Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Page 26
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 tónlist Topplag Gangsta’s Paradise ætlar aö verða þaulsetið á toppi ís- lenska listans, er nú þriðju vikuna í röð í toppsætinu. Það er hljómsveitin Coolio sem á heiðurinn af laginu og það kemur fyrir í nýrri kvikmynd, Dangerous Minds, sem vænt- anleg er í Sambíóin með Michelle Pfeiffer í aðalhlut- verkinu. Hástökkið Hinn lífseigi breski rokkari, Elton John, á hástökk vikunn- ar aö þessu sinni með lag sitt Blessed. Það lag kom inn í 36. sætið á fyrstu viku sinni á lista en stekkur upp í það átjánda í þessari Viku. Hæsta nýja lagið Táknið, eða „Symbol" eins og sá kallar sig nú, sem flestir þekkja betur undir nafninu Prince, á hæsta nýja lag vik- unnar að þessu sinni. Það er lagið Eye to You sem kemur beint inn í 19. sætið á sinni fyrstu viku. vottur við Rory Borgaryfirvöld í París hafa óvænt vottað minningu írska gítarleikarans Rorys Gallag- hers, sem lést í júní síðastliðn- um eftir misheppnaöa lifrar- ígræðslu, virðingu sína með því að nefna götu í einni af út- borgum Parísar eftir honum. Gatan var nefnd Avenue Rory Gallagher við sérstaka athöfn sem fór fram í gær, 3. nóvem- ber, að viðstöddum borgar- stjóra Parísarborgar. Barist við bootleggjarana Bootleggjarar í Bretlandi mega búast við erfiðum dögum héðan í frá því breska lögregl- an hefur nýverið byrjað að framfylgja lögum sem banna almennar upptökur á tónleik- um. Fyrir skemmstu gerði lög- reglan rassiu á þekktum mark- aði þar sem bootleg plötur hafa fengist og lagði hald á mikið magn ólöglegra upptaka. Tals- menn bootieggjaranna eru rasandi yfir þessu og segja að bootleg plötur séu einfaldlega svar við ákveðinni eftirspurn og þar að auki sé verð á venju- legum plötum út úr öllu korti og nauðsynlegt að bjóða upp á ódýrari plötur. ••• 3. VIKA NR. f G> 1 1 7 GANGSTA'S PARADISE COOLIO CD 4 4 4 WISH YOU WHERE HERE REDNEX O. 3 — 2 HEAVEN FOR EVERYONE QUEEN C4) 8 - 2 WONDERWALL OASIS (.5) 6 21 3 BÖMPAÐU BABY BÖMPAÐU FJALLKONAN O) 12 - 2 FUNKY TOWN HUNANGI 7 5 3 5 KNOW JET BLACKJOE 8 2 2 5 STAYING ALIVE N-TRANCE a 14 15 5 TIME SUPERGRASS © 18 - 2 SPACE COWBOY JAMIROQUAI CÍD 28 32 3 BOOMBASTIC SHAGGY 12 9 17 5 ANOTHER CUP OF COFFEE MIKE & THE MECHANICS 13 11 12 4 SUNSHINE AFTER THE RAIN BERRY (3) 27 - 2 CARNIVAL CARDIGANS 15 10 9 3 A KIND OF A CHRISTMAS CARD MORTEN HARKETT (Í6j 25 39 3 WE GOT IT GOIN'ON BACKSTREET BOYS 17 7 6 5 DUB-I-DUB ME&MY - HÁSTÖKK VIKUNNAK ••• GD 36 - 2 BLESED ELTON JOHN -NÝTTÁUSTA - <3D 1 EYE TO YOU SYMBOL (2fi) 26 - 2 DESTINATION ESCHATON SHAMEN (21 37 _ 2 TIL HEAR IT FROM YOU GIN BLOSSOMS 22 13 5 11 COUNTRY HOUSE BLUR 23 19 14 7 (I WANNA TAKE) FOREVER TONIGHT PETER CETERA <S) 24 25 3 l'D LIEFORYOU MEATLÐAF 25 35 _ 2 SEXUAL HEALING MAX-A-MILLION 26 32 40 3 JUST RADIOHEAD (27) 39 - 2 ONE SWEET DAY MARIAH CAREY 28 17 13 9 FAIRGROUND SIMPLY RED 29 15 11 5 YOU OUGHTA KNOW ALANIS MORISETTE IHÍ3 NÝTT 1 REMEMBERING THE FIRST TIME SIMPLY RED 31 31 30 5 LIKE LOVERS DO LLOYD COLE 32 16 7 9 POUR QUE TU M'AIMES ENCORE CELINE DION 33 NÝTT 1 PARTY UP THE WORLD D. REAM 34 20 8 12 ONLY WANNA BE WITH YOU HOOTIE & THE BLOWFISH (35) NÝTT 1 WHEN LOVE & HATE COLLIDE DEF LEPPARD 36 > NÝTT 1 LUCKYLOVE ACE OF BASE 37 19 | 8 FANTASY MARIAH CAREY 38 R1 1 LÆKNIRINN OG ÉG SNIGLABANDIÐ 39 1 EVERYBODY KNOWS DON HENLEY 40 22 I 10 I 9 ISOBEL BJÖRK ' 1 i I . \ Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Co/a á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DV í hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum í sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt í vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson Bobby lagður inn Bobby kallinn Brown hefur nú verið lagður inn á Betty Ford meðferðarstofnunina vestur í Bandaríkjunum en hann hrökk endanlega af hjör- unum eftir að hann lenti í skotárás fyrir skemmstu þar sem mágur hans lét lífið. Oft hafði Bobby látið gamminn geisa en víst aldrei sem fyrr eftir þetta og herma fregnir að hann hafi leikið sér að því að hesthúsa eina og hálfa flösku af konna á dag og skolað hon- um niður með tuttugu bjórum eða svo. Ofan í þetta allt sam- an var hann svo á kafi í kóka- íni og öðrum ólifnaði. Oasis án bassaleikara áný Bassaleikarinn Scott McLeod, sem gekk til liðs við Oasis fyrir nokkrum vikum þegar Paul McGuigan gafst upp vegna ofreytu, yfirgaf hljómsveitina fyrirvaralaust á dögunum í miðri tónleika- ferð um Bandaríkin. Hann hefur engar skýringar gefið á brotthvarfi sínu en þó er víst að hann hefur endanlega sagt skilið við sveitina. For- sprakkar Oasis, þeir Gallag- her bræður, brugðust ókvæða viö er þeir fengu fregnir af þessu enda varð sveitin að af- lýsa restinni af tónleikaferð- inni sem er sú fyrsta sem hún fer um Ameríku. Ekki er vit- að hver verður næsti bassa- leikari Oasis en staðan er sem sagt laus tO umsóknar. Plötu- fréttir Alice In Chains verður með í plötuslagnum fyrir jólin. Platan hefur ekki fengið nafn ennþá en hún er að mestu til- búin og væntanleg á markað- inn á næstu vikum. Suede er búin að koma sér fyrir í hljóð- veri til að huga að nýrri plötu en ekki er búist við að hún líti dagsins ljós fyrr en sól fer að hækka á lofti næsta vor. Og rappliðið bíður spennt í start- holunum þessa dagana því nýja platan Temples of Boom með Cypress Hill er væntan- leg í verslanir hvað úr hveiju. - SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.