Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Uppsögn er engin lausn Forsvarsmenn áhrifamikilla stéttarfélaga innan Al- þýðusambands íslands virðast ákveðnir í að segja upp gildandi kjarasamningum fyrir lok þessarar viku - þótt þeim hljóti að vera það jafn ljóst og öllum öðrum að skrif- legar forsendur kjarasamninganna frá því í febrúar síð- astliðnum heimila ekki slíka uppsögn. Vinnuveitendur hafa þegar lýst því yfir að uppsögn kjarasamninga nú verði kærð til Félagsdóms. Fæstir eru í vafa um hver sé líklegasta niðurstaða slíks dómsmáls. Forystumenn stéttarfélaganna undirrituðu sjálfir yfirlýs- inguna sem kveður á um við hvaða aðstæður sé heimilt að segja kjarasamningunum upp. Þær forsendur eru ein- faldlega ekki fyrir hendi. Félagsdómur á því vart um annað að velja en að dæma uppsögn samninganna ógilda. Vafalaust gera foringjar verkalýðsfélaganna sér fulla grein fyrir þessu. Þeir hafa hins vegar talað sig út í hom með afdráttarlausum yfirlýsingum síðustu vikurnar og geta ekki snúið til baka nema fá í hendur einhverjar beinar kjarabætur til að sýna félagsmönnum sínum. Auðvitað eru margir launþegar reiðir og svekktir yfir þróun kjaramála á þessu ári. Það er mjög eðlilegt. Eins og oft áður sömdu verkalýðsforingjar láglauna- hópanna um afar litlar kjarabætur fyrir félagsmenn sína án þess að ganga frá því með tryggilegum hætti að aðrir hópar í þjóðfélaginu fengju einungis hliðstæðar kaup- hækkanir. AUt fór úr böndunum þegar einstakir hópar launþega sóttu í vor og sumar að ríkisvaldinu sem gaf eftir í hverri kjaradeUunni á fætur annarri. í kjöUar samninga við nokkra hópa ríkisstarfsmanna um miklu meiri hækkanir en fólust í febrúarsamningum Alþýðusambandsfélaganna kom svo kjaradómur með úr- skurð um stórfeUdar kauphækkanir tU hæstlaunuðu embættismanna hins opinbera. Toppamir í íslensku stjómmálalífi og stjómkerfi fengu margfaldar hækkanir á við almenna launþega. Alþingismenn bitu svo höfuðið af skömminni með því að samþykkja margvíslegar kjara- bætur sér tU handa, sumar skattlausar. Samkvæmt nýlegum fréttum virðast þessar miklu hækkanir einnig hafa farið tU toppanna í stjómkerfi höf- uðborgarinnar, sem sýnir auðvitað að ákvarðanir um að auka launamun í þjóðfélaginu er eitt af því sem virðist sameina stjómmálamenn í öUum flokkum. Það er mjög skUjanlegt að almennir launamenn séu reiðir vegna þessarar þróunar. En þar sem hvorki samn- ingsaðUar né ríkisvaldið tóku af skarið á sínum tíma um að febrúarsamningarnir ættu undanbragðalaust að marka línuna fyrir aðra launþegahópa, var fyrirséð að einstakir hópar myndu spenna bogann miklu hærra. Það kom hins vegar á óvart hvað fj ármálaráðuneytið reynd- ist vera reiðubúið tU að gefa eftir og semja um mun meiri launahækkanir tU einstakra stétta ríkisstarfs- manna en almennir launþegar fengu. Sú linkind er óskUjanleg og á verulegan þátt í þeim vanda sem nú blas- ir við. Vinnuveitendur hafa reynt að koma tU móts við Al- þýðusambandsfélögin með tUboði um að greiða félags- mönnum þeirra sérstaka upphæð tU viðbótar við febrú- arsamninginn. Hins vegar er ólíklegt að þetta