Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 28
28
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 ]DV
Ægii Már Kárason, DV, Kýpur:
„Þegar ég sagöi íjölskyldu minni
frá þessu hélt hún að ég væri alveg
orðin klikkuð. Afi minn spurði hvort
' ekki væri allt í lagi með mig. Hann
sagði að á þessum stað væri alltaf
stríð og óeirðir. Ég sagðist verða að
reyna því annars ætti ég vafalaust
eftir að sjá eftir því alla mína ævi.
Um leið og foreldrar mínir og fjöl-
skylda kynntust manninum mínum
breyttist viðhorfiö," segir Björk
Sveinsdóttir Paisi, 37 ára hjúkrunar-
fræðingur úr Hafnarfiröi, í samtali
við helgarblaö DV þegar fréttaritari
heimsótti hana og fjölskyldu hennar
á Kýpur fyrir stuttu.
Björk fór til Kýpur fyrir nokkrum
árum ásamt bhndri vinkonu sinni
þar sem þær ætluðu að njóta sum-
arfrísins. Ferðin gjörbreytti lífi
hennar því þar kynntist hún blind-
um manni sem hún varð ástfangin
af. Hann er frá Kýpur, heitir Andreas
Paisi og er tónlistármaður. Þau Björk
og Andreas gengu í hjónaband og
eiga nú þrjú böm. Hjónin em ham-
ingjusöm og styðja hvort annað í öllu
því sem þau gera. Þau eru opin og
hafa hressilega og skemmtilega
framkomu.
Fór með
blindri vinkonu
„Brynja, vinkona mín, sem er
blind, fékk mig með sér í þessa ferð
til Kýpur sumarið 1989. Við vorum
seinar að panta ferðina og eina íbúð-
in sem viö gátum fengið var í Kast-
ala þar sem Andreas, maðurinn
minn, er að spila. Eitt kvöldið þegar
við vorum að rölta um heyrði ég tón-
Ust úr garðinum og við ákváöum að
kanna hvaðan hún kæmi. Kona að
nafni Janis, sem spilaði með mannin-
um mínum, sagði honum frá blindu
konunni sem væri að ganga í salinn
og spurði hvort hann langaði ekki
að tala við hana. Hann kom að borð-
inu okkar til aö ræða við Brynju og
þannig kynntumst við. Það var upp-
hafið að þessu öllu.
Björk Sveinsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Andreas Paisi, sem hefur verið blindur frá fæðingu, og börnum þeirra
þremur, fyrir utan hús þeirra á Kýpur. DV-myndir Ægir Már
Sumarfríið til Kýpur varð afdrifaríkt fyrir Björk Sveinsdóttur:
Varo ástfangin
af blindum manni
- og er nú þriggja barna móðir á grísku eyjunni
Brynja og Andreas ræddu um mál-
efni bUndra á íslandi og Kýpur. Það
eina sem ég sagði við hann þetta
kvöld var aö benda honum á að úrið
hans væri opið en það var með
blindraletri."
Brúðkaup að
grískum sið
Björk og Brynja voru fjórar vikur
á Límansól, hinum vinsæla ferða-
mannastað á Kýpur. Og Brynja átti
eftir að kynnast Andreas betur. Eftir
að heim var komið ákvað hún að
fara aftur til Kýpur og hélt þangað í
lok september ’89. „Það er einmitt sex
ár núna síðan ég flutti hingaö út og
við ákváðum að hefja sambúð. Við
fundum fljótt út aö við áttum vel
saman og gengum í hjónaband 22.
apríl 1990 hér á Kýpur. Brúökaupið
fór fram eftir grískum siðvenjum,"
segir Björk ennfremur.
Björk og Andreas eiga þrjár dætur,
Láru, sem er fimm ára, Niký, þriggja
ára, og Helgu Eiený, eUefu mánaöa.
Þau búa í stóru og glæsilegu tveggja
hæða einbýUshúsi vestanmegin á
eyjunni.
„Þaö er gjöróUkt að búa hér á landi
eða á íslandi. Hitinn er auðvitað mjög
mikill og fyrsta árið mitt var eríitt
Andreas er mikill tónlistarmaður og langar að koma tónlist sinni á framfæri
á íslandi.
að því leyti. Þá bjuggu tengdaforeldr-
ar mínir hjá okkur. Síðan var útbúin
sér íbúð fyrir þau hér viö hliðina.
Þau eru gott fólk og hafa áldrei reynt
aö stjórna mér á einn eða annan
hátt. Ég er heppin að hafa tengdafor-
eldra mína hér því þau hafa reynst
mér'mjög vel.“
Björk segir að það sé líka gott að
vera með börn á Kýpur. Hún lærði
hjúkrun og starfaöi á Landsspítalan-
um og einnig um tíma á sjúkrahús-
inu á Sauðárkróki. Hún er fædd og
uppalin í Hafnarfirði og þar búa for- •
eldrar hennar.
