Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Side 8
8 sælkerinn LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 J Hótel Örk: Grænmetisbak Það eru sjálfsagt margir þegar farnir að hugsa um línurnar fyrir sumarið. Hér kemur einn hitaein- ingasnauður grænmetisréttur úr grænmetisbænum Hveragerði. Það er Jón Friðrik Snorrason, yfirmat- reiðslumaður á Hótel Örk, sem legg- ur til þessa uppskrift. Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í þessa böku, allt eftir því hvað fólki þykir gott. Einnig má einfalda matartilbúninginn með því að nota frosið smjördeig sem keypt er í búð í stað þess að búa til deigið sjálfur. Uppskriftin er ætluð fjórum. Und- irbúningstími er um 20 mínútur og eldunartími 30 mínútur. I hverjum skammti eru um 650 hitaeiningar. Deigið salt á hnífsoddi 100 g smjörlíki 2 matskeiðar kalt vatn Hveiti og salt er sett í skál og smjörlíkinu blandaö saman við. Jón Friðrik Snorrason, yfirmatreiðslu- maður á Hótel Örk. DV-mynd Sveinn Pl 2 egg 150 ml mjólk 100 g riflnn ostur salt og pipar eftir smekk Allt grænmetið er skolað, skorið í hæfilega bita og brúnað létt á pönnu í olíunni. Eggjum, mjólk og osti blandað vel saman og kryddað eftir smekk. Grænmetið er sett í formið og blöndunni hellt yfir það. Þetta er síðan bakað við 180 gráður í um það bil 30 mín. Þetta er hnoðað saman þar til blandan líkist fínu brauðra- spi. Vatnið er þá sett saman við og hnoðað. Deigið er síðan flatt út og örlítið hveiti notað við það. Það er svo sett I hringlaga smurt form, um það Gráðaostsósa 1 dós sýrður rjómi, 10% lítið lauf gráðaostur Ostinum er stappað saman við sýrða rjómann eftir því hvað fólk vill hafa sósuna sterka. Grænmet- isbakan er borin fram með gráðaostsós- unni og sal- ati, til dæmis frizze-salati, eikarlaufum, grilluðum tómötum, spergilkáli og gulrótum. -ból bil 11 sm í þvermál og ekki mjög djúpt. Best er að formið sé með lausum botni. Fylling 1 meðalstór laukur 1 lítið zucchini, kúrbítur 5 meðalstórir sveppir 2 meðalstórar gulrætur 2 matskeiðar ólífuolía Kartöfluostasúpa Það eru ekki allir jafn hrifnir af súrum pungum og selspiki og hér koma tvær góðar uppskriftir fyr- ir þá sem fúlsa við ramm- íslenskum þorramat. Þessi súpa er ætluð fjórum. 2 bollar kjúklingasoð 1 meðalstór kartafla í teningum, 1 bolli 1 meðalstór laukur, saxaður, V2 bolli Vi bolli saxað spergilkál, broccoli 1 meðalstór grófrifin gulrót, V2 bolli 3 matskeiðar maísmjöl 35 dl mjólk V, bolli cheddarostur Blandið saman soöi, kartöflu og lauk í stórum potti og látið sjóða. Minn- kið hitann, setjið lok yfir og látið malla i 10 minútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Merjiö kartö- fluteningana í pottinum með gafli. Hrærið saman maísmjöl og smámjólk. Kartöflusoðið og afgangur- inn af mjólkinni er síðan hrært saman við. Bætið spergilkálinu og gulrót- inni út í. Hrærið vel og látið suðuna koma upp þar súpan er orðin þykk. Látið sjóða í tvær mínútur í viöbót og bætið þá ostin- um út í. Osturinn er rétt látin bráðna. Feta- og rækjusalat Nú er nægt að kaupa fetaost á íslandi og því ekki úr vegi að prófa þetta ljúffenga salat sem í