tUboð dugi eitt sér tU að skera verkalýðsforingjana úr snörunni. Hitt er svo augljóst að mikiU hluti þjóðarinnar sættir sig ekki lengur við þá launastefhu sem birst hefúr að undanfómu í stórauknum launamun. Þess vegna er mik- Uvægasta verkefhi næstu missera í kjaramálunum að ná heUdarsátt í þjóðfélaginu um skiptingu launakökunnar. Elías Snæland Jónsson Lengi hefur hver orkuráðherr- ann á fætur öðrum reynt að ná samningum viö Alusuisse í Zurich um stækkun álversins en þeir þóttu aldrei nógu traustvekjandi og Alusuisse var ekki öruggt um að þeir hefðu á bak við sig einlæg- an stuðning íslensku þjóðarinnar. Átak í útideyfu Fyrir 12 árum var gert þjóðará- tak er Alusuisse átti í mjög alvar- legum erfiðleikum er rekstrartjón var 28,7% af veltu, auk taps í hafi við flutninga súráls og skaða af blautum skaupum. Fjöldi kvenna og karla stóð þá fyrir fjársöfnun handa hinum þurfandi. Stofnuð voru samtökin, Ný sjón- armið og kvenfélagið Vorhvöt. Stofnendur voru; Guðmundur Pét- ursson, forstöðumaður Tilrauna- stofu Háskólans í meinafræði, dr. Jón Geirsson efnafræðingur, Jón Ögmundsson efnaverkfræðingur, dr. Kristinn Albertsson jarðfræð- ingur, Þórður Helgason verslunar- skóiakennari, Hörður Erlingsson framkvæmdastjóri, dr. Sigurður Helgason fisksjúkdómafræðingur, Jón Oddsson hæstaréttarlögmað- ur, Guðmundur Guðmundsson matvælafræðingur, Erlingur Gíslason, leikari og bókmennta- fræðingur, dr. Höskuldur Þráins- son prófessor, Helgi Valdimarsson, prófessor og yfirlæknir, Davíð Erl- Við Ftínarfossa hjá Schaffhausen í Sviss. Minnisvarði um fyrstu spor Alu isuisse. Hverjir leystu álmálið? ingsson handritafræðingur og dr. Þorvarður Helgason, menntaskóla- kennari og rithöfundur. Alusuisse var þegar tilkynnt um árangur söfnunarinnar en þá hafði fyrirtækið nokkuð rétt úr kútnum og var ákveðið að hafa féð tiltækt ef í nauðir ræki á ný og þá í sam- ráði við Alusuisse en kaupmáttur íslensku krónunnar margfaldast er féð fer úr íslenskum höndum yfir til Alusuisse. Vegna skipulags- og mannabreytinga í stjórn fyrir- tækisins, sem m.a. af þeim sökum fékk nafnið Alusuisse-Lonza, virð- ist þetta átak hafa lent í útideyfu. Það þurfti því óbreytta íslenska ferðalanga til að rifja þetta upp og breyta með því óvart öllum gangi álsamninganna þó að Alusuisse hafi margoft boðist til að stækka álverið svo að íslendingar gætu selt meira rafmagn á þessu hag- stæða verði sem fyrirtækið af ör- læti sínu er fúst að greiða, skv. upplýsingum er lekið hafa út. Þjóð veit þá þrír vita. í stíl „Evrópukrata" í Morgunblaðinu 5. nóvember sl. birtist pistill frá 2 íslendingum sem á síðastliðnu sumri höfðu skroppið yflr svissnesku landa- mærin við Rinarfossa og rekist þar á minnisvarða um fyrstu spor Alusuisse 1888. Þar var rifjuð upp saga þjóðarátaksins fyrir 12 árum en hún var þessu alþýðufólki í fersku minni. Siðdegis sama dag, þ.e. 5. nóv. sl„ komu gleðitíðindin um að allt í Kjallarinn Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður einu væri kominn skriður á samn- ingaviðræður eftir að pistillinn hafði verið lesinn. Þessu fagnar nú alþýða manna sem