Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 4
fréttir LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 DV Fiskvinnslufólk telur sig svikiö: Atvinnurekendur fundu gat í samningunum - til að segja fastráðnu fólki upp í hráefnisskorti, segir Pétur Sigurðsson, formaður ASV „Fiskvinnslnfyrirtæki hafa í áraraðir leikið þann leik í des- ember að segja fiskvinnslufólki upp og hafa borið við hráefnis- skorti. Þá hefur fólkið farið á at- vinnyuleysisbætur þar til það er ráðið aftur til vinnu eftir áramót. í kjarasamningunum í fyrra samþykkti verkalýðshreyfingin að fiskvinnslufólk þyrfti að vinna í 9 mánuði áður en það fengi fast- ráðningarsamning í staðinn fyrir 2 mánuði áður. Þetta var gert vegna þess að um leið þóttust menn vera að semja um að fast- ráðna fólkinu yrði ekki framar sagt upp i desember. Þetta voru kaup kaups eins og alltaf í samn- ingum. Síðan biðu menn eftir að sjá hvað gerðist í desember síðast- liðnum. Ég og fleiri töldum okkur sjá að gloppa væri í samningun- um sem gerði þeim kleift að segja fólki upp í desember þótt samið hefði verið um annað. Og það gerðist. Fiskvinnslufólki var sagt upp þrátt fyrir allt, jafnvel þótt það hefði verið keypt í kjarasamn- ingum að fólki yrði ekki sagt upp með því að lengja tíma til fast- ráðningar úr 2 mánuðum í 9 mán- uöi,“ segir Pétm- Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vest- íjarða og formaður stjómar At- vinnuleysistryggingasjóðs. Hann segir aö atvinnurekendur hafi fengið meira en breytinguna úr 2 mánuðum í 9 mánuði út úr öllu saman. „í kauptryggingarsamningun- um er þaö þannig að þegar skort- ur verður snögglega á hráefni og atvinnurekendur geta ekki sagt fólki upp með fyrirvara fær fólk greidd full laun, samkvæmt þeim launatöxtum sem því ber. At- vinnuleysistryggingasjóður greið- ir af þeim launum sem nemur at- vinnuleysisbótum en atvinnurek- endur það sem á vantar upp í þann launaflokk sem hver og einn er í. Áður þurftu atvinnurekend- ur að greiða tryggmgagjald af þessum launum eins og öllum öðrum. Nú þurfa þeir þess ekki og það er Atvinnuleysistrygginga- sjóður sem greiðir þaö. Þeir fengu þetta í gegn vegna þess að þeir sögðust vera að taka á sig kvaöir í síðustu samningum með því að geta ekki sagt fastráðnu fólki upp eins og áður,“ sagði Pétur Sig- urðsson. -S.dór Hálfdán á Kvískerjum og Sigurður Bjarnason, Hofsnesi, í hellinum. DV-mynd Eris Nyr ishellir i Oræfum sá flottasti í heiminum DV, Öræfum: ísland er enn í smíðum og langt frá því að náttúran sé stöðnuð og til- breytingarlaus. Á hverju ári erum við minnt á þetta í formi eldgosa, jarðskjálfta, jökulhlaupa og stór- brotinna hreyfmga jökla, svo eitt- hvað sé nefnt. í byrjun desember gerðist það til dæmis að Breiðá i Breiðamerkur- jökli breytti skyndilega um farveg undir jöklinum og braust með lát- um út á nýjum stað. Hún ruddi sér nýjan farveg, 15 metra djúpan og 70 metra breiðan, sennilega á fáeinum klukkustundum. Nú hefur komið í ljós að þar sem áin kom út áður hef- ur hún skilið eftir sig glæsilegan ís- helli sem nær meira en 100 metra inn í jökulinn og er um það bil 15 metra breiður. Fréttaritari DV fór, ásamt Hálf- dáni Bjömssyni á Kvískerjum, að skoða íshellinn en hinir náttúru- fróðu bræður á Kvískerjum hafa fylgst vel með þessum atburðum. Til að komast að hellinum gátum við valið um að vaða yfir ískalda Breiðána eða ganga yfir ísilagt Breiðárlónið. Við völdum síðari kostinn en rétt er að vara við að ís- inn á því er oft ótryggur. Þegar fer að vora og vaxa í ánni verður eina leiðin að hellinum að ganga á jökul. Hálfdán er ekki viss um að íshell- irinn muni endast lengi. Jökullinn er á hreyfingu og ekki gott að segja hvað gerist þegar sól fer að hækka á lofti. En í dag er ljóst að flottasta ís- helli í heimi er að finna í Öræfum. -Eris Enn eru tollverðirnir hrelldir: Bíll í eigu foreldra tollvarðar skemmdur - fíkniefnasalar grunaðir um verknaðinn „Fyrst menn ráðast á eignir er að- eins spurning hvenær þeir fara út í meira. Bíll foreldra minna, sem er eins og minn bíll, var skemmdur fyr- ir utan heimili þeirra. Afturrúða í bílnum var mölbrotin og lágu gler- brotin út um allt inni i bílnum. Það var aðeins hugsað um að skemma bíl- inn og engu var stolið," sagði toll- vöröur í einkasamtali við DV. Hann vildi ekki láta nafns síns getið vegna þeirrar hættu sem hann