Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 47
iy V LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 menning Af einhverjum ástæöum þykir barokk-tónlist hæfa jólunum. Þau nálgast óöíluga og því er við hæfi að nú standi yfir tónlistardagar Musica Antiqua, en það er hópur hljóðfæraleikara sem m.a. sérhæfir sig í flutn- ingi gamallar tónlistar. Síðastliðinn sunnudag voru tónleikar á vegum hópsins og voru þeir haldnir í Kristskirkju. A efnisskránni voru verk eftir Tele- mann, Scarlatti og líka önnur minna þekkt tónskáld barokk-aldarinnar. Aðalhljóðfæraleikarinn var Cam- illa Söderberg blokkflautuleikari og henni til aðstoðar voru Guðrún Óskarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir, báðar semballeikarar. Siguröur HaUdórsson sellóleik- ari og Páll Hannesson bassaleikari komu einnig við sögu.' Kristskirkja er því miður ekki sérlega heppilegur tónleikasalur. Hún er falleg, en þar er fullmikil endu- rómun. Það gerir að verkum að nótur á „miðregister- inu“ vilja renna saman en efri tónar heyrast betur. Þetta skemmdi töluvert flutninginn þó vel væri leikið. Camilla Söderberg er nefnilega afburðalistakona, eins og hún hefur margoft sannað. Hún gefur sér mikið frelsi í túlkun, þrátt fyrir það að margir haldi að bar- okktónlist eigi að spila með takmarkalausri formfestu. Camilla er greinilega á öðru máli; hún lék af gríðar- legri innlifun og í túlkun hennar var einhver neisti sem maður skynjar ekki oft. Því miður er ekkert pláss til að fara í hvert einstakt atriði efnisskrárinnar. Þó verður ekki hjá því komist aö nefna sónötu í d-moll eftir Scarlatti sem hljómaði Tónlist Jónas Sen tvímælalaust best, enda lék Camilla þar á sópranb- lokkflautu. Eins og áður sagði heyrist vel í liáum tón- um í Kristskirkju. Síðasta tónsmíðin, sónata í c-moll fyrir blokkflautu, sembal og kontrabassa eftir Johan Helmich Roman var líka snilldarlega flutt. Verkið lék í höndunum á Camillu, þó stundum hafi hljóðfæraleik- ur hennar drukknað í öllu bergmálinu. Undirleikararnir stóöu sig með miklum sóma. Voru þetta því prýðilegir tónleikar þrátt fyrir hljóminn í kirkjunni, og hafa margir áheyrenda eflaust gengið út í jólaskapi að þeim loknum. Kaldir rassar í íslenskri nótt Súsanna Svavarsdóttir gaf hressilegan tón að því sem koma skyldi í sögunni „Hróp í óbyggðum" sem birtist í safni erótískra smásagna eftir 13 íslenska'höfunda sem Forlagið gaf út á síðasta ári. Og nú hefur sama forlag bætt um betur og gefið út Skugga vögguvísunn- ar sem hefur að geyma níu smásögur eftir Súsönnu sem allar falla í þennan sama flokk. Það er skemmst frá því að segja að orðið erótík virðist í huga höfundar fyrst og fremst bundið kynferðislegúm athöfnum og þeir sem hafa gaman af einhæfum lýsingum á typpat- otti og geirvörtunarti eiga ugglaust eftir að skemmta sér konunglega viö lesturinn. En þeir sem hafa gert sér vonir um fiölbreytileika, óvænt endalok með dul- úðugu ívafi og líflega persónusköpun verða sennilega Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir fyrir vonbrigðum þrátt fyrir góða stíllega spretti. Svip- mót persóna og hugsanir víkja í flestum tilfellum fyr- ir nákvæmum lýsingum á leyndustu pörtum líkamans