Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 13"V
Séra Flóki Kristinsson yfirgaf Stóra-Núpsprestakall ósáttur:
Samstarfið við hann leiðin-
legt og ekki sársaukalaust
- segir Ragnhildur Magnúsdóttir, fyrrverandi sóknarnefndarformaður
Frá messu í Langholtskirkju á aðfangadagskvöld. Séra Flóki Kristinsson
messaði og organisti var Ragnar Jónsson. DV-mynd Teitur
„Ég gæti svo sem sagt þér ýmis-
legt um samstarfið við hann en það
er ekki gaman að vera að rifja það
upp. Það gekk vel til aö byrja með
en það endaði ekki vel. Þetta var
leiðinlegt og ekki sársaukalaust,"
sagði Ragnhildur Magnúsdóttir,
fyrrverandi sóknarnefndarformað-
ur í Stóra-Núpsprestakalli, þegar
hún var spurð hvemig samstarfið
hefði gengið við séra Flóka Kristins-
son, prest í Langholtssókn, þegar
hann var prestur í Stóra-Núps-
prestakalli og sat í Tröð.
„Það var að mínu áliti síður en
svo gott að starfa með honum og
hann skildi við okkur mjög ósáttur.
Þetta gerðist ekkert á einum degi og
það var ekkert ólöglegt eða neitt
slíkt á ferðinni. Það var ýmislegt,
bæði smátt og stórt, sem okkur
greindi á um, hann og safnaðar-
stjórnina.
Það má margt gott segja um séra
Flóka. Hann er vel gefinn, hefur
góða söngrödd og á gott með að
koma orðum í búning en hann er
mjög skapríkur. Hann vildi að safn-
aðarstjórnin hjálpaöi sér í kjarabar-
áttu sinni en okkur fannst það ekki
okkar hlutverk, sjálfsagt eru prests-
laun of lág,“ sagði Ragnhildur.
Hún sagðist mjög ógjarnan vilja
fara að rifla upp þessar illdeilur en
nálægt fimm ár eru síðan séra Flóki
yfirgaf söfnuðinn. Ragnhildur sagði
að sér fyndist eitthvað vera að í
kirkjumálum almennt og vera ósátt
við margt innan kirkjunnar.
. „Kannski vorum við svona slæm.
Kannski hafði presturinn aðrar
væntingar til mín og okkar í safnað-
arstjórninni en við stóðum undir.
Ég er ekki dómbær á það. Við höfð-
um ekkert út á það að setja hvemig
hann messaði. Kannski vantaði
hann brjóstvitið gagnvart fólki. Það
þykir ekki tiltökumál þó að gjósi í
litlum söfnuði úti á landi en þetta
voru mikil sárindi. Það er gert
meira úr slíku í umræðunni í stóru
söfnuðunum."
DV hefur eftir heimildum ann-
arra sóknarnefndarmanna í Stóra-
Núpsprestakalli að mannleg sam-
skipti sóknarnefndar og prestsins
hafi ekki gengið vel. Hann hafi
starfað mikið upp á eigin spýtur,
kannski ekki verið eiginlegt að
starfa með öðru fólki. Enn fremur
hafi hann gleymt fundum og ekki
taliö að það sem kom upp á væri
honum sjálfum að kenna, heldur
öðrum. Hann hafi sinnt prestverk-
um sínum ágætlega.
Hins vegar þegar verið var að
ræða byggingu safnaðarheimilis
hafi safnaðarstjómin verið sam-
mála um að byggingin mætti ekki
kosta mikið. Séra Flóki hafi síðan
allt i einu komið með arkitekt með
teikningu að allt of stóru og dýru
húsi. Síðan hafi hann bara orðið
reiður þegar þessu var hafnað.
Alls ekki hafi verið um það að.
ræða að fólk forðaðist hann sem
prest, mönnum hafi líkað vel hvern-
ig hann messaði.
