Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Page 34
38
minnisstæðustu atburðir á árinu 1995
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995
Hafsteinn Númason:
„Vitanlega eru
þaö slysin fyrir
vestan sem standa
upp úr í mínum
huga. Við erum
að reyna að
byggja okkur upp
og koma okkur á
réttan kjöl á ný
eftir hörmungarn-
ar í Súðavík. Það höfum við getað
með góðri hjálp og erum þakklát
aliri þjóðinni," segir Hafsteinn
Númason. Hann segist vonast til
þess að reynt verði að ljúka þeim
málum með sóma sem upp hafa
komið í kjölfar slysanna á Vest-
fjörðum.
„Ég er ánægður með að eftirlit
skuli vera komið á hendur Veður-
stofunni því heimamenn eru ekki
færir um að halda utan um þessi
mál. Ég vona að ráðamenn þjóðar-
innar vakni upp af þvi að vera að
neyöa fólk til þess að búa þar sem
það vill ekki búa.“
Margrét Sóley Vilhjálmsdóttir:
Fjallkona 17.júní
„Það er Grikk-
landsferð mín á
árinu, hún var
. yndisleg í alla
staði og ég er
staðráðin í því að
fara þangað aftur
sem fyrst,“ sagði
Margrét Sóley Vil-
hjálmsdóttir leik-
kona þegar hún var spurð hvers
hún minntist helst frá árinu 1995.
„Auðvitað man maður líka að
það var mikið af hörmungum á ár-
inu.
Hjá sjálfri mér hefur verið mikið
að gera og sú upplifun að vera fjall-
kona 17. júní stendur upp úr, það
er þægileg minning.
Á nýja árinu vænti ég þess að fá
að vinna eins og ég geri. Svo von-
ast ég bara til að taka mér sumar-
frí.“
-ÞK
Páll Óskar Hjálmtýsson:
Annasamt ár
„Ég mun muna
eftir 1995 sem ár-
inu þegar ógeðs-
lega mikið var að
gera; margir vel
heppnaðir tónleik-
■ ar með Millunum
og öll söngferða-
lögin tO Þýska-
lands, Uxi ’95,
Súperstar í Borgarleikhúsinu,
mamma mín dó, platan mín fyrir
jólin en henni fylgdi eitt ýktasta
vinnuálag sem ég hef lent í.
1996 vona ég að plötuupptökurn-
ar í New York gangi vel og að nýja
árið gefi mér nú almennilegan
kærasta, því það er svolítið sem ég
hef aldrei reynt. Mig langar svo að
lyfta mér á kreik.“
-ÍS
Garðar Thor Cortes:
Árið var mér gott
„Það er margt
minnisstætt frá
árinu. Kærastan
mín og ég tókum
saman. Ég tók
þátt í sýningunni
Saga úr vestur-
bænum í Þjóðleik-
húsinu. Þetta hef-
ur verið mjög gott
ár hjá mér og allt hefur gengið
mjög vel,“ sagði Garðar Thor
Cortes söngnemi þegar hann var
spurður hvað honum væri minnis-
stæðast frá árinu sem er að líða.
„Svo frétti ég á árinu að bæði
systir mín og frænka ættu von á
barni og það er mjög skemmtilegt.
Á nýja árinu ætla ég bara að
halda áfram í Söngskólanum og
verða betri en ég er.“ -ÞK
Vignir Jóhannsson:
Flutningurinn frá
Bandaríkjunum
„Það sem upp
úr stendur á ár-
inu sem er að líða
er náttúrlega bú-
ferlaflutningur
minn frá Banda-
ríkjunum til ís-
lands og þær
miklu breytingar
í lífi mínu sem
því fylgdu. Frá því að ég kom hing-
að til lands er ég nú í mun fjöl-
breyttari störfum enda vildi ég
endilega fá einhverja tilbreytingu í
lífið. Ég er bjartsýnn á batnandi
hag landsmanna með batnandi ár-
ferði og vænti mikilla framfara
hérlendis. Stórframkvæmdir eru
nú margar á byrjunarstigi á íslandi
og þær eiga eftir að koma íslend-
ingum vel. Ég vonast til þess að
meiri og betri listir verði á landinu
á komandi ári og persónulega vildi
ég gjarnan verða hamingjusamari
á næsta ári.“
-ÍS
Óskar Magnússon:
Hagstætt ár í
viðskiptum
„Mér er nú of-
arlega í huga að
árið hefur verið
hagstætt í við-
skiptum. Meiri
bjartsýni er ríkj-
andi meðal fólks,1
sagði Óskar
Magnússon, for-
stjóri Hagkaups,
þegar hann var beðinn að nefna
minnisstæðustu atburði frá árinu.
