Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Side 26
34 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Menning Endurminningar og frásagnir Ragnars í Skaftafelli á bók: Faranlegt að enginn hafði spjallað við hann - segir Helga K. Einarsdóttir bókasafnsfræöingur sem skráði Helga K. Einarsdóttir bókasafnsfræöingur, til hægri á myndinni, gluggar hér í bókina ásamt ekkju Ragnars í Skaftafelli, Laufeyju Lárusdóttur. „Upphafið er það að mér blöskr- aði að enginn skyldi hafa skrifað endurminningar Ragnars. Hann var afskaplega merkur maður, var í rauninni sjálfmenntaður jarðfræð- ingur og fylgdist vel með öllu í kringum sig. Hann var mjög sögu- fróður og mikið talað við hann í út- varpi í sambandi við Skeiðarár- hlaup, Grímsvatnagos og allt mögu- legt þarna fyrir austan. Auk þess var Skaftafell mikið í þjóðbraut eft- ir að það var farið að fljúga í Öræf- in. Ég þekkti hann litils háttar og fannst fáránlegt að engum skyldi hafa dottið í hug að spjalla við hann og gera úr því bók,“ sagði Helga K. Einarsdóttir bókasafnsfræðingur í samtali við DV en hún hefur skráð endurminningar og frásagnir Ragn- ars Stefánssonar, bónda og þjóð- . garðsvarðar í Skaftafelli. Hörpuút- gáfan á Akranesi gefur bókina út og hefur hún fengið hefur feiknagóðar viðtökur. Helga kynntist Ragnari fyrst írin 1977 og 1978 þegar hún kom í Skafta- fell sem ferðamaður. Næstu árin heimsótti hún Ragnar nokkrum sinnum en það var ekki fyrr en vor- ið 1991 að hún hóf máls á því við hann að skrá endurminningar og frásagnir hans. Eftir umhugsun samþykkti Ragnar þetta og þau Helga byrjuðu verkið snemma árs 1992. Hún heimsótti hann síðan nokkrum sinnum í Skaftafell og vor- ið 1994 hafði handrit að hókinni náð nær endanlegu formi. Ragnar varð bráðkvaddur i september sama ár, nýlega orðinn 80 ára. Helga sagði að bókin hefði að öllu leyti verið frá- gengin nema hvað lokakaflann vantaði. „Ragnar fékk handritið vorið 1994 og við ætluðum að hittast um haust- ið til að klára lokakaflann. Ég átti erfitt með að skrifa endinn að Ragn- ari látnum því ég hafði alltaf hugs- að mér að við skrifuðum hann í sameiningu. Þegar ég var í lokafrá- gangi handritsins datt út úr því um- slag með nafninu mínu á. í því var lokakaflinn sem Ragnar hafði sjálf- ur skrifað einhvern tímann um sumarið, án minnar vitundar. Þetta var á vissan hátt eins og gjöf til mín. Lokakaflinn er alveg óbreyttur í bókinni þannig að Ragnar lauk henni sjálfur." Helga sagðist vera ánægð með þær góðu viðtökur sem bókin hefur fengið. Vonandi væri Ragnar jafn sáttur ef hann fylgdist með „að handan". -bjb Okkar á milli sagt Ljóðahókin Okkar á milli sagt eftir Kristján J. Gunnarsson er komin út hjá Skák- prenti. Þetta er þriðja ljóðabók Kristjáns en hans fyrsta ritverk var skáldsagan Refska sem kom út árið 1986 þegar Kristján var orð- inn 67 ára. Áður hafa komið út ljóðabækurnar Leirkarlsvísur (1989) og Gráglettnar stundir (1993). Hér sem fyrr leggur Kristján ýmist af mörkum hefðbundin ljóð eða órímuð en velur mörg- um þeirra sveigjanlegt form. Kvak frá Stein- gerði Steingerð- ur Guð- mundsdóttir hefur sent frá sér sína sjöttu ljóða- bók er nefni'st einfaldlega Kvak. I