Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Page 4
4
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
Fréttir
Uppsögn kjarasamninga nokkurra stórra verkalýðsfélaga:
Þetta er misskilningsópera
- munum stefna öllum þessum félögum, segir Þórarinn V. Þórarinsson
„Þetta er ein misskilningsópera.
Þaö er ekki í valdi eins félags að
segja samningum upp að eigin geð-
þótta. Samningsforsendur hafa stað-
ist og samningarnir gilda til loka
næsta árs. Við verðum hins vegar
að fá þetta staðfest fyrir dómi, svo
sem vegna launaútborgana um
næstu mánaöamót. Við munum því
stefna öllum þessum félögum fyrir
Félagsdóm til að þola dóm um að
það eigi að hækka laun félagsmanna
þeirra frá 1. janúar," segir Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ.
Vinnuveitendasambandið mun í
dag stefna þeim verkalýðsfélögum
sem sagt hafa upp kjarasamningum
sínum fyrir Félagsdóm. Verði niður-
staðan sú að uppsagnimar séu ólög-
mætar munu félagsmenn fá ums-
amdar launahækkanir um áramótin
en verða af hækkun desemberupp-
bótar sem kjaranefnd samdi um.
Þórarinn segir að í öllum þeim fé-
lögum sem staðið hafa á uppsögn
samninganna sé óvenjuhátt hlutfall
launþega sem fái hærri desember-
uppbót en samið hefur verið um.
Ljóst sé að þeir hafi ekki getað unnt
félögum sínum aö fá hækkun.
„Þetta er vandinn í allri þessari
launajöfnunarumræðu. Það er eng-
inn vilji til þess innan verkalýðsfé-
laganna að jafna eitthvað kjör. Sá
vilji virðist fyrst og fremst vera í
orði en ekki á borði,“ segir Þórar-
inn.
Þórarinn kveðst ekki óttast mikil
átök né óróleika á vinnumarkaðin-
um vegna þessa umróts sem nú
gangi yfir. Þó aö fimm stéttarfélög
hafi sagt upp samningum sínum þá
bendi þátttakan í atkvæðagreiðslum
um málið í þá átt að forysta félag-
anna eigi ekki vísan stuðning hjá
hinum almenna félagsmanni.
„Ég hef enga trú á að almennir fé-
lagsmenn þessara félaga láti etja sér
úti í ólöglegar aögerðir gegn vinnu-
veitendum sínum, aðgerðir sem fé-
lögin vilja ekki bera ábyrgð á af ótta
við skaðabótábyrgð. Óróleikinn og
hitinn er bara hjá toppunum. Al-
menningur styður augljóslega það
sem gert hefur verið á undanförnum
árum, það að draga úr verðbólgunni
og auka kaupmáttinn."
-kaa
Kristján Gunnarsson:
Viö munum þvinga
atvinnurekendur
til viöræðna
- blæs á allt kjaftæöi Vinnuveitendaambandsins
DV, Suðurnesjum:
„Þórarinn Viöar ætti að líta í eig-
in barm. Hvað eru margir forustu-
menn vinnuveitenda sem taka
ákvörðun fyrir alla vinnuveitendur
á íslandi. Það er nánast nóg að Þór-
arinn segi að nú eigi þeir að standa
á haus, þá standa allir á haus. Þar
er einveldið algjört og þar er hann
kóngurinn og ræður öllu. Allt það
sem hann segir er lög,“ segir Krist-
ján Gunnarsson, formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur,
um þau ummæli Þórarins V. Þórar-
inssonar, framkvæmdastjóra Vinnu-
veitendasambandsins, að einungis
3% félagsmanna taki ákvörðun um
að segja upp kjarasamningum.
Kristján segir að Þórarinn Viðar
hafi gert mikið úr hversu fáir félags-
menn taki þessa ákvörðun.
„Það er gífurlega mikill stuðning-
ur og miklu fleiri en þeir sem sam-
þykktu að segja upp samningum
sem hafa lýst yflr fullum stuðningi
við okkur og segja að nú sé nóg
komið. Ég blæs á allt kjaftæði
Vinnuveitendasambandsins um það
að félagarnir vilji ekki það sem við
erum að gera. Það er gjörsamlega út
í hött. Fólk hefur bakkað mig vel
upp í þessu máli. Þetta er eins og
hvert annað áróðurskjaftæði sem
Þórarinn notar. Þetta er áróðurs-
tækni hans að gera lítið úr stéttarfé-
lögum og forystumönnum þeirra. í
hvert skipti sem hann er i fjölmiðl-
um og gerir lítið úr okkur fæ ég
alltaf mikil viðbrögð frá félags-
mönnum," segir Kristján sem telur
að félagsmenn geti ekki lifað við
þau launakjör sem verkafólkið býr
við í dag.
„Við erum í mikilli snertingu við
fátæktina og sérstaklega núna fyrir
Kristjan Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sparar ekki stóru orðin gagnvart atvinnu-
rekendum. Félag hans samþykkti með yfirburðum að segja upp kjarasamningum og nú ætlar Vinnuveitendasam-
bandið að stefna félaginu og öðrum þeim félögum sem sagt hafa upp samningum. DV-mynd ÆMK
jólin en þá leita margir á okkar náð-
ir. Það eru tvær þjóðir í þessu landi
og önnur þjóðin sem hefur það lak-
ara, hefur það verulega skítt. Við
ætlum okkur að ná fram betri
launakjörum."
Kristján telur að hægt sé að leysa
þessi mál við samningaborðið. Það
þarf að koma saman sem fyrst og
fara ræða saman.
