Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Qupperneq 46
58 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Afmæli Lukka I. Magnúsdóttir Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir, Höfðavegi 5, Höfn í Homafirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Fjölskylda Lukka fæddist á Norðfirði og ólst þar upp. Hún giftist 1945 Ey- mundi Sigurðssyni, f. 11.8.1920, d. 11.10. 1987, hafnsögumanni á Höfn í Hornafirði, en hann var sonur Sigurðar Eymundssonar, bónda og verkamanns á Höfn, og k.h., Agnesar Bentínu Moritzdóttur Steinsen húsmóður. Lukka og Eymundur eignuðust tíu börn. Þau eru Sigurður, f. 5.2. 1943, umdæmisstjóri RARIK á Austurlandi, kvæntur Olgu Ó. Bjarnadóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Anna Margrét, f. 28.5. 1944, húsmóðir í Garðabæ, gift Guðjóni Davíðssyni húsa- smíðameistara og eiga þau fjögur börn; Agnes, f. 12.8. 1945, tækni- teiknari í Hafnarfirði, gift Grétari G. Guðmundssyni rafvirkja og eiga þau tvo syni en þau hafa misst tvö börn; Eygló, f. 19.12. 1947, smurbrauðsdama á ísafirði, gift Jakobi Ólassyni trésmíða- meistara og eiga þau þrjú börn; Albert, f. 24.2. 1949, skólastjóri á Höfn í Hornafirði, kvæntur Ástu G. Ásgeirsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Ragnar Hilmar, f. 4.4. 1952, málari á Höfn í Hornafirði, kvæntur Rannveigu Sverrisdóttur og eiga þau tvo syni; Brynjar, f. 28.10. 1953, mat- reiðslumeistari á Seltjarnarnesi, kvæntur Elsu Guðmundsdóttur smurbrauðsdömu og eiga þau þrjá syni, auk þess sem hann á tvær dætur frá fyrra hjónabandi; Bene- dikt Þór, f. 10.8. 1955, húsasmiður í Ósló og á hann tvo syni með fyrrv. sambýliskonu sinni, Ritu Hansen; Halldóra, f. 27.10. 1957, húsmóðir í Reykjavík, gift Camillusi Rafnssyni málara og eiga þau tvö börn; Óðinn, f.-5.10. 1959, matreiðslumeistari á Höfn í Hornafirði, kvæntur Elísabetu Jó- hannesdóttur, starfsstúlku á dag- heimili og eiga þau tvö börn. Langömmubörn Lukku eru nú fimm talsins. Systkini Lukku: Guðmundur Helgi, f. 1916, d. 1962, verkamaður og sjómaður á Norðfirði og síðar í Reykjavík; María, f. 1917, húsmóð- ir á Akureyri, ekkja eftir Guð- mund Halldórsson bifreiðastjóra og eignuðust þau sjö börn; Guð- jón, f. 1919, d. 1986, múrari á Norðfirði, var kvæntur Erlu Gunnardóttur og eignuðust þau þrjú börn; Hjalti, f. 1923, netagerð- armaður og verslunarmaður í Grindavík, kvæntur Petru Stef- ánsdóttur og eiga þau eitt barn saman og eitt barn hvort fyrir hjónaband; Fanney, f. 1924, hús- móðir í Hafnarfirði gift Ólafi Brandssyni, umsjónarmaður á Sólvangi og eignuðust þau fjögur börn; Ari, f. 1924, verkamaður og smiður á Norðfirði; Albert (Alli krati), f. 1927, d. 1993, sjómaður og síðar kaupmaður á Stokkseyri og loks í Hafnarfirði, var kvæntur Valgerði Valdimarsdóttur og eru kjörsynir þeirra tveir. Lukka 1. Magnúsdóttir. Foreldrar Lukku voru Magnús Guðmundsson frá Fannadal í Norðfirði, f. 18.5. 1890, d. 1946, og k.h., Anna Guðrún Aradóttir frá Naustahvammi í Norðfirði, f. 15.6. 1889, d. 1970. Ólafía Árnadóttir Ólafía Árnadóttir bókhaldari, Birkihæð 7, Garðabæ, varð fimm- tug í gær. Starfsferill Ólafía fæddist í Reykjavík, ólst upp í Hlíðunum og átti heima í Reykjavík til 1986 er hún flutti í Garðabæ. Hún lauk gagnfræða- prófi við Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, sveinsprófi í hárgreiðslu 1965 og stúdentsprófi frá öldunga- deild MH 1986. Ólafía hefur unnið við íjár- haldsbókhald hjá Heildverslun Halldórs Jónssonar hf frá 1990. Fjölskylda Ólafía giftist 25.2. 1967 Reyni Lárusi Olsen, f. 20.3. 1945, flugum- sjónarmanni. Hann er sonur Ger- hard Olsen flugvélstjóra, og Huldu S. Olsen húsmóður. Börn Ólafíu og Reynis Lárusar eru Hulda Olsen, f. 18.3. 