bók- inni eru 37 kvæði sem bera þess vitni hve Steingerður er opinská og ein- læg í kvæðum sínum, trú göml- um hefðum en þó hrifnæm og leitandi. Fyrri ljóöabækur Steingerðar eru Strá (1969), Blær (1972), Kvika (1976), Log (1980) og Fjúk (1985). Útgefandi nýjustu bókar- innar er Skákprent. Leiðrétting á myndatexta Þau leiðu mistök urðu við vinnslu ritdóms í DV í gær um bókina Magisterinn eftir Vil- hjálm Einarsson að rangur myndatexti birtist. Vilhjálmur Einarsson var sagður á mynd- inni en að sjálfsögðu var þetta mynd af „magisternum" sjálf- um, Steinþóri Eiríkssyni. Beðist er velvirðingar á þessu. -bjb Ljóöa- og smásagnakeppni Tónabæjar: 170 Ijóð og 70 sogur bárust inn Félagsmiðstöðin Tónabær efndi nýlega til ljóða- og smásagnakeppni á meðal unglinga þeirra átta skóla sem sækja Tónabæ. Þetta var í fjórða sinn sem keppnin var haldin en tilgangur hennar er að auka áhuga unglinga fyrir skrifum. Dóm- nefnd skipuðu rithöfundarnir Einar Kárason, Smári Freyr Jóhannsson og Tómas Gunnar Viðarsson. Þátt- taka var mjög góð því alls bárust 170 ljóð og 70 sögur. Sigurlaug Helga Teitsdóttir úr- Æfingaskóla Kennaraháskólans hlaut 1. verðlaun í smásagnakeppn- inni fyrir söguna Skilnaður. Arn- björg M. Daníelsen úr Álftamýrar- skóla bar sigur úr býtum i ljóða- keppninni fyrir ljóðið Minningar og lífsgleði en hún fékk einnig þriðju verðlaun fyrir ljóðið í fylgsni hug- ans. í öðru sæti í ljóðakeppninni varð Svanhildur Snæbjörnsdóttir úr Æfingaskóla Kennaraháskólans með ljóðið Dauðinn. Önnur verð- laun í smásagnakeppninni fóru til Stefaníu Ólafsdóttur fyrir söguna Hugleiðingarnætur og þriðju verð- laun voru veitt vegna sögunnar Heiti steinninn eftir Helgu Ólafs- Sigurlaug Helga Teitsdóttir fékk 1. verðlaun í smásagnakeppninni fyrir sög- una Skilnaður. Hér er hún með verðlaunin og við hlið hennar standa tveir af þremur dómnefndarmönnum, Smári Freyr Jóhannsson, til vinstrl, og Tómas Gunnar Viðarsson, höfundar bókarinnar Ufsilon sem kom út nú fyrir jólin. dóttur úr Æfmgaskóla Kennarahá- verðlaun frá forlögunum Vöku- skólans. Helgafelli, Máli og menningu og Ið- Sigurvegarar hlutu vegleg bóka- unni. -bjb Skáldsagan Þriðja ástin veldur afbrýði og morði: Skáldin eru slóttug og töff en auðsærð - spjallað við Nínu Björk Árnadóttur Eftir 7 ljóðabækur, 14 leikrit, fjölda þýðinga og 2 skáldsögur á 30 ára ritferli sendir Nína Björk Árna- dóttir frá sér ástar- og morðsögu um virðulega Reykjavíkurfrú sem upp- lifir ástina en tapar jafnframt lífinu þess vegna. Bókin nefnist Þriðja ástin. Hún hefur fengið ágætar viðtökur lesenda en gagnrýnendur hafa verið mjög ósammála um verkið. Jákvæðir dómar hafa birst í Morgunblaðinu og Súsanna Svavarsdóttir gaf bókinni þrjár stjörnur í ríkissjónvarpinu. Frekar neikvæðir dómar hafa hins vegar birst í DV og Helgarpóstinum. Hvað finnst Nínu um það? „Ég reyni auðvitað að taka skít- kastið ekki of mikið inn á mig, tekst það nokkuð vel. Ég lít reyndar á all- ar þessar fjórar konur, sem fjallað hafa um verkið, sem vitibornar ver- ur. íslendingar eru svo fáir og þeir sem hrærast í menningunni og list- unum eru tengdir alls konar bein- Nína Björk Árnadóttir. um og óbeinum tengslum, hagsmun- um. Þetta er fremur lítill og furðu- legur heimur, íslenskur menningar- heimur - en það getur verið dálítið skrítið þegar gagnrýnandi biður um að hafa lesið allt aðra bók en þá sem hann er að fjalla um.