„Af sjálfum mér eru mér ofar-
lega í huga ýmis kynni mín af
landbúnaðarmálum, bæði í orði og
verki.
Á nýja árinu vænti ég þess að
það verði töluvert mikill uppgang-
ur og að góður friður náist á
vinnumarkaði öllum til blessunar."
-ÞK
Arngrímur Jóhannsson:
Vænti
stöðugleika áfram
„Yfirhöfuð gekk
árið mjög vel hjá
fyrirtækinu. Það
stendur upp úr að
við lukum greiðsl-
um á stóru
júmbóþotunni
okkar. Eins þykir
mér Bahamaflug-
ið merkilegt og
hvað margir ákváðu með stuttum
fyrirvara að fara,“ segir Arngrímur
Jóhannsson, flugstjóri og fram-
kvæmdastjóri Atlanta.
„Á komandi ári vænti ég áfram-
haldandi stöðugleika í íslensku
efnahagslífi." -JJ
Þórsteinn Ragnarsson:
Hamfarir að baki -
hagvöxtur fram undan
„Þessu er
fljótsvarað. Ég
held að hver og
einn sem lítur um
öxi hljóti fyrst og
fremst að minnast
hörmunganna í
Súðavík og á Flat-
eyri. Þá er sam-
hugur þjóðarinn-
ar á þeim ögurstundum eftirminni-
legur.
Ég vona svo að almættið verndi
þjóðina gegn öðrum eins hamför-
um á komandi timum. Að öðru
leyti held ég að ástæða sé til bjart-
sýni á næstu árum, ekki síst efna-
hagsmálum. Það skulum við a.m.k.
vona.“
-KGK
Baldur Vilhelmsson:
Snjóflóðin
Þessu er
fljótsvarað.
Minnisstæðastir
eru mér þessir
voðaviðburðir
sem hér hafa
orðið á
Vestfjörum á
árinu, snjóflóðin á
Flateyri og í
Súðavík. Við prestarnir hér í
prófastsdæminu höfum nú nýlega
haldið fund um áfallahjálp þar sem
við ræddum um störf okkar vegna
snjóflóðanna og hvað mætti helst
betur fara við slikar aðstæður.
Um framtíðina, vinur minn, það
veit nú náttúrlega enginn. Þó bind
ég helst vonir við varanlegan frið í
fyrrverandi Júgóslavíu. Það er ekki
seinna vænna að menn fari þar að
slíðra sveröin." -KGK
Þórarinn V. Þórarinsson:
Uppsveiflan
hefur tekið við
„Atburðirnir á
Flateyri og í
Súðavík voru
sorglegir og verða
manni minnis-
stæðir þegar mað-
ur rifjar upp at-
burði ársins.
Óhjákvæmilega
hafa vaknað upp
spurningar um skipulag byggðar
hér á landi. Hvað þjóðlífið varðar
þá er ánægjulegt hversu vel hefur
tekist að tryggja stöðugleikann.
Niðursveiflunni er lokið og upp-
sveiflan hefur tekið við. Kjara-
stefna síðustu fimm ára hefur skil-
að árangri,“ segir Þórarinn V. Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ.
„Ég vænti þess að komandi ár
verði gott í efnahagslegu tilliti. Það
eru allar horfur á því að við sigl-
um áfram í réttum takti. Hins veg-
ar held ég að samskipti íslands og
ESB verði miklu meira í brennid-
epli heldur en á árinu sem er að
líða.“ -kaa
Finnur Ingólfsson:
Undirskrift
álsamnings
,.í mínum huga------
er það ótvírætt
minnisstæðasti at-
burður ársins
þegar samningur-
inn um stækkun
álversins í
Straumsvík var
undirritaður. Með
honum tel ég að
lagður hafi verið grunnur að auk-
inni hagsæld í framtíðinni.
