Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 36
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 « %éttir ‘k'it Bob Denard, konungur málaliðanna, aftur kominn undir manna hendur fyrir byltingarbrölt: Harðjaxlinn grét þegar hann var kallaður föðurlandsvinur Franski málaliðinn og ævintýra- maðurinn Bob Denard, gamall refur úr styrjöldum og stjórnarbyltingum í Afríku um áratugaskeið, var fluttur í böndum heim til Frakklands í gær eftir áö valdarán hans á Kómoreyj- um í Indlandshafi var brotið á bak aftur. Valdaránið í síðustu viku er í fjórða skiptið sem Denard hefur afskipti af málefnum Kómoreyja. Árið 1975, eft- ir að eyjarnar höfðu hlotið sjálfstæði sitt frá Frökkum, hafði hann hönd i bagga með að bola Ahmed Abdallah forseta frá völdum. Þremur árum síðar gerði Denard síðan innrás með hóp málaliða sér til fulltingis og komu þeir hinum sama Abdallah aft- ■ Hurley í eld- heitum nektar- , atriðum Sviðsljós IElizabeth Hurley, unnusta breska hjartaknúsarans og hrakfallabálksins Hughs Grants fækkaði fötum íyrir framan kvikmyndavélina fyrir nokkr- um árum þegar hún steig fyrstu skref- ' in á frama- og frægðarbrautinni. ■mm. Viðburðaríkt blað fyrir þig • Tónlist • Kvikmyndir • Myndbönd • Dagskrá • Sviðsljós - og margt fleira DV er skemmtilegt blað með allar nýjustu fréttimar. Frjálst, óháð dagblað fyrir þig Munið nýtt símanúmer 550-5000 ur á valdastóla, í þetta sinn að beiðni franskra stjórnvalda. Forveri Abd- allahs lét líflð á flótta undan innrás- armönnum. Denard tók þá íslamstrú og tók sér nafn við hæfi, Said Moustapha M’ad- hjou. Hann gerðist yfirmaður 500 manna liðs forsetalífvarðarins. í þeim hópi voru þrjátíu hvítir málal- iðar, flestir Frakkar, sem gengu und- ir dulnefnum. Abdallah forseti var drepinn á skrifstofu sinni árið 1989 og var Bob Denard viðstaddur þegar það geröist. Lífverðinum, sem var fjármagnaður af Suður-Afríkumönnum, var kennt um verknaðinn. Bob Denard neitaði allri aðild að morðinu og tók að sér stjóm eyjanna en flúði af hólmi þremur vikum síðar þegar frönskum herskipum var stefnt til landsins. Hann settist þá að í Suður-Afríku og var þar til 1991. Sjúkur i peninga Denard þykir snjall hðsstjórnandi og hann stóð sig miklu betur en her- skólagengnir liðsforingjar þegar óhefðbundinn hernaður í frumskóg- um Afríku var annars vegar. Andstæðingar hans héldu því fram að hann væri einstaklega samvisku- laus, sjúkur í peninga og vílaði ekki fyrir sér aö ráða í. þjónustu sína menn sem aðrir kynnu að líta á sem hálfsturlaða morðingja. Þeir urðu bara að sýna honum trúmennsku og rækja starf sitt vel. Sjálfur sagöi Denard á Kómoreyj- um um daginn þegar hann var beð- inn að lýsa sjálfum sér: „Ég er maður með mannlega eiginleika, ég hef mína bresti.“ Bob Denard sagði einhvern tíma að hann hefði tekið þá ákvörðun snemma á lífsleiðinni aö sjá sig um Bob Denard ræðir við fréttamenn í bækistöðvum sinum á Kómoreyjum áður en hann gafst upp fyrir Frökkum. Símamynd Reuter Bob er langbestur Bob Denard sneri síðar heim til Frakklands þar sem hann var árið 1993 dæmdur í fimm ára skilorðs- bundið fangelsi í tengslum við mis- heppnaða innrás málaliða í marx- istaríkið Benín í Afríku árið 1977. Saksóknari fór fögrum orðum um Denard viö réttarhöldin, kallaði hann fóðurlandsvin og annað í þeim dúr og fór fram á að refsingin yflr honum yrði aðeins táknræn. Sjálfur táraöist harðjaxlinn Bob undir ræð- unni. Bob Denard hefur enst lengst allra hvítra málaliða í Afríku, mannanna sem gengu undir nafninu „les affre- ux“ eða hinir hræðilegu meðal bæöi vina og óvina, búinn að selja þjón- ustu sína í á fjórða áratug. Og er nú orðinn 66 ára gamall. Bob var í mun að vera ávarpaður sem ofursti en hann náði þó aldrei lengra en að verða að undirliðþjálfa þegar hann var í franska hernum í Indókína. 4 í heiminum og auðgast vel. Hann hefur barist sem málaliöi í hverri einustu heimsálfu, gengið sex sinn- um í hjónaband og getið sjö börn. Núverandi eiginkona hans er frá Kómoreyjum. Það er þvi ekki undar- legt þótt hann láti þar jafn mikið til sín taka og raun ber vitni. I Rauðu höndinni Þessi ókrýndi konungur málalið- anna er fæddur þann 20. janúar 1929 í suðvesturhluta Frakklands, ekki langt frá Bordeaux. Hann þjónaði með frönskum landgönguliðum í Indókína og Alsír á sjötta áratugnum en gekk svo í nýlendulögreglu Frakka í Marokkó þar sem hann eignaðist marga vini í lögregluliði staðarins. Hann gekk hart fram í baráttunni við andstæðinga ný- lenduveldis Frakka. Frá Marokkó var hann svo rekinn vegna gruns um aðild að Rauöu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.