1968, stúdent og starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, búsett í Garðabæ, í sambúð með Róberti Ragnarssyni; Árni Hrafn Olsen, f. 21.6. 1972, nemi í vélsmíði, búsettur í Garða- bæ; Hrefna Björk Olsen, f. 3.6. 1977, nemi, búsettur í Garðabæ. Systkin Ólafíu eru Herbert Árnason, f. 6.4. 1939, búsettur í Bandaríkjunum; Hertha Árnadótt- ir, f. 24.2. 1948, starfsmaður hjá Fróða, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ólafíu: Árni Mathiesen, f. 9.10. 1909, d. 25.12. 1990, lögfræðingur í Reykjavík, og k.h., Hrefna Herbertsdóttir, f. 2.6. 1913, húsmóðir. Ætt Árni var bróðir Hinriks Guð- mundar, bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum og sýslumanns í Stykkis- hólmi. Árni var sonur Jóns, barnakennara í Hafnarfirði og kaupmanns og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, Hinrikssonar Guðmundar, b. og formanns á Kirkjubrú á Álftanesi, Jónssonar. Móðir Jóns í Eyjum var Sigur- laug Sveinsdóttir. Móðir Árna var Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir Mathiesen, sjómanns og kaup- manns í Reykjavík, bróður Matth- íasar, skósmiðs í Hafnarfirði, afa Matthíasar, fyrrv. ráðherra, fóður Árna, alþm. og dýralæknis. The- odór var sonur Árna Mathiesen, kaupmanns í Hafnarfirði, bróður Guðrúnar, ömmu Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu. Önnur systir Árna var Guðrún, langamma Steindórs bílakóngs, afa Geirs Haarde þingflokksfor- manns. Árni var sonur Jóns, prests í Arnarbæli, Matthíasson- ar, b. á Eyri, Þórðarsonar, ættfoð- ur Vigurættarinnar, Ólafssonar, ættföður Eyrarættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Theodórs var Agnes Steindórsdóttir Waage, skipherra í Hafnarfirði, Jónssonar, stjúpson- ar Bjarna riddara, og Önnu Katrínar Kristjánsdóttur Velding, ættföður Veldingættarinnar á ís- Ólafía Árnadóttir. landi. Móðir Ingibjargar Rann- veigar var Þuríður, dóttir Guð- mundar Árnasonar og Þuríðar Magnúsdóttur. Til hamingju með afmælið 11. desember 80 ára Marteinn Pétursson, Vatnsholti 4, Reykjavík. 70 ára Hlöðver Krist- jánsson, fyrrv. öryggis- fulltrúi ísals, Hjallabrekku 35, Kópavogi. Eiginkona hans er Esther Jóns- dóttir sjúkraliði. Þau hjónin dvelja erlendis á afmælisdaginn. Guðmundur Gestsson, Fjölnisvegi 6, Reykjavík. Bergur P. Jónsson, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Kári Sigurbjörnsson, Mánagötu 1, Grindavík. Lilja Þorfinnsdóttir, Suðurhólum 16, Reykjavík. 60 ára Jón Friðbjörnsson, Ægissíðu 32, Grenivík. Valgarður Eðvaldsson, Múlasíðu 5B, Akureyri. Auður Linda Zebitz, Bjarmalandi 2, Reykjavík. Guðmundur Arason, Hrauntungu 12, Kópavogi. Reynir Guðmundsson, Víðilundi 13, Garðabæ. 50 ára Hjálmar Björnsson, Bakkahlíð 6, Akureyri. Eygló Bogadóttir, Reynihvammi 12, Kópavogi. 40 ára Helgi Þórisson, framkvæmda- stjóri, Hlíðarhjalla 21, Kópavogi. Eiginkona Helga er Sigríður Páls- dóttir. Tekið verður á móti gestum á heimili þeirra í 17.00 og 20.00. Magnús L. Alexíusson, Reynihvammi 34, Kópavogi. ína Salóme Hallgrímsdóttir, Marargötu 5, Reykjavík. Jóhann Frímann Gunnarsson, Miðstræti 4, Reykjavík. Jóna Jónsdóttir, Digranesvegi 46, Kópavogi. Elfn Ebba Ásmundsdóttir, Laugavegi 53A, Reykjavík. Guðrún Björg Halldórsdóttir, Fífumóa 7, Njarðvík. kvöld, milli kl. níll DV 9 0 4 - 1 7 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. 1 j Læknavaktin 2 [ Apótek 3 j Gengi Hringiðan Nýja platan hans Páls Óskars er kom- In í búbir og af því tllefni kom hann í Kringluna og áritaði vlilt og galiö. Hér fær Slgríður árltaða mynd frá Palla. DV-mynd Teitur dögunum hélt Már E.M. Halldórsson, dreifingarstjóri DV, upp á fimmtugsafmæli sitt i Ris- Inu. Páll Stefánsson, aug- lýsingastjðri blaðsins, Jenný Davíösdóttir, Sig- valdi Kaldalóns kórstjóri og Margrét Kaldalóns voru í afmælinu. DV-mynd Teltur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.