Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 43
j MANUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Fréttir Mikið fjölmenni var á Ráðhústorgi á Akureyri á laugardag þegar Ijósin voru kveikt á jólatrénu þar. Tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku, og sendiherra Dana á íslandi afhenti tréð formlega. Með þessari at- höfn má segja að „jólavertíð" barnanna á Akureyri sé formlega hafin. DV-mynd gk Hollustuvernd og yfirdýralæknir: Varúð við meðhöndl- un sviðahausa Hollustuvernd ríkisins og emb- ætti yfirdýralæknis leggja áherslu á að matreiðslumenn og almenningur ástundi varúð og góðar hreinlætis- venjur við meðhöndlun og mat- reiðslu sviðahausa, jafnt hreinsaðra sem óhreinsaðra. Viðvörunin er komin til vegna þess að salmonella greindist í sviðum en tekið er fram að dreifing hafi verið stöðvuð þar sem slíkt greindist en hluti afurð- anna hafi farið á markað. Sviðin á að taka tímanlega úr frysti þannig að þau séu fullþídd þeg- ar suða hefst. Þá ber að gæta þess að blóðvatn komist ekki í snertingu við önnur matvæli. Þá er lögð áhersla á að sviðin séu vel soðin. -rt NÝIR BÍLAR - INNFLUTNINGUR Nýr og stærri bíll Rafdrifnar rúður Suzuki Sidekick Sport Ný 4 cyl. 120 ha. vél og læsingar ABS-bremsur Utvarp og segulband Tveir líknarbelgir (Air bags) 4 hnakkapúðar Tvílitur Bíræfiö sælgætisrán framið i gærkvöld: Grímuklæddir ræn- ingjar stálu súkku- laði og sleikjó - lögreglan segir að Karíus og Baktus hafi uppi á þeim Tveir, að því að haldið er, 12 til 15 ára drengir frömdu í gærkvöld bí- ræfið sælgætisrán þegar þeir þustu inn í söluturninn Gott í kroppinn sem er við Höfðatún. Að sögn Þórunnar Þorleifsdóttur, starfsstúlku í söluturninum, komust piltarnir inn í söluturninn án þess að bjalla við hurðina klingdi. „Ég var í símanum að tala við vinkonu mína þegar ég heyrði þrusk í tröppum við útidyrahurð- ina. Ég bað vinkonu mína ,að bíða og fór fram í búð og sá strákana. Þeir hlupu út við það að ég hrópaði og höfðu á brott með sér kassa af sælgæti sem var á borðinu, stamp sem í var sleikjó og ýmislegt annað smálegt," sagði Þórunn í gærkvöld. Piltarnir hlupu út í myrkrið og lét Þórunn lögregluna vita. Hún kom fljótlega á staðinn og hóf þegar leit að ræningjunum en án árang- urs. Geir Jón Þórisson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, féllst á það aðspurður að þótt hans menn næðu ekki að hafa hendur í hári ræningjanna lágvöxnu þá myndi Karíusi og Baktusi takast að hlaupa þá uppi. Þórunni sakaði ekki en segir aldrei að vita hvernig drengirnir hefðu brugðist við hefði hún reynt að hindra að þeir kæmust út. PP Kjaradeila röntgentækna: Neyðarastand að skapast - viðræður fyrirhugaðar í dag „Staðan er á mjög viðkvæmu stigi en við vonum að Eyjólfur hressist. Ríkisspítalarnir virðast hvorki hafa vilja en getu til að endurráða fólk- ið,“ segir Daníel Hálfdanarson, full- trúi röntgentækna á Landspítalan- um, en 15 af 19 röntgentæknum spít- alans hættu störfum um síðustu mánaðarmót. Neyðarástand er nú að skapast á röntgen- og krabba- meinsdeild Landspítalalans vegna skorts á röntgentæknum.. Röntgentæknarnir gengu út í kjöl- far þess að stjórn Ríkisspítalanna sagði upp samningi við þá um 15 tíma óunna yfirvinnu á mánuði. Að mati röntgentækna jafngildir það um 10 prósenta kjaraskerðingu. Um helgina hittust fulltrúar rönt- gentækna og stjórnenda Ríkisspítal- anna en í gær sigldu viðræðurnar