Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 Spurningin Hvern viltu fá sem næsta forseta íslands? Jóakim Snæbjörnsson, atvinnu- laus: Guðrúnu Agnarsdóttur. Hún er ágætis kona. Inga Björg Stefánsdóttir nemi: Pálma prest. Hann væri örugglega finn. Jón Gunnarsson: Eg er ekkert far- inn að spá í það. Karlotta Einarsdóttir, 11 ára: Jón Baldvin. Hann er ágætur. Gróa Björg Gunnarsdóttir, 11 ára: Alla vega ekki Jón Baldvin eða Davíð. Ég myndi kjósa Salóme. Gísli Magnússon vélsmiður: Ég vil hafa áfram kvenmann, helst fall- egan. Lesendur Heimaslátrun: Til hagsbóta fyrir neytendur Með aðstoð Samtaka iðnaðarins; frá frostþurrkuðum lambaskrokkunum til nýslátrunar hjá bændum sjálfum. Sigurður Gíslason skrifar: Samtök iðnaðarins hafa nú lagt lykkju á leið sina til að bjarga slát- urhúsunum í landinu, dreifingarað- ilum og öðrum milliliðum við lambakjötssölu í landinu. En full- yrða má að þessir milliliðir eru skæðustu óvinir neytenda þegar kemur að kjötsölumálum. Samtök iðnaðarins vilja skera upp herör gegn heimaslátrun bænda. Þau ætla líklega að það sé heitasta ósk neytenda að kaupa lambakjötið við okurverði úr versl- unum í stað möguleikanna á að kaupa það beint af bændum sem farga fé sínu á viðurkenndan hátt og fá kjötiðnaðarmenn á heimavöll til að ganga frá kjötinu í söluhæfum umbúðum til kaupenda. Sannleikurinn um hið dýra ís- lenska lambakjöt, sem er mjög eftir- sótt sé það á viðráðanlegu verði, hef- ur opinberast neytendum. Þeir hafa komist að raun um að hinir fjöl- mörgu milliliðir, sem eru þá líklega innan vébanda Samtaka iðnaðarins, svo óeðlilegt sem það þá væri, eru helsti þröskuldurinn í sölu á lamba- kjöti. Það er þess vegna sem kaup- endur hafa knúið á um að bændur sjái sjálfir um slátrun og meðhöndl- un á bústofni sínum sem boðinn er til sölu á margfalt hagstæðara verði en verslanir gera. í stöðunni í dag er enginn mögu- leiki á að stöðva þá þróun sem hér er rædd, hversu mjög sem Samtök iðnaðarins hóta bændum og neyt- endum. Hér er um að ræða aðferð sem er viðurkennd í flestum lönd- um Evrópu. Þar eru bændur sjálfir ábyrgir fyrir gæðum og ástandi sinnar framleiðslu. í Frakklandi, helsta sælkeralandi Evrópu, eru af- urðir bænda merktar hverju búi, ásamt slátur- óg pökkunardegi. Þróun í þessa átt verður ekki stöðvuð á íslandi fremur en annars staðar þar sem búvörur eru seldar ferskar en ekki gaddfreðnar eða frostþurrkaðar eftir mánaða- geymslu í frystiklefum með áfölln- um „geymslukostnaði" og álagningu ýmissa milliliða. Samtök iðnaðarins ættu frekar að bjóða bændum að- stoð við áframhaldandi þróun í slátrun, verkun og frágangi kjötvara á heimavelli tilbúnum til sölu. Sú samvinna myndi mæta skilningi neytenda og lækka um leið útgjöld þeirra til kaupa á frábærum íslensk- um búvörum. Tíminn snuprar samstarfsflokkinn Jón Þórðarson skrifar: Kannski er ég bara orðinn svona viðkvæmur fyrir þjóðlífinu í öllum erli þess og streitu (en ég fylgist tals- vert með því sem gerist, einkum í stjórnmálum og atvinnumálum) að ég er farinn að sjá drauga í hverju horni. En með því að lesa leiðara blaðanna og greinaskrif um þjóðmál má segja nokkuð til um veðrabrigði í íslenskum stjórnmálum og tóninn hjá hinum almenna borgara. í dagblaðinu Tímanum hafa verið nú í tvígang, tvo daga í röð, þ.e. sl. fimmtudag og föstudag, leiðarar sem glögglega bera þess merki að einhver þar á bæ er ekki yfir sig hrifinn að deila völdunum með sjálf- stæðismönnum í ríkisstjórn. Raun- ar sá ég ekki betur en þar væri ver- ið að snupra samstarfsflokk Fram- sóknar í ríkisstjórninni. I leiðaranum hinum fyrri var ver- ið að ræða ríkisfjármál og yfirlýst markmið um að minnka hallann á þeim um helming á næsta ári og ná svo jafnvægi á því þar næsta. — Þetta er ekki lítið verk og stjórnar- flokkarnir taka pólitíska áhættu með því að lýsa þessu yfir, sagði leiðarahöfundur Tímans. Og bætti svo við: ... ekki síst í ljósi þeirrar snautlegu niðurstöðu sem varð í ríkisfjármálum hjá síðustu rikis- stjórn sem þó hafði uppi fogur fyrir- heit. — Þarna er auðvitað ekki ráð- ist á neinn annan en núverandi for- sætisráðherra og fjármálaráöherra, sem voru báðir í síðustu ríkisstjórn og þeirri núverandi og í sömu emb- ættum nú. I leiöara Tímans daginn eftir bæt- ir leiðarahöfundur um betur og seg- ir málflutning forsætisráðherra út í hött þegar