„Það er alveg ljóst. Við munum
þvinga vinnuveitendur með ein-
hverjum ráðum til viðræðna. Ef þeir
ætla að standa í illdeilum við verka-
lýðshreyfinguna endalaust og í heilt
ár þá eiga þeir ekki von á góðu,
blessaðir. Ef þeir halda það sé lausn-
in að dæma verkalýðshreyfinguna út
og suður þá eru menn orðnir dálítið
villtir og ættu að skoða hug sinn bet-
ur,“ segir Kristján. -ÆMK
Dagfari__________________________
Hrotið í leikhúsinu
Fólk hefur ýmsar ástæður til að
fara í leikhús. Sumir fara til að
sýna sig og sjá aöra, sumir fara til
að lyfta sér upp og gera sér daga-
mun. Svo er sá hópur auðvitað til
sem fer í leikhús til aö njóta listar-
innar og leikritsins, þótt þeim fari
fækkandi sem hafa áhuga á leiklist-
inni sjálfri. Gerir það að sjálfsögðu
minna til eftir því sem öðrum til-
efnum fjölgar til leikhúsferða. Leik-
ritið sjálft og frammistaða leikar-
anna er í rauninni aukaatriði und-
ir slíkum kringumstæðum.
Það má jafnvel halda því fram að
eftir því sem leikritiö er lakara og
leiðinlegra því betra. Þá eiga menn
auðveldara með að sofna undir sýn-
ingu. Tilbreytingin og afþreyingin
við að fara í leikhús er nefnilega í
því fólgin að slappa af, hvíla sig og
slaka verulega á. Komast frá sím-
anum og erlinum og krökkunum og
öllu amstrinu heima. Fá að vera í
friði í þægilegum stólunum í Þjóð-
leihúsinu eða Borgarleikhúsinu og
njóta þagnarinnar í kringum sig
nema fyrir raddirnar frá senunni,
sem er svæfandi og róandi kliður,
svo ekki sé nú talað um ef leikritiö
er jöfn síbylja án þess að samræður
eða atburðir veki mann af værum
blundi.
Þess vegna þarf það ekki að
koma neinum leikhúsgesti á óvart
þótt hann verði þess var að leik-
húsgestir í kringum hann hafi lagt
sig í miðri sýningu og hrjóti af ein-
skærri ánægju. Hvað þá að fólk sé
að hafa orð á þessu út á við.
Dagfari getur ekki annað en lát-
ið í ljósi hneykslan sína og vand-
lætingu yfir lesendabréfi sem birt-
ist í Morgunblaðinu í síðustu viku
þar sem kvartað var undan hrotum
í Þjóðleikhúsinu.
Rétt eins og bréfritara kæmi það
á óvart að leikhúsgesetir sofnuðu
undir sýningu. Hefur maðurinn
aldrei sótt leikhús fyrr? Hefur
hann ekki skilning á tilgangi listar-
innar? Bréfritari vill jafnvel að
leikhúsgestir sofi heima hjá sér í
staö þess að hrjóta á sýningum.
Hann heldur því fram aö konur
eigi að skilja eiginmenn sína eftir
heima í stað þess að dröslast með
þá í leikhúsið. „Af hverju fara þær
bara ekki einar í leikhúsið og leyfa
körlunum aö gera það sem þeir
hafa áhuga á eða bara að sofa
heima hjá sér?“ Hér vísar bréfrit-
ari til þess að karlar hafi ekki sama
áhuga á leiklist og konur og hann
heldur því fram að það hafi ein-
göngu veriö karlar sem hrutu í
leikhúsinu og þeir hafi verið vel
við aldur og stæðilegir og greini-
lega „búnir að ná upp mikilli tækni
við að sofa á stólum leikhússins".
„Verst er þó,“ segir bréfritari, „aö
þetta virðist einhvers konar
„norm“ sem enginn kippir sér upp
við.“
Hér eru alvarlegar aðdróttanir á
ferðinni gagnvart karlkyns leik-
húsgestum. Ekki það að þeir þurfi
að skammast sín fyrir að sofna og
hrjóta, enda eru þeir búnir að
borga sinn miða og sitt sæti og
hljóta að ráða því hvemig þeir
verja tíma sínum. Hitt er alvar-
legra ef verið er að saka karlmenn
og karlkynið eins og það leggur sig
fyrir að kunna ekki að njóta listar-
innar fyrir það eitt að þeir haldi
sér ekki vakandi. Nær væri að
skammast út i leikhúsið og leikar-
ana fyrir að halda áhorfendum
ekki við efnið og það er ekki sök
karlmanna sem hafa keypt sína
miða að sofna undir leikritinu, ef
leikritið býður upp á það. Að ekki
sé talað um ef leikhúsið er eini
staðurinn sem býður upp á þannig
hvíld að menn geti slappað af og
sofnað.
Fólk ræður hvers vegna það fer í
leikhús eða eins og bréfritari segir
réttilega: „Megininntak sýningar-
innar er að menn sættist við sjálfa
sig og aðra og leyfi hverjum og ein-
um að vera eins og hann er og fæð-
ist til þessa lífs.“ Þetta er einmitt
mergurinn málsins. Menn hljóta að
eiga rétt á því að hrjóta og hrjóta í
kór í leikhúsinu ef þeim sýnist svo
og það jafnvel þótt þeir hafi að öðru
leyti gaman af sýningunni. Við
búum í frjálsu landi, ekki satt?
Dagfari
Tyco Matchbox bílar og bílabrautir þvottastöðvar,
brotajárnstöðvar, kappakstursbrautir og mótorhjól
bruna inn í búðirnar núna
I F N(5 G. R
Fu 'UN| N
Heildverslunin BJARKEY S: 567 4151