Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Page 30
42
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
KIMPEX
FYRIR VÉLSLEÐANN
V GAS-
DEMPARAR
Arctic Cát frá kr. 7.118
Kawasaki frá kr. 6.927
Polaris frá kr. 5.860
Skidoo frá kr. 4.981
Yamaha frá kr. 4.857
Betra verð er vandfundið
GKMMXÉS
» Skútuvogi 12A, s. 581 2530
J-.
Silhináttföt
BOLAPRENTUN
fyrir fyrirtæki, ífirótta-
félöo og einstaklinga
^ Úrval af gæðafatnaði til áprentunar
Hönnun og uppsetning
Tökum að okkur stór verk og smá
Hafðu samband og athugaðu
hvað við getum gert fyrir þig!
Menning
Ljoð Þorsteins
í þessari ljóðabók Þorsteins frá Hamri
eru rúmlega fjórir tugir ljóða, hún skipt-
ist í fjóra hluta. Tveir þeir stystu eru
nafngreindir, „Strokudrengir" (I—VI) og
„Úr vitjun til vöggu Seifs“, en þau fimm
ljóð eru sviðsett í Grikklandi. Þar lýsir
hann staðháttúm, stundum til að bera
saman við íslenska sögustaði, lið fyrir lið,
en stundum til að sýna flöktandi verðandi
menningar, fjarri öllum klisjum mann-
kynssögunnar.
í Strokudrengur IV stillir hann óljós-
um hugsunum, kenndum og hugboðum
andspænis hefðbundnum hugtökum og
klisjum, sem ætlað er að hemja þær. Og
hann líkir þessu við annars vegar ein-
fara, sem leita til öræfanna, líkir stroku-
hestum eða villtum dýrum, en hins vegar
reyna annars konar menn að koma þeim
í yflrhöfn eða eitthvað í þeim dúr. Þetta
er dæmigert fyrir Þorstein, hvernig hann
gerir nær óræðar hugmyndir skynjanleg-
ar með líkingum við mannlíf - fyrri tíðar
frekar en nútíðar. í samræmi við það er
upphafinn ritmálsstíll á þessu framan af,
og við það skerpist andstæða hans á
seinni hlutanum, sem lýsir frelsisþránni.
Þar er meiri talmálsblær, og umfram allt
er sú klausa ein setning, ör upptalning
sem hæfir þessari ókyrru rás.
Bókmenntir
viðsjálustu tyllidagarnir eru liðnir
hjá.
Annað ljóð er sett samar, úr vísunum
tU þjóðsagna og forns sagr.adans, auk
alkunns orðalags um að eitthvað sé
traust eins og bjarg. En þetta leiðir til
þess að sýna „bjargfasta vissu“ sem
einkenni á „steinrunnu fólki“, og nú
koma tröllasögurnar inn til að sýna
slíkt fólk sem „nátttrölT, fólk sem er
svo fast í hugsanavenjum að það get-
ur ekki skynjað neitt nýtt. Vísun í
Ólaf lUjurós sýnir hins vegar seiðandi
háskann sem fylgir því að opna sig
fyrir nýju framandi. Það er eðlUegt að
skilja þann sem tU er talað í ljóðinu
sem hitt nátttröllið í lokalínunni, gott
ef lesandinn verður ekki að taka þetta
til sín. Útkoman verður sú að við sjá-
um mynd veruleikans eins og gliðna
sundur í skynjun augnabliksins.
Strandseta
Þú kallar steindranginn
ímynd aUs sem er traust,
einnar merkingar,
svikalaust, satt.
Virðir hann fyrir þér
stásslegur sjálfur og strokinn
á blækyrrum aftni
með björgum fram.
Svo verður þér kynlega
heitt, órótt hið innra.
Þú hefur vart undan að halda
sparilegum spekingssvipnum:
Því tröllið sem forðum
nam staðar og varð hér að steini
er byrjað að kallast á
vð annað tröU...“
Þorsteinn frá Hamri
Það talar í trjánum
Iðunn 1995, 64 bls.