nánast í strand. Að sögn Daníels munu menn hittast aftur í dag og kanna hvort forsendur- séu fyrir frekari samningaviðræðum. -kaa Gjaldskráin lækkuð um tíund Eignaraðilar Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar undirrit- uðu á dögunum samning við Reykjavík um grundvallarbreyt- ingar á starfsemi fyrirtækisins og lækkun á gjaldskrá þess. Breytingarnar eru þríþættar. Hitaveitu Akraness og Borgar- fjaröar verður frá áramótum skipt upp í þrjú fyrirtæki. Akra- neskaupstaður mun kaupa eign- arhluti Borgarbyggðar og Anda- kDshrepps I Andakílsvirkjun og ríkið mun samkvæmt samn- ingnum verða eignaraðili að hitaveitunni. Eignarhlutföll verða þannig að Akraneskaup- staður á 53,7%, Andakílshrepp- ur 4,3%, Borgarbyggð 21,3% og ríkissjóður 20,7%. Með samningnum lýkur þeirri umfangsmiklu endur- skipulagningu orkumála í Borg- arfjarðarhéraði sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Hornafjörður: Stefnt að bættri fjárhags- stöðu Bæjarstjóm Hornafjarðar hef- ur samþykkt áætlanir tO að bæta fjárhagsstöðu stjórnarinn- ar. Helstu markmið sem stjórn- in setti sér, var að bæta peninga- lega stöðu verulega með því að lækka nettóskuldir, að halda niðri rekstargjöldum og stefna að 30% rekstrarafgangi af tekj- um og tryggja nægjanlegt veltu- fé. -ÍS Húsavík: Engar meiri- hlutaviðræður DV, Akureyri: „Það hefur enginn talað við mig ög engar viðræður farið fram um nýjan meirihluta," sagði Sigurjón Benediktsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Húsavík, í gær um hugsanlegar meirihlutaviðræð- ur sjálfstæðismanna og framsóknar- manna í bæjarstjórn Húsavíkur. Til tíðinda kann að draga í meiri- hlutamálinu strax í vikunni því þá' á bæjarráð að ganga frá tillögu sinni um tvo stjórnarmenn í nýtt sameinað fyrirtæki útgerðarfyrir- tækisins Höfða hf. og Fiskiðjusam- lags Húsavíkur. Margir telja ólík- legt að Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag, sem nú eru S bæjar- stjórnarmeirihluta, nái samstöðu í því máli þar sem minnihlutinn mun fá annan fulltrúann í sinn hlut. Það verður síðan á bæjarstjórnarfundi eftir viku sem kjör fulltrúanna í stjórn sameinaða fyrirtækisins verður endanlega afgreitt. -gk Verkamannafélagið Dagsbrún: Láglaunatímabilinu verður að Ijúka - segir Guðmundur J. Guðmundsson „Láglaunatímabilinu á íslandi verður að ljúka en um hernað- arplönin vil ég ekkert segja á þess- ari stundu," segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar. Verkamannafélagið Dagsbrún stendur við þá ákvörðun að segja upp. samningum. Um helgina fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla um málið meðal félagsmanna Dags- brúnar. Um 600 félagar í Dagsbrún tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, eða um 15 prósent félagsmanna. Sam- þykkir tillögu stjórnar og trúnaðar- mannaráðs um uppsögn samninga voru 353 en andvígir 252. Alls hafa fimm stéttarfélög innan Verkamannasambands Islands ákveðið að standa við uppsögn samninga. Auk Dagsbrúnar eru það Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- firði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Verkalýðsfélagið Baldur á fsafirði og Verkalýðsfélagið Ein- ing á Akureyri. Að sögn Guðmundar munu for- menn félaganna fimm hittast í dag eða á morgun til að ræða næstu skref. Markmiðið sé að ná í áföng- um svipaðum kaupmætti og verka- fólk á Norðurlöndunum hafi. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.