Málamiðlanír. í safnaðarstarfinu
hafi ekki verið á dagskrá, hann hafi
ekkert ráðfært sig við sóknarnefnd-
ina. Hann hafi yfirleitt talið að ef
eitthvað kom upp á væri það sókn-
arnefndinni að kenna.
Gott samstarf við organista
Vilmundur Jónsson, organisti í
Ólafsvallakirkju, starfaði með séra
Flóka allan þann tíma sem hann var
prestur í Stóra-Núpsprestakalli.
„Samstarf mitt við séra Flóka gekk
vel, það var allt í lagi milli okkar. Ef
eithvaö kom upp á var alltaf hægt
að leysa það. Ég varð náttúrlega var
við einhvem ágreining milli hans
og sóknarnefndarinnar og sjálfsagt
má báðum aðilum um kenna.
Séra Flóki hefur kannski átt eitt-
hvað erfitt með samskiptin við fólk-
ið en hann er góður ræðugerðar-
maður og tónviss,“ sagði Vilmund-
ur. -ÞK
Samstarfið í Stóra-Núpsprestakalli:
Ber ekki kala til
nokkurs manns
- misskilningur rót vandans, segir séra Flóki Kristinsson
Séra Flóki Kristinsson var spurð-
ur hvað hann vildi segja um þau
ummæli að samstarfið við sókn-
arnefndina hefði gengið misjafnlega
þegar hann var prestur í Stóra-
Núpsprestakalli í Árnessýslu.
„Það kemur fram í þessu mikill
misskilningur. Það að fólkið skuli
kalla sig safnaðarstjórn er byggt á
misskilningi. Safnaðarstjórn og
sóknarnefnd er tvennt ólíkt. Safnað-
arstjórn er í fríkirkjum. Hún ræður
og rekur presta. Þannig er það í
Bandaríkjunum. Sóknarnefnd er
fyrst og fremst ætlað að létta á
prestinum peningamálunum, hún
er fyrst og fremst framkvæmda-
nefnd og á að styðja við prestinn og
gæta þess að hann þurfi ekki að
hafa peningaáhyggjur. Sóknar-
nefndin í Ólafsvallasókn skildi ekki
sitt hlutverk," sagði séra Flóki.
Skýrari reglur vantar
„Sannleikurinn er sá að það vant-
ar skýrari reglur um hvernig skuli
starfað innan kirkjunnar. Hvert
verksvið hvers og eins er. í erindis-
bréfi sem biskup gaf út kemur það
alls ekki nógu skýrt fram. Ekki er
tekið á því hvað skuli gert ef ágrein-
ingur kemur upp, aðeins að sam-
starf skuli vera gott. Það er bara
ekki alltaf þannig. Það þarf að
breyta þessum reglum. Fólkið vildi
hafa prestinn í vasanum. Undirrót
vandans er sú að skipulagið er ekki
nógu gott.
Hins vegar átti ég mjög gott sam-
starf við margt fólk í prestakallinu.
Ég var þar í 7 ár og óánægjan var
aðeins síðasta árið.
Hún Ragnhildur sóknarnefndar-
formaður var ung, óvön og nýbyrj-
uð þarna á þessum tíma. Ég ber
hlýjan hug til fólksins í sókninni og
ber ekki kala til nokkurs manns,“
sagði hann.
Séra Flóki sagði að á þeim tíma
sem hann sat í Stóra-Núpspresta-
kalli hefði verið mikill óróleiki
vegna launamála presta.
„Eg sat eitt rýrasta brauð lands-
ins. Það var mjög erfitt að sinna því
af þeim sökum. Konan mín hafði
ekki starf þrátt fyrir ágæta mennt-
un. Ég leitaði til sóknarnefndarinn-
ar - það er rétta nafnið á henni - en
þar var lítinn skilning að finna.
Prestbústaðurinn er ekki á kirkju-
jörð, ég var nánast sem í eyðimörk,
jarðnæðislaus. Ég þurfti aðstoð til
að þetta gengi upp.