raun getur verið heil máltíð út af fyrir sig. Uppskriftin er fyrir sex. 250 g spagettí, brotið í tvennt 450 g meðalstórar rækjur 1 bolli fetaostur 1 bolli kotasæla 8 litlir rauölaukar, niðursneiddir 2 tómatar, saxaðir 1V2 teskeið oregano 1 teskeið svartur pipar Sjóðið spagettíið sam- kvæmt leiðbeiningum á pakkanum, sigtið og geymið. Setjið rækju, ost, lauk, tómat, oregano og pipar saman í stóra skál og blandið vel saman. Bætið spagettíinu út i og blandið. Berið strax fram. matgæðingur vikunnar Þrír síldarréttir „Síldarréttir hafa svona fylgt okk- ur hjónunum í gegnum árin og við höfum alltaf verið mjög mikið með síld. Síldin er svo alltaf að bætast meira og meira á þorraborðin og nú orðið sér maður alltaf eitt eða tvö síldarsalöt með þorramatnum," segir Björg Sigurðardóttir, ritstjóri Nýrra eftirlætisrétta hjá Vöku Helgafelli og matgæðingur vikunnar. Björg ætlar að gefa lesendum DV uppskrift að þremur síldarréttum. Hún er gift Troels Bendtsen og kynntist síldinni fyrst í Danmörku þegar hún var þar við nám í hús- mæðraskóla. „Maðurinn minn var leiðsögumað- ur í laxveiði í mörg ár og erlendir laxveiðimenn voru því oft í heim sókn hjá okkur. Þá var alltaf að reyna að finna eitthvað sniðugt íslenskt til að bera á borð. Ég fór þá að prófa mig áfram með síldina. Hún hefur síðan alltaf verið vinsælust og nú er svo komið að þetta tilheyrir mér svona svolít- ið.“ Björg býr til flestar sínar uppskriftir sjálf. „Maður flettir og les bækur og svo mótast þetta eftir hendinni. Það er yfirleitt aldrei sem ég tek rétti beint upp úr bók. Ég prófa mig yfirleitt áfram, breyti og bæti og kem með eitthvað nýtt.“ y ui ig kælið. Skerið síldarflökin í frekar litla bita og leggið í löginn ásamt app- elsínusneiðum. Berið fram með rauð- laukssneiðum og appelsínusneiðum. Appelsínusíld 4 stór marineruð sfldarflök 2 dl edik 1 dl sykur 25 marin einiber 4 negulnaglar 10 heil svört piparkorn 2 dl appelsínusafi 1 appelsína 1 meðalstór rauðlaukur Sjóðið saman lög úr ediki, sykri og kryddi. Bætið appel- sinusafanum saman við og Blaðlaukssíld þarf. Setjið síðan helminginn af rjómaostblöndunni neðst í fat. Skeriö kryddsíldina í bita og raðið ofan á, síðan afganginn af rjómaostinum og skreytið með þunnum blaðlauks- sneiðum. 4 kryddsíldarflök 150 g rjómaostur 4 msk. mjólk 3-4 msk. rifin piparrót eða piparrót i pakka, 3-4 tsk. safi úr */2 sítrónu 1 lítfll blaðlaukur 1 epli salt og svartur pipar Mýkið rjómaostinn með mjólkinni og kryddið með piparrót, sítrónu-safa, salti og pipar. Skerið blað- laukinn í örþunnar sneiðar og eplið í litla teninga og bætið út i. Bætið meiri mjólk saman við ef Síldarsalat Björg Sigurðardóttir, ritstjóri Nýrra eftirlætisrétta, er matgæðingur vikunnar. DV-mynd 3 marineruð síldarflök 4 soðnar kartöflur 5 rauðrófusneiðar niðursoðnar ásamt örlitlu af leginum 1 sýrð agúrka 2 epli 1 lítill laukur 1 msk. sætt sinnep 1 tsk. sykur 3 msk. olía 1 msk. borðedik salt og nýmulinn pipar 3 harðsoðin egg Skerið kartöflur, rauðrófur, sýrða gúrku og epli í litla teninga og lauk- inn smátt. Blandið svo öllu saman í skál. Skerið síldarflökin í litla bita og