Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 5
JjV LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 fréttir 5
Sókn mótmælir niðurskurði á sjúkrahúsunum:
Starfsmenn þurfa áfallahjálp
- segir varaformaöur - vilja fækka yfirmönnum
„Ályktunin er farin til ríkis-
stjórnarinnar og stjórnar sjúkra-
húsanna en við erum ekki farin að
fá nein viðbrögð ennþá. Við sendum
trúnaðarmönnum á þessum stofn-
unum áskorun um að vera vel vak-
andi og láta trúnaðarmenn vita ef
til stendur að flytja stofnun, fækka
fólki eða ráða ekki í stöður sem
losna,“ segir Guðrún Óladóttir,
varaformaður starfsmannafélagsins
Sóknar.
Skíðafærið misgott:
Nægur snjór
í Bláfjöllum
Samkvæmt upplýsingum DV um
skíðafærið á landinu í gær og horf-
urnar um helgina er nægur sjór og
gott færi í Bláfjöllum og reiknað er
með að 8 til 9 lyftur verði í gangi um
helgina þar sem veðurspáin er hag-
stæð. í Skálafelli er hins vegar ekki
nægur snjór. 2 diskalyftur voru í
gangi í gær en ekki stóllinn vegna
snjóleysis á toppnum. Á HengUs-
svæðinu vantar líka snjóinn.
Á Austurlandi snjóaði í gær og
reiknað er með að hægt verði að
opna skíðasvæðið í Oddsskarði í
næstu viku þar sem verðurspá er
hagstæð. Snjór er ekki nægur og
hefur ekki verið hægt að komast á
skíði þar í vetur.
í Hlíðarfjalli við Akureyri lítur
vel út með skíðafæri um helgina. í
gær var suðaustanátt og gott veður
og hagstæð spá. Snjórinn er frekar
lítUl en þó nægur til að hafa allar
lyftur í gangi. Ekki verður skíða-
svæðið í Ólafsfirði opið en hins veg-
ar verður opið á Dalvík um helgina.
Á Seljalandsdal við ísafjörð vant-
ar mikinn snjó. Þar verður göngu-
svæðið þó opið. Einnig verður opið
fyrir æfingakrakka og þá sem koma
en ekkert verður auglýst þar sem
svæðið er takmarkað. Veður var
gott í gær og hagstæð spá. Á Tungu-
dal er nánast autt. -ÞK
Formaður Alþýðuflokks:
Hef ekkert að
segja um viðræð-
urnarvið Margréti
„Ég hélt fund á Eyrarbakka og tók
síðan hús á Margréti. Við spjöUuðum
síðan svolítið saman og það er ekkert
um að segja meira,“ segir Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
Uokksins.
DV greindi frá því nýlega að for-
menn Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks hefðu átt óformlegar viðræður
í síðustu viku um hugsanlegt sam-
starf Uokkanna. Þá væri ákveðið að
stjórnarandstaðan stæði saman að
ráðstefnu um ríkisfjármál.
„Það hefur ekki verið tímasett né
fastmælum bundið hvenær. Það er
verið að ræða þetta,“ segir Jón Bald-
vin.
Jón Baldvin viU ekkert segja um
hugsanlega sameiningu þingUokka
Þjóðvaka og AlþýðuUokks fyrir 80 ára
afmæli AlþýðuUokksins í mars. Eng-
in slík ákvörðun liggi fyrir. -GHS
Hólmavík:
Dráttarvél
rann stjórnlaust
aftur á bak
íbúi á Hólmavík skarst Ula á höfði
þegar dráttarvél hans með kerru í eft-
irdragi valt í hálku á veginum að
ruslahaugunum rétt fyrir utan Hólma-
vík skömmu fyrir hádegi á miðviku-
dag.
Maðurinn var með drasl í kerrunni
á leið á haugana. Hann var hálfnaður
upp brekkuna þegar vélin fór að renna
stjórnlaust aftur á bak í hálku. Hún
valt fram af bröttum kanti og maður-
inn skarst iUa. Hann var fluttur með
sjúkraflugi til Reykjavíkur. -GHS
Starfsmannafélagið Sókn mót-
mælti harðlega á fundi sínum boð-
uðum niðurskurði í sjúkrahúsunum
i Reykjavík og skorar á spítalana að
byrja niðurskurðinn á yfirmönnum
spitalanna í stað þess að láta al-
menna starfsmenn sífeUt kenna á
því. Fundurinn beindi þeim tilmæl-
um til ríkisvaldsins að fram fari
aUsherjar úttekt á öUu heUbrigðis-
kerfinu í landinu sem leiði tU heU-
steyptrar stefnu í heUbrigðismálum
og tæki til nokkurra ára í senn í
stað þess rótleysis sem fylgir
ómarkvissum niðurskurði.
„Það er orðið óskaplegt álag á
Sóknarfólki. Það er alvanalegt að
enginn sé kaUaður út tU að hlaupa í
skarðið fyrir þá sem verða veikir.
Það er líka vísindalega sannað að
veikindi aukast við aukið álag. Við
verðum vör við það hér ásamt gífur-
legri óánægju. Þessi hópur verður
aUtaf fyrir niðurskurðinum en yfir-
menn verða aldrei fyrir barðinu á
honum. Við höfum áhyggjur af því
að fyrsti hópur áfalladeildarinnar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur verði
starfsmennirnir," segir Guðrún.
Sumir starfsmenn á Landakoti
eiga fimm eða sex uppsagnarbréf
eins og fram kom í DV í síðustu
viku. Guðrún segir að ekki sé hægt
að bjóða sjúklingum eða starfs-
mönnum á spítölunum upp á svona
aðferðir.
„Við sameiningu spítalanna var
yfirmönnum raðað á jötuna á með-
an fyrir lá að skera niður um 380
milljónir. Starfsmenn Sjúkrahúss
Reykjavíkur fengu afskaplega hlý-
legt bréf frá stjórnendum spítalanna
á áramótum þar _sem sagt var að
ekki yrði hreyft v’ið neinu. Á sama
tíma voru komnar upplýsingar um
væntanlegan niðurskurð. Þetta eru
ekki heiðarleg vinnubrögð," segir
Guðrún. -em
*s®f81SSS§^
1
'0^''
I ’
liMW’AfÁV
- * * ixi- Pl « 'zÁMfc**- w
§
m ■ M;
dE v
:: .■■p
■
* *
4 „ v* v'' t <a\
*...*: ■
• ’ j $0
wlSf
•„'V ". '■'.
1M
Einkabókhaldið
treystir f jármál heimilisins
EINKA#
bókhald
Einkabókhaldiö er nýtt og notendavænt forrit
til þess að halda utan um fjármál heimilisins og gera
fjárhagsáætlanir. Forritiö er afar einfalt í notkun,
valmyndir eru skýrar og músin er notuö við allar skipanir.
Einkabókhaldiö auöveldar þér að:
• Koma betra skipulagi á útgjöldin
• Reikna út greiðslubyrði lána miðað við mismunandi forsendur
• Sjá greiðslustöðuna
• Meta áhrif fjárfestinga og tekjubreytinga á greiðslustöðuna
• Reikna út ávöxtun innlána
• Áætla mánaðarlegar tekjur og útgjöld heimilisins
Einkabókhaldið er fyrir PC tölvur, 386 eða öflugri.
ítarleg notendahandbók fylgir
- betri mynd á fjármálin
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Heimasíða: http://www.centrum.is/lbank/