
Masasin
v—* Húsgagnahöllhml
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1410
HÚSGAGNAHÖLUN
Bíldshöfði 20 - 112 Rvík - S:587 1199