Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Qupperneq 30
38
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 DV
Undraefnið melatónín setur allt á annan endann í Banldaríkjúnum:
Heilsubuðirnar
ekki eftirspurninni
eftir efninu
- bætir svefninn og hægir á öldrun, segja sanntrúaðir
„Þetta er eins og bylting. Fólk er
alveg brjálað í þetta efni.“
Efnið sem hún Margarita
Dubocovich, sérfræðingur í lyfjum
fyrir miðtaugakerfið við Northwest-
ern-háskólann í Bandaríkjunum, er
að tala um er melatónín, nýjasta
æðið í heilsubúðum vestanhafs.
Ekki er lengra en þrír mánuður
síðan að melatónín var á fárra vör-
um, svo fárra að aðeins seldust
nokkrar flöskur af því á viku í
heilsubúðum í Bandaríkjunum. Það
breyttist þó allt í ágúst þegar fjöldi
bóka kom út um þetta undraefni og
fjölmiðlar fóru að veita því verulega
athygli. Það var eins og við mann-
inn mælt, eftirspurnin jókst svo gíf-
urlega að verslanirnar höfðu varla
undan að fylla upp i hillurnar hjá
sér. Ein verslunin seldi meira að
segja fjögur þúsund flöskur af mela-
tóníntöflum á dag, aðeins hálfum
mánuði eftir að þær komu fyrst í
hillur hennar.
Framleitt
af heilakönglinum
En hvað er svo þetta efni, þetta
melatónin? Jú, það er náttúrulegt
hormón sem líkaminn framleiðir
sjálfur. Efnið kemur úr heila-
könglinum, sem er á stærð við baun
og er í miðjum heiianum á okkur.
Heilaköngullinn framleiðir mest
af melatóníni á nóttunni, eða tíu
sinnum meira en á daginn, einmitt
á þeim tíma þegar við erum hvað
þreyttust, þegar efnaskiptin eru í
lágmarki og langanir okkar liggja í
dvala. Hormónið hjálpar okkur tii
að stilla okkur inn á sólarganginn
og árstíðaskiptin.
Rannsóknir benda til að
melatónín í litlum skömmtum geti
flýtt fyrir svefni og dregið úr áhrif-
um svokallaðrar flugþreytu. Heims-
hornaflakkarar voru líka meðal
þeirra fyrstu til aö uppgötva efnið.
Heilaköngullinn framleiðir mikið
af melatóníni þegar fólk er á barns-
aldri en strax við kynþroskann
minnkar framleiðslan og heldur
áfram að dala eftir því sem aldurinn
færist yfir.
100 ára og
enn í fullu fjöri
Melatóníni er þó eignað ýmislegt
fleira en að gera þeim sem það tek-
ur auðveldara um svefn. Margir
halda þvi fram að efnið tefji fyrir
öldrun líkamans, styrki ónæmis-
kerfið, komi í veg fyrir krabbamein
og hjarta- og kransæðasjúkdóma,
svo eitthvað sé nefnt.
í nýrri bók, Melatónínkraftaverk-
inu, eftir tvo bandaríska vísinda-
menn, þá Walter Pierpaoli og Will-
iam Regelson, er því haldið fram að
melatónín viðhaldi æskunni lengur
en ella hefði verið. Máli sinu til
sönnunar, segja vísindamennirnir
frá tilraunum sem þeir gerðu með
mýs. Pierpaoli tók tíu ungar mýs og
tíu eldri og skipti um heilaköngla í
þeim. Ungu mýsnar fengu heila-
köngla þeirra eldri og öfugt. Árang-
urinn varð sá að ungu mýsnar
hrömuðu hratt og þar kom að þær
drápust langt fyrir aldur fram. Ann-
að var uppi á teningnum með þær
gömlu. Þær lifðu mun lengur en
eðlilegt mátti teljast, eða um þrjátíu
prósent lengur. Ef mælt er í mann-
árum, dóu ungu mýsnar um fímm-
tugt en þær gömlu voru enn i fullu
fjöri þar til þær urðu hundrað ára.
Nýlegar rannsóknir sýna að við-
bótarmagn af melatónini geti eflt
ónæmiskerfið. Hormónið er sagt
koma í veg fyrir að frumur skiptist,
tefja fyrir vexti krabbameinsæxla,
ásamt því að koma í veg fyrir t.d.
starblindu.
