Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 minnisstæðustu atburðir á árinu 1995 Jakob Björnsson: „Mér eru ofar- lega í huga ríkis- stjórnarskiptin og gott gengi Fram- sóknarflokksins í kosningunum. Einnig er minnis- stæður erfiður vetur með mikl- um snjó og kostn- aði við mokstur þótt þetta sé létt- vægt ef horft er til þeirra hörm- unga sem áttu sér staö annars stað- ar á landinu," segir Jakob Björns- son, bæjarstjóri á Akureyri. „Ýmislegt fleira kemur upp í hugann, ÍS-SH málið svokallaða hér á Akureyri og allt sem því fylgdi, deilur og titringur, en líka kemur upp í huganna sá árangur sem þetta mál skiiaði okkur. Ég minnist líka góðs gengis hand- knattleiksliðs KA Ég vona að á næsta ári náist sátt í tengslum við kjaramál svo við náum að varðveita þann stöðug- leika sem við höfum búið við. Ég horfi á spennandi verkefni hjá Ak- ureyrarbæ í tengslum við reynslu- sveitarfélagaverkefnið og yfirtöku á þjónustu sem hingað til hefur verið á hendi ríkisins." -gk Þorsteinn Vilhelmsson: Kaupin í Þýskalandi „Kaup okkar á helmingshlut í þýska fyrirtækinu Deutsche Fisch- fang Union eru mér efst í huga um þessi áramót, en þau tókust eft- ir mikinn barn- ing. í bæjarlífinu er ofarlega í huga slagurinn milli íslenskra sjávaraafurða og Sölumiðstöðvarinnar um viðskiptin við ÚA. Úti i heimi eru það svo átökin í fyrrum Júgóslavíu sem standa upp úr og vonandi tekst að varðveita þann frið sem þar er að komast á,“ segir Þorsteinn Vil- helmsson, útgerðarmaður á Akur- eyri. „Á næsta ári halda áfram erfiðar samningaviðræður við Norðmenn og Rússa um þorsk og síld og við eigum aftir að ræða um Reykjanes- hrygginn. Takist ekki samningar, þá eigum við að veiða sem allra mest í Smugunni og víðar á úthöf- unum.“ -gk Björn Snæbjörnsson: Mikilvæg samstaða „Samstaða Ein- ingarfélaga á seinni hluta árs- ins vegna kjara- málanna og sá hugur sem er í fólki vegna þessa er mér efst í huga nú í lok ársins. Einnig er það ánæ ijulegt að það hefur heldur birt j fir í atvinnumál- unum á Eyjafjarðarsvæðinu," segir Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar. „Á komandi ári tekst okkur von- andi að undirbúa gerð nýrra kjara- samninga. Samstaðan er mikils virði í því sambandi. Þá vænti ég þess að hagur þjóðarinnar fari batnandi á árinu,“ segir Björn. -kaa Broddi Kristjánsson: Sigurinn í Madríd „Hjá mér stend- ur upp úr opna spænska meist- aramótið í bad- minton sem fram fór í Madríd nú í desember, en þar tókst okkur Árna Þór Hallgrímssyni að sigra í tvíliða- leik. Þá er heimsmeistaramótið í Sviss síðasta vor mér afar minnis- stætt, það var mjög stórt en situr mest í minninu vegna þess hve lé- legur ég var. Ég var í þann veginn að verða pabbi í fyrsta skipti og gat með engu móti einbeitt mér að keppninni og síðan slapp ég naum- lega heim til að verða viðstaddur þann merkisviðburð. Á komandi ári setjum við Árni stefnuna á að komast á ólympíu- leikana í Atlanta en til þess þurf- um við að komast í 25.-30. sæti á heimslistanum. Það verður mjög erfitt en við förum á mörg mót og reynum af öllum krafti að komast inn.