Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 50
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 Jj'V æ afmæli Bragi Guðmundsson Bragi Guðmundsson prentsmið- ur, Barmahlíð 26, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Bragi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Austur- bæjarskólanum og Gagnfræða- skóla Austurbæjar, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í prentsmíði við prentsmiðju Frjálsrar fjölmiðlun- ar. Bragi var ljósmyndari við Vísi 1962-81, stundaði eigin atvinnu- rekstur 1981-83, starfaði á auglýs- ingadeild DV 1983-85 og hefur unnið í prentsmiðju Frjálsrar fjöl- miðlunar frá 1985. Bragi sat í stjórn Blaðamanna- félags íslands og var formaður þess og varaformaður á árunum 1975-81 Fjölskylda Bragi kvæntist 9.12. 1967 Guð- rúnu Ríkarðsdóttur, f. 5.1.1947, sjúkraliða. Hún er dóttir Ríkarðs Kristmundssonar, kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Helgadóttur húsmóður. Bragi og Guðrún skildu 1993. Börn Braga og Guðrúnar eru Guðmundur Helgi Bragason, f. 27.9.1965, starfrækir Skyndiprent í Reykjavík, kvæntur Ingu Sól- veigu Steingrímsdóttur nema og er dóttir þeirra Ama Sif, f. 18.6. 1992; Dagmar Bragadóttir, f. 14.7. 1969, nemi, búsett í Garðabæ, gift Bjarna Finnbogasyni bifvélavirkja og er sonur þeirra Guðmundur Ingi, f. 15.1. 1993; Bjarki Bragason, f. 24.11. 1975, prentnemi í Reykja- vík. Systkini Braga eru Hannes Guðmundsson, f. 8.1. 1948, kenn- ari í Reykjavík, kvæntur Kristínu Ármannsdóttur kennara og eiga þau tvö börn; Hanna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 19.8. 1952, hús- móðir á Seltjarnarnesi, gift Guð- mundi Hafsteinssyni vélstjóra og eiga þau tvo syni. Foreldrar Braga voru Guð- mundur Þorleifsson, f. 24.8. 1918, d. 2.8. 1992, stýrimaður í Reykja- vík, og Dagmar Kr. Hannesdóttir, f. 17.5. 1921, d. 24.2. 1995, húsmóð- ir. Ætt Guðmundur var bróðir Kol- beins, prests og fræðimanns. Guð- mundur var sonur Þorleifs alþm. Guðmundssonar, formanns og kaupmanns á Stóm-Háeyri, ís- leifssonar, b. á Suður-Götum í Mýrdal, Guðmundssonar. Móðir Þorleifs var Sigríður Þorleifsdótt- ir ríka, hreppstjóra á Stóm- Há- eyri, Kolbeinssonar, bróður Hafl- iða, afa Guðjóns, afa Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Móð- ir Þorleifs ríka var Ólöf, systir ís- leifs, langalangafa Gunnars M. Magnúss rithöfundar. Móðir Guðmundar var Hann- esína Sigurðardóttir, útvegsb. á Akri á Eyrarbakka, Jónssonar, og Viktoríu Þorkelsdóttur. Dagmar var dóttir Hannesar málarameistara Hannessonar, verkamanns og sjómanns í Reykjavík, Hannessonar. Móðir Bragi Guðmundsson. Hannesar málararmeistara var Ingveldur Magnúsdóttir frá Görð- um á Ákranesi. Móðir Dagmarar var Guðrún Kristmundsdóttir, b. á Grafar- bakka í Hrunamannahreppi, Guð- mundssonar, og Guðrúnar Jóns- dóttur. Bragi tekur á móti gestum að Hallveigarstöðum við Túngötu laugardaginn 4.11., kl. 18-21. Til hamingju með afmælið 4. nóvember 100 ára Elín Magnúsdóttir, Víðilundi 18H, Akureyri. 90 ára Jósef Stefánsson, Skagfirðingabraut 6, Sauðárkróki. Lárus H. Blöndal, Dísarási 1, Reykjavík. 85 ára Kristín S. Kristjánsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Ragnar Magnússon, Austurvegi 5, Grindavík. Rannveig Matthíasdóttir, Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík. 80 ára Sigurbjörg Sigiu-öardóttir, Aðalgötu 22, Ólafsfirði. 75 ára Sverrir Finnbogason, Grandavegi 4, Reykjavík. Kristín Helgadóttir, Fjarðarbraut 55, Stöðvarfirði. 