Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Page 45
TIV LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995
leikhús
LEIIÍFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVIÐ:
ÍSLENSKA MAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson
Leikmynd: Axel Hallkell
Jóhannesson
Lýsing: David Walters
Búningar: Þórunn Elísabet
Sveinsdóttir
Söngstjórn: Valgeir Skagfjörð
Hljóðmynd: Baldur Már
Arngrímsson
Sýningarstjóri: Guðmundur
Guðmundsson
Leikendur: Ari Matthíasson, Árni
Pétur Guðjónsson, Bryndís Petra
Bragadóttir, Eggert Þorleifsson,
Ellert A. lngimundarson,.Felix
Bergsson, Guðmundur Ólafsson,
Hanna María Karlsdóttir, Helga
Braga Jónsdóttir, Magnús
Ólafsson, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson,
Sóley Eiíasdóttir, Valgeir
Skagfjörð, Þröstur Léo
Gunnarsson.
Sýning, iaud. 30/12, uppselt, grá kort
gilda, fid. 4/1, fáein sæti laus, rauð kort
gilda, laud . 6/1 blá kort gilda.
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Lau 30/12 kl. 14, örfá sæti laus, sun.
7/1 kl. 14, lau. 13/1 kl. 14, sun. 14/1 kl.
14.
LITLA SVIÐ KL. 20:
HVAÐ DREYMDI ÞIG,
VALENTÍNA?
eftir Ljúdmílu Razumovskaju
Lau. 30/12, örfá sæti laus, lau. 6/1, föst.
12/1, lau. 13/1.
STÓRA SVIÐ KL. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Föstud. 5/1.
Þú kaupir einn miða, færð tvol
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavíkur:
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum kl. 20.30:
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Fös. 5/1, sun. 7/1, föst. 12/1.
Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og
Línu-púsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20. Lokað verður á
gamlársdag og nýársdag, auk
þess er tekið á móti miðapönt-
unum í síma 568-8000 alla
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
WÓÐLEIKHDSIÐ
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30:
KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN
eftir Ivan Menchell
Leikendur: Guðrún Stephensen,
Margrét Guðmundsdóttir, Sigurveig
Jónsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra
Friðriksdóttir
Þýðing: Elísabet Snorradóttir
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Leikmynd: Úlfur Karlsson
Búningar: Helga Stefánsdóttir
Tónlistarumsjón: Andrea Gylfadóttir
Leikstjórn: Andres Sigurvinsson
Frumsýning föd. 5/1, uppselt, 2. sýn.
sud. 7/1, 3. sýn. fid. 11/1, 4. sýn. Id.
13/1, 5. sýn. sud. 14/1.
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00:
DONJUAN
eftir Moliére
3. sýn. í kvöld, uppselt, 4. sýn. fid. 4/1,
nokkur sæti laus, 5. sýn. mvd. 10/1, 6.
sýn. Id. 13/1.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Ld. 6. jan., örfá sæti laus, föd. 12/1,
örfá sæti laus, Id. 20/1.
GLERBROT
eftir Arthur Miller
8. sýn. föd. 5. jan., 9. sýn. fid. 11. jan.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
I dag, 30/12 kl. 14.00, uppselt., Id. 6/1
kl. 14.00, uppselt, sud. 7/1, kl. 14.00,
uppselt, sud. 7/1 kl. 17.00, uppselt,
sud. 14/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus,
sud. 14/1 kl. 17.00.
Cjafakort í leikhús -
sígild og skemmtileg gjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
hræðilegur ærslaleikur
ISLENSKA OPERAN
=Jmi Sími 551-1475
forsýning fim. 4/1. kl. 20.00
frumsýning fös. 5/1. kl. 20.00
2 sýn. iau. 6/1 kl. 20.30
3 sýn. sun. 7/1 kl. 20.30
miðaverð kr.1000 - 1500
miðasalan er opin frá kl. 18 sýningardaga
mll pöntunarsími: 5610280 |||||
il alian sólarhringinp llllllllllilllllll
GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA
Laugard. 6. jan. kl. 21.00. Síðasta sýn.
IWAMA
BUTTERFLY
Föstud. 19/1 kl. 20.