Strokudrengur IV
Sumar hugsanir eru ætíð nafnlausar og
kann að finnast kalt sem slíkum, ekki síst þeg-
ar hver þytur af fregn eða sveipur í sáluhliði
eignar sér hlutdeUd í spurn þeirra og spáför-
um. En beri svo við að menn nálgist þær
hreyknir með skjólgóða og litríka nafngift, er
sú viðleitni ófyrirsynju, því sjálfar kjósa þess-
ar hugsanir enn um sinn ókannaðar lendur,
byljótt líf, myrkur og annað misjafnt, úti, langt
í fjarska, allt fremur en nafnið, í þeirri von að
komast þó einhverntíma aftur til manna þegar
Örn Ólafsson
Þorsteinn frá Hamri
Myndasögur í Greip
og Við hamarinn
Myndræn frásögn hefur löngum legið nærri
hjarta íslendingsins likt og sjá má af myndlýst-
um handritum og Bayeux-reUinum frá tölftu
öld þar sem eingöngu er notast við myndir til
að lýsa viðfangsefninu. í dag eru kvikmyndir í
hlutverki þess konar myndfrásagnarmiðils en
einnig myndasögur. Báðir þessir miðlar teljast
eiga aldarafmæli um þessar mundir og er fróð-
legt að sjá á hversu ólíkan hátt þeir hafa spjar-
að sig. Á meðan kvikmyndin hefur öðlast sess
sem hámenningarlistgrein situr myndasagan
enn i öskustónni og lætur sig dreyma. Nú hafa
hins vegar verið opnaðar tvær sýningar, önnur
í Gallerí Greip og hin Við hamarinn í Hafnar-
firði þar sem tengsl myndasögunar við mynd-
listina eru leidd í ljós og sýnt fram á að skilin
á milli hámenningar og lágmenningar eru oft
ærið óljós, m.a. í verkum Errós, sem á verk á
sýningunni Við hamarinn í Hafnarfirði.
Markaðsvara eða list?
Jafnhliða sýningunum, sem haldnar eru í til-
efni af aldarafmæli myndasögunnar, hefur ver-
ið gefið út sjöunda tölublað myndasöguritsins
(Gisp!) sem jafnframt gegnir hlutverki sýning-
arskrár. Þar er m.a. að finna skemmtilega
grein eftir Þorra Hringsson um lágménningar-
áru myndasögunnar o.fl. Niðurstaða hans er sú
að „ef ekki væri til lágkúruleg fjöldamenning
væri erfitt að framlengja goðsögnina um há-
menninguna“. Hins vegar er ekki hægt að
skrifa upp á að þau verk sem sýnd eru í Gall-
erí Greip og Við hamarinn tilheyri lágkúru-
legri fjöldamenningu. í Gallerí Greip eru að
vísu verk sem eiga að nálgast þá skilgreiningu
en þá fremur út frá listrænum forsendum en
markaðslegum. Myndasögur sem markaðsvara
eru nánast óþekkt fyrirbæri hér á landi og
tengjast fremur þeim menningarsvæðum þar
sern lestrarkunnáttu er áfátt, s.s. eins og í
Mexíkó, eða þar sem hægt er að halda verði
þeirra svo lágu að götustrákar geti átt fyrir
blöðunum, eins og raunin hefur verið með has-
arblöðin í Bandarikjunum.
Myndlist
Ólafur J. Engllbertsson
Tengsl myndasögunnar
við málverkið
Þó svo að nýir teiknarar á borð við Magnús
Helgason og Andreu Helgadóttur og Bjarka
Kaikumo nálgist myndasöguna út frá forsend-
um hasarblaðanna amerisku segir það ekkert
um staðal myndasögunnar hér á landi. Með
þessum sýningum kemur glöggt í ljós að
myndasögublöð á borð við Bandorm (og Gisp!)
hafa piægt akur sem á örugglega eftir að
blómstra vel í framtíðinni. Þeir Halldór Bald-
ursson, Bjarni Hinriksson og Þorri Hringsson
standa að útgáfu (Gisp!) og eiga jafnframt mest-
an þátt í uppsetningu sýninganna. Sýningin í
Galleríi Greip hefur meira tækifærisyfirbragð
en sú Við hamarinn. Þó eiga margir verk á
báðum sýningunum, m.a. Ómar Stefánsson,
Óskar Thorarensen, Bragi Halldórsson og
Steingrímur Eyfjörð. Sýningunni Við hamar-
inn er ætlað að benda á tengsl myndasögunnar
við málverkið og þar er að finna margt merkra
verka eftir m.a. Helga Þorgils Friðjónsson, Þor-
vald Þorsteinsson, Hallgrím Helgason, Kristin
G. Harðarson, Þór Vigfússon, Daða Guðbjörns-
son og Erró, svo nokkrir séu nefndir. Hér er
um að ræða skemmtilegar og líflegar sýningar
sem lífga upp á skammdegið um leið og þær
lýsa á sinn hátt þeim þjóðarkarakter að tengja
mynd við frásögn. Sá karakter tengist hins veg-
ar ekki á beinan hátt lágkúru eða peningasjón-
armiðum annarra menningarsvæðá þótt hann
sé bæði alþýðlegur og alþjóðlegur og geti verið
klúr.
Sýningarnar í Greip og Við hamarinn
standa tii 17. desember.
SIOUMULA 33 SIMI581 4141. FAX 588 4141|