Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Page 35
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995
43
j Erlingur Sigurðsson, lektor í íslensku við Háskólann í Helsinki:
Ahugi á norrænu hefur
haldist þrátt fyrir ESB
Erlingur Sigurðsson er lektor f Helsinki við Nordicu, norrænan hluta Háskólans í Helsinki. Erlingur segir að íslenska
sé orðin að skyldufagi fyrir þá sem læra sænsku við skólann og að nemendur geti tekið allt að fjögur námskeið í ís-
lensku. DV-mynd GHS
„Stjórnmálamenn og ráðamenn
þjóðarinnar vUja greinUega leggja
jafnmikla áherslu á samstarfið inn-
an Norðurlanda og Evrópusamstarf-
ið en auðvitað á sér stað þróun í
þessu eins og öðru. Áhugi á sam-
starfi við baltnesku löndin er mikiU,
ekki bara hjá stjómmálamönnum
heldur líka á grasrótarstigi, hjá fólk-
inu í landinu. Vinabæjasamstarf
hefur aukist gríðarlega, sérstaklega
við Eistland, og nú em aUs staðar
sumarhátíðir með gestrnn frá Eist-
landi,“ segir Erlingur Sigurðsson,
lektor í íslensku við Háskólann .í
Helsinki.
Erlingur kennir nútímaíslensku,
málfræði og bókmenntir í Nordica,
norrænum hluta Háskólans í Hels-
inki, og hefur gert það vel á annan
áratug. Hann gjörþekkir finnskt
þjóðfélag, er kvæntur og á sína fjöl-
skyldu í Finnlandi og hefur fylgst
vel með þróun mála, bæði áhugan-
um á norrænum tungumálum og
fræðum undanfarin ár og þjóðfélags-
þróun í landinu. Á undanfömum
árum hafa aðstæður i Sovétríkjun-
um fyrrverandi, Rússlandi og balt-
nesku löndunum, gjörbreyst og það
hefur haft sín áhrif í Finnlandi.
Lenda í
ævintýrum
„Eftir rammasamningana sem
vom í gildi við Sovétríkin hér áður
fyrr skulda Rússar Finnum tugmillj-
arða króna en finnska ríkið tryggði
greiðslur til fyrirtækja innanlands.
Nú geta smáfyrirtækin ekki lengur
treyst á ríkisábyrgðina og era því
að reyna að komast inn á markað-
inn í austri á eigin ábyrgð. Þau
þurfa að fást við rússnesku mafiuna
og lenda í ýmsum ævintýrum. Áður
en Finnar samþykktu að ganga í
Evrópusambandið var sagt að gamla
hræðslan við Rússa gerði Finna
ákafari til inngöngu í ESB en hinar
Norðurlandaþjóðirnar,“ segir Er-
lingur.
Samstarf Finna og viðskipti við
baltnesku þjóðirnar nýfrjálsu hafa
alltaf verið talsverð en auðvitað
hafa þau aukist feikilega undanfar-
in ár, sérstaklega við bræðraþjóðina
í Eistlandi, en eistneska og fmnska
eru náskyld tungumál. Erlingur seg-
ir að mikil vakning sé í samstarfi
þjóðanna, Eistar komi með leiklist
og aðra menningarstarfsemi til
Finnlands og setji upp sölutjöld í
bæjum út um allt land. Ferðalög
Finna yflr landamærin í austri hafi
líka aukist umtalsvert, sérstaklega
vegna tollfrelsisins.
Bjórsala
minnkar
„Ferðamannastraumurinn er svo
mikill að nú orðið fara fleiri til Eist-
lands en Stokkhólms enda tekur það
aðeins hálfa aðra klukkustund að
fara yfir Kirjálabotn með ferju.
Finnskar og eistneskar vörur eru
tollfrjálsar þó aðeins sé stoppað
nokkrar klukkustundir hinum meg-
in við landamærin og hægt er að fá
ódýran bjór, smjör og annan varn-
ing meðan á ferðalaginu stendur.