HANS OG GRÉTA
Frumsýning laugard. 13/1 kl. 15.
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 15-19,
sýningardaga er opið þar til
sýning hefst.
SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Andlát
Pála Kristjánsdóttir, Litlu-
Grund, Hringbraut 50, áður til heim-
ilis í Nóatúni 26, lést föstudaginn 22.
desember.
Bragi Finnsson frá Ytri-Gunn-
ólfsá, Ólafsfirði, til heimilis að Aust-
urbraut 4, Keflavík, er látinn.
Hrefna Hallgrímsdóttir, Hring-
braut 37, Hafnarfirði, andaðist að-
faranótt 29. desember.
Björg S. Jóhannesdóttir frá Mó-
bergi, fyrrverandi handavinnukenn-
ari á Löngumýri, andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli fimmtudaginn
28. desember.
menning
Braskað í bílaporti
í bókum Einars Kárasonar, Heimskra manna ráð-
um og Kvikasilfri, kynntust lesendur Killian fjölskyld-
unni í meðlæti og mótvindi.
Frásögnin er brot af samtímasögu sem spannar fer-
il þriggja kynslóða á tímum uppbrots og kúvendingar
í íslensku þjóðfélagi þegar gömlUm gildum er varpað
fyrir borð. En hún er líka og ekki síður saga þeirra lit-
ríku karaktera sem teljast til þessarar makalausu
stórfamilíu.
En það er eins og fyrri daginn, þegar bók er færð til
sviðs, maður verður að byrja á því að gleyma bókinni.
Fullbúin leiksýning lifir á eigin forsendum og hlítir
um leið aUt öðrum lögmálum en upphaílega skáld-
verkið.
Sviðsmynd Axels Hallkels Jóhannessonar er stór-
brotinn bakgrunnur fyrir brask og bardús Killian-
anna og skósveina þeirra. Bílhræin eru í stöflum á
sviðinu og í ryðguðum boddíunum má fela ýmislegt
sem ekki þolir dagsins ljós. Framsviðið breytist eins
og hendi sé veifað i bankastjóravillu, skemmtistað eða
kjallarakompu eftir því sem við á.
Lýsingin gegnir stóru hlutverki og geymslurými og
verkfærahillur breytast eftir þörfum, jafnvel í fanga-
klefa. í mörgum atriðum sáust stórskemmtilegar og
flott úrlausnir eins og til dæmis þegar strandaða skip-
ið er sjósett og eins þegar alvöru lyftara er ekið um
sviðið (og reyndar líka heilum Bens) og hann notaður
sem hluti af leikmyndinni.
Sem sagt: Frábær bakgrunnur - stundum allt að því
senuþjófur.
Eðli málsins samkvæmt þyggist leikverkið sjálft á
svipmyndum eða sundurlausum bútum úr sögunum
og mikið veltur á að byggja það þannig upp að allt loði
nú saman. Sagan er mikið umskrifuð og sögð í endur-
liti þar sem Halldór Killian og Kobbi Kalypsó rifja
upp gengna slóð.
Veikleikar sýningarinnar voru hespaðir af í fyrri
hlutanum sem var dálítið pörtóttur. í fyrstu voru at-
riðin sundurlaus og kannski svolítið erfitt fyrir þá
sem ekki voru kunnugir sögunni að skeyta saman
bútana, sérstaklega af því að persónuflóran er skraut-
leg og margir koma við sögu.
Hins vegar þéttast tökin eftir nauðsynlega kynn-
ingu. Inntak verksins um sögu fjölskyldu á tímum
upplausnar kemst vel til skila. Þó að
verkið sé létt í annan kantinn er
hvergi langt í kaldhæðnislega al-
vöru og hvassa ádeilu, enda þeir at-
þurðir og sú samfélagslýsing, sem
þarna er í þakgrunni, innan seiling-
ar okkar í dag.