70 ára Styrmir Gunnarsson, Langholti 11, Akureyri. Eyþór Þórðarson, Álftamýri 17, Reykjavík. 60 ára Ingibjörg Garðarsdóttir, Aðalgötu 6, Keflavík. Kristján Samúelsson, Eyjabakka 22, Reykjavík. 50 ára Þórður Helgi Bergmann, framkvæmda- stjóri Háskóla- fjölritunar, Keilufelli 13, Reykjavík. Kona hans er Sigríður Eggerts- dóttir. Jóhann Pétur Valsson, Bakkagerði 7, Reykjavík. Margrét Kristjánsdóttir, Fagrahvammi 9, Hafnarfirði. Hannveig Valtýsdóttir, Grundargerði 6J, Akureyri. 40 ára Magnús Harðarson, Víghólastig 3, Kópavogi. Ásta Ingvarsdóttir, Leiðhömrum 44, Reykjavík. Svanhvít Hreinsdóttir, Norðurgarði 16, Hvolsvelli. Valgerður Sigurjónsdóttir, Nýbýlavegi 30, Hvolsvelli. Ólafia Anna Halldórsdóttir, Skólavöllum 10, Selfossi. Hörður S. Bachmann, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Gréta Friðrika Guttormsdóttir, Sæbólsbraut 4, Kópavogi. Margrét H. Hjaltested, Hólmgarði 51, Reykjavík. Guðrún E. Sigurbjarnadóttir, Efstasundi 93, Reykjavík. Til hamingju með afmælið 5. nóvember 90 ára Alfons Oddsson, Mávahlíð 8, Reykjavík. 80 áxa Anton Emil Oddgeirsson, Pálmholti 13, Þórshöfn. Sigríður Bjarnadóttir, Skipholti 21, Reykjavík. 75 ára Bettý A. Þorbjörnsdóttir, Skúlagötu 40A, Reykjavík. 70 ára Þorstína Jóhannsdóttir, Ljósheimum 22, Reykjavík. 60 ára Magni Magnússon, Norðurbrún 16, Reykjavík. Barði S. Steinþórsson, Suðurgötu 9, Hafnarfirði. Ólafur Guðmundsson, Túngötu 17, Bessastaðahreppi. Guðrún Guðlaugsdóttir, Bárðarási 7, Snæfellsbæ. 50 ára Sigurður Gylfl Björnsson, Hofi II, Fellahreppi. Margrét G. Guðmundsdóttir, Seiðakvísl 32, Reykjavík. 40 ára Ragnar Gunnarsson, Aflagranda 1, Reykjavík. Jens Sigurðsson, Stóragerði 5, Hvolsvelli. Hann verður með heitt á könn- unni. Gunnar Helgi Hauksson, Öldugötu 9, Hafnarfirði. Sólveig Helgadóttir, Háaleitisbraut 44, Reykjavík. Auður Traustadóttir, Ljósabergi 44, Hafnarfirði. Björgvin Eyjólfsson Björgvin Eyjólfsson íþrótta- kennari, Dverghamri 1, Vest- mannaeyjum, varð fertugur í gær. Starfsferill Björgvin fæddist í Áreyjum í Reyðarfirði en ólst upp að Eiðum við Egilsstaði. Hann lauk lands- prófi frá Eiðaskóla, stúdentsprófi frá ML og íþróttakennaraprófí frá Iþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni 1978. Björgvin var kennari við Grunnskólann í Vestmannaeyjum til 1990 og hefur verið íþrótta- kennari við Framhaldsskóla Vest- mannaeyja sl. fimm ár. Björgvin hefur starfað mikið með ÍBV, lék með meistaraflokki karla í knattspyrnu um árabil og keppti einnig í handbolta, auk þess sem hann hefur setið í stjórnum innan ÍBV og í tóm- stundaráði í tvö kjörtímabil. Fjölskylda Björgvin kvæntist 6.6. 1981 Ólöfu Aðalheiði Elíasdóttur, f. 8.1. 1958, íþróttakennara við Bama- skóla Vestmannaeyja. Hún er dóttir Elíasar Bjömssonar, for- manns Sjómannafélagsins Jötuns, og Hildar Margrétar Magnúsdótt- ur, starfsstúlku i Álþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum. Böm Björgvins og Ólafar Aðal- heiðar em Elías Ingi Björgvins- son, f. 6.4. 1980, nemi; Eyþór Björgvinsson, f. 16.10.1987, nemi. Systkini Björgvins eru Þórhall- ur, f. 6.3. 1941, smiður á Egilsstöð- um; Þórey, f. 21.6.1942, matselja í Garðabæ; Bergþóra, f. 4.8. 1944, Björgvin Eyjólfsson. hjúkrunarkona í Svíþjóð; Sigurð- ur, f. 9.6.1946, verkfræðingur í Reykjavík; Einar, f. 19.6. 1953, vél- stjóri í Hafnarfirði. . Foreldrar Björgvins vom Stef- án Eyjólfur Þórarinsson, f. 14.2. 