Finnar fara í innkaupaferðir yfir
landamærin. Það er ekkert óalgengt
að þeir fari fjórum til fimm sinnum
ári,“ segir Erlingur.
Finnar reka áfengisverslun í eigu
ríkisins, ALKO, svipað og íslending-
ar. Áfengissala í Finnlandi hefur
minnkað um 4-5 prósent að undan-
förnu og er fyrirhugað að segja upp
starfsfólki vegna þessa. Skýringin á
þessum samdrætti er þó ekki minni
áfengisneysla heldur hafa innkaupa-
ferðimar þar mest að segja. Bjór og
áfengi er framleilt í Norður-Finn-
landi og flutt yfir landamærin þar
sem Finnar kaupa ódýrt. Ýmsir hafa
orðið tO að gagnrýna þetta og benda
á að þjóðin sé að grafa undan sjálfri
sér með þessum innkaupaleiðöngr-
um.
Taka á móti
innflytjendum
Rússneskur og eistneskur minni-
hlutahópur hafa alltaf verið í Finn-
landi enda er þar rekinn rússneskur
skóli og leikskóli. Finnar hafa tekið
vel á móti innflytjendum frá Rúss-
landi og baltnesku ríkjunum undan-
farin ár, sérstaklega minnihlutahóp-
um af finnskum ættum, sem hafa
búið við landamæri Rússlands og
Finnlands. Tekið er á móti þessu
fólki eins og Finnum sem hafa verið
lengi fjarri heimalandinu og það
hefur fengið sömu þjóðfélagsréttindi
og Finnar. Áhuginn á Rússlandi og
rússnesku hefur samtímis minnkað.
Erlingur segir að aðsókn nem-
enda í rússnesku innan skólakerfis-
ins hafi minnkað að undanfömu því
að nemendur vilji miklu frekar læra
norðurlandamálin, þýsku og
frönsku en rússnesku. Aðsókn í
slavnesku deildina í háskólanum
hafi líka breyst. Nú setjist menn þar
á skólabekk af menningar- og tungu-
málaáhuganum einum Scunan, ekk- >
ert endilega sendir af fyrirtækjum í
viðskiptum við austrið eða reknir
áfram af hugmyndafræðilegum
ástæðum.
Islenskunám
er skyldufag
Kennsla í íslensku við norrænu
deildina í Háskólanum í Helsinki
hefur alltaf verið mjög öflug. Þegar
Erlingur kom fyrst til Finnlands
kenndi hann skyldunámskeið í ís-
lenskum fombókmenntum. íslenska
varð síðan valgrein fyrir þá sem
höfðu sænsku að móðurmáli. Nú
taká allir nemendur í sænsku, hvort
sem þeir eru fínnsku- eða sænsku-
mælandi, eitt námskeið í íslensku.
Markmiðið er að nemendurnir geti
lesið einfaldan texta með hjálp orða-
bókar og málfræði enda verður ekki
vart við minnkandi áhuga á nor-
rænum fræðum í Finnlandi. Frekar
þvert á móti.
„Ég kenni um 60 manns I tveimur
hópum á hverju misseri. Þetta er al-
menn kynning á íslensku, málfræði,
framburði og beygingum, þannig að
nemendurnir kynnist sem best ís-
lensku, menningu og þjóöfélagi. Svo
er boðið upp á framhaldsnámskeið,
þýðingar, tal- og ritæfmgar, þannig
að þeir áhugasömustu geta tekið
fjögur námskeið í íslensku," segir
hann.
íslendingum í Finnlandi hefur
fjölgað verulega undanfarin tíu til
fimmtán ár og er nú svo komið að
þeir eru hátt í 100, ýmist við nám
eða störf, til dæmis í Norræna fjár-
festingarbankanum í Helsinki.
-GHS