hann ræddi mismunun þjóðarsáttarstéttanna, eins og það var orðað. Halldór Ásgrímsson hafi hins vegar komið að kjarna málsins í sinni ræðu. - Svona nokkuð, á síð- um blaðs annars stjórnarflokksins (en Tíminn hefur ávallt verið talið flokksblað Framsóknarflokksins), lýsir óánægju og eru snuprur í garð samstarfsflokksins í ríkisstjórn. — Hvað skyldi nú vera í uppsiglingu? Zontasystur í sund í Arbænum Margrét Magnúsdóttir skrifar: Manni þykir nú skörin vera farin að færast upp í bekkinn og á skjön hjá borgaryfirvöldum þegar þau leyfa sér að loka á almenna borgara sem eiga að njóta aðgangs að opin- berum sundstöðum. Ég á við atburð-' inn þegar Zontasystur (var reyndar sagt í fréttum að þar færu framá- konur í viðskiptalífinu) leigðu sund- laugina í Árbæ til einkanota. Ég hef ekki enn heyrt um að aðrar sund- laugar borgarinnar væru til leigu fyrir sérhagsmunahópa á viðskipta- sviðinu. Jafnvel ekki til góðgerðar- mála. Ég hélt að sú borgarstjórn sem nú ræður ríkjum í borginni væri hlynntari hinni félagslegu þjónustu en svo að hún léti viðgangast að loka helstu afþreyingarmiðstöð heils bæjarhverfis eins og sundlaug- inni í Árbænum. Mér finnst að borgarfulltrúi sá sem fer með mál íþrótta og útivistar borgarinnar ætti að biðjast afsökunar á þessum mis- tökum. En mistök eru þetta, vægt til orða tekið. Sundlaugin í Árbæjarhverfi. - Vildu Zontasystur vera einar um hituna? Orð í tíma töluð Gyða Guðmundsdóttir skrifar: Ég er mjög sammála leiðara DV 2. október sl. þar sem segir að ætla mætti að Þjóðvaki nyti þess að harðar skoðanir fólks fari saman við afstöðu flokksins í atkvæðagreiðslu á Alþingi um ósvífna lagasetningu um launa- kjör þingmanna. En það var al- deilis ekki því aö eini flokkurinn sem tekur undir með fólkinu, Þjóðvaki, missir mikið fylgi í skoðanakönnunum á meðan stuðningur við stjómmálaflokka, sem stóðu að þessum illræmda verknaði, eykst. Er ekki kominn timi til að þjóðin veiti gömlu flokkunum, málssvörum há- launafólksins, meira aðhald? Greinilega er dómgreind fólks, sem svarar í skoöanakönnunum, ekki treystandi. Bókmennta- verðlaunum frestað Halldór Sigurðsson skrifar: Er bókmenntaþjóðin að úr- kynjast? Ég las frétt um aö bókaútgáfan Vaka-Helgafell hefði ákveðið að hætta við veitingu bókmennta- verðlauna Halldórs Laxness í ár! En til verðlaunanna var stofnað i samráði við fjölskyldu skálds- ins. Er hér um að ræða nokkur hundruð þúsund krónur. Ekkert af þeim tugum handrita, sem skilað var inn, verðskuldaöi verðlaun að mati dómnefndar! En hver veit hvaöa hljóð verður í strokknum hjá Vöku-Helgafelli á næsta ári eða fjölskyldu nóbelskáldsins, sem er samráðs- aðili að bókmenntaverðlaunun- um? Góður „Al- mannarómur" Ragnar skrifar: Ég þakka Stöð 2- og Stefáni Jóni Hafstein fyrir prýðilegan og fróðlegan „Almannaróm" sl. fimmtudag. Stefán Jón er orðinn einn besti ef ekki besti þátta- stjórnandi sjónvarpsstöðvanna. Skýr, röggsamur, greindur og kemur vel fyrir sig orði. Fróðlegt var að sjá og heyra hvernig fólk svaraði spurningunni um hvort það vildi meira afgerandi forseta I embætti hér en tíðkast hefur. í sjónvarpssal svöruðu flestir nei en meirihluti áhorfenda heima sögðu já. Hvað táknar þetta? Hér er bara íslenska heimóttin upp- máluð. í margmenni i sjónvarps- sal vill enginn fara út af „spor- inu“, láta það vitnast að hann vilji breytingu. Heima eru menn frjálsir, líkt og í kjörklefanum. Enginn lítur yfir öxlina. Tilmæli um sálmakennslu J.H. hringdi: Ég vildi eindregið koma þeim tilmælum á framfæri við biskup Islands að hann hvetti presta til að hefja sálmana til meiri vegs og virðingar en nú er raunin. Ein leiðin væri sú að kenna fermingarbörnum a.m.k. algeng- ustu sálmana sem hér hafa verið notaðir við guðsþjónustur. Þeir eru flestir fallegir og vel ortir. í æsku læröi ég flesta sálmana og lögin við þá. Þeir eru nú mestu uppáhaldsminningar mínar. Ekki koma allir dagar í böggli og fyrr eða síðar á lífsleiðinni verð- ur manni þessi lærdómur afar kær. Þetta er mín reynsla og margra annarra sem ég þekki. Tilboð í kindaslátrun Gunnar hringdi: Ég skora á bændur að bindast samtökum um að láta sláturhús- in gera sér tilboð um slátrun kinda sinna og sjá hvort þeir geta ekki komist að hagstæðari samningum en gerast í dag. Og öllum til hagsbóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.