Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Side 18
18
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 I iV
i
!
I
'
DV-mynd GS
Það sem hefur verið efst á baugi
hjá mér undanfarið er frumsýning
á íslensku mafíunni. Þar leik ég
frú agalegt skúffelsi, hana Þrúði,
en hún er alveg yndisleg mann-
eskja sem elskar mikið og ég dái
mikið. Þetta hefur verið alveg sér-
stakt æfingatímabil - alveg sérlega
skemmtilegt og kreatíft andrúms-
loft. Mér hefur þótt gaman að
vinna með leikarahópnum og ekki
síður Kjartani Ragnarssyni og Ein-
ari Kárasyni en þeir hafa verið í
frábærum gír í þessu verki. Hún
Þrúður í leikritinu hyrjar gjarnan
setningar á: Það er nú agalegt skúf-
felsi, hvort sem það passar eða
ekki. En, já, þá kemur að þessum
degi sem ég ætla að lýsa:
Eg vaknaði klukkan hálfsjö og
las bók um sjálfsvinnu og fór svo í
tætsi, síðan í langan göngutúr og
heim aftur og bakaði brauð.... En,
bara grln . . .
I bíó með vonbiðli
Nei, nei, ég vaknaði svona
kortér í ellefu og var mætt á æf-
ingu klukkan ellefu. Ég fór auðvit-
að allt of seint að sofa kvöldið
áður, annan í jólum, því ég fór í
bíó með Barða vini mínum og von-
biðli að sjá Carrington. Alveg ynd-
isleg mynd með Emmu Thompson
sem var rosalega góð. Við vorum Frú agalegt skúffelsi eða Helga Braga Jónsdóttir.
breytingamar og ekki laust við að
bæði kvíði og tilhlökkun væri í
loftinu. Æfingin gekk bara vel fyr-
ir utan einhver óútskýranleg hljóð
sem allt í einu komu frá hljóð-
manninum. Það var fin stemning í
salnum, við vorum ánægð og æfð-
um framklapp í lokin.
Ég var komin heim um miðnætti
og áttaði mig þá á því að ég hafði
gleymt að borða sem er í rauninni
sigur fyrir mig. Ég kláraði því að
elda pastað sem ég var að byrja á
þegar Inga systir hringdi frá
Frakklandi. Eitthvað var ég að
gaufa fram á nótt, pakksödd og
upptjúnuð. Ég fór til dæmis að
skoða gömul kort sem ég átti og út-
búa frumsýningargjafir handa
þessu yndislega samstarfsfólki
mínu, sem mér þykir svo hræði-
lega vænt um, og gaf mér góðan
tíma í það. Síðan fór ég að leggja
sígaunaspilin mín og kom þá ekki
upp Le Bébé eða barnið sem ég
túlkaði væntanlega frumsýningu.
Þá loksins gat ég farið upp í rúm
og las Paulu eftir Isabelle Alliende,
sem ég fékk í jólagjöf. Alveg yndis-
leg bók og sorgleg. Alliende segir
svo skemmtilega frá svo ég veit
ekkert hvenær ég fór að sofa.
í áramótaskaupinu
En morguninn eftir átti ég að
Dagur í lífi Helgu Brögu Jónsdóttur leikkonu:
Frú agalegt skúffelsi
uppnumin af myndinni en höfðum
ekki rætt nægilega mikið um hana
og fórum því á Café List til að tala
meira um hana. Ég fór því allt of
seint að sofa eins og vanalega.
Þegar ég mætti á mafíósaæfing-
una klukkan ellefu tók Kjartan
orkubúnt á móti mér inni á stóra
sviði, galvaskur, búinn að stytta
sýninguna um tíu mínútur og við
urðum að byrja á því að æfa breyt-
ingarnar. Síðan var rennsli fyrir
hlé og mikill hugur í mönnum
enda verið að vinna af fullum
krafti fram á síðustu stundu.
Símtal frá Lyon
Eftir æfinguna átti ég stefnumót
á Sólon við Möggu Hjaltested, vin-
konu mína í New York, sem ég
heimsótti í sumar. Hún er að
meika það í stórborginni sem free
lance víóluleikari og geri aðrir bet-
ur. Ég þurfti að fá fréttir af vinum
mínum og kunningjum í New York
og tíminn hljóp frá okkur. Það var
nú ekki eingöngu talað um listalíf-
ið í þeirri frægu borg heldur komu
franskir karlmenn nokkuð við
sögu.
Síðan fór ég heim, setti í vél,
skellti mér í sturtu og byrjaði að
elda en þá hringdi síminn. Það var
Inga systir mín, sem hringdi frá
Lyon í Frakklandi, en hún er óp-
erusöngkona og hafði heyrt af
væntanlegri frumsýningu hjá mér.
Sjálf var hún að fara á síðustu sýn-
ingu á þessari leiðinlegu Leður-
blöku og var dauðfegin. En hún
byrjaði að æfa Töfraflautuna um
daginn og var spennt fyrir henni.
Aftur barst talið að frönskum karl-
mönnum en okkur varð ekkert
meira ágengt í sálgreiningu á þeim
en okkur Möggu - þannig að þeir
verða áfram óleyst mál.
Tílhlökkun og kvíði
Um hálfsjö mætti ég í smink i
Borgarleikhúsið og á generalprufu.
Við vorum mjög spennt að sjá
hvernig leikritið kæmi út eftir
mæta á æfingu á Linu langsokk og
svo frumsýningin um kvöldið
þannig að nóg hefur verið að gera.
Auk þess hef ég nýlega leikið í ára-
mótaskaupi Sjónvarpsins. Ég var
að vísu ekki í stóru hlutverki núna
þar sem ég var á stífum æfingum í
Borgarleikhúsinu. En eins og aðrir
landsmenn hlakka ég mikið til að
sjá það.
En núna er það íslenska mafían
sem á hug minn allan enda tel ég
að það muni slá í gegn.
-ELA
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur í
ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu
merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr.
4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág-
múla 8, Reykjavík.
- Og þá kemur fyrsta afborgun af bildruslunni til greiðslu eftir mán-
uð frá og með NÚNA
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð þrítugustu og
sjöundu getraun reyndust vera:
1. Harpa H. Stefánsdóttir 2. Óskar Elías Sigurðsson
Gerðhömrum 1 Hásteinsvegi 60
112 Reykjavík 900 Vestmannaeyjar
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 338
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
-}