“ - Þú fékkst mikið hól á Spáni ný- lega. Hvernig stóð á því? „Það var nú Guðbergur Bergsson sem kom í heimsókn til mín. Hann las fyrir mig handritið að Þriðju ást- inni, hann er besti gagnrýnandi minn á texta, óvæginn en mjög vís og afar hreinskiptinn. Hann benti mér á þessa lofgjörð á Spáni, ég hafði ekkert um þetta vitað.“ - Hvernig er að vera skáld, Nína? „Skáldin eru slóttug og töff, mörg hver a.m.k., en þau eru auðsærð. Þetta er heillandi og spennandi starf, erfitt og taugaslítandi og laun- in afar misjöfn. En takist skáldinu að lifa við sjálft sig og allar þær per- sónur sem í því búa, og eiga í sí- felldum erjum og vandamálum, leið- ir þessi gerjun oft til góðs skáld- skapar.“ Fyrra bindi af sögu Hvamms- tanga Fyrra bindi af Sögu Hvamms- tanga og hins forna Kirkju- hvamms- hrepps eftir Steingrím Steinþórsson er nýlega komin út. Tilefnið er að á þessu ári eru liðin 100 ár frá því að Hvammstangi var gerður að lög- giltum verslunarstað. í bókinni er rakin saga Kirkju- hvammshrepps frá öndverðu til ársins 1938 en þá var Hvamms- tangi gerður að sjálfstæðu hreppsfélagi. í bókinni eru nærri 300 ljósmyndir og hafa margar þeirra aldrei birst áður. Bókin er 322 blaðsíður í stóru broti. Útgef- andi er Hvammstangahreppur. Bókin fæst á skrifstofu hreppsins og hjá Máli og mynd í Reykjavík. Bók með Benny Hinn Bókaforlag- iö Vakning hefur gefið út bókina Drott- inn Jesús, ég þarf á krafta- verki þínu að halda. Höf- undur er sjón- varpspredikarinn Benny Hinn. í bókinni eru tíu vitnisburðir, þar á meðal frá Hinn sjálfum. Þessir menn hafa læknast af sjúkdóm- um og öðlast sigur í lífi sínu. Katla K. Ólafsdóttir þýddi bók- ina en Himinn & Jörð hannaði kápu. Bókin er 133 blaðsíður, prentuð á íslandi. Tónleikar endur- teknir Vegna mikillar aðsóknar og eftirspurnar verða tónleikar Styrktarfélags íslensku óper- unnar endurteknir föstudaginn 29. desember kl. 23. Fram koma kór íslensku óperunnar ásamt fimm góðkunnum einsöngvur- um. Stjórnandi er Garðar Cortes og píanóleik annast Davíð Knowles. Þeir styrktarfélagar óperunnar sem komust ekki á síðustu tónleika fá-tvo boðsmiða og eru beðnir að setja sig í sam- band við miðasölu sem fyrst. Töfrar steinsins frá Hafsteini Skákprent hefur gefið út ljóðabókina Töfrar steins- ins eftir Haf- stein Stefáns- son. Hafsteinn er einn af landsins snjöllustu hagyrðingum og varð landskunn- ur af bók sinni Leyndarmál steinsins sem kom út 1976. í nýju bókinni er að finna fjölmargar hnyttnar stökur og vel ort kvæði. Inni á milli örlar á alvarlegum tóni þótt Hafsteinn sé þekktastur fyrir gamansemi sina. Hvítabandið í hundrað ár Út er kom- in á bók 100 ára saga Hvítabands- ins í Reykja- vík, næstelsta kvenfélags borgarinnar, rituð af Mar- gréti Guð- mundsdóttur. Skákprent gefur bðkina út. Sagt er frá fjölþættu líknarstaifi félagsins í heila öld. -bjb Hafstnlnn Stefánsson Töfrar steinsins komið Saga Hvamm.stanga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.