enda er hápunktur sagnanna oftast fólginn í samförum og/eða sjálfsfróun. Hispurslaust og djarft eins og segir á bókarkápu en fyrirsjáanlegt og þegar fram í sækir fremur leiðigjarnt því lýsingarnar skortir bæði munúð og spennu. Umhverfi sagnanna minnir stundum meira á ameríska sápu en íslenskan veruleika þar sem kon- ur flengjast nærbuxnalausar um í íslenskri nótt, hjólgraðar í leit að stuttu ævintýri eins og í „Sumar- sögu“ svo dæmi sé tekið. Þetta er kannski smásmugu- legt og óþarft raunsæisraus en ekki er það fremur í ætt við þennan sama veruleika að ungar ekkjur og mæður þurfi ekkert að vinna („Stúlka um nótt“, „Skuggar vögguvísunnar"). Það eina sem þjakar per- sónur Súsönnu er greddan sem verður að sjálfsögðu öflugri því meiri sem einsemd þeirra og einangrun verður en persónurnar eru flestar því marki brenndar að vera afskaplega einmana og týndar manneskjur. En þar sem einsemdina skortir bæði sársauka og dýpt er hún ekki trúverðug og persónurnar um.'leið bæði flatar og litlausar, jafnvel klisjukenndar eins og konan í sögunni „í mynd“. Á þessu eru þó tvær áhugaverðar undantekningar. Eftir að hafa lesið fimm sögur með tilheyrandi sogi, totti og nagi var skemmtileg tilbreyt- ing að rekast á söguna Á eftir löngu myrkri en þar fær lesandinn loksins sannfærandi persónulýsingu í ein- mana konu sem hittir mann á bar. Þau ganga saman út í vornóttina og konan trúir lesandanum fyrir tilfinn- ingum sínum til þessa ókunna manns sem hún þráir Súsanna Svavarsdóttir. en er of hrædd til aö njóta. Hún afneitar fýsn sinni (78) sem hefur brennt hana allt of oft, hafnar mannin- um en stendur sig síðan aö því að biða stöðugt eftir símhringingu. Einsemd og vanlíðan konunnar birtist skýrt í þessari togstreitu, hana langar að lifa og njóta en týnir sér í þráhyggju og kvöl. Þetta er að mínu mati besta saga bókarinnar, ekki síst vegna þess að hér leyfir höfundur sér örlitla tilfinningasemi en aðrar persónur minna fremur á vélbrúður en lifandi verur. „Sumarsaga" er einnig eftirtektarverð en þar spilar grimmdin stórt hlutverk með tilheyrandi sadó/masók- isma. Sú saga geldur að vísu fyrir freudiskar klisjur og kunnuglega mynd af ungri og fáfróðri yngismey en er minnisstæð af sömu ástæðum og „Á eftir löngu myrkri" þó með öfugum formerkjum sé. Konan í þeirri sögu hlýtur samúð lesandans en karlinn í „Sumar- sögu“ vekur hins vegar sterkan viðbjóð og andstyggð. Þessar tvær sögur sýna styrk Súsönnu sem rithöf- undar en ég er ekki frá því að aðeins meira nostur við textann hefði lyft sögunum upp á hærra plan. Skuggar vögguvísunnar Forlagið 1995 55 Vinningthafir Þrautaleik Krakkaklúbbs DV og Sam-myndbanda 5 Lion King videospólur Guðrún Selma Sigurjónsd. Skógarási 5, Reykjavík Sigrún Hansdóttir, Grashaga 19, Selfossi Tinna Hauksd., Brimhólabraut 2, Vestmannaeyjum Ólafur D. Bjarnason, Huldulandi 5, Reykjavík Vilfríður H. Hrafnsd., Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík 20 Lion King bolir Andri Már Jónsson, lllugagötu 8, Vestmannaeyjum Agnes Gústafsdóttir, Helgafellsbraut 29, Vestmannaeyjum Alexander Sigurgeirss. Mávabraut 6F, Keflavík Árni Jón, Unufelli 38, Reykjavík Anna Björk Guðjónsd. Teigagerði 17, Reykjavík Andri Vífilsson, Skaftahlíð 14, Reykjavík Bjarki Ómarsson, Áshömrum 50, Vestmannaeyjum Bergur Logi Lúðvíksson, Skógarási 11, Reykjavík Birkir Freyr Bjarkason, Rauðási 16, Reykjavík Birna Rán Magnúsd. Lautasmára 29, Kópavogi Birgir Arngrímsson, Faxabraut 42D, Keflavík Gróa Herdís Bæringsd., Stóra-Hofi, Hellu Gísli Arnarson, Traðarbergi 27, Hafnarfirði Halla Sóley Hallgrímsd., Hlíðargötu 30, Sandgerði Hlynur Freyr Þorgeirsson, Digranesv. 