Fötlun ekkert
vandamál
í gegnum Brynju vinkonu sína
hafði Björk lært að umgangast bUnda
og það átti eftir að reynast henni
vel. Hún segist ekki líta á blindan
mann sem fatlaðan. „Maður þarf að
kunna viss atriði og þau hafði ég
lært af Brynju. Ég hef aldrei Utið á
fötlun sem vandamál. Við ræddum
þetta áður en við byrjuðum að búa
en mér fannst það engu máU skipta
þó hann væri ekki Sjáandi. Það er
manneskjan sjálf sem skiptir máU
og hvernig hún er innrætt. Börnin
okkar eru öll heilbrigð og hafa alist
upp við að eiga bUndan föður. Böm
eru fljót að aðlaga sig hlutum og í
þeirra augum er þetta ekkert mál.“
Björk segir að það sem hafi heillað
hana strax þegar hún kynntist
Andreas var hversu tryggur og
áreiðanlegur hann er. Andreas, sem
er fertugur, fæddist blindur. Hann
hefur alla tið átt heima á Kýpur, er
grískur Kýpurbúi. Hann starfar í
banka við símsvörun og er sjálf-
menntaður píanó- og hljómborðs-
leikari. Andreas hefur haft nóg aö
gera í tónlistinni og spilar og syngur
enn í Kastalanum þar sem þau hjón-
in kynntust.
Stolt af
eiginmanninum
í kjaUaranum heima hjá þeim hef-
ur Andreas komið upp stóru upp-
tökuherbergi sem er útbúið mjög
fullkomnum tækjum. Með styrk sín-
um og vilja getur hann stjórnað þeim
öllum. Hann hefur fullunnið þrjú lög,
sem enn hafa þó ekki verið gefin út,
þrátt fyrir að þau séu töluvert leikin
í útvarpi og sjónvarpi á Kýpur.
Andreas hefur áhuga á að koma þeim
út hér á íslandi.
„Ég er mjög stolt af honum,“ segir
Björk. „Hann er mun hæfari en
margir sjáandi menn í tónlistinni og
stendur sig fyllilega í samkeppni við
þá. Andreas er greindur og góður
skipuleggjandi, hann setur sér
markmið og stendur við þau þrátt
fyrir að hann þurfi að leggja töluvert
meira á sig þar sem hann er blindur.“
Björk segir að það hafi verið hag-
kvæmissjónarmið sem réðu því að
þau settust frekar að á Kýpur en á
Islandi. „Ég hefði getað búið hvar
sem er og fengið starf við hjúkrun
en það sama gildir ekki um Andre-
as.“
Björk reyndi strax að temja sér
mál innfæddra og segist nú tala, lesa
og skrifa grísku. „Mér leiðist aldrei
hér og nú hef ég eignast góöar vin-
konur. Ég fæ líka gesti að heiman
og það er mjög ánægjulegt. Fjölskyld-
an hefur verið dugleg að koma og
einmitt núna ætla foreldrar minir að
dvelja hjá okkur í íjórar vikur. Það
er helst um jóUn sem ég fæ heimþrá
og hugsa mikið heim. En það er tölu-
vert ódýrara að lifa hér á Kýpur en
heirna."
Erfittað
sjá ekki börnin
Andreas man vel eftir því þegar
hann hitti konu sína fyrst. „Þegar ég
hitti Björk man ég hvað það var erf-
itt að segja nafnið hennar. Þá haföi
ég ekki hugmynd um hvar ísland
væri á landakortinu. Ég hef komið
tvisvar til íslands með konu minni
og líst vel á mig þar. Mig langar að
kunna íslenskuna og Björk reynir
stundum að kenna mér.“
Andreas segist vera mikill náttúru-
unnandi þrátt fyrir að hann sé blind-
ur. Hann segist reyndar finna mest
fyrir blindunni þegar hann feröast.
„Ég er mikið fyrir börn og mér finnst
leiðinlegt að sjá ekki börnin mín.“
Andreas vonast til að íslendingar
gerist aðUar að SateUte gervihnatta-
sendingum því þá gætu Björk og
börnin horft á íslenskt sjónvarp.
„Henni myndi þykja æðislegt aö geta
‘fylgst með fréttum að heiman," segir
hann. Andreas er ánægður með störf
sín og segir að þau séu ágætlega
borguð. Um þessar mundir eru hann
og bróðir hans að byggja stóran
píanóbar í hjarta borgarinnar. Bar-
inn á að heita Sprungur og taka um
hundrað manns í sæti. Þar ætlar
Andreas að spila ásamt fleiru góðu
fólki. Björk segist vona að íslending-
ar eigi eftir að sækja þann staö.
Andreas vonast tU að í framtíöinni
verði Kýpur eitt land en nú er því
skipt milU Kýpveija og Grikkja ann-
ars vegar og Kýpverja og Tyrkja hins
vegar. Það var gert til að stöðva stríð
árið 1974. Andreas segir að þetta
muni alltaf verða vandamál. Fyrir
stríðiö gátu Kýpveijar, Tyrkir og
Grikkir lifað saman í sátt og sam-
lyndi og hann telur að svo geti orðið
á nýjan leik.
Þau hjónin eru bjartsýn á framtíð-
ina og láta ekkert aftra sér frá því
að Ufa eðlUegu lífi með börnum sín-
um þrátt fyrir fötlun Andreas.