Vernd gegn sindurefnum
Enn mikilvægari kann þó að
reynast nýfengin vitneskja um að
melatónín geti vemdað okkur gegn
skaðsemi svokallaðra sindurefna,
sem talin eru gegna iykilhlutverki í
þvi að við eldumst. Þau leiða til þess
að fitan í vefjum líkamans oxíder-
ast, þránar og ræðst í versta falli á
fituefnin í frumuhimnum okkar.
Líkaminn framleiðir alla jafnan
ensím sem koma í veg fyrir
skemmdarverk sindurefnanna. C-
og E-vítamín og betakarótín veita
einnig aukna vernd. En þessi andox-
unarefni virka bara á ákveðna hluta
ákveðinna frumna. Aftur á móti hef-
ur melatónín áhrif á allar frumur í
líkamanum, þar á meðal á frumur í
heilanum.
Þess verður enn langt að bíða
áður en vitneskja fæst um hvort
mannfólkið muni bregðast jafn
sterkt við melatóníni og mýsnar
hans Pierpaolis. Hitt er þó Ijóst að
efnið getur framkaliað svefn, eins og
rannsóknir vísindamanna hafa sýnt
fram á. Þar hefur komið í ljós að
jafnvel skammtur upp á tíunda
hluta úr millígrammi auðveldar
fólki að sofna, hver svo sem tími sól-
arhringsins er.
Dásamað á Internetinu
Og það er einmitt vegna betri
hvíldar sem melatónínið veitir sem
Bandaríkjamenn gleypa efnið eins
og þeim væri borgað fyrir. Meira að
segja Intemetið fær ekki frið fyrir
melatónínaðdáendum. í umræðu-
hópum á Internetinu þar sem fjallað
er um óhefðbundnar lækningaað-
ferðir, keppast áttatíu prósent
Heilsuvöruverslanir í Bandaríkjunum sjá ástæðu til þess að auglýsa sérstaklega að þær selji melatónín, undraefnið
sem fer eins og eldur í sinu um landið. Mynd þessi er frá Chicago.
þeirra, sem eitthvað hafa til mál-
anna að leggja, við að dásama eigin-
leika melatóníns, menn sofa betur
og eru uppfullir af orku.
Ekki eru þó allir himinlifandi
íneð töfraefnið. Samkvæmt könnun
bandaríska læknisins Rays Sahel-
ians, sem hefur skrifað bók um
melatónín, segja tíu prósent notenda
að efnið hafi engin áhrif á þá og
önnur tíu prósent segja frá slæmum
aukaverkunum á borð við martrað-
ir, væga depurð og skerta^ngetu.
Margir hafa áhrif af lángtímaá-
hrifum melatóníns á líkamánn. Eins
og stendur vita vísindamenn harla
lítið, ef nokkuð, hver þau gætu orð-
ið. „Jafnvel eitt millígramm, sem er
minnsti fáanlegi skammturinn úti í
búð, er að minnsta kosti þrisvar
sinnum meira en eðlilegt magn í lík-
amanurn," segir Margarita
Dubocovich, sérfræðingurinn í lyfj-
um sem verka á miðtaugakerfið.
„Þarf líkaminn á svona miklu af
melatóníni að halda? Það er kannski
ástæða fyrir því að fullorðið fólk
framleiðir minna magn.“
Fæst ekki á Islandi
Annað áhyggjuefni vestra eru
gæði melatónínsins sem er á mark-
aðinum. Efnið er ekki undir eftirliti
matvæla- og lyíjastofnunarinnar
(FDA) og því veit enginn í raun
hvað hann er að kaupa. Hann verð-
ur bara að trúa því sem stendur á'
umbúðunum.
íslendingar þurfa þó ekki að hafa
áhyggjur af því, að minnsta kosti
ekki á meðan þeir halda sig á sker-
inu. Melatónín er nefnilegá ekki fá-
anlegt í heilsubúðum hér á landi og
verður ekki, að minnsta kosti ekki á
næstunni. Eftirspurnin er þó mikil,
það vantar ekki. Ástæðan er einfald-
lega sú að lyfjanefnd ríkisins hefur
flokkað efnið sem lyf og það er því
eingöngu flutt inn samkvæmt und-
anþágum sem læknar hafa fengið.
Hvort svo verður um ókomna tíð er
ekki gott að segja. Niðurstöður
rannsókna á eðli og áhrifum
melatóninsins gætu breytt ein-
hverju þar um. Á meðan svo er
verða menn bara að gleypa það í
Ameríku eða annars staðar þar sem
það fæst.
Byggt á Newsweek og TT