Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 48
60 MANUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Brúnaþungir ræðumenn hlusta á ræður á Dagsbrúnarfundi. Jafn hættu- legir og lóur „Við erum aðhlátursefni um allt þjóðfélagið. Fjölmiðlar grín- ast með Dagsbrúnarstorminn í vatnsglasinu, sem er jafn árviss og haettuleg og lóan.“ Sigurður Rúnar Magnússon, á Dagsbrúnarfundi. Menn í framboðs- hugleiðingum „Ég lít svo á að þarna hafi Ummæli ákveðinn hópur manna, sem ætl- ar að bjóða sig fram til stjórnar- kjörs gert þennan fund að fram- boðsfundi." Guðmundur J. Guömundsson, í DV. Karlrembusvín „Ég er „karlrembusvín“, ef það orð þýðir nokkurnveginn það sama og raunsær, hugsandi maður.“ Sverrir Stormsker, í DV. Einföld hagfræði „Ég ætlaði að hafa verðið lægra vegna þeirrar einföldu hagfræði að fiska meira.“ Grímur Valdimarsson, í DV. ........ ,.V.~ Stór skemmtiferðaskip, sem ekki geta lagst að hafnarbakka, verða reiða sig á öflug akkeri. Þróun akkeris Kínverjar og Egyptar notuðu fyrstir manna akkeri, um 3000 f.Kr., en Grikkir og Rómverjar fóru síðar að dæmi þeirra. Akk- eri á þeirri tíð voru steinhnull- ungar eða sekkir með sandi eða möl, sem kastað var útbyrðis. Fyrstu sögur um akkeri úr málmi eru frá því um 600 f.Kr. Það er samt ekki fyrr en á sautj- ándi öld að farið er að smíða akkeri úr góðum málmi og boga- lögun höfð á akkerisörmum. Um 1770 var hætt að nota akk- erisstokk úr tré og farið að nota járn í þess stað. (akkersstokkur er þverstöng ofarlega á akkerinu Blessuð veröldin og er hlutverk hans að láta akk- erið snúast í vatninu uns ein flaugin fær festu í botni). 1821 smíðaði maður að nafni Hawk- ins nýja gerð af akkeri án ak- kersisstokks. Akkerisörmunum er skipað þannig að þeir grípa í botn án annars tilverknaðar. Þessi aðferð var síðan endurbætt fimmtíu árum síðar. Þróuninni lauk árið 1933 þegar G.I. Taylor fékk einkaleyfi á plógakkerinu, en það hefur langtum tryggari festu í botni. HAPPDRÆTTI BÓKATÍDINDA VINNINGSNÚMER DAGSINS ER: w Ef fJU III H IUI pCLLCt IIUIIICI ct ucmciuU Bókatíðinda skaltu fara með hana í næstu bókabúð og sækja vinninginn: BÓKAÚTTEKTAD ANDVIRÐI 10.000 KR. Bókaútgefendur Skúrir eða slydduél I dag verður suðvestankaldi eða stinningskaldi á landinu. Skúrir eða slydduél verða um allt sunnan- og vestanvert landið en annars staðar á landinu verður úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 0-7 gráður, hlýjast suðaustanlands. Á þriðjudag snýst Veðrið í dag vindur til norðlægrar áttar en á miðvikudag hlýnar með suðvestan- átt en gert er ráð fyrir að kólni aft- ur á landinu á föstudag. Sólarlag í Reykjavík: 15.33 Sólarupprás á morgun: 11.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.04 Árdegisflóð á morgun: 9.21 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gœr: Akureyri skýjaö 11 Akurnes rigning og súld 8 Bergsstaöir hálfskýjað 9 Bolungarvík skúr 7 Egilsstaöir léttskýjað 9 Keflavikurflugvöllur skúr 7 Kirkjubœjarkl. rign. á síö. klst. 10 Raufarhöfn skýjaó 11 Reykjavík skúr 8 Stórhöfði þokumóða 8 Helsinki alskýjaó 1 Kaupmannahöfn þokumóöa 1 Ósló slydda 4 Stokkhólmur slydda 2 Þórshöfn súld 9 Amsterdam þoka -2 Barcelona skýjað 14 Chicago léttskýjað ■17 Frankfurt þokumóöa 2 Glasgow mistur 8 Hamborg ísnálar 0 London hrímþoka -1 Los Angeles þoka 13 Lúxemborg mistur 5 Madrid skýjaö 13 Mallorca New York léttskýjað -7 Nice léttskýjaö 14 Nuuk léttskýjaö -14 Orlando Valencia skýjaö 13 Vín þokumóóa -1 Winnipeg heiöskírt -33 V ' . - ■ V V v V Ipjlps" 4° 5W V Q° V V Veðríð kl. 12 á hádegi Kristín Hafsteinsdóttir, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði: Get ekki ímyndað mér starf sem hentar mér betur DV, Suðurnesjum: „Ég hef mikla trú á að Fræða- setrið muni ganga og hér muni koma upp hugmyndir sem verði víða til góðs, meðal annars í öðr- um sveitarfélögum, og ég vona aö almenningur láti sjá sig. Við bjóð- um upp á margt gott og sá sem kemur hingað á örugglega ekki eft- ir að sjá eftir því,“ segir Kristín Hafsteinsdóttir, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, en Maður dagsins bærinn opnaði á dögunum glæsi- legt sýningarsafn. Þaðan er einnig boðið upp á ýmsar ferðir í tengsl- um við náttúruna, sem fáir hafa kynnt sér og séð meö eigin augum. Kristín hefur tekið þátt í að þróa Fræðasetrið frá byrjun: „Mér líkar starfið óskaplega vel. Ég get eigin- lega ekki ímyndað mér starf sem hentar mér betur. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað Kristín Hafsteinsdóttir. Sandgerði hefur upp á margt að bjóða sem tengist áhugamálum mínum.“ Kristín þekkti engan í Sandgerði og þekkti ekkert þar til áður en hún hóf störf. Hún segist vonast eftir fólki á staðinn: „Ef það kemur einu sinni, þá er öruggt að það kemur aftur.“ Kristín er bókmenntafræðingur og tók masterspróf í greininni í Sydney í Ástralíu, en þar var hún meðal annars að læra bókmenntir frumbyggja í ensku nýlendunum. Námið átti að vera þrjú ár, en Kristín lauk námi á einu og hálfu ári. Áður en Kristín tók við for- stöðumannsstarfinu vann hún sem dagskrárgerðarmaður á Ríkisút- varpinu, einnig kenndi hún útlend- ingum íslensku og nýsjálenskar bókmenntir í Háskólanum. Þá má geta þess að Kristín vann sem sjáv- arrannsóknarkona á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar í ellefu ár. Áhugamál sín sagði hún tengjast náttúrunni og fólki, þá sagðist hún þessa dagana liggja yfir bókum og væri jafnvel með tvær i takinu. Eiginmaður Kristínar er Gísli Már Gíslason, prófessor i vatnalíf- fræði, sem einnig er fulltrúi í Nátt- úruverndarráði. Þau eiga þrjú börn, Gisla Jökul, 25 ára, Hafstein, 16 ára, og Þorbjörgu, 11 ára. -ÆMK Myndgátan Aflamark Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki DV Myndasögur og myndlist í tilefni 100 ára afmælis myndasögunnar er sýning i sýn- ingarsalnum Við hamarinn sem nefnist Myndasögur í myndlist. Markmiðið með þessari sýningu er að benda á hvaða áhrif myndasagan, still hennar og frá- sagnaraðferð hefur haft á is- lenska myndlistarmenn. Alls eru verk á sýningunni eftir fimmtán Sýningar myndlistarmenn sem með einum eða öðrum hætti hafa nýtt sér myndasöguna í verkum sínum. í Gallerí Greip er einnig sýn- ing sem helguð er myndasögum. Nefnist hún Nýjar myndasögur og þar er til sýnis sýnishorn af verkum fimmtá myndasöguhöf- unda. Skák Spænski stórmeistarinn Miguel Illescas sigraði á svæðismóti Mið-Evr- ópu í Linares á dögunum. Miles, Renet, Apiceíla, Wan der Wiel, Van Wely og van der Sterren komu næstir og verða að heyja aukakeppni um Qög- ur viðbótarsæti á millisvæðamót. Illescas stóð uppi sem sigurvegar, þrátt fyrir að hann tapaði skák sinni við Englendinginn Sadler í aðeins 11 leikjum. Illescas hafði hvitt og átti leik eftir 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rc6 4. Be3 RíB 5. Rc3 e5 6. d5 Ra5 7. Rf3 Bd6 8. Da4+ Bd7! 9. Dxa5 a6! 10. Rbl Undirbýr flótta drottningarinnar en svartur hótaði 10. - b6 og fanga hana. Ef 10. b4 b6 11. Da3 a5 og vinnur. 10. - Rxe4 11. Kdl c3! og Illescas gafst upp. Undankomuleiðinni er lokað og eftir t.d. 12. Rxc3 b6 er drottningin fallin. Jón L. Árnason Bridge Spiluð eru forgefin spil i Butlertví- menningi Bridgefélags Reykjavíkur og á síðasta spilakvöldi voru óvenjumörg forvitnileg spil. Hér er eitt þeirra sem kom fyrir i áttundu umferð. NS eiga 5- 5 samlegu í lauflitnum og því var hætt viö að lokasamningurinn væri á þann lit, fjögur eða jafnvel fimm lauf. Fimm lauf standa hins vegar ekki þar sem austur getur tekið þrjá fyrstu slagina. Hins vegar má vel vinna fjóra spaða á 5-2 samleguna, vegna þess hve sterkur liturinn er og af þeirri ástæðu að spaðagosinn kemur í leitirnar. Stytt- ingur á tromplitinn kemur ekki að sök úr því að liturinn liggur ekki verr en 4-2 og spaðagosinn er á stuttu hend- inni. Hins vegar vafðist það fyrir flest- um spilurunum að ná 4 spöðum á spil- ið en einstaka pari tókst það þó. Eitt þeirra var Páll Valdimarsson og Ragn- ar Magnússon og sagnir gengu þannig á þeirra borði, austur gjafari og AV á hættu: 4 K6 V DG102 ♦ 83 4 ÁK864 4 G5 «4 ÁK4 ♦ ÁKD1097 * G7 4 ÁD1092 4» 83 . ♦ 5 ♦ D10532 * 8743 * 9765 * G642 4 9 Austur Suöur Vestur Norður 1-f 2f pass 44 p/h Eins tígla opnun austurs var á eðli- legt kerfi og Páll og Ragnar nota tveggja tígla sögnina til þess að lýsa a.m.k. 5-5 skiptingu í svörtu litunum. Með mjög góðan laufstuðning og kóng- inn annan í spaða ákvað Ragnar að reyna við fjögurra spaða úttekt og hitti á lukkupottinn í Jiessari legu. Isak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.