Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Sandkorn Baktus Norður á Húsa- vík starfa þeir saœan Mið við Mið tarmlækn- arnir Sigurjón Benediktsson, oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm, og Stefán Haralds- son, oddviti framsóknar- manna. Að sögn mun andrúmsloftið á tann- læknastofu þeirra hafa verið „þungt" á yfirstandandi kjörtíma- bili, enda annar í meiriMuta í bæj- arstjóm en -hinn í minnihluta. Nú kann hins vegar að vera betri tíð í vændum á tannlæknastofunni hjá Kariusi og Baktusi, eins og þeir fe- lagar eru gjaman kallaðir af svokölluðum gárungum á Húsavík. MeiriMuti Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags í bæjarstjóm er nefnilega að hmni kominn og sjálf- stæðismenn með Karíus í farar- broddi eru tilbúnir að ganga til liðs við Baktus og félaga hans í Fram- sóknarflokknum í nýjum meiri- Muta. Leiðarinn í leiðara blaðs- ins Hægri, sem gefið er út af hægrimönnum í Menntaskó- lanum á Akur- eyri, segir að það sé jafn gáfulegt að banna fólki undir tvítugu að neyta áfeng- is og að banna því aö planta trjám. Þar segir m.a. að 16 ára ungmennum sé gefinn kostur á að stytta aldur sinn með tóbaksreykingum, 17 ára ungmenn- um sé leyfdegt aö drepa sig og aöra í umferðinni sem ökumönnum og 18 ára ungmenni megi kjósa yfir sig ógnarstjórn sem gæti stytt aldur þeirra með lögum. Þar segír einnig að hvaða 18 ára unglingur sem er gæti - samkvæmt lögum - bankað upp á hjá Finni Ingólfssyni iðnaðar- ráðherra með 12-14 milljarða í vas- anum og boðist til að byggja álver. Að lokinni undirritun samninga yrði hins vegar að fagna með því að skála í KAKO. Nýr jólasveinn Bara nú af þvi fregnir að jóla- sveinunum hafi fjölgað um einn og séu þeir þvi orðnir 14 tals- ins. Sá nýjasti þeirra er svo- kallaður „dreif- býlisjóla- sveinn". Hann kemur úr Skagafirði, ber það virðulega nafn Sauðárkrókur og er kenndur við samnefndan bæ þar í sveit. - Á sama tíma og þetta spurðist út bárust af því fréttir að einn hinna gömlu jólasveina væri kominn tii byggða löngu á undan öðrum. Mun sá hafa brugðið sér í dulargervi Sverris Leóssonar, út- gerðarmanns á Akureyri, en kom upp um sig er hann skellti hurð í fundarsal bæjarstjómar Akureyrar svo undir tók í húsinu. En gaman- laust, þarna var Sverrir sjálfur á ferðinni og mótmælti eftirminnilega aðferðum bæjarstjórnar við söluna á Krossanesverksmiðjunni. Striplingarnir Það er víða hent gaman að „striplingun- um“ sem létu plata sig til þess að mæta naktir í verslun i höfuðborginni á dögunum, en fyrir þaö áttu þeir aö fá gefins farsíma. Var ekki annað að sjá af sjónvarpsmyndum en þeir húktu fyrir utan dyr verslunarinnar í kulda og trekki með þeim eðlilegu afleiðingum að manndómurinn skrapp saman og varð heldur fyrir- ferðarlítill hjá þeim sumum a.m.k. og minnti helst á dyrabjöllur. Einn kunningi Sandkoms kom rneð þá tillögu aö ef verslunin hygðist end- urtaka þetta „sölutrikk" væri fróð- legt að sjá viðbrögðin ef myndar- legri naktri stúlku yrði blandað í hópinn, hvort þá yrði ekki „hærra risið á striplingunum", eins og hann orðaöi það. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Karius og Fréttir Borgarafundur á Flateyri um snjóflóðamál: Það er rangt að hringla í stjórnsýslunni - sagði Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður Frá borgarafundinum á Flateyri. Einar Oddur gagnrýndi þar að Veðurstofan ein ætti að taka ákvarðanir um það hvenær hættuástand væri. Sveitarstjórinn á Flateyri fagnaði því að Veðurstofan tæki málið að sér. DV-mynd Guðmundur Fyrsti borgarafundurinn af fjór um, sem umhverfisráðuneytið hefur boðað til á Vestfjörðum um snjó- flóðamál og vamir, var haldinn á Flateyri á laugardaginn. Ráðuneyt- isstjóri umhverfisráðuneytisins, veðurstofustjóri, formaður al- mannavarnaráðs og sýslumaður ísa- íjarðarsýslu kynntu þar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðufollum. Miklar umræður spunnust um það ákvæði frumvarpsins að flytja skuli ákvarðanatöku um rýmingu húsa þegar hætta vofir yfir frá al- mannavarnanefndum heima í hér- aði og til Veðurstofu íslands. „Það hafa mikil átök verið um það að færa ákvarðanatöku um rýmingu úr héraði og til Veðurstofunnar. Það er rangt að hringla í stjórnsýslunni að þessu leyti, enda gerir frumvarpið ráð fyrir því að þetta skuli bara vera til eins árs. í