Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Side 37
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 45 Metsöluhöfundurinn Michael Ridpath með bók sína Myrkraverk sem Vaka- Helgafell hefur gefiö út, fyrst foriaga heiminum utan Bretlandseyja. DV-mynd GV/ Breski metsöluhöfundurinn Michael Ridpath: Mig vantaði eitthvert nýtt tómstundagaman - segir Michael m.a. í viðtali við DV um bókina Myrkraverk „Ég veit eiginlega ekki nákvæm- lega af hverju ég byrjaöi að skrifa. Mig vantaði eitthvert nýtt og skemmtilegt tómstundagaman. Ég var farinn að finna fyrir ákveðnum leiða í vinnunni og fannst tilvalið að fara að skrifa spennusögur. Ég varð mér úti um tölvu og sá að besta notkunin með hana var að skrifa einhverjar sögur,“ sagði met- söluhöfundurinn Michael Ridpath í samtali við DV en Vaka-Helgafell hefur gefið út fyrstu bók hans, Myrkraverk (Free to Trade á frum- málinu) sem slegið hefur í gegn víða um heim. Bókina ritaði Mich- ael eftir handbók um ritlist en hann starfaði áður sem verðbréfasali í London. Nú hefur Capitol Fiims keypt kvikmyndaréttinn af bókinni fyrir litlar 100 milljónir króna. Bókaáhuginn á íslandi kom mér á óvart Bókin hefur verið gefin út í 30 löndum en hún kom fyrst út í Bret- landi fyrir jólin 1993. ísland var fyrst landa fyrir utan Bretland til að fá útgáfuréttinn og sagði Michael þá hjá Vöku-Helgafelli hafa verið furðu skjóta til en sýnt mjög fag- mannleg vinnubrögð. „Vissulega kom mér það á óvant að ísland var fyrst til að taka bók- ina. Það kom mér skemmtilega á óvart að vita hvað áhugi fyrir bók- um væri mikill á íslandi. Mér skilst að hér séu fleiri bækur lesnar á hvern ibúa en annars staðar í heim- inum.“ Söguþráður bókarinnar stendur nálægt starfi Michaels. Bókin fjallar um Paul Murrey sem er ungur verð- bréfamiðlari í kauphöllinni í London þar sem hann höndlar með milljónir punda á hverjum degi. Debbie, vinnufélagi hans, finnst drukknuð í ánni Thames og fer Paul að grafast fyrir um orsakir þessa. Fyrr en várir hefur hann dregist inn í flókinn vef blekkinga, svika og morðs. Áður en hann veit af hefur hann verið sakaður um innherjaviðskipti og að hafa myrt Debbie. í minningu eiginkonunnar Þetta hljómar spennandi og að- spurður sagði Michael að starfið sitt væri ekki svona skemmtilegt og lifandi. Hann sagði að þráðurinn hefði spunnið upp á sig og fljótlega orðið til. En þegar handritið var svo gott sem tilbúið varð Michael fyrir áfalli í einkalífinu. Kona hans, Candy, dó af barnsförum og hann ' segir litlu hafa munað að hann hætti við að gefa bókina út. En hann ákvað að klára bókina endan- lega og gefa hana út í minningu eig- inkonu sinnar. „Þetta var vissuléga erfið ákvörð- un en Candy hefði viljað að ég gerði þetta,“ sagði Michael sem á tvær dætur, Júlíu, 4 ára, og Láru, 2 ára. Hann er 33 ára gamall. Michael starfar enn þá við verð- bréfasölu, aðaliega í ráðgjöf, en bara í hlutastarfi. d,,Aö öðru leyti hef ég helgað mig ritstörfum. Ég vil verða góður spennusagnahöfundur en ég verð það ekki bara með einni bók,“ sagði Michael en hann er að ljúka við nýja bók sem á að koma út í Bret- landi eftir um það bil ár. Hún fjall- ar um mann sem stofnar tölvufyrir- tæki í kringum sýndarveruleika- tæknina. Maðurinn er myrtur og bróðir hans tekur yfir fyrirtækið. „Þama er ég að fjalla um nýjustu tæknina út frá sjónarhóli fjármála- markaðarins." Verðbréfasalar meira spenn- andi en fólk heldur - Hver eru þín skilaboð til les- enda á íslandi sem koma til með að lesa Myrkraverk? „Ef þeir skiija ekkert í fjármála- markaðnum þá ætti bókin að vera áhugaverö því hún skýrir margt. Verðbréfasalar eru meira spenn- andi en fólk heldur.“ Eins og áður kom fram er titill bókarinnar „Free to Trade" á frum- málinu en var þýddur sem „Myrkraverk" á íslensku. Við fyrstu sýn er þetta ekki nákvæm þýðing en Michael sagði að hún væri ótrúlega góð. „Orðtakið „free to trade" hefur margs konar þýðingu á ensku og hefur sérstaka merkingu í kauphall- arviðskiptum. Það kom mér ekki á óvart að bókin fengi mismunandi þýðingar á öðrum tungumálum og það hefur verið skemmtilegt að sjá útkomuna. Sumar þjóðir stela titl- um hver frá annarri. Þannig fengu Danir titilinn frá Þjóðverjum o.s.frv. Ég er mjög ánægður með ís- lensku þýðinguna." TIL SÖLU TIL SÖLU Höfum til sölu Grove RT875S. Kraninn er með 33,5 m bómu + JIBB. Eigin þyngd ca 32 tonn. Spil með háu og lágu drifi. Gott verð og mjög hagstæðir greiðsluskilmálar fyrir traustan kaupanda. Ci Allar frekari upplýsingar í síma 565-5261 Ath. Höfum einnig til sölu á sama stað BPR byggingar- krana. Krani þessi er mjög öflugur og lyftir 4 tonnum út í 50 metrum. BYGGÐAVERK HF. Reykjavíkurvegi 60 Sími 565 5261 Fax 555 4959 Gásmiðstöðvar jprumatic í stærðum: 1800 - 2400 - 2800 og 4000 W, 12 og 24 volt. Fyrir: vörubíla, vinnuvélar, báta, húsbila, hjólhýsi, sumarbústaði o.fl. «C ' Byðslugrannar á gas og rafmagn. ■ Thermostat til að halda réttu hitastigi. * Mjög örugg tæki. * Mjög hreinleg og án mengunar. ’ Mjög hljóðlátar. * V-þýsk gæðaframleiðsla í áratugi. * Einnig tilheyrandi lagningarefni, s.s. barkar, rör, beygjur, ristar o.fl. Láttu ekkí kuldann kvelja þig. BÍLARAF HF. Borgartúni 19, sími 552 4700 - fax 562 4090 TÆKNI /////////////////////////////// AUKABLAÐ UM TÆKNI Miðvikudaginn 8. nóvember mun aukablað um tækni fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt að efnisvali en í því verður fjallað um fjölmargt sem viðkemur tækni til nota á heimilum og víðar. I blaðinu verður fjallað um sjónvörp, myndbands- tæki, myndavélar, símtæki ýmiss konar, vakt- og þjófavarnakerfi, auk ýmissar hagnýtrar tækni sem nýst getur á heimili og vinnustað. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Hauks Lárusar Haukssonar, fyrir 31. október. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550 5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 2. nóvember. Ath.l Bréfasími okkar er 550 5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.