fyrir 12 árum veitti af veisæld sinni, enda hefur Alusuisse verið lyftistöng afkomu þjóðarinnar og veitt henni án end- urgjalds hlómgaða mengun í stíl „Evrópukrata" i stað örmerkja al- múga sveitalofts í heimsborgalegu þéttbýli. Islensku samningakarlmennim- ir hafa nú af gestrisni náð samn- ingum og gripið gull á við Alu- suisse með orku fallvatna, enda stjómvöld nýverið ákveðið vegna orkusölu að afvatna Dettifoss fýrir Fljótsdalsvirkjun. Sólarhringi eftir birtingu pistilsins var allt klappað og klárt, enda Alusuisse-Lonsa sannfært um að Finnur Ingólfsson orkuráðherra hefði þjóðarsálina sér að baki. Þess má geta að þekkt- ur íslenskur myndhöggvari hefur lýst hug sínum um að hanna minnisvarða um Alusuisse á ís- landi. Alvarlegt áhyggjuefhi er að upp- lýsingaþjónusta íslenskra stjórn- valda skuli ekki betur vakandi en raun her vitni og að óbreyttir ferðamenn skuli fyrir algjöra til viljun þurfa aö verða til þess að koma hreyfingu á brýnasta hags- munamál þjóðarinnar. Jón Oddsson „íslensku samningakarlmenriirnir hafa nú af gestrisni náð samningum og gripið gull á við Alusuisse með orku fallvatna, enda stjórnvöld nýverið ákveðið vegna orkusölu að afvatna Dettifoss fyrir Fljóts- dalsvirkjun.“ Skoðanir annarra Breyting í atvinnuháttum „Sókn í útflutningi iðnaðarvara byggist ekki síst á hugbúnaði og tæknibúnaði ýmiss konar. Það er ljóst að eðli íslenskrar atvinnustarfsemi er að breyt- ast, þótt sú þróun fari hægt. Hið gamla veiðimanna- samfélag er á undanhaldi og í raun var fótunum kippt undan því þegar farið var að ákveða heildar- afla fyrir fram. Það eiga að vera öll tæki til þess á íslandi, eins og annars staðar að gera áætlanir um atvinnu- og efnahagsmál til lengri tíma, en mikið hefur skort á að svo hafi verið gert.“ Úr forystugrein Tímans 28. nóv. Halli ríkissjóða „Oft er á það bent að halli ríkissjóða sé viða meiri en hér. Þetta er rétt. En það er rangt að réttlæta hallarekstur hér á landi með slíkum samanburði. Það geta hins verið góðar og gildar ástæður til að reka ríkissjóð tímabundið með halla . . . Ef íslensk heimili tækju til dæmis skyndilega upp á því að spara á japanska vísu kæmi að sjálfsöðgu til álita að vega þar á móti með auknum haÚa á ríkissjóði. Ekki er hins vegar líklegt að þetta verði áhyggjuefni í bráð.“ Þórður Friðjónsson í 45. tbl. Vísbendingar. Viniiiístaðasammngar „Vinnuveitendur hafa á síðustu vikum beint spjótum sínum að fjármálaráðherra fyrir of miklar launahækkanir til opinberra starfsmanna. ASÍ vill sömu hækkanir og ríkisstarfsmenn hafa fengið, án þess að það sé útskýrt nánar.... Rétt væri að dusta rykið af gömlum hugmyndum um vinnustaðasamn- inga. Vart er við því að búast af verkalýðsforkólfum landsins að þeir hafi forgöngu um slíkt. Atvinnurek- endur hafa ekki sýnt þessu fyrirkomulagi neinn áhuga og vilja miðstýra launamálum í landinu. . . . Ef einhverja lærdóma á að draga af núverandi ástandi á vinnumarkaðnum, er það að draga beri úr miðstýringu og auka sveigjanleika við gerð kjara- samninga." Úr forystugreinum Alþbl. 28. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.