desember ’96 á að vera komið nýtt frumvarp um það hvernig þessu skuli háttað. Það er best að hafa þetta eins og það er enda hefur Veðurstofan sannarlega verið að leggja sig fram og hefur unnið þetta með almannavarna- nefndum," sagði Einar Oddur Krist- jánsson alþingismaður. Kristján J. Jóhannesson, sveitar- stjóri og formaður almannavarna- nefndar á Flateyri, taldi hins vegar til bóta sami aðilinn hefði á sinni könnu rannsóknir á snjóflóðum og spár. „Ég var afskaplega efins á þessa færslu á ákvarðanatökunni, en eftir ítarlega skoðun tel ég þetta til bóta. Veðurstofa íslands verður stöðugt á verði og fær til þess mannafla og peninga, vænti ég. Þá má ekki gleyma því að Veðurstofan hefur hér tengilið þegar búið verður að ráöa snjóaeftirlitsmann á staðinn." Þá varaði Kristján við því að farið yrði offari í stærð rýmingarsvæða því erfitt gæti reynst að skýra fyrir fólki að hús sem væru á hættusvæði í vetur yrðu það ekki næsta vetur. Ólafur H. Kjartansson sýslumað- ur gerði að umtalsefni hversu mjög fólk hefði í flestum tilfellum sætt sig að yfirgefa. heimili sín þegar eftir því hefði verið leitað. Um frumvarp- ið segir Ólafur: „Það er fátt um það að segja að sýslumönnum hefur ekki verið kynnt frumvarpið þrátt fyrir að þeir séu yfirmenn almanna- varna, hver í sínu héraði.“ DV Akureyri: „Ég held að það sé allt í lagi að við náum þeim kvóta sem búið er að gefa út, áður en viö fórum að huga að því að fá meira” segir Jón Ey- fjörð skipstjóri á síldarbátnum Þórs- hamri GK 75 frá Grindavík um þá kröfu sem sett hefur verið fram að síldarkvótinn verði aukinn vegna góðs afurðaverðs um þessar mundir og góðra sölumöguleika. Útgefmn síldarkvóti er tæplega 130 þúsund tonn, og mun vera eftir að ná um 30 þúsund tonnum af hon- um. Veiðarnar hafa gengið mjög erf- iðlega síðustu vikurnar, sjómenn hafa þó orðið varir við nokkurt magn af síld, en hún hefur verið mjög erfið viðureignar. „Þetta hefur verið ansi leiðinlegt viðureignar, sildin fer mjög djúpt, oftast á 100-150 faðma dýpi og við bara náum þenni ekki. Svo hefur veðurfarið heldur ekki verið til að gera okkur þetta auðveldara” segir Jón Eyfjörð á Þórshamri GK. „Eins og ástandið er núna er eng- in ástæða til að auka við kvótann. Síldin hefur verið mjög erfið viður- eignar og það hefur verið sáralítil veiði að undanfornu. Ég sé ekki ann- að en kvótinn sé nægjanlegur miðað við þetta ástand” segir Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Sildar- vinnslunnar hf. í Neskaupsstað. -gk Umferðarátak lögreglunnar á Suðvesturlandi: Fimmtán „jólaglöggir“ ökumenn í Reykjavík Skipstjórinn á Þórshamri GK: B“":" ^stæða að dUKð sndarkvótann Lögreglan í Reykjavík stöðvaði um helgina 13 ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Nú yfir sameiginlegt umferðarátak lög- reglu á Suður- og Suðvesturlandi gegn ölVunarakstri en nú er algengt að fyrirtæki haldi jólaglögg starfsmenn sína. I Kópavogi voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvunarakstúr og er það minna en oft áður. Svip- aða sögu var að segja af öðrum lög- regluumdæmum þar sem átakið stendur yfir. Rúdolf Axelsson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni í vík, sagði í samtali við DV að 15 ölv unarakstrar væru hins en venjulegt gæti talist. Lögreglan á Suður- og Suðvesturlandi er með umferðarátak í gangi. Átakið er meðal annars gert í Ijósi þess að nú er jólaglögg í hámarki hjá fyrirtækjum. Myndin er tekin þegar lögreglan í Reykjavík stöðvaði fjölda bifreiða á Miklu- braut. DV-mynd Sveinn Akureyri: Betur gengiö um „glöggið" DV, Akureyri: „Menn eru ekki lengur eins og kálfar í undanrennu þegar þeir komast í jólaglöggið svokallaöa, þeir eru farnir að kunna betur á þetta,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, en segja má að stóra , jólaglöggshelgin" þar í bæ hafi ver- ið um helgina. Varðstjórinn sagði að vissulega hefði verið mikið um fólk á ferli og ýmislegt umstang í kringum ölvað- aða bæjarbúa, enda margir að koma úr fyrirtækjasamkvæmum. Fjöl- margir, sem voru orðnir þreyttir og valtir á fótunum, nutu „heimsend- ingarþjónustu" lögreglunnar og að- eins einn var settur í fangaklefa. Þá var aðeins einn tekinn fyrir ölvuna- rakstur þannig að helgin var róleg hjá Akureyrarlögreglunni hvað það snertir. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.