Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Síða 51
1>V LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 Hafþór Guðmundsson sundþjálfari: Sundið er frábær alhliða íþrótt trimm 59 .> Hafþór Guömundsson, sundþjálfari hjá Armanni, vill hvetja alla til að synda en sérstaklega vill hann ná sambandi við sundmenn í garpaflokki. DV-mynd GVA „Það er ekki spuming að sund er einhver allra besta alhliða líkams- þjálfun sem almenningur á völ á. Sundmenn hafa gífurlega gott þol miðað við aðra íþróttamenn, það er helst að langhlauparar standi þeim á sporði," sagði Hafþór Guðmunds- son, þjálfari hjá sundfélaginu Ár- manni, kennari við íþróttakennara- skólann á Laugarvatni og gamall sundmeistari, í samtali við trimm- síðuna. Hafþór hefur unnið að því að koma á fót nokkurs konar eldri deild við sundfélagið Ármann þar sem hann vill gefa fólki sem notar sund sem heilsubót kost á skipu- legri leiðsögn og því að fá þjálfun til þess að fá meira út úr sinni sund- iðkun en það gerir nú. „Fyrir svona hóp myndi ipaður gera áæflanir fyr- ir hvern og einn. Það fengi kost á að nota flár, froskalappir og þau tæki sem notuð er við sundþjálfun. Ég hef oft séð fólk sem mætir reglulega í sund héma í Laugardalnum, þar sem við æfum, verða mjög þakklátt þegar ég hef ekki staðist freisting- una og bent því á smáatriði sem það getur lagfært í sinni sundtækni og getur skilað miklum árangri," segir Hafþór. Þeir sem hafa hug á að nálg- ast slíka leiðsögn geta haft samband við Hafþór í Laugardalnum um klukkan átta á kvöldin á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum. Hafþór sér fyrir sér að starf með fullorðnu sundfólki geti orðið mjög mikilvægur þáttur í starfi sundfé- lags eins og Ármanns og orðið starfi félagsins mikil lyftistöng. Slíkur sundhópur myndi starfa mjög líkt og trimm- eða skokkhópar sem eru starfræktir viða um bæinn. „Fyrir þann sem ætlar að nota sund sem þjálfun er ljóst að sund- íþróttin gefúr ekkert síður af sér en skokk sem alhliða þjálfun, fitu- brennsla og þess háttar og er reynd- ar betra en skokkið. Kostimir em ótvíræðir því maður losnar alveg við álagsmeiðsli sem því miður fylgja oft hlaupum. Öll liðamót verða fyrir mjúkri hreyfingu og álag á bak og allt slíkt er helmingi minna en í hlaupum. í hlaupum em nær eingöngu notaðir fót- og lærvöðvar. Efri hluti líkamans verður ekki fyr- ir neinni þjálfun í hlaupum. í sund- inu eru notaðir flestir stærri vöðvar líkamans. Það er ekki spurning að sá sem syndir á hverjum degi fær betri hreyfingu en sá sem hleypur,“ segir Hafþór. Nú trúa margir því að ekkert jafn- ist á við hlaup til þess að byggja upp þol. Er sundið alveg sambærilegt að þessu leyti? „Helsti munurinn á þessum tveimur íþróttagreinum er að hlaup er okkur eðlilegt. Það þarf enginn að kenna manni að hlaupa. Sundið er öðruvísi og þess vegna þarf þjálfari eða kennari að kenna okkur að nýta lögmál vatnsins. Hafi maður fengið slæma kennslu í barnaskóla eða fyrr á ævinni þarf að laga tæknina áður en hægt er að njóta sundþjálfunarinnar. Þegar búið er að ná valdi á grunnatriðum er hægt að snúa sér að góðri upp- byggingu líkamans. Sá sem er illa syridur eyðir mikilli orku í að halda sér á floti. Fyrir vikið finnst honum miklu erfiðara í byrjun að synda en að skokka. Þess vegna finnst mörg- um alveg kappnóg að synda tvær til þrjár ferðir og margir ráða ekki við meira. Það er vegna þess að þeir eru að synda vitlaust." Hafþór segir að með markvissri uppbyggingu innan félaganna megi lyfta grettistaki i þessum efnum og stórbæta sund- kunnáttu þjóðarinnar. Hvað á að synda langt? Hvað er raunhæft fyrir þann sem hyggst nota sund