Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 11
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 11 PV_________________Fréttir Háir skattar flæma stórstjörnurnar á brott: Verðugt verk- efni að laga skattakerfið - ríkt fólk á að geta búið hér, segir Pétur Blöndal „Ég tel að það sé mjög brýnt að laga skattakerfið hér á landi þannig að ekki sé verið að flæma fólk með háar tekjur og arðsöm fyrirtæki úr landi,“ segir Pétur Blöndal, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við DV. DV greindi frá því að Kristján Jó- hannsson óperusöngvari hefði bein- línis flutt frá íslandi vegna skatta- málanna. „Við urðum að flytjast burt á sínum tíma fyrst og fremst vegna skattamálanna og við miss- um bæði af umsvifum og sköttum,“ sagði Kristján í viðtali við blaðið. Einnig kom fram að Björk Guð- mundsdóttir hefði átt í útistöðum við skattayfirvöld og minnstu mun- aði að eignir hennar hér yrðu boðn- ar upp vegna áætlunar skatta. „Það þarf að laga skattakerfið svo þetta fólk geti verið hér. Þaö er at- hyglisvert að flestir rikustu íslend- ingamir búa í útlöndum," sagði Pét- ur og lagði til að skattprósentan yrði lækkuð sem kæmi einnig meðaljóninum til góða. Hann benti einnig á að þau er- lendu stórfyrirtæki sem starfa á ís- landi, eins og ísal og Járnblendifé- lagið, hefðu fengið sín eigin skatta- lög enda vart hafið starfsemi hér að öðrum kosti. „Það er mjög verðugt verkefni fyrir löggjafann að laga skattakerfið þannig að hægt verði að laða hing- að ríka erlenda borgara. Það á að kanna hvort ekki sé hægt að veita þessu fólki hæli hér. Með skatttekj- um af þeim væri unnt að milda skattaáþján íslendinga," sagði Pét- ur. -GK Bandalag kvenna í Hafnarfirði: St. Jósefsspítali í Hafnarfirði starfi áfram Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur sent heilbrigðis- og fjármála- ráðherra bréf þar sem það lýsir miklum áhyggjum vegna fyrirhug- aðra breytinga á þjónustuhlutverki St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. í bréf- inu segir að bandalagið hafi alla tíð staðið að baki spítalanum og borið hag hans fyrir brjósti, meðal annars staðið fyrir söfhun vegna kaupa á röntgentækjum fyrir spítalann. Þeg- ar tilraun var gerð á haustdögum 1991 til að breyta rekstri spítalans stóð bandalagið að undirskriftasöfn- un. Þá undirrituðu 10.322 einstak- lingar á einni helgi áskorun til þá- verandi heilbrigðisráðherra um að spítalanum yrði gert kleift að við- halda óbreyttri þjónustu. Við þeirri beiðni var orðið. Með bréfi sínu nú ítrekar banda- lagið þá áskorun og væntir þess að heilbrigðisráöherra sýni málinu skilning og velvilja sem verði til þess að spítalinn geti starfað áfram eins og sl. 69 ár. -ÞK gr-AX400 VIDEOMYNDAVÉL ÁRSINS Hönnuður VHS VHS Jólagjöf fjölskyldunnar Helstu eiginleikar JVC GR-A400EG 0 Innbyggt Ljós, sjálfvirkt / handvirkt. 0 Sjálfvirk kyrrstaða 0 Kiippitölva með 8 minnum. Vinnur 0 með öllum betri myndbandstækjum. 0 Þráðlaus f jarstýring 0 Texfagerð. 0 12 x Aðdráttur - ZOOM 0 2 LUX, mjög Ijósnæm. 0 Ótrúlega lítil og létt. V /. Fylgihlutir: Rafhlaða, snælduhylki, axlaról, afritunarkapall, tvöfalt hleðslutæki með afhleðslu, þráðlaus fjarstýring. JVC Myndavélar frá kr: 49.900.-,,,. FACO Tækniverslun Faxafen 12, sími: 588-0444 Bamaborgari • KID BURGER. Steikir hamborgara á 7 mínútum og hitar brauðin um leið. Með viðloðunarfrírri húð sem er auðvelt að þrífa. ' tú. turaelcfJi'js/< brasðmikil smásasa frá 'ð l SpeðH[f>in Brauðrist • 850 W hitavarin brauðrist með rafeindastýrðum tímastilli sem tryggir jafnari glóðun. Mylsnubaiii sem er auðvelt að losa. BR/EÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 8, s(mi 553 8820 Ávaxta- og grænmetispressa • 200 Wog 14.000 snúninga. Tekur 500 g í einu og skilar safa í 2 glös af ávaxtasafa í senn. Hakkavél • Hakkar 300 g af kjöti á 10 sekúndum og fer létt með lauk, súkkulaði, möndlur, ost o.fl. 750 w, 8.000 snúningar á mínútu. Fáanleg fyrir blandara. Djúpsteikingarpottur • MINUTE SNACK Lítill og nettur fyrir litla skammta. Steikir einn skammt af frönskum á 5 mínútum. Borðgrill • GRILL CONTACT Hitnará 10 mínútum. Vatn í bakka undir grillinu dregur úr lykt. Viðloðunarfrí grillplata sem er auðvelt að þrífa. (11 j Kaffikanna • CAFÉ SELECTION Milt eða sterkt, þitt er valið. 90 gráðu vatnshiti og 80-85 gráðu kaffihiti. 1200Wog lagar 1,5 I á 8 mínútum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.