Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 Yfirlögregluþjónn RLR um gagnrýni vegna niðurstöðu dómstóls í „afamálinu“: Ávani hjá dómurum að kenna lögreglunni um „Það er orðinn ávani hjá dómur- inn, sem treysta sér ekki til að sak- fella á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja, að sletta einhverju í lög- regluna. Þetta er ekki eina málið því fyrir þessu er að skapast hefð. Dómararnir í þessu sakamáli gagn- rýndu málsmeðferðina með þeim hætti að sérfræðingur hefði ekki yf- irheyrt bamið strax. Lögreglan hefði verið sérfræðingur í þessu til- viki og tekið ítarlega skýrslu af barninu þegar í upphafi," sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá RLR, um gagnrýni sem fram hefur komið á rannsóknarað- ila í svokölluðu „afamáli" þar sem karlmaður á sjötugsaldri var sýkn- aður af ákæru um að hafa misnotað barnabarn á rúmlega þriggja ára tímabili. Hörður segir að dómararnir í afa- málinu hafi í raun komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur - en hefðu ekki getað sakfellt hann: „í dómsniðurstöðunni em dómar- amir að segja að maðurinn sé sekur en - það séu einhver smáatriði sem era löggunni eða einhveijmn öðrum að kenna en þeir treystu sér ekki til að sakfella hann. Dómurinn getur alltaf lagt fyrir aðila að afla frekari gagna og skýra málið ef það er van- reifað. Hann verður því að komast að niðiu-stöðu og standa við hana. Ef hann sýknar vegna sönnunarskorts þarf ekki að kenna öðram um það.“ Hvað varðar fulltrúa lögreglunn- ar sem ekki hefði munað gjörla eftir skýrslutöku vegna barnsins fyrir rúmum tveimur árum sagði Hörður: „Hvað átti hann að muna? Hann gerði skýrslu og staðfesti fyrir dómi að hann hefði tekið hana og skýrsl- an lá fyrir hjá dóminum." Aðspurður um gagnrýni dómar- anna um að myndbandsupptaka í fyrsta viðtali hjá sérfræðingi hefði átt að liggja fyrir sagði Hörður: „Vissulega er ýmislegt í okkar starfsreglum sem hefur verið endur- nýjað. Alltaf þar sem böm koma nærri er leitað til barnaverndaryfir- valda og fulltrúi þaðan hefúr verið viðstaddur. Um þetta gildir góð sam- vinna. Einnig hefúr tíðkast að taka upp myndband til að þurfa ekki að láta böm endurtaka frásagnir sínar fyrir dómi. Það er hins vegar engin afsökun fyrir dóminn að mynd- bandsupptaka sé ekki til. Stúlkan kom fyrir dóminn og lögregluskýrsl- an hennar lá fyrir. Það er ekki hægt að sýkna án þess að þurfa alltaf að vera að hnýta einhverju í rannsókn- araðila.“ -Ótt Eignatjón í óveðrinu í síðustu viku - í milljónum króna - Óveðrið í síðustu viku: Eignatjónið talið nema um milljarði Lána bát til sýna- töku hafsbotni við Eyjar Ómar Garðarss, DV, Vestmannaeyjum: Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja hefur hlaupið imdir bagga með Rannsóknasetrinu hér við sýnatöku á hafsbotni og lána útvegsmenn einn bát í hverjum mánuði til verksins. Páll Marvin Jónsson, for- stöðumaður setursins, segir að upphafið megi rekja til þess að setrið fékk styrk úr Lýðveldis- sjóði til sýnatakna á hafsbotni kringum Eyjar sem eiga að standa í eitt ár. „Ætlunin er að rannsaka vöxt og tímgun botndýra og samband þeirra við framleiðni í yfirborði sjávar," sagði Páll í samtali við DV. Tók mestan tíma að finna réttu staðina Rannsóknabáturinn Friðrik Jesson reyndist of lítill fyrir sum sýnatökutækin. Þess vegna hófu útvegsbændur samstarf við Rannsóknasetrið. „Þeir lána einn bát í hverjum mánuði til að afla sýna. Magnús Kristinsson, formaður Útvegs- bændafélagsins, reið á vaðið og lánaði Smáey VE í fyrsta leið- angurinn sem var í október. Hver leiðangur stendur í hálfan til einn dag og era sýni tekin allt í kringum Eyjar. Ég er mjög ánægður með þetta samstarf og fyrsti leiöangurinn heppnaðist mjög vel. Mestan tíma tók að Ljóst er að norðanáhlaupið í síð- ustu viku eyðilagði eignir viðs veg- ar um landið fyrir hátt í milljarð króna. Upphæðin er fjórum sinnum hærri en framlög ríkisins til Veður- stofu íslands og samsvarar verðgildi meðalstórs frystitogara. Eyðilegg- ingin samsvarar því að nánast öll framleiðsla þjóðarinnar á einum degi hafi fokið út í buskann. Eignatjónið varð að stærstum hluta á Vestfjörðum. Á Flateyri hafa menn áætlað tjón á húsum, bílum og öðrum eignum á hátt í 300 millj- ónir. Á vegum Viðlagatryggingar er nú unnið að fullnaðarmati en ekki liggm- fyrir hvenær því verður lok- ið. Á