“ -VS Magnús V. Pétursson: Evrópumeistara- titillinn „Fyrir mér er minnisstæðast frá liðnu ári að hafa orðið Evrópu- meistari sem þjálfari Flugleiða í innanhússknatt- spyrnu. Af íþróttasviðinu að öðru leyti ber hæst afrek Jóns Arnars Magnús- sonar tugþrautarkappa og glæsileg- ur árangur Skagamanna í fótbolt- anum. Á næsta ári vonast ég eftir Evr- ópumeistaratitli utanhúss og þá yrði ég eini íslenski þjálfarinn sem væri tvöfaldur Evrópumeistari. Síðan vonast ég eftir góðri frammi- stöðu íslensku keppendanna á ólympíuleikunum í Atlanta næsta sumar." VS Vanda Sigurgeirsdóttir: litillinn og vítaspyrnan „íslandsmeist- aratitiliinn með Breiðabliki í kvennaknatt- spyrnunni stend- ur upp úr á árinu 1995. Ég gleymi því heldur ekki þegar ég brenndi af vitaspymunni gegn KR í undanúrslitum bikar- keppninnar en það kostaði okkur sæti í úrslitaleiknum. Síðan var það ánægjulegt að kvennalandslið- inu skyldi takast að rifa sig upp eftir að hafa tapað fyrir Rússum í Evrópukeppninni og ná í fjögur stig í næstu tveimur leikjum. Á komandi ári ætlum við í Breiðabliki að vinna alla leiki og alla titla sem í boði eru og síðan vonast ég eftir því að landsliðinu takist að tryggja sér sæti í úrslita- keppni Evrópumótsins." -VS Eiður Guðnason Fjórði barnabarnið „Ur einkalífinu er ein ánægjuleg- asta minningin að fjórða barnabarn- ið, Lára Lilja, sem «({§ býr í Svíþjóð, bættist i hóp \ þeirra þriggja gullmola sem fyr- TÁiA ur Guðnason, sendiherra íslands í Osló. Úr starfinu er það minnnisstæð- ast hve Norðmenn eru okkur þung- ir í skauti og ósveigjanlegir í fisk- veiðimálum. Það hefur komið á óvart. Auðvitað rifjast líka upp hinir hörmulegu atburðir í Súða- vík og á Flateyri sem vöktu sterk viðbrögð í Noregi. Minningarstund- in i Nordberg kirkjunni í Osló 29. október var í senn áhrifamikil og ógleymanleg. Á næsta ári vona ég að forsjónin leyfí okkur að njóta áframhaldandi farsældar í fjölskyldunni og að okkur takist að knýja fram sann- gjarna og viðunandi lausn í fisk- veiðideilunum við Norðmenn." -Ótt Silja Aðalsteinsdóttir: Heilasprenging í Feneyjum „Árið byrjaði vel með bók- menntaverðlaun- unum og annað merkilegt, sem gerðist, var að ég fór til Feneyja í október. Það var heilasprenging að koma þangað, að sjá þúsund ár birtast á hverju götuhorni á hverj- um degi. Þetta var reynsla sem ég var alls óviðbúin," sagði Silja Aðal- steinsdóttir, rithöfundur, bók- menntafræðingur og gagnrýnandi. „Á næsta ári sé ég ekki fram á annað en stjórnlausa vinnu. Ég er að fara að kenna barnabókmenntir í Háskólanum og vona að út úr því námskeiði komi eitthvað sem geti eflt barnabækur á íslandi. Barna- bókarannsóknir hafa verið hógvær- ar hér á landi og lítið farið fyrir þeim í fræðilegri umræðu. Ég vona að ég fái hóp af nemendum sem geti búið til eitthvað varanlegt í þá umræðu." -bjb Þórey Friðbjörnsdóttir: „Verðlaunin sem ég fékk í maí fyrir bókina Epla- snepla eru senni- lega minnisstæð- ust. Það var sér- stakur og minnis- stæður atburður sem gerist kannski ekki svo oft á lífsleiðinni. Einnig situr það eftir í mér að fyrstu tvo mánuði ársins var ég rúmfóst, nokkuð sem kemur ekki oft fyrir athafnasama sál eins og mig,“ sagði Þórey Frið- björnsdóttir rithöfundur. „Á næsta ári vona ég að börnun- um mínum líði vel og að okkur gangi allt í haginn. Ég vona að það verði til önnur bók hjá mér. Hún er í burðarliðnum og vonandi fæ ég frið til þess.“ -bjb UTSALA - UTSALA Opnum kL 8, 2.janúar. 