1914, d. 12.11.1986, bóndi i Áreyj- um í Reyðarfirði, og Sigurlilja Ingibjörg Einarsdóttir, f. 8.7.1912, d. 8.6. 1988, húsmóðir og ljósmóð- ir. Andlát Einar S. Erlendsson Einar S. Erlendsson bifreiðar- stjóri, áður Háaleitisbraut 20, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26.10. sl. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, þriðjudaginn 7.11. nk. kl. 13.30 Starfsferill Einar fæddist að Giljum í Hvol- hreppi 22.10. 1915 en ólst upp í Vestmannaeyjum. Á sínum yngri ámm var hann til sjós frá Vest- mannaeyjum, stundaði verslunar- störf hjá Ræsi hf. 1942- 62 og var leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum 1955-1989. Fjölskylda Einar kvæntist 24.5.1945, eftir- lifandi konu sinni, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, f. 2.10. 1925, hús- móður. Hún er dóttir Þorsteins Tyrfingssonar, b. í Rifshalakoti í Ásahreppi, og Guðbjargar Bjarna- dóttur. Böm Einars og Ingibjargar eru Hinrik, f. 28.9.1945, húsasmíða- meistari í Hafnarfirði, kvæntur Helgu H. Magnúsdóttur skrif- stofumanni og eiga þau þrjú böm, Heiðar, f. 1968, Hjört, f. 1977, og Hafdísi Ingu, f. 1981; Grétar, f. 1.7. 1947, bifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Stefánsdóttur sjúkraliða og þau eiga fjögur böm, Eddu Sóleyju, f. 1979, Árna, f. 1982, Hildi, f. 1988, og Inga Björn, f. 1992; Eygló, f. 21.9.1949, húsmóðir í Hafnarfirði, var gift Bjarna Jóhannessyni flugvirkja, sem lést 1983, og éru böm þeirra Guðbjörg, f. 1971, Ein- ar, f. 1974, Amar, f. 1978, og Ingi- björg Bjarney, f. 1983, en sambýl- ismaður Eyglóar er Haukur Reynisson málarameistari og er dóttir þeirra Eva, f. 1989; Bára, f. 24.2. 1955, húsmóðir í Garðabæ, gift Gunnari Bjarnasyni rafeinda- virkja og eiga fjögur börn, Bjarna, f. 1980, Andra, f. 1984, og tvíburana Ömu og Björk, f. 1986; Erlendur Steinar, f. 9.3. 1961, af- greiðslumaður í Reykjavík; Har- aldur, f.,26.1.1965, sjómaður í Reykjavík, en sambýliskona hans er Gerður Kristjánsdóttir banka- starfsmaður og eru böm þeirra Steinar, f. 1988, og Thelma, f. 1993; Jóhanna, f. 1.4. 1967, kenn- ari i Reykjavík, gift Ársæli Ár- sælssyni tollverði og eru börn þeirra Ársæll Einar, f. 1989, og Rúna Björg, f. 1995. Systkini Einars: Ólafur, sjó- maður í Hafnarfirði, nú látinn; Guðrún, húsmóðir á Norðurgarði og síðan í Vík i Mýrdal, nú látin; Erleiidur, lengst af veitingamaður á Röðli, nú látinn; Haraldur, sjó- maður í Reykjavík, nú látinn; Jón, veitingamaður í Reykjavík, nú látinn; Leifur, þjónn í Reykja- vik, nú nýlátinn; Þuríður, versl- unarmaður í Reykjavík, nú látin; Erlendur, f. 1917, fyrrv. bifreiðar- stjóri á Hreyfli. Foreldrar Einars voru Erlend- ur Jónsson, f. 1864, smiður á Gilj- Einar S. Erlendsson. um í Hvolhreppi, og k.h., Jó- hanna Einarsdóttir, f. 1879, hús- móðir. Ætt Erlendur var bróðir Kristjáns, trésmiðs í Vestmannaeyjum, föð- ur Oddgeirs tónskálds, bróður Maríu, móður Sigurðar Einars- sonar, prests og skálds í Holti. Erlendur var sonur Jóns, b. og rokkasmiðs á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, Erlendssonar, b. á Heylæk í Fljótshlíð, Péturssonar. Jóhann var systir Guðjóns í Breiðholti í Vestmannaeyjum, föður Árna hrl. og Karls alþm. í Vestmannaeyjum. Jóhanna var dóttir Einars, b. í Hallgeirsey í Landeyjum, Sigurðssonar, b. í Hallgeirsey, Einarssonar, b. i Hallgeirseyjarhjáleigu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.