Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 5
LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1995
Súgandafjöröur:
Þorskeldið fór
í flóðbylgjunni
Róbert Schmidt, DV, Suðureyri:
„Ætli ég reyni ekki aftur næsta
vor - þ'etta fór allt forgörðum í flóð-
bylgjunni," sagði Jens D. Holm,
áhugamaður um fiskeldi, sem var
fyrir talsverðu tjóni þegar fiskeldis-
kví eyðilagðist í Suðureyrarlóni.
Það var í síðustu viku þegar flóð-
bylgja gekk þar á land.
Jens hafði veitt um 1000 fiska og
sett í lónið, mest þorsk í eldiskvína.
„Ég sá að mávar voru að narta i
dauðan fisk skpmmu eftir flóðbylgj-
una og þá vissi ég að þetta var allt
farið.“ Mikil vinna liggur að baki
fiskeldinu en Jens hyggst þó reyna
aftur næsta vor. Honum gekk vel að
fóðra fiskana í sumar. Þeir tóku allt
sem gafst hverju sinni af mikilli
græðgi.
mið af Þorgeirsmálinu
- staðfesting á að trúnaðar sé gætt við heimildarmenn, segir Þorgeir
Leikfélag Reykjavíkur:
Ágóði til
Flateyringa
Leikfélag Reykjavíkur hefur
ákveðið að ágóði af sýningu á verk-
inu Degi á Litla sviði Borgarleik-
hússins annað kvöid renni til Flat-
eyringa sem átt hafa um sárt að
binda eftir harmleikinn. Dagur, sem
er eftir Heienu Jónsdóttur, var
frumsýnt sl. fimmtudagskvöld við
góðar undirtektir.
Sýningin annað kvöld hefst kl.
20.30 en áhorfendur eru góðfúslega
beðnir að koma ekki síðar en kl. 20.
Forráðamenn Leikhússins vonast til
að húsfyllir verði á sýningunni.
Fullt hús gæti þýtt 200-300 þúsund
krónur í ágóða til Flateyringa. -bjb
\
hefur útvíkkað réttindi blaða-
manna,“ sagði Þorgeir. „Ég virðist
hafa náð þeim áfanga að fá staðfest
það ákvæði í siðareglum blaðamana
að þeir gæti trúnaðar við heimildar-
menn sína og að maður megi nota
almenningsálit og sögusagnir. Þetta
basl mitt við dómstólana á sinum
tíma hér á landi hefur borið árang-
ur sem hefur komið öðrum að gagni.
í mínu máli var ég dæmdur fyrir
brot á 108. greininni sálugu en mál
mitt hefur leitt til fjögurra hluta.
108. greinin var afnumin, ný lög
Siðanefnd blaðamanna í Suður-
Afríku tók mið af dómi mannrétt-
indadómstóls Evrópu í máli Þor-
geirs Þorgeirsonar rithöfundar þeg-
ar 25 kærur bárust frá hemaðaryfir-
völdum á hendur rannsóknarblaða-
mönnum vikuritsins Weekend Star
fyrir meiðyrði. Þorgeir sagði í sam-
tali við DV að hann gleddist yfir því
að áralangur málarekstur hans
hefði ekki aðeins borið árangur hér
á landi og víðar í Evrópu heldur
einnig í öðrum heimsálfum.
Málið er þannig vaxið að árið
1987 fórst Boeing 747 breiðþota með
159 manns innanborðs en enginn
komst af. Rannsóknamefnd komst
að þeirri niðurstöðu að líklegt væri
að kviknað hefði í farmi sem stóð á
vörubrettum, eldur breiðst út og síð-
an leitt til þess að vélin hrapaði í
sjóinn - hins vegar væri engu hægt
að slá föstu um kvað beinlínis olli
íkveikjunni. Rannsókríarblaðamenn
Weekend Star tóku málið upp í 32
greinum í nokkrum tölublöðum
seint á síðasta ári og héldu því m.a.
fram að eldsneyti til hernaðarnotk-
unar hefði valdið íkveikjunni. Þar
studdust þeir við nafnlausa heimild-
armenn sem þeir neituðu síðan að
segja til.
Þegar málið kom til úrlausnar
siðanefndarinnar hafði hún hliðsjón
af máli Þorgeirs Þorgeirsonar sem
fór fyrir mannréttindadómstól Evr-
ópu og sýknaði blaðamenn Weekend
Star. Þorgeir var á sínum tíma
dæmdur hér á landi fyrir brot á
hegningarlagagrein um meiðyrði
gagnvart opinberum starfsmönnum
með því að rita tvær greinar í Morg-
unbláðið þar sem hann hélt fram of-
beldi af hálfu lögreglumanna. Hann
neitaði ávallt að gefa upp heimildar-
menn og var því dæmdur en mann-
réttindadómstóllinn hnekkti niður-
stöðu íslenskra dómstóla.
DV hefur undir höndum grein
sem Kobus van Rooyen í Pretóríu-
háskóla skrifaði um málið:
„Það er afskaplega ánægjulegt að
mat höfundarins er að dómur minn
hafa verið sett um meðferð opin-
berra mála og mannréttindasáttmáli
Evrópu var lögtekin á íslandi. Það
er síðan enn ánægjulegra að mann-
réttindadómstóll Evrópudómstóll-
inn skuli hafi áhrif utan Evrópu,"
sagði Þorgeir Þorgeirson. -Ótt
Einkabankinn
er öflugasta leiðin
til þess að
veravelheima
í fjármálum
Einkabankinn - bein tenging milli tölvunnar þinnar
og bankans gerir þér kleift ad nýta tölvuna enn
betur fyrir fjármálin - hvar sem þú ert.
Meiri möguleikar og einföldun aðgerða s.s.
•yfirsýn yfir allar aógerðir í valmynd
• hægt er að greiða alla reikninga í einni aðgerð.
Þú getur tengst Einkabankanum með disklingi
í PC eða Macintosh einkatölvu hvar sem
er og fengið aðgang að margþættri þjónustu
Landsbankans hvenær sem er sólarhringsins.
EINK
0BANKI
a I Itaf ve I h é i m a
Hringdu eða komdu og fáðu upplýsingar um
yfirburði Einkabankans.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Heimasíða: http://www.centfum.is/lbank/
Rannsóknarblaðamenn Weekend Star kærðir fyrir meiðyrði í blaðagreinun:
Siðanefnd í S-Afríku tók