blandið saman við. Til að gera sós- una er sykri og sinnepi blandað sam- an, olíunni bætt í í smáskömmtum og þeytt vel á milli. Sósan er síðan bragðbætt með ed- iki og hellt yfir síldarblönduna og blandað vel. Setjið salatið í form eða skál og látið bíða í ísskáp yfir nótt. Hvolfið svo á fat og skreytið með harðsoðnum ekkj- um í bátum eða sneið- um. Björg ætlar að skora á Ástu Birnu Hauksdóttur flugfreyju að vera næsti matgæðingur. „Hún kemur til með að hafa umsjón með nýjum baksturspakka sem er að koma út hjá Vöku Helgafelli. En þó hún sé | flink að baka þá er hún jafn- vel ennþá flinkari í austur- lenskri matargerð." -ból Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að þorrinn er genginn í garð með tilheyrandi matarstandi. Nú raða allir í sig súru slátri og hrútspungum, há- karli, hangikjöti og harðfiski. Auðvitað er svo allra best að skola herlegheitunum niður með ísköldu islensku brennivíni. í bók Árna Bjömssonar, Saga daganna, segir að mennta- og embættismenn hafi á síðari hluta 19. aldar farið að tíðka samkomur sem þeir kölluðu „þorrablót". Þetta voru matar- og drykkjuveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og drukkin minni heiðinna goða og Þorra, sem er persónugervingur vetrarins. Þessar veislur lögðust af í þétt- býli en héldust til sveita og um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu þorrablót- in aftur til vegs og virðingar og buðu þá upp á „íslenskan" mat sem þá var orðinn nokkuð sjald- gæfur í kaupstöðunum. Fjöldamörg samtök halda þorrablót á þessum tíma en það getur ekki verið síður gaman að hóa í nokkra vini og kunningja og bjóða í ekta þorraveislu í heimahúsi. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir slíkum veislum. Langflestar verslanir landsins bjóða upp á þorramat um þetta leyti, bæði í tilbúnum pökkum og einnig í lausu. Skemmtilegast er þó auðvitað að leggja sitt af mörkum með því til dæmis að baka eigið rúgbrauð og flatkökur í veisluna. Heimabakað rúgbrauð Hér kemur uppskrift að afar gómsætu rúgbrauði. Vert er að benda á að baka þarf brauðið nokkru áður en veislan hefst þar sem það þarf að vera tólf klukku- stundir inni í cfninum. Hráefni 300 g heilhveiti 250 g rúgmjöl 150 g hveiti 3 tsk. matarsódi 3 tsk. salt 6 dl súrmjólk 2/2 dl síróp Hveiti, rúgmjöli og heilhveiti er blandað saman. Matarsóda og salti er sáldrað yfir og blandað saman við. Heflið svo súrmjólk- inni og sírópinu saman við og hnoðið. Deigið er síðan sett í smurt flát með loki. ílátinu er lokað og það er haft lokað allan tímann. Að lokum er brauðið bakað í 100 til 110 gráða heitum ofni í tólf klukkustundir. Ilát Það gæti vafist fyrir sumum að finna heppileg form til að baka rúgbrauðið í en það þarf ekki að vera vandamál. Meðal- stór dós utan af Mackintosh-sæl- gæti hentar til dæmis ágætlega. Þá eru margir sem baka rúg- brauð í tómum mjólkurfernum. Það er einkar heppfleg aðferð því að auðvelt er að losa fernurnar utan af brauðinu þegar búið er að baka það. Þá er einnig hægt aö nota tóm kaffibox en erfiðara gæti reynst að losa brauðið úr þeim. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.