72 A, Kópavogi Harpa Sigurðard., Sóleyjargötu 1, Akranesi Hera Pálmadóttir, Bárugötu 7, Reykjavík Ragna Björk Bragad., Túngötu 27,225 Bessastaðahr. Sigurður Smári Garðarss., Skúlabraut 3, Blönduósi Sindri Skarphéðinsson, Nönnustíg 14, Hafnarfirði 50 Lion King veggspjöld Anna Björk Kristinsd. Baughús 40, Reykjavík Arnór Daði Jónsson, Löngumýri 59, Garðabæ Agnes Ösp Magnúsd., Borgarlandi 30, Djúpavogi Anna Linja Gíslad., Hverafold 50, Reykjavík Anika K. Guðlaugsd., Veghúsum 9, Reykjavík Bjargmundur Halldórsson, Krummahólum 8, Reykjavík Bragi Jónasson, Engjaseli 35, Reykjavík Daníel Olsen, Skúlaskeiði 24, Hafnarfirði Daníel Þ. Ólafsson, Áshömrum 67, Vestmeyjum Elísa B. Björgvinsdóttir, Reynibergi 1, Hafnarf. Elínborg S. Pálsdóttir, Hákonarstöðum, Jökuldal Fjóla Hrund Björnsd., Þrúðvangi 7, Hellu Friðrik Vestmann, Bylgjubyggð 67, Ólafsfirði Gígja Blöndal, Melabraut 1, Blönduósi Guðni Már, Mímisvegi 6, Reykjavík Guðmundur Karl, Garðavegi 15, Hafnarfirði Halldór Jónasson, Álfhólsvegi 97, Kópavogi Halldór R. Bergvinsson, Álfhólsvegi 91, Kópavogi Hafdís Pálsdóttir, Jórufelli 6, Reykjavík Heiðar Ingi Jónsson, Dísarási 12, Reykjavík Hans Pétursson, Sandabraut 12, Akranesi Hildur Grétarsdóttir, Hverafold 10, Reykjavík Hjördís Erna Þorgeirsdóttir, Hæðarseli 15, Reykjavík Inga Hulda, Hverfisgötu 68, Reykjavík ívar Már Ottason, Vallhúsabraut 11, Seltjarnarnesi Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir, Háteigi 13, Keflavík Ingvar Þorsteinsson, Ástúni 10, Kópavogi ívar Pétursson, Hringbraut 66, Hafnarfirði Ingvar ðrn Arnarson, Flétturima 23, Reykjavík Margrét Inga, Gyðufelli 10, Reykjavík María D. Sigurjónsd., Birkihlíð 6, Hafnarfirði Maggi, Langholtsvegi 1, Reykjavík María Hauksdóttir, Hlíðarhjalla 71, Kópavogi Óskar Jónsson, Ásbraut 9, Kópavogi Óskar E. Sigurðsson, Háteigsvegi 60, Vestmannaeyjum Ólöf Vala, Fannafold 115, Reykjavík Rakel Sif Hauksdóttir, Hvassaleiti 6, Reykjavík Rakel Magnea Hansd., Skólabraut 2,360 Hellissandi Rannveig Garðarsdóttir, Vesturfold 38, Reykjavík Sigurður Helgi Magnússon, Blöndubakka 6, Reykjavík Silja Baldvinsdóttir, Hæðargerði 21, Reyðarfirði Sara Björg Ágústsdóttir, Faxastíg 6 B, Vestmannaeyjum Sigurður Andrésson, Garðabyggð 14B, Blönduósi Sólný Lísa Jórunnard., Flétturima 24, Reykjavík Sigrún Guðbrandsdóttir., Hagatúni 8, Svalbarðseyri Sigríður Marta Sigmarsd., Breiðvangi 13, Hafnarfirði Sigurrós L. Ragnarsd., Stóra-Dal, Hvolsvelli Tómas Þór Þorsteinsson, Furugrund 70, Kópavogi Vignir Jónsson, Borgarvegi 32, Njarðvík Þorbjörg Bergþórsdóttir, Melabraut 29, Garði Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd þakka öllum sem tóku þátt í þrauta* leiknum kærlega fyrir þátttökuna. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.