Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Page 44
56 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 OIIYiflf 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. Leikhús $cV> [ÍJ Fótbolti 2J Handbolti 3 j Körfubolti 4 Enski boltinn 5 ftalski boltinn 6 ; Þýski boitinn 7 j Önnur úrslit 8 NBA-deildin 1] Vikutilboð stórmarkaðanna 2 j Uppskriftir 1 Læknavaktin 2} Apótek m Gen& ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR ettir Ólaf Hauk Símonarson Föd. 29/12, nokkur sæti laus, Id. 6. jan. GLERBROT eftir Arthur Mlller 8. sýn. föd. 5. jan., 9. sýn. fid. 11. jan. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 30/12 kl. 14.00, uppselt., Id. 6/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 7/1, kl. 14.00, nokkur sæti laus. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS - dagskrá hefst kl. 21.00. Mád. 11/12, Ólafía Hrönn Jónsdóttir syngur ásamt Tríói Tómasar R. Einarssonar lög af nýútkominn geisladiski þeirra KOSSI og nokkur lög Ellu Fitzgerald. Þrd. 12/12, útgáfutónleikar vegna nýútkomins geisladisks stórsveitar Reykjavíkur (Big Band). Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig síma- þjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! 1! Dagskrá Sjónvarps 2j Dagskrá Stöðvar 2 3 j Dagskrá rásar 1 41 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5 j Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 7| Tónlistargagnrýni 8 j Nýjustu myndböndin 9 Gervihnattardagskrá ÍSLENSKA ÓPERAN k=d"" Sími 551-1475 Föstud. 29/12 kl. 21.00. MADAMA BUTTERFLY Sýningar í janúar Nánar auglýst síðar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19, sýningardaga er opið þar til sýning hefst. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ■1} Krár 2j Dansstaðir 3j Leikhús 4 j Leikhúsgagnrýni [5] Bíó 6 Kvikmyndagagnrýni Tilkynningar Félagsstarf aldraðra Gerðubergi í dag, 11. des., kl. 13-14 lesa Sveinn Elíasson og Vilhjálmur Hjálmarsson úr nýjum bókum. Miðvikudaginn 13. desember býð- ur Mál og menning í heimsókn í verslun sína í Síðumúla. Veitingar og akstur i boði. Lagt af stað kl. 13.30. Upplýsingar og skrán- ing í s. 557 9020. 6 vinningsnumer 1| Lottó Víkingalottó Getraunir cíiuiii DV 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. Sölugallerí í Hafnarfirði Sjö nemendur úr hönnunarbraut Iðnskóla Hafnarfjarðar hafa opnað sölugallerí að Reykjavíkurvegi 62, Hafnarflrði, með islenskum handunnum hönnunarvörum. Hönnunardeild Iðnskólans í Hafn- arfirði hefur veriö starfrækt í fjögur ár. Mikill áhugi hefur verið á þessu námi. Nú á haustönn eru 96 nemendur við nám á hönnunarbraut skólans og er gert ráð fyrir að 12-14 nemend- ur útskrifist í annarlok. Fréttir Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Bjartsýnisverðlauna Bröstes, afhenti Friðriki viðurkenninguna í Perlunni á föstudag. Á myndinni eru einnig Peter Bröste, forstjóri verðlaunanefndarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. Friörik Þór fékk bjartsýnisverðlaun Bröstes árið 1995: Fékk tvenn verðlaun um helgina LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau 30/12 kl. 14. LITLA SVIÐ KL. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Föst, 29/12, lau. 30/12. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föstud. 29/12. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 29/12. Tónleikaröð LR Á litla sviði, alltaf á þriðjudögum kl. 20.30: Trio Nordica þri., 12/12, miðaverð kr. 800. f skóinn og til jólagjafa fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Línu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðsiukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. „Bjartsýnisverðlaun Bröstes voru ekki einu verðlaunin sem ég átti hlut að um þessa helgi, því kvik- myndin Bíódagar var að fá aðalverð- launin á hátíðinni Maður og um- hverfi í París um helgina. Það eru held ég níundu verðlaunin sem myndin fær,“ sagði Friðrik Þór við DV. Dómnefnd Bjartsýnisverðlauna Bröstes var sammála um að veita Friðriki Þór verðlaunin að þessu sinni fyrir árið 1995, en verðlaunin nema 50.000 dönskum krónum eða rúmlega hálfri milljón íslenskra króna. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari verðlaunanna, afhenti Friðriki viðurkenninguna við hátíð- lega athöfn í Perlunni á föstudag. „Verðlaunaféð kemur sér vel og ætli það komi ekki að góðum notum í kvikmyndaverkefni hjá mér. Ég er önnum kafinn þessa dagana við að undirbúa tökur á- kvikmyndinni Djöflaeyjunni eftir handriti Einars Kárasonar, en stefnt er að því að sú mynd verði tilbúin í september á næsta ári,“ sagði Friðrik. -ÍS Menning____________________ Litríkt og skemmtilegt líf Knattspyrna er sú íþrótt sem er útbreiddust og vin- sælust hér á landi sem víða annars staðar. Keppend- ur skipta þúsundum, sem og starfsmenn og áhan- gendur liða og umfjöllun um knattspyrnuleiki er fyr- irferðarmikil í fjölmiðlum. Sjálfsagt er fótboltinn heimur út af fyrir sig og umræðan, áhuginn og at- hyglin, sem íþróttin fær, er eflaust mörgum þjóöfé- lagsþegninum illskiljanleg. En fyrir þá sem fylgjast með, sækja völlinn, fylgja sínum liðum og lifa og hrærast i þessum heimi fótboltans eru úrslit, árang- ur og frammsistaða eilif uppspretta eftirvæntingar og umfjöllunar. Þaö fer heldur ekki á milli mála að all- Bókmenntir Ellert B. Schram ur þorri almennings er með einum eða öðrum hætti smitaður af þesari umræðu. Ekki dregur það heldur úr að fjölmörg knattspyrnufélög tefla fram liði í nafni viðkomandi bæjarfélags og eru þannig orðin andlit og fánaberi byggðarlagsins. Allt þetta hefur sitt að segja um vinsældir knatt- spyrnuíþróttarinnar og það þarf því engum að koma á óvart að bókaútgefendur sjá markað fyrir knatt- spyrnubækur. íslensk knattspyrna 1995 í samantekt Víöis Sig- urðssonar kemur nú út í fimmtánda skipti og varla er ráðist í þessa útgáfu og hina miklu vinnu sem að baki henni býr nema bókin seljist og eigi sína tryggu les- endur. Það er í sjálfu sér merkilegt vegna þess að hókin hefur ekkert nýtt fram að færa. Hún er upptalning og skrásetning á leikjum og úrslitum sem tilheyra liðnu keppnistímabili. Hún er hálfgerð skýrsla, „document- ary", en ekki fréttir eða æsandi blaðamennska. Það eru hins vegar meðmæli með bókinni og skrá- setjara. Slíkt verk að safna saman ítarlegum upplýs- ingum um heilt knattspyrnusumar er nefnilega ekki hrist fram úr erminni og afar auðvelt að gera mistök í ónákvæmni og ranghermi. Slíku er ekki fyrir að fara í bók Víðis. Hann dreg- ur saman úrslit allra leikja karla og kvenna, allra flokka og allra móta, sem fram fara á vegum KSÍ. Og Víðir Sigurðsson. ekki nóg með það. Markaskorun, stutt lýsing á gangi leikjanna, staðan eftir hverja umferð, gröf um gengi leikmanna og liða o.s.frv. prýða bókina. Undirritaður hefur ekki tök á að leita mistaka eða villna, enda að æra óstöðugan i þeim mýgrút af upplýsingum sem fram koma. Enda má fullyrða að vandvirkni einkenni öll vinnubrögð. Stutt en góð viðtöl ásamt miklum fjölda mynda gerir bókina afar aðgengilega. Undirritaður les og um úrslit í neðri deildum deild- arkeppninnar í bókinni og í yngri flokkum sem ekki hafa verið beint aðgengileg eða yfirleitt birt annars staðar, nema í mýflugumynd. Þessi natni við aðra leiki heldur en þá sem snúa að fyrstu deildarkeppn- inni er bæði virðingarverð og þakkarverð. íslensk knattspyrna hefur unnið sér sess í bókahill- um allra knattspyrnuáhugamanna og er ómetanleg fyrir þá sem vilja hafa yfirlit yfir knattspyrnusöguna. í heild sinni er bók Víðis lofsvert framlag til íþróttastarfsins og gefur mikla vísbendingu um það litríka og skemmtilega líf og leik sem ríkir í heimi knaattspyrnunnar. íslensk knattspyma 1995 höfundur Víðir Sigurðsson útgefandi Skjaldborg h.f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.