Næsta ár verður okkur vonandi
betra en undangengin sjö ár, ein-
faldlega vegna þess að mönnum er
að takast að byggja hér upp at-
vinnulífið. Ég vona að það verði
gott ár og ég vænti því fyrst og
fremst aukinnar hagsældar af kom-
andi ári.“ -S.dór
Jón Jónsson:
Jákvæðar boranir
„Ætli jarðbor-
anirnar undir
Eyjafjöllum séu
mér ekki minnis-
stæðastar frá ár-
inu sem er að
líða. Það höfðu
fáir aðrir trú á
þessum borunum
en ég og heimamenn. Árangurinn
var mjög jákvæður og væntanlega
munu menn njóta góðs af því í
framtíðinni, ekki síst á Skógum,"
segir Jón Jónsson jarðfræðingur.
„Á komandi ári vona ég að ráða-
menn hafi vit á því að fela sérfræð-
ingum að taka viðeigandi ákvarð-
anir á öllum sviðum. Þá vonar
maður að stöðugleiki veröi í þjóðfé-
laginu og að sanngirni og réttlæti
fái að vera í fyrirrúmi." -kaa
Guðmundur J. Guðmundsson:
Steindauð
stjórnarandstaða
„Ég tók ákvörð-
un um að hætta
sem formaður
Dagsbrúnar á
þessu ári. Ætli
það verði ekki
það minnisstæð-
asta frá árinu. Á
almennu nótun-
um þá finnst mér
eftirtektarverðast að það er engin
stjórnarandstaða í landinu. Hún er
steindauð nema þegar Jón Baldvin
talar eitthvað um Brussel,“ segir
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar.
„Ég vænti góðra hluta á kom-
andi ári og öflugrar samstöðu
verkalýðsfélaga. Vonandi förum við
að nálgast nágrannalönd okkar í
lífsgæðum þannig að það dragi úr
landflóttanum. Að vísu gerist það
ekki í einu stökki en í áfóngum.“
-kaa
Ólafur B. Ólafsson:
Góður áfangi að ná sátt
„Sú niðurstaða
sem náðist í
launanefndinni í
lok nóvember er
mér efst í huga.
Vegna ákvarðana
Alþingis í launa-
málum var búið
að ganga mjög
mikið á á vinnu-
markaðinum í allt haust. Við
horfðum upp á mikla ólgu og óá-
nægju. Það var því góður áfangi að
menn náðu sátt að meirihluta til,“
segir Ólafur B. Ólafsson, formaður
Vinnuveitendasambands íslands.
Á komandi ári segist Ólafur von-
ast til þess að forsendur Þjóðhags-
stofnunar standist varðandi verð-
lag sjávarafurða og að það takist að
ná þeim afla utan landhelginnar
sem reiknað var með. „Þá erum
við í bærilega góðum málum ef það
fæst til viðbótar við þær fram-
kvæmdir sem búið er að ákveða."
-kaa
Sigurður T. Sigurðsson:
Málaferlin rísa hæst
„Kjarasamning-
arnir frá því í
febrúar og það
ferli sem fylgt hef-
ur á eftir er mér
minnisstæðast frá
því ári sem núna
er að líða. Fram-
koma launanefnd-
ar í málinu og
málaferlin í kjölfar uppsagnar Hlif-
ar er líklega það sem rís hæst á
þeim vettvangi sem ég starfa á,“
segir Sigurður T. Sigurðsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins Hlifar í
Hafnarfirði.
Á næsta ári væntir Sigurður
þess að þjóðfélagið rétti hlut þeirra
lægst launuðu, þeirra sem sannan-
lega eru með undirmálslaun. Ein-
ungis þannig megi koma í veg fyrir
langvinn verkfoll á árinu 1997.