Þegar ég studdi þá hugmynd að
Stóra-Núpsprestakall yrði lagt niður
vegna þess að engin undirstaða var
undir prestsetri lengur ætlaði allt
vitlaust að verða. Fólkið vildi halda
sínu.
Ég get ekki fallist á að ég hafi
móðgast vegna byggingar safnaðar-
heimilis, þvert á móti var það sókn-
amefndin sem móðgaðist. Teikning-
in sem ég kom með var þannig að
hægt var að stækka húsið eftir efn-
um, stungið var upp á að byggja
skúr fyrst og síðan mátti stækka,"
sagði séra Flóki. -ÞK
Einróma tillaga nefndar háskólaráðs:
Háskóli íslands verði
sjálfseignarstofnun
Háskólaráð samþykkti á fundi
sínum þann 29. september 1994 til-
lögu Gunnars G. Schram prófess-
ors um að skipa nefnd til að kanna
kosti og galla þess aö Háskóli ís-
lands verði sjálfseignarstofnun.
Þann 11. desember sl. lauk
nefndin störfum og skilaði skýrslu
til háskólaráðs. Niðurstaða nefnd-
arinnar er afdráttarlaus. Hún
mælir með að hafist verði handa
um undirbúning sjálfseignarstofn-
unar um rekstur HÍ. Kostina telur
nefndin ótvíræða. Þetta sé hag-
kvæmasta leiðin til að tryggja að
tekjur séu jafnan í samræmi við
nemendafjölda og að gæði kennslu
og rannsókna rýrni ekki vegna
fjárskorts eins og hætta er á nú.
Háskólinn fengi fullt sjálfstæði í
öllum sínum málum og er það, að
áliti nefndarinnar, forsenda fyrir
farsælli framtíðarþróun skólans.
Einnig fengi skólinn fullt ákvörð-
unarvald um kjör starfsmanna
sinna.
Fjárframlög úr rikissjóði yrðu
ákvörðuð með samningi skólans
og ríkisvaldsins þar sem tekið yrði
mið af Qölda nemenda og kostnaði
þess náms sem stundað er.
Nokkrir skólar starfa nú þegar
með þessu fyrirkomulagi. Nefndin
leggur til við háskólaráð aö það
skipi nefnd til að gera tillögu um
breytingu á lögum um Háskóla ís-
lands sem feli í sér að rekstrar-
forminu verði breytt.
-ÞK
Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA, rífur hér ávísunina sem stíluð
var á Orra Vigfússon og afhenti honum síðan ávísun stílaða á Norður-Atl-
antshafslaxsjóðinn sem hlaut því menningarverðlaun VISA1995 á sviði nátt-
úruverndar. DV-mynd S
Menningarverðlaun VISA:
Orri afsalaöi sér
verðlaunum
VISA-ísland aíhenti árleg menn-
ingarverðlaun síðasta fimmtudag
við hátíðlega athöfh í höfuðstöðvum
sínum í Mjóddinni. Verðlaunin
voru veitt á sviði ritlistar, tónlistar,
leiklistar, myndlistar og náttúru-
verndar, 300 þúsund krónur í hverj-
um flokki.
Orri Vigfússon fékk verðlaunin
fyrir náttúruvemd vegna baráttu
fyrir friðun villta laxins í Atlants-
hafinu. Athygli vakti að hann afsal-
aði sér verðlaununum við afhend-
inguna og eftirlét þau til Norður-
Atlantshafslaxsjóðsins. Orri sagði í
samtali við DV að þetta væri regla
hjá honum þegar honum persónu-
lega væru veitt verðlaun fyrir störf
sín fyrir sjóðinn sem eingöngu
væm sjálfboðastörf.
Aðrir verðlaunahafar voru Stein-
unn Sigurðardóttir fyrir ritlist,
Hilmir Snær Guðnason fyrir leik-
list, Páll Stefánsson fyrir myndlist
og Þorgerður Ingólfsdóttir fyrir tón-
list. -bjb