5-50% afsláttur Úlpur - ullarjakkar - kápur- alpahúfur - uppháir sokkar \é$ mmr HI/I5Ð Bílastœði við búðarvegginn M°rkinnisími588-55Í8eppaland,) Breyttu um útlit 1996 mByrjaðu ó hreinsun. Nuddið hreinsimjólk létt inn í húð með hreinum rökum fingr- um og fjarlœgið svo með bómull. Prófið N°7 Deep Cleansing Lotion. létta kremkennda hreinsimjólk sem fjarlœgir vel óhreinindi og meik. Gefur skíra, fríska og mjúka húð. n Vektu upp húðina með ondlitsmaska ÍJ sem fjarlœgir djúpt liggjandi óhreinindi og hreinsar lokaðar húðholur. Prófið N°7 Sauna maskann, nýja kremaða uppfinningu. Hitnar upp í 40° ef borinn er ó raka húð, opnar þannig húðholur, djúphreinsar og drekkur í sig aukafitu. Gefur hreina silkikennda húð. SNotaðu óhrifamikið andlitsvatn til að skíra og bœta húð þína, fjarlœgja leifar óhreininda og styrkja ysta húðlag. Prófið N°7 Skin Ph Balancing Tonic sem viðheldur réttu sýrustigi um leið og það gerir húðina fríska og tilbúna undir nœringu. SNœst er það nœringin sem endurbœtir þreytta húð. Prófið N°7 Amazingly Light Moisture Fluid sem bœtir óferð og útlit húðar um leið og það bœtir nœringu, rakatap og liphíðsolíur. Útbýr fróbœran matfan grunn undir förðun. Förðunin fullkomnar nvia útlitið bitt Útbúðu náttúrulegt útlit fyrír nýja árið mStrjúktu hyljara undir augun og blandaðu varlega með fingurgómum til að hylja bauga. Burstaðu hyljaranum ó önnur húðlýti. Prófið N°7 Shadeaway, silkimjúkan, húðlíkan hyljara sem felur vel húðgalla. Notaðu meik til að jafna húðlitinn þinn. Berðu á út fró miðju andlits með rökum svampi eða fingurgómum. Prófið N°7 Moisture Cover meik sem er bœtt með Cocoa Butter, A og E vítamínum. Nœrir og gefur nóttúrulegt .útllt. SLaust púður festir meikið, tekur aukafitu og gefur mjúka óferð undir kinnalit og augnskugga. Prófið N°7, laust púður í glœru. Tœknivœdd fín talkúmlaus uppskrift með stjörnublóma og E vítamínnœringu. Inniheldur einnig UV sólvörn. ENotið kinnalit til að fó rósalitað heilbrigt útlit. Prófið N°7 Blush Perfect No. 25 til að fríska útlitið. Augun mÞú þarft ekki að breyta lagi augna- brúna með plokkara, lagfœrðu þœr bara með bursta og blýanti, Prófið N°7 augnabrúnablýant sem er með mótunar- bursta ó öðrum enda og þéttan blýant ó hinum sem mótar.og skýrir augnabrúnir. Einfaldar ráöleggingar' og þú lítur betur út. Notaðu snyrtivörur sem virka. Endurbœttu húðina eftir n Blandið nú mjúklega brúnum augn- -£J skuggum yfir augnlok til að fá milt nátt- úrulegt útlit. Prófið N°7 augnskuggaþrennu No 40, berið Ijósa kremaða skuggann yfir augnlok upp að augnabrúnum, milda karamellulitinn yfir augnlok og súkkulaðibrúna litinn yfir augn- tóft og ysta horn augans til að stœkka aðeins augun. SLengið augnhórin á áhrifamikinn hátt með N°7 Pure Touch maskarapum í brún svðrtu. Mildur agnalaus maskari, sérhannaður fyrir viðkvcem augu og linsunotendur. Varir mMótið útlínur vara með hlutlausum varablýanti. Prófið N°7 varablýant í Amberlit. Mótið frá miðju út varir. Haldið blýantinum nálœgt vörum til að fá góða línu. Berið varalitinn á með bursta, notiö fína burstann sem er á endanum á N°7 varablýantinum. Til að fá endanlega áferð þá berið á eina áferð, þerrið með bréfklút, berið á seinni áferð og þerrið aftur. Prófið N°7 varalit No 105. Náttúrulegur brúnn, kremaður nœringarmikill varalitur. mFyrir glansandi fríska áferð, notið N°7 Lip Glaze, skínandi litalaust varagloss. Neglur m •i | Fullkomnið nú útlitið með glœrbleikum —1 nöglum. Próflð N°7 Lasting naglalakk i Petallitnum. Naglalakk sem helst vel á og er með Panthenol nœringu og sérhönnuðum efnum sem ncera og bœta illa farnar neglur. Berið á tvœr umferðir. Til að koma i veg fyrir að neglur brofni eða flagni, þá berið á yfirlakk. Prófið N°7 Fast Finish Formeldahyde laust yfirlakk, sem gefur glansandi áferð sem endist vel og lengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.