„Ef við vinnum ekki heimavinn-
una okkar vel og byrjum á því að
rétta hlut hinna lægst launuðu þeg-
ar i byrjun komandi árs stefnum
við í hyldýpi sem við höfum ekki
efni á.“ -kaa
Ólafur Arnfjörð Guðmundsson:
Sonur á árinu
„Mér er minnis-
stæðast að okkur
hjónum fæddist
sonur á árinu,
nánar tiltekið 30.
maí,“ segir Ólafur
Arnfjörð Guð-
mundsson, fyrr-
verandi bæjar-
stjóri Vestur-
byggðar.
„Á nýju ári óska ég öllum lands-
mönnum árs og friðar.“
-JJ
Árni Sigfússon:
' Miklar
andhverfur
„Minnisstæðast
á þessu ári eru
hinar miklu and-
hverfur sem koma
fram í landinu
okkar. Það hrifsar
til sin mannslíf
en það gefur okk-
ur ómetanlega
náttúru og mann-
líf. Það hefur.náðst góður árangur
í ríkisbúskapnum en heldur hefur
sigið á ógæfuhliðina í borgarrekstr-
inum,“ segir Árni Sigfússon, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
„Ég vænti þess að við náum
betri tökum á sjálfum okkur, nátt-
úrunni og umheiminum á komandi
ári. Við erum reynslunni ríkari um
nábýlið við náttúruöflin og við eig-
um að vera betur fær um að nýta
þekkingu okkar til þess að auka
lífsgæðin. Með aukinni samkeppni
mun kaupmáttur okkur aukast.
Það mun birta í ríkisfjármálun-
um.“
-kaa
Alfreð Gíslason:
Snjóflóðin
fyrir vestan
„Snjóflóðin í
Súðavík og á Flat-
eyri koma fyrst í
hugann þegar
horft er til baka
yfir árið, og þeir
sorglegu atburðir
sem þar áttu sér
stað. Hvað mig
sjálfan varðar hef-
ur árið verið gott, bæði í mínu fjöl-
skyldulífi og hjá KA ef ég horfi til
handboltans þar sem bikarmeist-
aratitil KA ber hæst,“ segir Alfreð
Gíslason, athafnamaður og þjálfari
KA á Akureyri.
„Ég er bjartsýnn á að komandi
ár verði gott ár. Ég sé t.d. fyrir
mér að atvinnulífið hér á Akyur-
eyri verði áfram á uppleið eins og
verið hefur. Ég er einnig bjartsýnn
á gengi okkar KA-manna á hand-
boltavellinum og sé enga ástæðu til
svartsýni."
-gk
Anna Kristín Gunnarsdóttir:
Engin bjartsýni
á landsbyggðinni
„Veðurfarið sl.
vetur er mér ofar-
lega í huga og
þær hörmungar
sem því fylgdu.
Einnig hvað sum-
arið kom seint og
svo aftur þessar
hörmungar á Flat-
eyri í haust," seg-
ir Kristín Anna
Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi á
Sauðárkróki.
„í öðru lagi tók ég þátt í kosn-
ingabaráttu fyrir alþingiskosning-
arnar. Þar setti veðurfarið einni'g
sinn svip á og olli mikilli óvissu
um alla tilhögun.
Flutningur grunnskólans yfir til
sveitarfélaganna er mér ofarlega í
huga. Mér finnst ekki hafa vérið
unnið að því máli af eins miklum
krafti og hefði þurft að gera og ég
óttast það að ríkisvaldið ætli að
koma þessum málaflokki yfir á
sveitarfélögin án þess að leggja til
þess nægilegt fjármagn.
Ég er kvíðin fyrir næsta ári og
sé enga ástæðu fyrir landsbyggðar-
fólk að vera bjartsýnt. Það er ýmis-
legt sem bendir til þess að fjár-
magninu eigi eingöngu að beina á
suðvesturhornið þar sem allar
framkvæmdir eiga að verða og viö
sjáum það í fjárveitingum að lands-
byggðin er svelt. Allt sem gæti ver-
ið sem mótvægi við þessum miklu
framkvæmdum á suðvesturhorninu
er skorið niður, vegafé, flugvalla-
framkvæmdir og annað.“
-gk