Þegar uppbygging leikverks er eins og í íslensku
mafíunni mynda persónurnar eina samstæða heild,
án þess að nokkur þeirra verði yfirgnæfandi. Pétur
Einarsson fer vel með hlutverk ættföðurins Sigfúsar
Killians gullgrafara, bílapartasala og seinast húsvarð-
ar í menntó. Árni Pétur Guðjónsson á sterkan leik í
hlutverki Vilhjálms, sonar hans, sem er eins konar
erkitýpa þeirra athafnamanna sem lyftast hæst og
sökkva dýpst. Guðmundur Ólafsson var líka mjög góð-
ur í hlutverki Litla- Fúsa og Magnús Ólafsson þéttur
á velli skilaði ágætri (og lúmskt fyndinni) mannlýs-
ingu í hlutverki séra Sigvalda.
Sóley Elíasdóttir fer vel með hlutverk Litlu-Fríðu
og Bryndís Petra Bragadóttir nær því betri tökum á
Fríðu fegurðardrottningu sem meira hallar undan
fæti. Andstæða Fríðu er Þrúður, heimakær eiginkona
Felix Bergsson í hlutverki Asláks barnastjörnu í
íslensku mafíunni í Borgarleikhúsinu. DV-mynd ÞÖK
Bárðar Killians sem Helga Braga Jónsdóttir leikur
snilldarvel. Ættmóðirin, hin norskfædda Solveig, er
sett til hliðar í uppsetningunni, þannig að Margrét
Helga Jóhannsdóttir fékk ekki mörg tækifæri til að
glansa.
Ekki má gleyma Hönnu Maríu Karlsdóttur sem ger-
ir Láru Killian trúverðuga, þó að ekki sé hún aðlað-
andi persóna. Hún er í pólitík og lætur eigin hags-
muni ganga fyrir öllu. Felix Bergsson er Áslákur
barnastjarna sem gerist rannsóknarblaðamaður og
Þröstur Leó Gunnarsson er braskarinn og fjárglæfra-
maðurinn Bárður.
Ari Matthíasson kemur mjög vel fyrir í hlutverki
Halldórs sögumanns og Eggert Þor-
leifsson, söngvarinn Kohbi Kalypsó,
kryddar uppsetninguna með pott-
þéttum leik og ágætum söng. Val-
geir Skagfjörð leikur sauðdrukkinn
píanóleikara, Golla bjútí, og hann
sér líka um tónlistina í verkinu og
velur vinsæl lög frá hverjum tíma til að tengja saman
atriðin.
Ótalinn er ólánsmaðurinn og smákrimminn Eyvi
sem Ellert Ingimundarson leikur ágætlega.
Samvinna þeirra Kjartans og Einars skilar eftir-
minnilegri og stórbrotinni sýningu þar sem kraftur og
hugmyndaflug leikhúsmannsins hendir hugmyndir
skáldsins á lofti og gefur þeim líf á sviðinu.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviði Borgarleikhúss:
íslensku mafíuna
eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Lýsing: David Walters
Tónlist: Valgeir Skagfjörð
Leikhljóð: Baldur Már Arngrímsson
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson
Leiklist
Auður Eydal
Tilkynningar
Félagsstarf aldraðra
Gerðubergi
Á nýbyrjuðu ári, miðvikudag
fimmtudag og fóstudag, spilað oj
spjallað og heitt á könnunni. Leik
fimiæfingar í Breiðholtslaug byrj;
aftur fimmtudaginn 4. janúar k'.
9.10.
Áramótabrenna
Stjörnunnar
í Garðabæ
Kl. 20 leggur blysför af stað fi
Hringtorgi fyrir ofan Hofsstaðaskó
að brennunni á Arnarneshæð se
tendruð verður kl. 21.
Tapað fundið
Fjallahjól tapaðist
úr Kópavogi
Blátt fjallagírahjól af gerðim
Trek 820 var tekið af lóð Hjallaskó]
í Kópavogi. Ef einhver hefur st
hjólið er sá vinsamlegast beðinn a
hafa samband við lögregluna
Kópavogi eða Hjallaskóla.
Heyrnartæki tapaðist
Heyrnartæki tapaðist 28. desen
ber í Breiðholti eða austurbæ Kópa
vogs. Finnandi vinsamlegast hring
í s. 564 1184.
?æst 20% ofslóttur!
í umboðssölu Slysovorno
FLUGCLDAR
20% ofsl.
Við
þvotta-
stöðina
4
í