telur sig vera í. Atvikið átti sér stað um áramótin. „Þeir hafa fundið nafnið mitt í símaskránni en þar er ég skráður með heimili hjá foreldruni mínum og ek á nákvæmlega eins bíl. Ég bý hins vegar ekki hjá þeim. Þetta átti að vera minn bíll sem var eyðilagður," sagði tollvörðurinn. Heimildarmenn DV segja öruggt að fíkniefnasalar séu á ferð og vilji valda tollvörðum sem mestu fjárhagslegu tjóni. Þetta mál skýri það. Tollgæslan hefur fundið talsvert af fíkniefnum að undanfórnu sem fíkniefhasalar hafa reynt að smyglá til landsins og því vilja fíkniefnasalar hefna sín á toll- vörðum og valda þeim fjárhagslegu tjóni. DV skýrði frá því á mánudaginn þegar bíU tollvarðar var skemmdur fyrir utan heimili hans. Aðeins var hugsað um að valda tollverðinum sem mestu fjárhagslegu tjóni. Vitað er um skemmdir sem unnar hafa ver- ið á heimilum tveggja annarra toll- varða, rúður voru m.a. brotnar hjá þeim. „Það kom fyrst upp i huga minn hvort þetta væri virkilega að gerast hjá mér. Enginn virðist vera óhultur og maður fer að verða hræddur um börnin. Þegar ég las fréttina í DV fór ég að hugsa málið betur. Þetta virðist vera harður heimur I kringum fíkni- efnin og þessir menn víla ekkert fyr- ir sér,“ sagði tollvörðurinn. -ÆMK Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Hér er um hrein- an misskiln- ing að ræða - breytingum fylgdu aukin réttindi verkafólks „Hér er um hreinan misskilning að ræða hjá Pétri Sigurðssyni. Það er ekkert samhengi á milli þess að það var lengt úr 2 mánuðum í 9 mánuði að fólk fái fastráðningu og þess að hægt sé að taka fólk út af launaskrá í hráefnisskorti," sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, í sam- tali við DV. Hann segir að í síðustu kjara- samningum hafi verið samið um að eftir 9 mánaða starf fari fólk sjálf- krafa inn á kauptryggingu. Og einnig er það svo að ef manneskja vinnur í 5 mánuði í fyrirtæki, hætt- ir, en byrjar svo aftur löngu síðar og vinnur þá í 4 mánuði þá er hún komin á kauptryggingu. Einnig væri mikill munur á þeim réttind- um sem starfsfólk hefði öðlast með þessum samningum. Nú væri ekki lengur hægt að segja upp fastráðn- ingunni sérstaklega nema menn gerist brotlegir í starfi. Það sem aft- ur á móti gerist í hráefnisstoppum er að tilkynnt er til vinnumiðlunar að hráefnislaust verði í fyrirtækinu frá og með ákveðnum degi. Frá og með þeim degi fer fólk út af launa- skrá og atvinnuleysisbætur taka við. „Það varð engin breyting í sið- ustu samningum hvað það varðar að hægt sé að tilkynna vinnslustopp í fyrirtækjunum sem aðallega reyn- ir á um áramót. Það verður bara að standa að því með löglegum fyrir- vara samkvæmt samningum," sagði Amar. Varðandi önnur atriði er Pétur nefnir, svo sem launagreiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði, segir Arnar að það sé allt rétt en það hafi ekki verið samið um það í fyrra, það sé eldra. Þá er það þannig nú að tveir fyrstu dagarnir í hverju stoppi hjá fiskvinnslustöðvum lentu á at- vinnurekendum en nú eru það að- eins tveir dagar á ári. Þannig að endurgreiðslan hefur aukist nokk- uð, að sögn Amars. -S.dór Númer klippt af slökkvibíl á leið á verkstæði: Ekki verið skoðaður í 9 ár - er til sölu hjá Ríkiskaupum Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 30 ára gamlan slökkvibíl af gerðinni Bedford á Sæbrautinni á miðviku- dagskvöldið og klippti af skráningar- númerin þar sem bíllinn hafði ekki verið skoðaður síðan 1987 eða í níu ár. Bíllinn hefur verið í eigu Áburð- arverksmiðju ríkisins í Gufunesi en er til sölu hjá Ríkiskaupum. Hugsanlegir kaupendur vom með bílinn á leiðinni á verkstæði þegar þeir vora stöðvaðir á honum af lög- reglu. Ætluðu þeir sér að skoða bíl- inn nánar með tilliti til þess hvort það borgaði sig að kaupa hann. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkiskaup- um er óljóst hvort af kaupunum verð- ur. Samkvæmt lögum um starfsenfi Áburðarverksmiðjunnar var hún skylduð til að hafa slökkvibíl á at- hafnasvæðinu í Gufunesi. Fór bíllinn því aldrei út fyrir svæðið. Notkunin á honum hefur þar af leiðandi verið afar lítil og mun hann ekki vera ek- inn meira en 1.300 kílómetra. -bjb Hér klippa tveir vaskir lögregluþjónar aftara bílnúmerið af slökkvibíl Áburð- arverksmiðjunnar sem ekki hafði verið skoðaður í 9 ár. DV-mynd S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.