Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 12
12 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Spurningin Hvernig gengur þér að ná endum saman í fjármálum? Finnbogi Sumarliðason nemi: Engan veginn. Leifur Gíslason nemi: Engan veg- inn heldur. Júlíus Jóhannsson verslunarmað- ur: Mjög vel, ég nota Heimilislín- una. Björg Jónsdóttir húsmóðir: Það gengur alveg sæmilega. Eiður Jóhannesson, starfsmaður Olís: Það hefur gengið hingað til. Hulda Stefánsdóttir, gerir allt mögulegt: Mjög illa. Lesendur Verkamenn í Nor- egi og á íslandi Norskt starfsfólk að störfum í frystihúsi. Styrmir E. Jóhannesson skrifar: Ég hef verið búsettur í Noregi undanfarin 6 ár. Ég hitti hér fyrir skömmu íslenska konu sem starfar í frystihúsi í íslensku sjávarþorpi. Kona þessi tjáði mér að kaupið hennar væri 287 íslenskar krónur á klukkustund, eða 25 nkr. fyrir skatt- afrádrátt! Meö mikilli yfirvinnu, oft allt að 16 stundum, segist konan fá um 70 þúsund krónur íslenskar á mánuði. - í næturvinnu séu greidd- ar um 700 krónur fyrir klukku- stundina. Hvemig stendur á þessu? í Noregi hefði þessi sama kona u.þ.b. 110 nkr. - eða 1100 íslenskar kr. á tímann í sama starfí. Af þess- ari upphæð væri dreginn frá um 30% skattur. Ef hún þyrfti að vinna að nóttu til fengi hún u.þ.b. 200 nkr. á fyrir tímann, eða um 2.000 kr. ís- lenskar. - Eru íslenskar sjávaraf- urðir minna virði en norskar sjáv- arafúrðir? Ég hef heyrt íslendinga segja að norskur sjávarútvegur sé styrktur af norska ríkinu með olíupeningum! Að sjálfsögðu þarf að hlúa að at- vinnulífinu. Þó efast ég um að norska ríkið hafi styrkt norskan sjávarútveg meira en íslensk stjóm- völd styðja við sinn sjávarútveg. ís- lensk stjórnvmöld hafa fært nokkrum útvöldum aðilum á silfur- fati réttinn til þess að veiða í ís- lenskri landhelgi. íslenskar sjávarafurðir eru á heimsmælikvarða og em seldar dýr- um dómum. Því er það varla ástæð- an fyrir lágu kaupi hins íslenska starfsfólks. Norðmenn hafa verið grunaðir um að merkja saltfiskinn sinn sem íslenskan saitfisk til þess að fá betra verð! Þrátt fyrir að starfsmenn i fiskiðnaði í Noregi séu með margfalt hærra kaup en starfs- fólk í íslenskum fiskiðnaði eru fyrir- tækin hér yfirleit rekin með mikl- um hagnaði. Eigendur fyrirtækj- anna þéna því vel, svo og starfsfólk- ið. Vinnuvikan í Noregi er yfirleitt 37,5 klst. og ef fólk þarf að vinna um- fram þetta er því borgað yfirvinnu- kaup. Yfirvinnuálagið er 50% ofan á venjulegt tímakaup fyrstu 4 klukku- stundirnar og síðan er yfirvinnuá- lagið 100%. Lægsta leyfilegt kaup í Noregi er 55 nkr. á klst. - venjulega greitt unglingum. Verðlag í Noregi er svipað og á íslandi en allar nauð- synjavörur þó mun ódýrari í Nor- egi. Mér þykir þetta orðið óskiljanlegt og einkum þó það að fólk skuli láta bjóða sér svona framkomu af hálfu íslenskra atvinnurekenda. Eða að íslensk stjómvöld skuli líða þetta. Vilji fólk fá upplýsingar um at- vinnu í Noregi er því velkomið aö hafa samband við mig með því að skrifa til „Foreningen Edda“, Post- boks 4128, 9100 Kvalöysletta, Norge. Það er jú mun auðveldara en marg- ur heldur að flytja frá Islandi og t.d. til Noregs. Norskur sjávarútvegur tekur á móti íslensku starfsfólki opnum örmum - þrátt fyrir Smugu- deiluna. íslendingár eru þekktir í Noregi fyrir dugnað og samvisku- semi. Norðmenn líta einnig á íslend- inga sem „atvinnumenn" í sjávarút- vegi. Sjólendingar landflugvéla Bjami Sigurðsson skrifar: Athygliverð var frétt Ómars Ragnarssonar í Sjónvarpinu hinn 5. þ.m. þar sem sýnd var lending og flugtak af vatni (sjó) þótt engin væru flotin á vélinni. Hér virðist vera um að ræða mjög merkilega uppgötvun nokkurra reyndra ís- lenskra flugmanna. Uppgötvun þessi getur haft mjög afdrifarík áhrif á flugöryggi í framtíðinni því nú var í fyrsta sinn sýnt fram á að vatn sé ákjósanlegur nauðlendingar- staður fyrir landflugvélar. Þúsundir stöðuvatna um allt land, auk sjávarflata í innfjörðum, upp- götvuðust sem ákjósanlegir lending- arstaðir frækinna flugmanna sem telja sig í nauðum staddir, og allt fyrir hugdirfsku nokkurra snillinga og þekkingu þeirra á lögmálum náttúrunnar. Þar sem einn þessara frægu flug- kappa er flugstjóri í innanlandsflugi hér á landi ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því að þróa fyr- ir félag sitt fleiri aðferðir til að nýta sér þessa reynslu sína, t.d. í erfiðu aðflugi