Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Page 35
LAUGARDAGUR 23. SEPTE 43 Biakk, oj-barasta, ógeð tíu óhugnanlegustu atriðin í bíómyndum Þú hefur hlegið yfir þeim og grát- ið en ef það eru einhverjar kenndir umfram aðrar sem bíómyndir hafa vakið upp hjá þér þá er það óhugur. í tilefni 100 ára afmælis kvikmynd- arinnar litu blaöamenn kvikmynda- tímaritsins Empire yfir farinn veg og töldu saman 100 óhugnanlegustu atriðin í bíómyndum í gegnum sög- una. Um er að ræöa myndir sem spanna allt milli himins og jarðar, rómantík, ofbeldi og allt þar á milli. Hér á eftir fer endursögn 10 óhugnanlegustu atriðanna. Einung- is 10 myndir frá þessum áratug er að finna á listanum og elsta myndin er frá árinu 1928. Tvær barnamynd- ir er að finna á listanum, Chitty Chítty Bang Bang og Bamba, en þar er að finna atriði sem vöktu og vekja líklega enn óhug meðal ungra bama. Aðrar myndir, sem er að finna á listanum, eru frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Dæmi svo hver um sig hvort ofbeld- isfyllri eða óhugnanlegri atriði er að finna í bíómyndum. í stað tanna skríður úr iðrum hans. Eftir að hafa hvæst á steinrunna áhorfendur skríður óvætturinn í burtu og hverfur inn í skipið. 1. Alien (1979) Matmálstími í geimskipinu Nost- romo. John Hurt engist skyndilega af kvölum. Áhöfnin reynir að hemja hann og leggur hann á matarborðið. Þar byrjar hann að kasta upp, húð- in yfir maga hans verður jafn- strekkt og trommuskinn og spring- ur að endingu. Blóð litar matsalinn og óhugnanleg vera með rakvélar- blöð 2. Psycho (1960) Eftir að hafa fengið sér síðbúinn kvöldverð, samloku og tebolla með „saklausa" skóladrengnum Norman Bates (Anthony Perkins) ákveður Marion Crane (Janet Leigh) að bregða sér í sturtu sem í hugum flestra er ein sú sóðalegasta sem menn muna eftir. Og hvað lærðu menn á atvikinu? Alltaf að læsa bað- herbergisdyrunum á hótelinu sem gist er á. Að öðrum kosti að fara í bað frekar en í sturtu. 3. Reservoir Dogs (1992) „Eg ætla að misþyrma þér....ekki til að þvinga úr þér úpplýsingar heldur er það mér til ánægju og ynd- isauka að sjá löggu þjást.“ Michael Madsen, hinn geðsjúki herra ljós- hærður, Mr. Blonde, fer með þessa rullu þegar hann keflar ógæfusamt fómarlamb sitt. Síðan snýr hann sér að transistorútvarpinu og wMlL. iiB m BBr kveikir á K-Billy’s Super Sounds of the 70s. Undarlegt hvernig flestir áhorfendur muna eftir útvarpinu eftir að hafa séö Madsen handleika rakhnífínn á andliti og skinfæmm mótleikara síns. 4. Chitty Chitty Bang Bang (1968) Mörg böm fengu martröð eftir að hafa horft á djöfullegan barnaræn- ingjann, íklæddan svörtum frakka, með svartan hatt, kaupa trúnað bama, Dick Van Dyke, með sælgæti. 5. The Exorcist (1973) Heltekin af djöflinum, bölvandi og ragnandi, stingur Reagan (Linda Blair) sig með krossi um leið og hún fer með klúryrði um skaparann. Að því loknu stingur hún höfði móður sinnar i sárið og heldur áfram með klúryrðin í sömu mund og hún slær móður sína og snýr höfði hennar um 180 gráður. 6. Bambi (1942) Eitt óhugnanlegasta atriði í barnamyndum er líklega að finna í Bamba. Hver man ekki eftir því þeg- ar Bambi og móðir hans eru í snævi þöktum skóginum í leit að mat. Skyndilega hrópar hún aðvörunar- orð að Bamba og hvetur hann til að hlaupa í burtu og horfa ekki um öxl. Byssuskot hljómar um skóginn. Einn og yfirgefinn skjögrar Bambi um grátandi og kallar á móður sína. Allt í einu birtist hinn mikli prins skógarins og segir við Bamba: „Móðir þín er farin. Hún getur ekki lengur verið með þér.“ Bambi fær áfall og stórt tár rennur úr hvörmum hans og fellur til jarðar. (l993) 9. Marathon Man (1976) Atriðið sem um ræðir hefst á því að Dustin Hoffman er ólaður niður í stól. Eldri maður, leikinn af Laur- ence Olivier, spyr hann án afláts hvort eitthvað sé öruggt. Skyndilega byrjar hann að bora með tannbor í rót einnar tannar hans. Hoffmann engist af kvölum og vælir í takt við tannborinn sem tannlæknirinn, sem hlaut lækningaleyfi sitt í útrýming- arbúðum nasista, beitir af tækni sem allir þeir sem hræðast tann- lækna óttast. 10. Dead Ringers (1988) Umhverfið er skurðstofa. Beverly Mantle (Jeremy Irons), kolruglaður og dópaður læknir, er klæddur í eld- rauðan slopp líkt og starfsfólk hans sem er að undirbúa aðgerð á konu sem liggur á bekk í fæðingarstell- ingu. Mantle sviptir hulunni af skurðáhöldum, sem hann hefur sjálfur hannað, og hyggst nota við a aðgerðina. Hjúkrunarkonan fer að bakkanum og sjáöldur augna henn- ar opnast upp á gátt af hryllingi er hún rennir augiun á tækin sem þar liggja; spírala, rakvélarblöð, klær, króka og fleiri tæki úr læknastáli. Vart þarf að taka fram að aðgerðin misheppnaðist. -PP 7. Un Chien Andalou (1928) Kona situr í stól og maður heldur augnaloki hennar opnu um leið og hann mundar rakhníf. Skyndilega er klippt á atriðið og myndavélinni heint að mánanum þar sem hann veður í skýjum. Áhorfendur gripa andann á lofti og telja sig hafa sloppið við að sjá stúlkuna lim- lesta. Þeim verður þó ekki að ósk sinni. 8. Schindler s List Af öllum sorgum, óhugnaði og sannleika sem áhorfendur urðu vitni að í þessari mynd, sem fjall- aði um helfor gyðinga, er eitt at- riði sem líklega situr fast í minn- um manna. Viðbrögð lítils drengs, sem heitir Richard, þegar hann verður þess áskynja að flytja á öll börn úr vinnubúðunum. Hann hleypur stað úr stað í leit að skjóli og í örvæntingu sinni leitar hann í rotþró salernis búöanna og lyftir upp setunni þar sem hann kemur auga á jafnaldra sína sem liggja í saurnum — til að fela sig fyrir höðlunum — og þau reka hann í burtu. Sólar- geislar skína á örvæntingarfullt andlit Richards. )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.