ísafirði skemmdust hús sorp- brennslunnar Funa og Steiniðjunn- ar og era bæði tjónin talin nema tugum milljóna króna. Dreifikerfi rafmagnsveitna varð illa úti í óveðrinu, einkum á Norð- urlandi og Vestfjörðum og er tjón þeirra metið á 380 milljónir króna. Þá urðu hafnarmannvirki einnig fyrir barðinu á veðurofsanum. Alls hafa skemmdir greinst á 15 höfnum um landið, allt frá Reykjanesi og norður um land að Vopnafirði. Sam- tals er tjónið á höfnunum metið á um 100 milljónir króna. Víða mn landið urðu bændur fyr- ir miklum skakkaföllum vegna óvæntrar snjókomu og hríðarbyls í síðustu viku. Talið er að vel á ann- aö þúsund kindur hafi drepist vegna þessa og Qöldi hrossa að auki. Tjón- ið er talið nema um 20 milljónum króna. Auk þessa má áætla að eignir fyr- ir tugi milljóna króna hafi eyðilagst eða skemmst i óveðrinu. Margir bif- reiðaeigendur og húseigendur urðu fyrir tjóni vegna fokskemmda og í höfnum urðu skemmdir á bátum. Þá eru dæmi um að vegir hafi skemmst. . -kaa Menntaskólaball: Flaska í gegn- um rúðu Róbert Schmidt, DV, Suðnreyri: Dyravörður á menntaskóla- dansleik slapp með skrekkinn er áfengisflösku var kastað af miklu afli í gegnum stóra rúðu á félagsheimili staðarins eftir dansleikinn. Glerbrotiun rigndi yfir salinn og hafnaði flaskan við fætur dyravarðarins óbrotin þar sem hann var að sópa gólf. Flaskan var hálliúll af áfengi og mynd- aði hún lítið gat á stóra rúðu með tvöföldu gleri. Þeim sem kastaði flöskunni hafði verið vísað á dyr í lok dansleiksins vegna óláta. Vitni sáu til mannsins og var lögreglu gert viðvart. Óhætt er að segja að hálfgerð skálmöld hafi rikt þetta kvöld á Suður- eyri. Mikil ólæti fylgdu sam- komu menntskælinga, líkamsá- rásir, innbrot og þjófnaður. Lést af brunasárum Maöur á miðjum aldri lést í fyrrinótt á Borgarspítalanum Eif brunasárum sem hann hlaut daginn áður á Sauðárkróki. Kom eldur upp í íbúð mannsins og hlaut hann banvæn bruna- sár. Ekki urðu umtalsverðar skemmdir á íbúðinni. -GK SúgandaQörður: Refur á flótta undan flóð- bylgju Róbert Schmidt, DV, Suðureyri: Skömmu eftir flóðbylgjuna, sem skall á land eftir snjóflóð sem olli henni hér á Suðureyri í siðustu viku, sást refúr á vappi í miðju þorpi. Mætti hann fólki sem var á ferð í ófærðinni og var hinn spakasti. Talið er að refurinn hafi flú- ið veðurofsann niður á láglendi en orðið síðan skelfdur mjög eftir flóðbylgjuna sem fór langt upp á land. Náði rebbi að kom- ast í fiskúrgang og át sig sadd- ann. Enginn skipti sér af refn- um enda í önnur hom að líta. Fékk hann því óáreittur að heilsa þorpinu og íbúum þess þennan mannskæða dag, sem seint líður mönnum úr minni. Launanefndin er retti vettvangurinn - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „Við eigum von á viðræðum við verkalýðshreyfinguna á vettvangi launanefndar og erum að sjálfsögðu tilbúnir til þess. En það er ekki um neitt annað form á viðræðum að ræða,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, að- spurður hvort vinnuveitendur séu tUbúnir tU viðræðna við verkalýðs- hreyfinguna um gildandi kjara- samninga. Hann var þá spurður hvort VSÍ væri ekki tUbúið tU að ganga tU venjulegra kjarasamningaviðræða með það fyrir augum að taka gUd- andi kjarasamninga upp. „Nei, við komum ekki tU með að líta þannig á að kjarasamningar séu lausir til almennrar endurskoðunar. Við ætlum ekki að fara að efna hér tU viðræðna við á mUli 200 og 300 verkalýðsfélög í landinu. Það er ekk- ert inni í myndinni," sagði Þórarinn. Hann benti á að innan skamms, sennUega i næstu viku, kæmi launa- nefndin saman í fyrsta sinn, tU að meta ástand og horfur eftir gerð fe- brúarsamninganna. Hann sagðist hafa tekið eftir því að forseti ASÍ hefði talað um að auka kaupmátt og nefiidi í þvi sambandi matvæli. Þar ættu ASI og VSÍ fullkomlega sam- leið og sameiginlegt markmið í því að vUja fá fram breytingar í þeim efnum. „Þess vegna á ég von á því að við förum í mjög nákvæmar og upp- byggilegar viðræður á vettvangi launanefndarinnar. Hvort þar verði kaUaðir tU einhverjir fleiri menn er bara svona eins og gengur. En vett- vangur viðræðna VSÍ og ASÍ nú er launanefndin enda er það innan hennar sem við eigum samnings- bundin samskipti. -S.dór Opel , vinsælasti bfll Evrópu WT v*r OPEL Opel mest seldi bíll Evrópu 5 ár í röö .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.