eða fráflugi frá sjó, líkt og frá ísafirði. Væri ekki upplagt t.d. að lenda á sjónum inn Skutulsfjörð- inn og renna sér svo upp í fjöru og inn á flugbrautina? Öryggissvæði fram í sjó yrðu þá óþörf, eins og t.d. á Akureyri, til norðurs! Hvilíkur sparnaður fyrir flugmálayfirvöld. En svona að lokum - og að öllu gamni slepptu: Hvaða kröfur eru gerðar á íslandi um andlegt heil- brigði flugstjóra sem hafa réttindi til þess að fljúga flugvélum með sak- lausa en borgandi farþega? Mikil verður ábyrgð þeirra sem eru að kenna þetta ungum flugmönnum þann dag sem einhver týnir lífi sínu í þessum háskaleik! Búvörusamingurinn böl og kvöl Kristln Pétursdóttir skrifar: Það setti að mér ugg eftir að hafa heyrt að búvörusamningurinn margumtalaði hefði verið sam- þykktur á Alþingi. Ég treysti á að allmargir þingmenn, t.d. Sjálfstæðis- flokksins myndu a.m.k. sitja hjá við afgreiðslu hans. - Það var þó aðeins Pétur Blöndal, sem greiddi ekki at- kvæöi með samningnum. Og einn annar þingmaður sjálfstæðismanna, Kristján Pálsson, maldaði í móinn, en lét sig þó hafa að ganga að öllum skilyrðunum og studdi samninginn. i_ þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 5000 milli kl. 14 og 16 .. ...» höfðust þeir að“, segir bréfritari. - Pétur Blöndal alþm. og Kristji Pálsson alþm. Ólíkt höfðust þeir að. Raunar var ekki við því að búast að fleiri þing- menn létu spyrjast út um sig að styðja við bakið á neytendum í þessu máli. - Hvað þá bændum. Bændur eru nefnilega jafn illa settir með þennan ólukku búvöru- samningi og neytendur. Því samn- ingurinn hefur ekki neina lausn að leiðarljósi eins og Pétur Blöndal orðaði það svo réttilega á Alþingi. Hvað verður um okkur, Ögmundur? Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég er félagi í BSRB og einn þeirra sem á næstu árum komast á eftirlaun. Okkar ágæti formað- ur minnist aldrei á að það þurfi að lækka eftirlaunaaldur úr 67 ára aldri í 65 ár. Þetta væri ein mesta kjarabótin. Margir ná ekki 67 ára aldri og fá aldrei að njóta lífeyris og hvíldar og allmargir eiga eifitt með að vinna til 67 ára aldurs. Það væri æskilegt að BSRB tæki á þessum málum með aldurslækkun í huga, þó þannig að fólk hefði valkost, gæti hætt 65 ára eða unnið til 67 eða 70 ára aldurs í hálfs dags eða heils dags vinnu. Þetta mál á formaðurinn að setja á oddinn nú þegar. Einn tíundi til Mæðrastyrks- nefndar Sonja Halldórsdóttir skrifar: Mig langar til að kalla á alla landsmenn að hugsa nú til ein- stæðra mæðra í jólaundirbún- ingnum og láta af hendi rakna að minnsta kosti einn tíunda jólaút- gjalda sinna til Mæðrastyrks- nefndar sem gjöf til jólabarnsins, Jesú. Ég hef sjálf stundum verið þiggjandi, en á þessu ári get ég gefið eitthvað sjálf. Og svo er vonandi um marga aðra i þessu landi. Óstöðug gáta í Dagsljósi Auðunn Bragi hringdi: Það er til mikilla óþæginda fyrir þá sem fylgjast með gátunni í þættinum Dagsljós í Sjónvarp- inu hve hún er óstöðug í þættin- um. Hún er ýmist höfð framar- lega eða aftarlega og allt þar á milli. Ég teldi til bóta að stjóm- endur kynntu efnið nákvæmar og þá um leið t.d. hvar gátan okkar myndi nú staðsett í það og það skiptið. Eða enn þá betra; að hún hefði sinn fasta sess á ákveðnum tíma. Kortatímabilin rugla fólk Kristmundur hringdi: Ég er undrandi á forráða- mönnum greiðslukortafyrirtækj- anna að taka ekki á þessu hringli verslana með gildistíma kort- anna. Það ruglar marga i ríminu þegar ný og ný tímabil gilda um úttektina. Þaö er rétt eins gott að miða hreinlega alltaf við 17/18. hvers mánaðar og þá veit maður hvar maður stendur. Hver er bættari með mismunandi gildis- töku? Verslanir ef tU vill en ekki við neytendur. Ég bíð bara þar tU þann 18. þessa mánaðar með jólainnkaupin. Enn um SD-smyrslið Elín Jóhannsdóttir skrifar: í lesendadálki DV 24. nóv. sL spurðist Sævar Ólafsson fyrir um SD- smyrsl og hvar það feng- ist. Sagði smyrslið hafa borið góðan árangur hjá syni hans sem væri með ofnæmi. Ég keypti sama smyrsl af tveimur konum fyrir utan Kaupfélagið í Borgar- nesi sl. sumar. Það reyndist vel og vildi ég fá meira af því. Gott væri að heyra t.d. frá þessum konum, lesi þær þetta, og frá frekari upplýsingar, t.d. hvar það fæst og úr hverju þaö er gert. Lesendadálkur DV mun birta hvaðeina sem berst um efnið fái hann frekari vitneskju en hún hefur enn ekki borist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.