sem þjálfun að synda langt í einu? „í hvaða íþrótt sem er gilda svipuð lögmál. Markm- iðið er að komast sem lengst á til- teknu álagi og fá þjálfun og upp- byggingu út úr því álagi. Það verður að byrja hægt og rólega og auka álagið eftir því sem manni vex ás- megin. í sundi þarf að læra að nota lungun á nýjan hátt miðað við skokk en almennt sagt tel ég raun- hæft fyrir venjulegan sundmann að stefna á 1000 metra. Aðalatriðið er þó að ná hjartslættinum upp og vinna áfram með það. Margir hafa hálftíma til þess að synda og góður sundmaður syndir auðveldlega 1000 metra á þeim tíma, jafnvel eitthvað meira. Þetta er eins og með skokkið. Fyrst er farið kringum húsið, svo hring í hverfinu, svo er hraðinn aukinn." Hvað er raunhæft að búast við árangri eftir langan tíma? Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson „Sá sem syndir þrisvar í viku finnur hiklaust einhverjar framfarir eftir þrjár vikur en sex vikur eru raunhæfari tími. Þetta á ekki að vera of erfitt. Maður á ekki að leggja svo hart að sér að maður örmagnist heldur njóti þess. Ég hef mikinn áhuga á að fá fólk til að synda meira. Ég held að algengustu mistök fólks sem fer reglulega í sund séu að synda ekki nógu mikið og fyrir vik- ið fær það ekki nóga þjálfun. Það koma of margir í sund til þess að fara í pottinn." Það er því augljóst mál, að mati Hafþórs, að ekki er nóg að fara daglega í sund til þess að synda 200 metra og sitja svo í heit- um potti. Sund er heilsurækt en þvi aðeins að fólk fái nóga hreyfmgu út úr því. Hafþór segir að stöðugar framfarir verði í sundtækni en al- gengt sé að fólk skorti kunnáttu í skriðsundi sem sé óneitanlega erfið- ara sund en bringusund í fyrstu. Frá þjálfunarlegu sjónarmiði sé þó ekki ýkja mikill munur á en fyrst og fremst sé skemmtilegt að hafa vald á fleiri en einni sundtegund. Það er ekki oft sem sundmönnum sem stunda þá eðlu íþrótt sér til heilsubótar gefst tækifæri til þess að etja kappi við aðra „syndara." En nú er lag. Laugardaginn 11. nóvem- ber verður nefnilega Haustmót Ár- manns í garpaflokki í Sundhöflinni við Barónsstíg. Ármann er sundfé- lag og þeirra aðalþjálfari, Hafþór Guðmundsson hefur sérstakan áhuga á því að ná til almennings sem stundar sund. Mótið hefst klukkan 13.00 á laugardaginn en upphitun fer fram frá klukkan 12.00.Aldurstakmark er 25 ára og verður keppt í karla- og kvenna- flokki og skipt í aldursflokka með fimm ára bili. Þannig byrjar flokk- unin í 25 til 30 ára, þá 30 til 35 ára og svo framvegis. Veitt verða verð- laun í öllum aldursflokkum fyrir þrjú efstu sætin.Mótinu ætti að ljúka um 16.00. „Þarna verður keppt i styttri vegalengdum í öllum sund- um. Styttri vegalengdir þýðir 50 til 100 metrar og ég vil hvetja alla þá sem stunda sund reglulega, og ekki síst gamla sundmenn og konur til þess að nota nú tækifærið og koma og synda rösklega," sagði Hafþór Guðmundsson í samtali við Trimm- síðuna. Hann sagðist vita nú þegar um tvo hópa sem ætluðu að mæta til leiks. Annar kemur frá Akureyri þar sem hann syndir saman reglu- lega en hinn kemur úr sundfélagi Breiðabliks í Kópavogi þar sem lögð hefur verið sérstök áhersla á sund í garpaflokki. Helst þurfa menn að láta skrá sig með fyrirvara og það geta menn gert hjá gjaldkera og að- aldriffjöður sunddeildar Ármanns sem er Stella Gunnarsdóttir og er í síma 557-6618. Skráningargjald er 400 krónur og helst þurfa menn að láta skrá sig í nafni einhvers félags sem er aðili að ÍSÍ sem flestir ættu að geta. Þetta er í annað skipti sem slík garpakeppni fer fram en í fyrra tóku 40 keppendur þátt og höfðu ómælt gaman af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.